Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 43
51 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 Afmæli Thor Yilhj álmsson Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Karfavogi 40, Reykjavík, er sjötugur ídag. Starfsferill Thor er fæddur Edinborg í Skot- landi. Hann er stúdent frá MR1944, stundaði nám við norrænudeild HÍ 1944-46, við háskólann í Nottingham á Englandi 1946-47 og við Sorbonne- háskóla í París 1947-52. Thor var bókavörður við Lands- bókasafnið 1953-55, starfsmaður Þjóðleikhússins 1956-59 og farar- stjóri íslendinga erlendis, einkum í Suðurlöndum. Thor hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. M.a. var hann formaður Rithöfundafélags íslands 1959-60 og 1966-68, í stjórn Rithöf- undasambands íslands 1972-74 og forseti Bandalags ísl. hstamanna 1975-81. Hann var í þjóðfulltrúaráði Samfélags evrópskra rithöfunda 1962-68, formaður Júdófélags Reykjavíkur í nokkur ár og forseti íslenska PEN-klúbbsins. Thor hefur sent frá sérfjölmargar bækur, m.a.: Maðurinn er alltaf éinn, 1950. Dagar mannsins, 1954. Andlit í spegli dropans, 1957. Undir gervitungh, 1959. Regn á rykiö, 1960. Svipir dagsins og nótt, 1961. Kjarv- al, 1964. Fljótt, fljótt sagði fuglinn, 1968. Óp bjöllunnar, 1970. Folda, 1972. Hvað er San Marinó? 1973. Fiskur í sjó, fugl úr beini, 1974. Fuglaskottís, 1975. Mánasigð, 1976. Skuggar af skýjum, 1977. Faldafeyk- ir, 1979. Turnleikhúsið, 1979. Grá- mosinnglóir, 1986. Tryggvi Ólafs- son, 1987, ásamt Halldóri Runólfs- syni. Náttvíg, 1989. Svavar Guðna- son, 1991. Eldurí laufi, 1991. Raddir í garðinum, 1992. Tvílýsi, 1994. Þá hefur Thor samið ljóð og leikþætti og þýtt margar bækur. Thor, sem hefur haldið nokkrar málverkasýningar, hefur fengið margar vikurkenningar. M.a. bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs og Bókmenntaverðlaun DV. Þá er hann heiðursfélagi Rithöfundasam- bands íslands og Júdófélags Reykja- víkur en Thor hefur svart belti í japanskri glímu, júdó. Fjölskylda Kona Thors er Margrét Indriða- dóttir, f. 28.10.1923, fyrrv. frétta- stjóri Ríkisútvarpsins. Foreldrar Margrétar: Indriði Helgason, raf- virkjameistari á Akureyri, og kona hans, Laufey Jóhannsdóttir. Synir Thors og Margrétar: Örnólf- ur, f. 8.7.1954, kenhari og bók- menntafræðingur; Guðmundur Andri, f. 31.12.1957, rithöfundur og ritstjóri. Systkini Thors: Helga, f. 15.8.1926; Guðmundur, f. 24.5.1928, lögfræð- ingur og innkaupastjóri; Margrét Þorbjörg, f. 29.7.1929, húsmóðir; Hallgrímur, f. 26.10.1930, d. 7.4.1945. Foreldrar Thors: Guðmundur Vil- hjálmsson, forstjóri Eimskipafé- lagsins, og kona hans, Kristín Thors húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Vilhjálms, b. á Undirvegg í Kelduhverfl, bróður Páls, afa Stefáns Jónssonar, alþing- ismanns og rithöfundar. Bróðir Vil- hjálms var Hallgrímur, langafi Her- dísar, móður Hallmars Sigurðsson- arleikhússtjóra. Systir Vilhjálms var Valgerður, amma Valtýs Péturs- sonar listmálara. Vilhjálmur var sonur Guðmundar, b. á Brettings- stöðum, Jónatanssonar. Móðir Guð- mundar var Karítas Pálsdóttir timb- urmanns Sigurðssonar, bróður Val- gerðar, móður Þuríðar, formóður Reykjahlíðarættarinnar. Helga var systir Sigurbjargar, ömmu Stefáns Jónssonar. Helga var dóttir ísaks, b. á Auðbjargarstöðum í Keldu- hverfi, Sigurðssonar, b. í Brekku- koti, Guðbrandssonar, b. í Sultum, Pálssonar, bróður Þórarins, afa Ól- afar, langömmu Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra og langömmu Guðmundar Benedikts- sonar ráðuneytisstjóra. Systir Guð- brands var Ingunn, langamma Sveins, forföður Hallbjarnarstaða- ættarinnar, afa Kristjáns Fjalla- Thor Vilhjálmsson. skálds. Meðal móðursystkina Thors var Ólafur Thors forsætisráðherra. Kristín er dóttir Thors Jensens, kaupmanns í Rvík, og konu hans, Margrétar Kristjánsdóttur, systur Steinunnar, móður Kristjáns Al- bertssonar rithöfundar. Móðir Margrétar var Steinunn Jónsdóttur, b. í Bergsholti, Sveinssonar og konu hans, Þorbjargar Guömundsdóttir, prófasts á Staðastað, Jóhssonar. Móðir Þorbjargar var Margrét Páls- dóttir, systir Gríms, langafa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Fréttir i I Það er alltaf fjör í sveitinni og nóg að gera fyrir fólk á öllum aldri eins og á Böðvarshóium í Vestur-Húnavatnssýslu þar sem þau Daníel Óli, Andri Freyr, Ingveldur og Anna voru að leika sér í dótinu og stórum sandkassa. DV-mynd G. Bender Kussungsstaðaættin hittist á Grenivík: 90 ára Sólveig Hallgrímsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. Unnur Jónsdóttir, Múlavegi22, Seyðisfirði. 