Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 33 Úr hversdagslífinu í amerísku Neyðarlínuna: Kraftaverk ad við lifðum slysið af - segja hjónin Kristín Karlsdóttir og Snæbjörn Kristófersson sem féllu um tuttugu metra niður í sprungu á Snæfellsjökli á vélsleða sínum „Ég haföi fariö nokkrum sinnum á vélsleöa upp jökulinn en Kristín aldrei. Hún hafði lengi ætlaö og áöur en við fórum í þessa ferð sagðist ég ekki fara án hennar. Það má teljast kraftaverk að við lifðum slysið af og við getum sannarlega þakkað það frábærum björgunarmönnum sem komu á jökulinn. Við höfum síðan reynt að lifa fyrir einn dag í einu en höfum engan veginn náð okkur og eigum aldrei eftir að gera það,“ segir Snæbjörn Kristófersson sem féll rúma tuttugu metra niður í sprungu á Snæfellsjökli 22. júní 1991 ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Karlsdótt- ur. Hingað til lands eru nú komnir aðstandendur bandarísku þáttanna Neyðarlínan, eða Rescue 911, og verð- ur þetta hörmulega slys sviðsett á jöklinum í næstu viku. Þau Kristín og Snæbjörn munu þó ekki leika í þættinum heldur verða fengnir leik- arar til þess. Þau munu hins vegar segja frá slysinu í viðtali. Mikill fjöldi íslenskra björgunarsveitar- manna munu taka þátt í verkefninu í sjálfboðavinnu auk varnarliös- manna og fleiri aðila en Saga Film stjómar verkefninu á íslandi. Leist ekki á jökulinn Þau hjónin eru meðlimir í Lions- klúbbnum Nesþingi á Hellissandi, þar sem þau búa, og það var einmitt á vegum hans sem lagt var í leiðang- urinn. Þennan dag fyrir réttum fjór- um árum kom Lionsklúbburinn Týr í skemmtiferð á Hellissand og varð að samkomulagi klúbbanna að fara á jökulinn. „Mér leist ekkert sérstak- lega vel á jökulinn daginn áður,“ út- skýrir Snæbjöm. „Maður er farinn að þekkja hann vel enda blasir hann við okkur út um stofugluggann. Ég var að vinna fram eftir kvöldinu en áætlað var að leggja í hann klukkan þrjú um nóttina. Það lá þoka yfir toppnum um kvöldið að norðanverðu og mér fannst skyggnið ekki nægi- lega gott en við létum það ekki á okk- ur fá og héldum af stað á réttum tíma,“ segir hann. „Ég hefði helst viljað sleppa við að fara en þar sem hópurinn var kominn kunni maður ekki við að skorast undan. Veðrið reyndist síðan ágætt þegar upp var komið." Á þessum tíma höfðu Snæbjörn og Kristín komið sér ágætlega fyrir í líf- inu. Hann rak (og rekur enn) fyrir- tæki með vörubíla og vinnuvélar og reksturinn gekk vel. Hún starfaði á pósthúsinu á Hellissandi en var ný- lega komin í launalaust orlof þegar slysið átti sér stað. „Ég var nú bara ósköp venjulegur vörubílstjóri sem lifði fyrir starfið mitt. Það var bæði vinnan mín og áhugamál. Ég vann að þessu öllu sjálfur og hafði mikið að gera, helst alla daga vikunnar. Mað- ur hafði verið í erfiðleikum með að koma fyrirtækinu vel á legg en var einmitt að komast út úr þeim. Sonur okkar, Kristófer, sem var í námi 1 rafeindavirkjun, hafði starfað hjá mér um sumarið en hann var þá að- eins átján ára. Hann var staddur í Ólafsvik þessa nótt og fékk því mið- ur fregnir af slysinu fyrir tilviljun,“ segir Snæbjörn. Sex mánuði á sjúkrahúsi Þau Snæbjöm og Kristín þurftu að dvelja á Borgarspítalanum og endur- hæfingardeild Grensásspítala í sex mánuði eftir slysið og ákvað Kristó- fer að hætta námi og taka að sér rekstur fyrirtækisins. „Hann hefur verið okkur ómetanlega hjálplegur," heldur Snæbjörn áfram. „Ef hans hefði ekki notið við væri ég ekki með fyrirtækið í dag.“ Þyrlan nauðlenti Snæbjörn og Kristín sátu saman á sleðanum. Hann hafði áður verið að ferja fólk upp jökul- inn. „Kúplingin hafði verið í ólagi hjá mér en var komin í gott lag. Ég ákvað því að fara upp á toppinn. Við lögðum af stað eftir slóð og síðan man maður ekkert meira,“ segir hann. Kristín segist hafa misst meðvitund í fyrstu en rankað síðan við sér. Hún féll af sleðanum á leið niður sprung- una og hafhaði á syllu um fimmtán metra ofan í sprungunni. Snæ- björn fór hins veg- ar tuttugu og tvo metra. „Það var ömurlegt að vakna upp í sprungunni," segir Kristín. Þyrla Landhelg- isgæslunnar var ekki til staðar þegar tilkynningin um slysið barst og var þyrla frá Varnar- liðinu fengin í staðinn. Ekki vildi betur til en svo að hún nauðlenti á jöklinum þannig að kálla varð út aðra þyrlu. Á meðan beðið var eftir síðari þyrlunni hafði tekist að ná þeim báðum upp úr sprungunni og var þeim hjúkrað í biluðu þyrlunni á meðan beðið var. Bæði hjónin voru lífshættulega slösuð. Hann var mjaðmagrindar- brotinn, handleggsbrotinn, hafði orð- ið fyrir innvortis meiðslum og slasast á höfði. Snæbjörn var látinn sofa á gjörgæsludeild í fimm vikur eftir slysið. Hún var einnig mikið brotin; lærbrotin, mjaðmagrindar- brotin, rifbeinsbrotin og augnbotn var í méli. Annar handleggurinn var lamaður og enn í dag er vinstri vang- inn dofmn. Þá hafa síðar komið i ljós skemmdir á taugum í öxlum. Sálin grær aldrei Þótt beinin hafl gróið er sársauk- inn ekki horfmn, hvorki á sál né lík- ama. „Við erum alltaf með verki og afleiðingar slyssins hefta okkur mjög í hinu daglega lífi,“ segir Kristín. „Við getum ekki gert neitt af því sem við gátum áður,“ bætir Snæbjörn við. „Þótt ég sé að reyna að vinna er það meira til að hafa eitthvað að gera en af mætti. Maður vill halda söns- um,“ segir hann. Bæði eru þau 75% öryrkjar í dag og eiga ekki frekari bata í vændum. „Það er búið að skipta um mjaðmalið hægra megin og verður skipt um hinn innan fárra ára. Ég hef ekki fullan mátt í fótum, geng með spelkur á öðrum fæti. Þá er úlnliöur hægri handar ónýtur,“ segir hann. Kristín hefur reynt að vinna á pósthúsinu hálfan daginn. „Eigin- lega bara til að dreifa huganum en ég „ þarf alltaf að hvíla mig þegar ég kem heim,“ segir hún. Ekki með hjálma Snæbjörn og Kristín voru ekki með hjálma á höfði þegar þau fóru í vélsleðaferðina á jökulinn. „Enginn í þessari ferð var með hjálm og það er algjörlega út í hött. Það er grundvall- aratriði þegar fólk fer í vélsleðaferð að það sé með hjálm á höfði og allan öryggisútbúnað. Það kæmi aldrei til Hjónin á Grensásdeildinni nokkrum mánuðum eftir slysið. „Þjálfararnir gátu alltaf komið okkur í gott skap.“ Fréttir Þessi mynd var tekin af Snæbirni þegar hann reis upp í fyrsta skipti eftir slysið eða eins og hann orðar það: „Þetta var upprisan." greina að ég færi aftur á sleða hjálm- laus,“ segir Snæbjöm. „Ég vil meina að það sé kraftaverk að við höfum sloppið lifandi úr þessu.“ Hjónin reyna að vera bjartsýn og horfa jákvætt til framtíðar. „Við reynum að takast á við lífið en mað- ur getur sennilega aldrei sætt sig við þetta,“ segir Kristín. Heilsan er dýrmæt „Fólk spyr okkur oft hvort við séum ekki orðin góð og er alveg hissa þegar maður svarar því neit- andi. Ættingjar og vinir hafa hins vegar verið okkur afskaplega hjálp- legir. En það sem maður missir fær maður ekki aftur. Heilsan kemur aldrei aftur og fólk ætti að huga bet- ur að hversu dýrmæt hún er,“ segir Kristín og Snæbjöm bætir við: „Ef það er ekki blóðslóðin á eftir manni heldur fólk að ekkert sé að.“ Þau segja að slík veikindabarátta um margra ára skeið hafi ólýsanleg áhrif á hina andlegu hlið manneskj- imnar. „Sálin er í steik,“ segja þau. „Læknirinn okkar, Stefán Karlsson, hefur verið okkur mjög góður og hjálplegur og hann hefur fundið fyr- ir okkur lækni sem mun hjálpa okk- ur andlega." Þau segja að það hafi verið gaman en erfitt að koma heim eftir sex mán- aða sjúkrahúsvist. „Við vorum bæði á hækjum og jólin á næsta leiti þannig að maður fann fyrir van- mætti sínum. Sonur okkar var bjarg- vætturinn auk skyldfólks." Kvíða kvik- myndatökunum Snæbjörn og Kristín segjast kvíða komu kvikmynda- tökuliðsins til Hellissands Bæjarbúar hafa rætt mikið um þessa óvæntu komu Rescue 911 og spenna er í loftinu. Þau hjónin eru hins vegar hlédræg og hafa ekki áhuga á að vera í'sviðsljósinu. Það hefur blaðamaður helgarblaðs DV sannreynt því þetta viðtal er búið að vera í undirbúningi nánast frá því slysið átti sér stað. „Það hefur verið mikið álag á okkur og við því Vélsleðaslysiö á Snæfellsjökli: Köstuðust af sleðanum og mður í sprunguna - tveir hentu sér af sleða tll aö foröast SDruneuna Þyrla Vamarliösins: Harkaleg lending og spaðarnir skemmdust .. - L—' »aii komúl hí*.'P*r, lcndm* ........ ....................... nrítnð iUihhu v»r itorðauttn oo lantl Morfiunlnn tcm tlytlö varð vnr nðhent sljNrtað. Ekkt vUdl brtur tR miÁtf #i*tt vcéur, cótskir. ofl hasvfórl , wt svo I kndtnBimnl hún skaR á SnaJo".5jaklL Þ>Tla VarnM-UöMM niöur mcó m-O'JóJiA f>r»t og •tton hírkrdcga i «fturhJÓUn. VU þotsa lcmUnflu ilóflust nlöur ofi rðkost i spll á þyriunnl wro meöal uwrt #r ncUð víð að !yí\* upp Wlu. Við þaá •kcmnnUnt epaðanrtr. Ec niði ta.il af Rugmaunl þyrlunnar mi (pwðl hnnn un éhappió <v hvorl það twfðt ihnf « r.UíhoDÍhl boiwr. lUnn avarfii taór »tutt o« taflgott að þnstt hyrto tort ekkcrt 11»»*« A»»g komuUai.SktTinflL'i á þcsaori harkn- l«(u lendlugu ll|«ur i»5 þyrlau nmti haia tont 5 nifiuntreyrr.i viö lcodlnfl- una og kvaöst íiuBnwðurinn ekkl hata náð hennl nltur A laft. Ivgnr t-fiit v«r »9 þyrhtn munái ckki koma&t al st»ð mcfi fðiklfi alacaðhit v&r kalUfi á afira þyr’.u m tonli hún mun nröar á ’ðkiinum þurfU aö tore þá rifioufiu tonst nifiur Ifikultnn. «i r.lkl) cóibráð halfii illa fyrirkölluð,“ segja þau. „Við vit- um þó ekki mikið hvernig þetta mun fara fram að ööru leyti en því að tek- ið verður viðtal við okkur. Þeir hafa hringt í okkur frá Ameríku og rætt við okkur um þetta,“ segir Snæbjörn. „Við höfum frekar kosið að lifa ein- földu lífi. í gegnum Lionshreyfing- una höfum við unnið að margvisleg- um líknar- og félagsstörfum og það hefur átt vel viö okkur. Við viljum frekar gefa en þiggja.“ Ári áður en þau hjónin lentu i slysinu varð Snæbjörn fyrir áfalli þegar hann var að aka meö nýja gröfu eftir Kringlumýrarbrautinni. Snæbjöm áttaði sig ekki á hæðinni á brúnni sem liggur yfir Bústaðaveg- inn og grafan féll aftur af vörubíls- pallinum. „Til allrar guðs lukku var enginn bill fyrir aftan en ég var mjög miður mín eftir þetta óhapp,“ segir hann. Ætla aftur á jökulinn Þegar þau hjónin eru spurð hvern- ig hið daglega líf gangi fyrir sig, nú fjórum árum eftir slysið, svara þau: „Maður tekur bara einn dag í einu og reynir að vera bjartsýnn.