Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 28
36 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 Sviðsljós Stelpumar í The Girls: í samkeppni við The Boys Þær Inger-Lisa Myren, 12 ára, Aina Elise Hoel, 12 ára, og Lena Mari Eng- an, 14 ára, eru allar frá Þrándheimi og hafa afskaplega gaman af aö syngja. „Við Inger-Lisa þekkjumst frá þriggja ára aldri og höfum sungiö mikið saman. í janúar 1994 hittum viö Lenu Mari á menningarhátíð og uppgötvuöum aö viö höföum allar sama tónlistarsmekk. Við ákváöum aö búa til stelpuhljómsveit," segir Aina. Allar stúlkurnar eru í söngnámi en æfingar fara fram heima hjá In- ger-Lisu. Draumurinn er aö lifa af tónlistinni í framtíöinni. „Okkur finnst strákarnir í The Boys skemmtilegir og ákváðum því að fara út í sama tónlistarstíl og þeir - þess vegna köllum við okkur The Girls," segir Inga-Lisa. Stelpurnar segjast hafa hitt þá Arn- ar og Rúnar og eru ofsahrifnar. í fyrrasumar tóku stelpurnar þátt í hæfileikakeppni í Þrándheimi og sigruöu. Þær uröu 30 þúsund krón- um ríkari á eftir og áttu auðveldara meö að koma sér á framfæri. Þær sinna þó öðrum áhugamálum líka. Aina leikur handbolta og hefur mik- inn áhuga á ástarsögum. Inger-Lisa er einnig í handbolta og gæludýr eru áhugamál Lenu Mari. Stelpurnar syngja gamla þekkta slagara og hafa vart undan að gefa Stelpurnar í The Girls hafa náð nokkrum vinsældum í Noregi og krakkarn- Þær hafa þó ekki náð vinsældum ir vilja fá eiginhandaráritanir þeirra. íslensku strákanna, Arnars og Rún- ars, í The Boys. aödáendum eiginhandaráritanir þær til aö geta komið út sinni eigin í samkeppni viö íslensku drengina í þegar þær koma fram. Nú vonast plötu og þá eru þær án efa komnar The Boys. Jóakim prins og Alexandra: Tvö ein í Frakklandi Vinkonur þrátt fyrir allt Þrátt fyrir að þær Alexis og Krystle hafi barist árum saman í þáttunum Dynasti er ekki annað aö sjá en þær Linda Evans og Joan Collins, sem fóru meö hlut- verk þeirra, séu hinar bestu vin- konur. Þær hittust á hausttísku- sýningu Valentinos í París á dög- unum og fór vel á meö þeim. Þessar fyrrverandi Carring- ton-frúr voru báöar klæddar í svarta kíóla og höfðu um margt að tala. Margt hefur náttúrlega veriö aö gerast hjá þeim siðan þær hættu að leika f þessum vin- sæla ft-amhaldsflokki. Joan Coll- ins er orðin 63 ára en Linda er 52ja ára. Jóakim prins (26 ára) i Danmörku og unnusta hans, Alexandra Manley (31 árs), nutu sumarleyfisins í höll konungsfiölskyldunnar í Frakk- landi, bara tvö ein. Brúðkaup þeirra verður 18. nóvember en þetta er í fyrsta skipti sem þau ferðast ein. Hingað til hafa þau feröast víða en þá alltaf í fylgd meö öörum sem þyk- ir passa betur hefðarfólki. Elísabet Englandsdrottning bann- aöi hins vegar syni sínum, Játvaröi, að fara í sumarleyfi með kærustu sinni, Sophie Rhys-Jones, áöur en þau giftast en sagt er aö tilkynnt verði frá Buckinghamhöll um brúð- kaup þeirra áður en langt um líöur. En þetta er ööruvísi í Danmörku. Margrét drottning og Henrik prins eftirlétu hinu unga pari höll sína í Frakklandi án þess aö vera meö múður. Þau Jóakim og Alexandra gátu því verið tvö ein og út af fyrir sig þrátt fyrir aö þau væru ekki kom- in í hjónabandiö. Sagt er aö ástin geisli af þeim og og Alexandra leggur sig alla fram um aö læra dönsku. Hún segist ekki ætla aö opna munn- inn opinberlega fyrr en hún hefur náö fullkomnu valdi á tungumáli væntanlegs eiginmanns. Alexandra hefur starfaö í Hong Kong en hefur nú sagt starfi sínu lausu. Hún mun þó engu að síður vera á ferðinni milli Kaupmanna- hafnar og Hong Kong fram aö brúö- kaupinu. Hún gerir sér það alveg ljóst að líf hennar muni breytast til muna eftir aö hún er orðin dönsk prinsessa og hallarfrú í Danmörku en þau hjónin munu búa í Shacken- borgarhöll á Jótlandi. Ástin er heit hjá Jóakim prins og Alexöndru en þau verða gefin saman í nóvember. ... að leikarinn Andrew Wiii- iams, sem leikið hefur í áströlsku framhaldsþáttunum Nágrönnum, hefði verið að reyna fyrir sér í Hollywood. Nú hefur hann fengið hlutverk í unglingaþáttunum Melrose Place og mun sjást með þeim hópi áður en langt um líður. ... að um 650 gestir og 100 ör- yggisverðir hefðu verið við- staddir þegar Tom Arnold, 36 ára, og Julie Champneila, 22ja ára, gengu í hjónaband á dögun- um, auk prestsins að sjálfsögðu. Veislan fór fram á Ritz-Carlton hótelinu i Dearborn. Þetta er fyrsta hjónaband Julie en hans annað. Tom skildi við Roseanne á síðasta ári. ' ... að ein mesta kynbomba ailra tíma væri á leiðinni að gefa út ævisögu sina. Það er sjálf Brig- itte Bardot. Ævisögu hennar er beðlð með mikilli eftirvæntingu enda hefur leikkonan frá mörgu að segja. Á myndinni er hún með fyrsta eiginmanni sinum, Roger Vadim, sem jafnframt uppgötvaði stjörnuna en þau hittust fyrir stuttu. ... að kvikmyndin Madison brýmar, sem byggð er á sam- nefndri sögu, væri nú væntanleg hingað til lands en hún hefur fengið ágætisgagnrýni vestan- hafs. Hins vegar mun Meryl Stre- ep, sem leikur annað aðalhlut- verkið í kvikmyndinni, hafa látið hafa eftir sér að henni hafi ekki fundist bókin neitt sérstaklega skemmtileg. „Hún er of væmin,“ sagði leikkonan. ... að leikarinn Johnny Deep væri að verða einhver sá alvin- sæiasti meðal ungra kvenna. Þegar hann var á ferð á íriandi fyrir stuttu hafði hann ekki undan að rita nafn sitt á alls kyns papp- ir, hendur eða fætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.