Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995
Fréttir
Jaðarskattur getur numið 90-100 prósentum af umframtekjum:
Stórfjölskylda í leiguhús-
næði fær minnst í vasann
Jaðarskattur hjóna með 200 þús-
und krónur í mánaðarlaun er hærri
eftir því sem börnin eru fleiri og
hvort fjölskyldan býr í eigin íbúð eða
er með húsnæði í leigu. Skattur átta
manna fjölskyldu 1 leiguhúsnæði
með samtals 200 þúsund krónur í
mánaðarlaun getur numið 92 pró-
sentum af umframtekjum. Hjón sem
til dæmis vinna sér inn 100 þúsund
kall til viðbótar við 200 þúsundin fá
þannig aðeins 8.000 krónur í vasann
ef bömin eru sex. Jaðarskatturinn
nemur hins vegar 88 prósentum ef
sama fjölskylda býr í eigin húsnæði
og þá fá hjónin meira í sinn hlut.
í framhaldi af yfirlýsingu fjármála-
ráðherra fyrir nokkru um að jaðar-
skattur geti numið 90-100 prósentum
af umframtekjum fékk DV dæmi frá
fjármálaráðuneytinu um jaðarskatt
á fjögurra, sex og átta manna fjöl-
skyldur meö 200 þúsund krónur í
mánaðarlaun í eigin húsnæði og
leiguhúsnæði. í þessum dæmum
kemur í ljós að jaðarskatturinn getur
numið allt frá 71 prósenti upp í 92
prósent af umframtekjum.
Fjögurra manna fjölskylda í eigin
húsnæði greiðir minnstan jaðarskatt
eða 71 prósent meðan hjón með fjög-
ur börn greiða 80 prósent og hjón
með sex börn greiða langmest eða 88
prósent af öllum þeim tekjum sem
eru umfram 200 þúsund króna mán-
aðarlaunin. Ástæðan er sú að skattur
er lagöur á tekjurnar auk þess sem
dregið er úr ýmsum bótum sem fólk-
ið hefði átt kost á.
Þegar dæmi um fjölskyldu á leigu-
markaði er skoðað kemur í ljós að
óhagstætt er að fá bætur með tilliti
til jaðarskatts. Hjón með tvö börn
þurfa þá að greiða 75 prósent í jaðar-
skatt af umframtekjum, hjón með
fjögur böm greiða 84 prósent og hión
með sex börn greiða langmest eða
hvorki meira né minna en 92 prósent
af öllum tekjum umfram 200 þúsund-
in.
Samkvæmt upplýsingum úr fjár-
málaráðuneytinu er ástæðan fyrir
því að leigjendur eru með hærra
hlutfall í jaðarskatti að húsaleigu-
bætur draga úr bamabótaaukanum
þar sem hann er tekjutengdur.
Innan tíðar verður skipuð nefnd á
vegum fjármálaráðuneytisins tii að
koma með tillögur um hvernig lækka
megijaðarskatt. -GHS
Garðyrkjubændumir á Laugarvatni:
Vitum ekki um neina lausn
„Það er svolítið merkilegt að það
halda allir því fram að þetta sé að
leysast en við vitum ekkert um það.
Við höfum hvergi séð það. Það eina
sem við vissum var að yfirmat á
hluta af garðyrkjubýlinu fór fram
um daginn. Við reiknuðum með að í
framhaldi af því myndu þeir reyna
útburð. Ég held að það sé ekki lausn
á málinu enda þýddi það bara dóms-
mál,“ segir Pétur Þorvaldsson, garð-
yrkjubóndi á gróðarstöðinni Laugar-
strönd við Laugarvatn.
DV greindi frá þvf fyrir nokkru að
menntamálaráðuneytið sendi Pétri
og eiginkonu hans reglulega einu
sinni á ári uppsagnarbréf á jörð und-
ir lögbýlið Laugarströnd við Laugar-
vatn til að fá betra rými kringum
skólana á svæðinu. Þegar málið var
borið undir sveitarstjórnarmenn og
ráðuneytið bar mönnum saman um
aö það væri aö leysast en ekki fékkst
uppgefið í hverju lausnin fælist.
„Það er skrýtið að leyna okkur því
að einhver lausn sé á borðinu því að
þeim ber, samkvæmt stjómsýslulög-
um, að láta okkur vita jafnóðum. Viö
sjáum enga lausn á teikniborðinu
nema síður sé - okkur hefur ekki
verið boðin raunveruleg lóö og engar
bætur,“ segir hann. -GHS
Tugir þúsunda skáta og annarra gesta frá flestum löndum heims hafa skoö-
aö svæöi Landsbjargar og þykir mótsgestum það tíðindum sæta að allt
starf íslendinganna skuli vera unnið í sjálfboðavinnu.
SkátaríHollandi:
Tugþúsundir skoðað
svæði Landsbjargar
Síðasti dagur alheimsmóts skáta í
Hollandi var í gær. Mótið er það 18.
í röðinni og fluttu íslenskir Lands-
bjargarmenn mikinn björgunarbún-
að með sér utan, fullkominn snjóbíl
ásamt flutningabíl, björgunarbifreiö,
vélsleða, bát og ýmislegt fleira.
Tugir þúsunda skáta og annarra
gesta frá flestum löndum heims hafa
skoðað svæði Landsbjargar og þykir
mótsgestum það tíðindum sæta að
allt starf íslendinganna skuli vera
unnið í sjálfboðavinnu. Allir gestir á
svæði Landsbjargar fá að gjöf póst-
kort með myndum úr starfi björgun-
arsveita sem viðkomandi geta sent
vinumogættingjum. -sv
42%
Háir jaðarskattar
— dæmi um hjón meö 200 þús. kr. í mánaöartekjur —
I Tekjuskattur CH Bamabótaauki L3 Vaxtabætur CH Námslán
□ Húsaleigubætur □ Annað
í eigin húsnæði með 2 bórn 71%
13% 6% 7% 3%
42%
i eigin husnæði með 6 born
30%
------r
6% 7% 3%
42%
42%
í leiguhúsnæði með 2 börn
9% 14%
í leiguhúsnæði með 6 börn
26%
75%
7% 3%
14%
92%
7% 3%
DV
Uttekt á tekjum nafnkunnra hjóna:
Kristinn og Sól-
veig tekjuhæst
■ mánaðartekjur í þúsundum króna á árinu 1994
í Pétursdóttlr
ídsdóttlr
626 J
Schram
595 KJartan Gunnarsson/Slgríður Sn^evarr
522 Þorstelnn Pálsson/lnglbjörg Rafnar
513 Davíft Oddsson/Ástríftur Thorarensen
512 Pðll Pétursson/Slgrún Magnúsdóttlr
502 Frlftrlk Sophusson/Slgríftur Dúna Krlstmundsdóttir
496 Eglll Ólafsson/Tlnna Gunnlaugsdóttlr
466 Svavar Gestsson/Guftrún Ágústsdóttir
449 HJörlelfur Svelnbjörnsson/lnglbjörg S. Gísladóttlr
424 Gelr H. Haarde/lnga Jóna Þórftardóttir
384 Magnús L. Svelnsson/Hanna Karlsdóttlr
371 Arnar Jónsson/Þórhlldur Þorlelfsdóttlr
293 Gelr G. Gelrsson/HJördís Glssurardóttir
261 Stefán Hlimarsson/Anna BJörk Birglsdóttir
0 500 1000
I
1500
DV
Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj
ungs, og Sólveig Pétursdóttir alþing
ismaður voru hæst í úttekt DV ;
heimilistekjum nafnkunnra hjón;
áriö 1994. Voru þau með meðaltekjui
upp á 1.345.000 krónur á mánuði
Kristinn var meö 1.136.000 krónur ;
mánuði en Sólveig 209 þúsund krón
ur.
Með næsthæstar tekjur voru Hörð-
ur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips
og kona hans, Áslaug Ottesen bóka-
safnsfræðingur. Meðalmánaðartekj-
ur þeirra voru 1.247.000 krónur. Þaf
var reyndar Hörður sem aflaði
mestra teknanna, eða 1.223.000 króna
á mánuði. í saunbærilegri úttekt í
fyrra voru þau með hæstar tekjur
Þriðju á listanum eru Baldviii
Tryggvason sparisjóðsstjóri og Hall-
dóra Rafnar.
Það eru ekki mörg tilvik á listanum
þar sem konan var með hærri tekjur
en karlmaðurinn. Þau eru þrjú. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
var með mun meiri tekjur en Hjör-
leifur Sveinbjörnsson. Hún var með
292 þúsund á mánuði en hann 157
þúsund. Sigrún Magnúsdóttir borg-
arfulltrúi var með örlítið hærri tekj-
ur en Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra en taka skal fram að hann var
ekki orðinn ráðherra 1994. Var Sig-
rún með 260 þúsund krónur á mán-
uði en Páll með 252 þúsund krónur
í mánaðartekjur. Anna Björk Birgis-
dóttir útvarpsmaður var með hærri
tekjur en eiginmaður hennar, Stefán
Hilmarsson poppari. Hún var með
145 þúsund á mánuði en hann 116
þúsund.