Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995
35
Ætli Grettir Ásmundsson hefði getað synt einfættur í land frá Drangey?
Grettír í
Drangey
Nökkvi læknir var á ferð um
Norðurland fyrir nokkru í ágætu
veðri. Erindið var að heimsækja
lokasvið Grettissögu úti í Drangey.
Grettir Ásmundsson þótti snemma
ódæll og bellinn í orðum og tiltekt-
um. Nú á tímum heíði hann senni-
lega verið talinn ofvirkur og fengið
einhver lyf hjá spakvitrum barna-
geðlækni til að koma ró á geðhöfn
sína. Þar með hefði öll Grettissaga
fariö fyrir lítið. Hann var vel gefinn
og áttaði sig á þeim þverbrestum
sem voru í skaplyndi hans. Löngu
síðar hefði Sigmundur heitinn
Freud sennilega sagt að Grettir
væri illa haldinn af Schicksal-
neurosis (örlagataugaveiklun) en
slíkir einstaklingar klúðra tæki-
færum lífsins á lokasprettinum og
kenna örlögum um. Þeir stefna
ótrauðir að einhverju marki, kom-
ast langleiðina en halda þá í öfuga
átt og eyðileggja fyrir sjálfum sér.
Grettir sá fyrir alla þá ógæfu sem
dundi yfir hann en anaði engu að
síður í fangið á Glámi og öðrum
óvættum sem að lokum lögðu hann
að velli. Freud hefði sennilega tekið
Gretti i nokkurra ára viðtalsmeö-
ferð þar sem samskipti hans við
foreldra og óleyst Ödipusarduld
hefðu verið brotin til mergjar Það
hefði líka fariö alveg með Grettis-
sögu.
Óblíð endalok
Þeir Jón Eiríksson bóndi og Björn
sonur hans í Fagranesi ferjuðu
Nökkva ásamt öðrum ferðalöngum
út í eyna á hraðskreiðum mótor-
bát. Á leiðinni ræddu þeir spaklega
um ævilok Grettis meðan eyjan
reis tignarlega úr hafi. Samkvæmt
sögunni reyndi Grettir að höggva
sér trjárót í eldinn en exi skrapp
af rótinni í fót Grettis. Trjárót þessa
hafði fóstra Þorbjörns önguls sent
Gretti. Illugi bróðir batt um áverk-
ann og hafðist hann vel við í 3 daga.
En fjórðu nóttina kom í ljós að ígerð
var hlaupin í sárið. Þegar þeir
Grettir og Illugi skoöuðu fótinn var
hann kolblár og sárið nú hlaupið í
sundur. Þessu fylgdu miklir verkir
og varð Gretti ekki svefnsamt. Fót-
urinn bólgnaði æ meira og gerðist
Grettir banvænn eins og stendur í
sögunni. Illugi sat yfir honum dag
og nótt. Þorbjörn öngull og hans
menn komust síðan út í Drangey
og drápu Gretti enda gat hann lítt
varist vegna fótasársins.
En hvaó varð Gretti
að fjörtjóni?
Sennilega hefur verið um alvar-
lega bakteríusýkingu að ræða í
fætinum. „Líklegast er að Grettir
hafi sýkst af Clostridíu perfring-
ens,“ sagði sérfræðingur Nökkva
Á læknavaktiimi
læknis í smitsjúkdómum forn-
manna eitt sinn á frægri ráðstefnu
í borginni Flint í Michigan. Illugi
stundaði bróður sinn af mikilli
natni en virðist lítið hafa kunnað
fyrir sér í lækniskúnst þessara
tíma. Hann reyndi ekki að skera í
sárið til að tæma út ígerðina eins
og menn gerðu iðulega á þessum
árum. Þanhig hikaði ÞórhaUur
Ágrímsson ekki í Njálu. Hann fékk
fótarmein og tvihenti spjótið
Skarphéðinsnaut og rak í gegnum
fótinn til aö hleypa út grefti og
blóði. Illugi lét umbúðir vera of
lengi á sárinu án þess að gá hvern-
ig allt gengi. Bakteríurnar fengu
að leika lausum hala og valda þeim
óskunda sem lýst er hér að ofan.
Nútímasýklalyfjameðferð hefði
sennilega bjargað Gretti og hefði
þá Grettissaga ekki endað í Drang-
ey heldur á elliheimilinu á Sauðár-
króki.