85 ára Guðmundur Jónsson, Nýbýlavegi 28, Hvolfsvelli. Inga P. Sólnes, Aðalstræti 65,'Akureyri. Jóhannes Helgason, Álfhóli 3, Húsavík. Bj arni Sigurðsson, Vigdísarstöðum, Kirkjuhvamms- hreppi. Anna Gunnlaugsdótth', Lindargötu 66, Reykjavík. 12. ágúst Klara Guðmundsdóttir, Hverfisgötu 45, Hafnarfirði, Ingi Björgvin Þorsteinsson verkstjóri, Réttarholtsvegi 49, Reykjavík. Hann verður aðheiman. 60 ára UnnurPálsdóttir, Smárahlíð 3b, Akureyri. Guðný Helgadóttir, Stóragarði 15, Húsavík. Guðrún Benediktsdóttir, Karlsbraut 21, Dalvik. 80ára Karl Sigurðsson, Gnoðavogi 32, Reykjavík. 75ára________________________ Ásta Ólafsdóttir, Mörtungu2, Skaftárhreppi. Pétur Aðalsteinsson, Hjallavegi 4, Hvammstangahreppi. 50ára Rannveig Sigurðardóttir, Stekkjarkinn 7, Hafnarfirði. Sigurður Sigurðsson, Hrauntúni 24, Vestmaimaeyjum. Kristinn Skarphéðinsson, Suðurgötu 19, Akranesi. Stella Kristinsdóttir, Rjúpufelli 16, Reykjavík. Agnes Eymundsdóttir, Ölduslóð 45, Hafnarfirði. Sigríður Jónsdóttir, Knnglumýri 4, Akureyn. Eitt stærsta ættar- mót allra tíma - um 800 manns kom saman í yndislegu veöri „Við ákváðum að gera þessa til- raun og hún gekk frábærlega. Hrakspámenn höfðu sagt okkur að það þýddi ekkert að vera að hóa ætt- ingjum saman sem væru skyldir svona langt aftur í ættir. Forfeður okkar, Guðrún Hallgrímsdóttir og Jóhannes Jónsson Reykjalín, voru fædd um miöja síðustu öld og því var hér mikill fjöldi, líklega nálægt átta hundruð manns þegar allt er tahð. Reiknað er með að ættin telji allt í allt um helmingi fieiri," sagði Val- gerður Sverrisdóttir, þingmaður frá Lómatjöm, en ættingjar hennar af Kussungsstaðaættinni héldu á Grenivík á dögunum eitt stærsta ættarmót sem haldið hefur verið. „Stefnan hafði verið sett á að fara með hópinn út í Fjörður en vegna þess hversu seint voraði hérna var það ekki hægt. Jóhannes og Guðrún bjuggu á Kussungsstöðum en voru reyndar fyrst hjá föður Jóhannesar, séra Jóni Reykjalín, á Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Þegar Jón svo missti brauðið á Þönglabakka fyrir aldurs sakir íluttu þau að Kussungsstöð- um.“ Börn Jóhannesar og Guðrúnar sem eignuðust afkomendur eru Sigríður í Stærri-Árskógi, Inga í Grímsey, Valgerður á Lómatjörn, Hálfdánía í Hraunkoti, Trausti á Hauganesi, Sig- urbjörg á Hellu á Árskógsströnd, Guörún, bjó lengst af á Akureyri, og Árni á Þverá í Eyjafjarðarsveit. „Við vorum einstaklega heppin og fengum yndislegt veður. Það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli þegar svona lagað er gert. Hópurinn hrist- ist svo vel saman þegar hægt er að vera úti í leikjum og heilu hóparnir sameinast í gönguferðum. Hér var dansað og sungið fram á rauða morg- un og allir skemmmtu sér hið besta,“ sagði Valgerður. -SV 70 ára 40ára Guðmundur G. Pétursson, Halla Stefánsdóttir, u.nuargoiu bi, KeyKjaviK. Hanneraðheiman. Miöleiti 6, Reykjavík. Viggó Guðbjörn Jóliannsson, BirgirÁrnason, Straumnesi, Höfðalireppi. Holtagerði 74, Kópavogi, Guðmundur Hjartarson, Guðfmna Helgadóttir, - Hofsvallagötu 20, Reykjavik. Anna María Benediktsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sævangi 2, Hafnarfirði. Rúnar Sigurðsson, Fiskakvísl 13, Reykjavík. á nasta sölustað ♦ Áskriftarsími 563-2700 |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 181. tölublað - Helgarblað (12.08.1995)
https://timarit.is/issue/196234

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

181. tölublað - Helgarblað (12.08.1995)

Aðgerðir: