Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995
17
Ljósmyndasamkeppni DV og Kodak-umboðsins:
S kemmtilegus tu
sumarmyndirnar
Ferð til Flórída fyrir tvo er aðal-
verðlaunin í sumarmyndasamkeppni
DV og Kodak-umboðsins. Auk þess
eru fimm glæsilegar Canon-mynda-
vélar í verðlaun fyrir bestu myndirn-
ar. Nú fer að styttast í lokaslaginn
því skilafrestur í keppninni er til 26.
ágúst. Enn er því tækifæri tO að
senda skondna og skemmtilega
mynd úr sumarleyfmu til DV því til
mikils er að vinna.
Þegar hafa borist fjölmargar
skemmtilegar sumarmyndir og hefur
blaðið þegar birt nokkrar þeirra. Hér
á síðunni birtast enn fleiri myndir
sem borist hafa, í von um að það
hvetji þá sem enn luma á myndum
til að taka þátt í keppninni.
t dómnefnd sitja Brynjar Gauti
Sveinsson og Gunnar V. Andrésson,
ljósmyndarar DV, og Halldór Sig-
hvatsson frá Kodak-umboðinu.
Engar kröfur eru gerðar til mynd-
anna að öðru leyti en því að þær eiga
að vera sumarlegar og skemmtilegar.
Utanáskriftin er:
Skemmtilegasta sumarmyndin
DV, Þverholti 11
105 Reykjavík
Vinir vors og blóma heitir þessi fallega og skemmtilega mynd sem Erling Ólafur Aðalsteinsson, Blómvallagötu 10a,
101 Reykjavík, sendi í keppnina.
Heimasætan er nafnið sem Ijósmyndarinn hefur gefið þessari mynd frá
Byggðasafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Andrea Ósk liggur í glugga
torfbæjarins en Ijósmyndarinn er Guðbjörg Sv. Pálmadóttir, Smáratúni 35,
230 Keflavík.
Dýramyndir eru alltaf vinsælar en Lína Jóhannsdóttir, Hraunbæ 114, 110
Reykjavík, sendi þessa mynd sem hún kallar Sumarkossinn. Myndin er tek-
in á Brúarreykjum í Stafholtstunguhreppi í júlí.
í úða á bak við foss heitir þessi fallega mynd sem Anna Guðmundsdóttir,
Hringbraut 56, 220 Hafnarfirði, sendi í keppnina.
Öryggis- og
eftirlitskerfi frá
ELBEX
fyrir minni fyrirtæki
og stofnanir.
Mjög hagstætt verð.
Sérfræðileg ráðgjöf.
Einar Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28 • Sími 562 2901 og 562 2900
• 75 - 450 lítrar
• Stillanlegur vatnshiti
• Tveir hitastillar
• Tvö element
• Glerungshúð að innan
• Öryggisventill
• Einstefnulokar
• Frí heimsending í Rvk.
og nágrenni
VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR
RAFVORUR
ARMULI 5 • 108 RVK • SIMI 568 6411
- —
Fn' H fi r II 1 I » I I ■» ^ 1 W I g to D F I W
ií'J I d'lHlf'ÍEI
Á í'-í
f n
H,
• ■>•: 7.; • • • . •.- •. ;■ • • ■ - 4,»
mua vél
°Þliti"ti.,}