Erfiöur draumur
Nökkvi sprangaði mannalega um
eyna í sólskininu. Náttúran er ægi-
fögur, ótal örnefni minna á Gretti,
Illuga og Guðmund góða; þúsundir
sjófugla gefa eynni líf. Eftir nokkra
hríð lagðist hann niður í græna
brekku og lokaði augunum eitt
andartak. Honum rann í brjóst og
dreymdi einkennilegan draum.
Hann var á leiðinni út í eyna með
Jóni í Fagranesi í læknisvitjun til
Grettis sterka og Illuga bróður
hans. Hann klifraði upp stigann
sem þrællinn Glaumur kastaði nið-
ur. Hann vísaði Nökkva til þeirra
bræðra og kvartaöi á leiðinni há-
stöfum undan vistinni. „Ég á aldrei
frí og þarf að sitja eilíflega undir
nöldri, vísnarugli og spakmælum.
Þetta er að gera mig vitlausan!"
„Þú verður að tala við trúnaðar-
mann verkalýðsfélagsins á Sauðár-
króki,“ sagði Nökkvi. Þeir komu
að skálanum og snöruðust inn.
Nökkvi gekk að Gretti, heilsaði og
bað hann að fletta sæng ofan af
fætinum. Hann blásvartur, bólginn
og sver. „Þú ert með alvarlega sýk-
ingu,“ sagði Nökkvi ákveðið. „Við
verðumaötakaafþérfótinn." „Er
þetta svona slæmt?" sagði Illúgi og
varbrugðið. „Já,“ sagði Nökkvi og
tók fram flugbeittan Swiss-Army
hníf úr læknistöskunni. Grettir
spurði hvaða áhrif aðgerð heföi á
líf sitt. „Ætli hann geti synt einfætt-
ur frá Drangey í land?“ hugsaði
Nökkvi með sér. „Á hann einhverja
möguleika á að sigla á seglbretti?"
Þá vaknaði hann af draumnum,
löðursveittur í sólinni. Á heimleið-
inni hélt hann áfram að ræða við
feðgana frá Fagranesi um Grettis-
sögu. Erlendir túristar horfðu
heillaðir á fuglalífið í eynni en
Nökkva fannst sem bræðrunum
ógæfusömu brygði fyrir eitt andar-
tak uppi í brekkunum. Grettir kall-
aði eitthvað til hans en orðin týnd-
ust í mótordrunum bátsins.
Rennismiður
óskast á renniverkstæði okkar. Við leggjum áherslu
á vönduð vinnubrögð og leitum að mönnum sem
tileinka sér þau. Góð laun. Uppl. á staðnum milli kl.
16 og 18 mánudag og þriðjudag.
Vélvík hf., Höfðabakka 1
Menningarsjóður útvarpsstöðva
auglýsir
Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð um Menningarsjóð
útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til
eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp,
þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu.
Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki
úr sjóðnum. Til úthlutunar eru u.þ.b. kr. 30.000.000. í
umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:
1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilfsfang, ásamt
upplýsingum um aðstandendur verkefnis og samstarfs-
aðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátt-
töku í verkefninu.
2. Heiti verkefnis og megininntak.
3. ítarleg og sundurliðuð kostnaðaráætlun, ásamt greinar-
gerð um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá
öðrum aðilum, sem fengist hafa eða sótt hefur verið
um eða fyrirhugað er að sækja um.
4. Fjárhæð styrks sem sótt er um.
5. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinar-
gerð um það hvaða verkþátta sótt er um styrk til.
6. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis.
7. Yfirlýsing útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka
dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá.
Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti á
skrifstofu ritara stjórnar, Bjarna Þórs Óskarssonar hdl.,
Laugavegi 97, 101 Reykjavík, eigi síðar en 30. ágúst nk.
Úthlutunarreglur sjóðsins og umsóknareyðublöð fást af-
hent á sama stað.
Þeim aðilum, sem sóttu um styrk sumarið 1994 og vilja
að tillit verði tekið til umsókna þeirra við úthlutun nú, ber
að senda viljayfirlýsingu þar um, á sama stað og umsókn-
ir, fyrir lok umsóknarfrests.
Ekki verður tekið tillit til umsókna sem ekki uppfylla öll
framangreind skilyrði né eldri umsókna, nema framan-
greind viljayfirlýsing berist.
Nissan
er kominn árgerd
1996
BIIAKRINGIAN
ehf.
GBðHN 8 - 230 KeflavU - Staar: 431.1200,. m 3311
Nissan
Terrano II
Bílasýning um helgina.
Opið laugard. og sunnud. kl. 10-17.
Nissati
Micra