“ Þau hafa ekki farið á jökulinn aft- ur eftir slysið en þeim stendur þó ekki ógn af honum. „Viö eigum áreiðanlega eftir aö fara aftur. Jök- ullinn er alltaf jafn fallegur,“ segir Snæbjörn og segist alls ekki vera á móti vélsleðaferðum. Jökullinn blasir viö þeim út um stofugluggann, eins og áður var sagt, og fyr- ir ofan sófann í stofunni hangir fallegt málverk af Snæ- fellsjökli. Þau vilja ekki meina að jökull- inn gefi frá sér orku þrátt fyrir að Snæbjöm hafi unnið að vegalagningu að jöklinum þeg- ar boðað var að geimverur væru væntanlegar þangað. „Hver veit þó nema jök- ullinn hafi gefíð okkur einhvem kraft,“ segja þau og brosa. Þau segjast hafa fylgst með bUalestinni að jöklinum þegar geimverurnar „voru að koma“ og segja að þaö hafi verið skemmtUegur dagúr. Ekki segjast þau þó hafa séð verur frá öðrum hnöttum í það skiptið. tækisrekstur- inn og lítið hef- ur verið um ut- anlandsferðir. Reyndar fór Kristín í fyrsta skipti til út- landa fyrir tveimur árum, til Þýskalands, en þá dreif vinafólk þeirra þau meö í hressingarferð. Þau fóru síðan ein tU Amster- dam í fyrra eft- ir að hafa unn- ið þá ferð í áskrifendaleik DV. í vetur fóru þau til Kanaríeyja og segjast hafa haft mjög gott af þeirri ferö. „Hitinn gerði okkur gott,“ segja þau. Nú hafa þau í hyggju að fara aftur í vetur þannig að segja má að útlandabakter- ían sé kviknuð fyrir cdvöru. Þau segja að fyrsta árið eftir slys- ið hafi í raun Þessar litlu stulkur sau a eftir Snæbirni og Kristínu ofan í sprunguna og gátu vísað öðrum vélsieðamönnum á réttan stað. Þær eru því sannkallaðir bjarg- vættir en því miður tókst blaðamanni ekki að fá uppgefin nöfn þeirra. týnst í tilvera þeirra. „Þótt sonurinn hafi verið hörkuduglegur í rekstri fyrirtækisins var mín reynsla ekki fýrir hendi og það kom óneitanlega niður á rekstrinum. Maður þurfti því að glíma við ijárhagsáhyggjur jafn- framt þvi að koma sér til heilsu. Þau hjónin eru afar þakklát þeim björgunarmönnum sem komu á vettvang eftir slysið. „Ég er mjög glaður í hjarta mínu að hafa i aldrei verið herstöðvaand- stæðingur,“ segir Snæ- ! björn. „Ég heföi ekki viljað lifa með því.“ Þau segja að það gæti komið til greina að fara upp á jökul og kíkja á upptökurnar en enn þá hefur ekk- ert verið ákveöið með það. Á þeim tíma sem þau voru á Borgar- spítalanum og Grensásdeild segj- ast þau hafa notið umönnunar elsku- legs fólks og alls staðar mætt hlý- hug. Félagar í Lionsklúbbnum Tý og klúbbunum heima fyrir heim- sóttu þau með blómakörfur auk vina og ættingja og eru þau þakklát öllu þessu fólki. „Þjálfararnir okk- ar gátu alltaf kom- ið okkur í gott skap. Þetta er fólk sem maður gleymir aldrei,“ segja hjón- in sem skyndilega eru trufluð í sínu hversdagslega lífi og drifín fram fyrir kvikmyndavélar. Brátt verða þau þátttakendur í sjón- varpsþætti sem milljónir manna í yfir sjötíu löndum munu horfa á. Frétt DV af hinu hörmulega slysi á Snæfellsjökli i júní 1991. Horfa á Neyðarlín una Snæbjörn og Kristín % hafa oft horft á Neyöarlín- K una á Stöð 2 en segjast ekki L hafa verið tilbúin strax að Sj taka þátt í þessum upptök- um. Kristín var í Póst- og símaskólanum þegar þessi um- ræða hófst og segist hafa þurft ' langan umhugsunarfrest. „Við hugsuðum síðan meö okkur að þetta gæti verið góð land- |éw kynning." Loksins í fri I gegnum árin hafa þau hjónin einblínt á fyrir- 7M. ■ í « » V' * T" m iM vera a lifi 1 hBH Snæbjörn og Kristín þakka guði fyrir að Þau hafa þó átt við mikil veikindi að stríða og munu aldrei ná sér fullkomlega eftir hið hörmulega slys á jöklinum. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 181. tölublað - Helgarblað (12.08.1995)
https://timarit.is/issue/196234

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

181. tölublað - Helgarblað (12.08.1995)

Aðgerðir: