Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 Afmæli Ásbjöm Guðmundsson Ásbjörn Guðmundsson pípulagn- ingameistari, Vesturvangi 10, Hafn- arfirði, er sjötugur í dag. Starfsferill Ásbjörn er fæddur á Hellissandi, Snæfellsnesi. Hann fluttist með for- eldrum sínum til Keflavíkur og síð- an Hafnarfjarðar og ólst þar upp. Ásbjörn var í Barnaskóla Hafnar- fjarðar, lærði matreiðslu hjá frú Guðrúnu Eiríksdóttur á Hótel Birn- inum í Hafnarfirði 1941 og laerði pípulagnir 1943-47 hjá Jóni Ás- mundssyni pípulagningameistara og í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Ásbjörn fór sem vinnumaður, er hann missti foður sinn 1936, að Hvammi í Hvítársíðu, Borgarfirði, til hjónanna Jóhönnu Egilsdóttur og Torfa Magnússonar og var þar fiögur sumur og eitt haust. Þá fór hann til sjós. Hann byijaði sem að- stoðarmatsveinn 1939 og var síðan ýmist matsveinn eða háseti á togur- um og línuveiðurum. Eftir námið hjá Jóni Ásmundssyni og í Iðnskó- lanum vann Ásbjörn aðallega við pípulagnir í Hafnarfirði og Reykja- vík. Þá byggði hann tvíbýhshús á Hringbraut 15 í Hafnarfirði ásamt Guðmundi Ársæli, bróður sínum, og bjó þar til 1953. Þremur árum áður hafði hann verið ráðinn verk- stjóri hjá félagi Vatnsvirkja við framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli og bjó þá að Tunguvegi 12, Ytri Njarðvík. Ásbjörn var ráðinn til starfa hjá íslenskum Aðalverktök- um á Keflavíkurflugvelli 1962 og starfaði þar til 1993. Hann flutti á Borgarveg 42 og bjó þar til 1993 en flutti þá aftur til Hafnarfiarðar. Þar býr Ásbjöm nú á Vesturvangi 10. Ásbjörn sat í hreppsnefnd Njarð- víkur sem fulltrúi sjálfstæðis- manna, ýmist sem aðal- eða vara- maður, um árabil. Hann var form- aður Sjálfstæðisfélags Njarðvíkur og vann ýmis önnur trúnaðarstörf fyrir Njarðvík. Ásbjörn er einn af stofendum Lionsklúbbs Njarðvíkur og var þar bæði formaður og gjald- keri. Hann er nú Mervin Johns fellow. Hann er heiðursfélagi í Lions og félagi í frímúrarastúkunni Sindra. Fjölskylda Ásbjörn kvæntist 14.6.1945 Guö- rúnu Sigurðardóttur, f. 27.4.1925 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar: Sig- urður Kristjánsson, f. 23.4.1900, d. 1965, frá Arnarbæli í Grímsnesi, og Valgerður Jóna ívarsdóttir, f. 28.7. 1891, d. 1987, frá Hafnarfirði. Börn Ásbjörns og Guðrúnar: Guð- rún, f. 25.1.1945, tónmenntakennari Tónlistarskóla Garðabæjar, gift Páli Hannessyni, vélstjóra á Ými, þau eiga fiögur börn og fimm barnabörn; Guðbjöm Helgi, f. 31.3.1946, bygg- ingafræðingur, starfar hjá Varnarl- iðinu á Keflavíkurflugvelli, kvænt- ur Guðrúnu Guðmundsdóttur, starfsmanni Flugleiða, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn; Sigurður Valur, f. 13.3.1950, byggingatækni- fræðingur og bæjarstjóri í Sand- gerði, kvæntur Huldu Stefánsdótt- ur, þjónustufulltrúa hjá Landsbank- anum í Keflavík, þau eiga fiögur börn og Sigurður Valur eitt barn fyrir hjónaband og eitt barnabarn; Guðmundur Ásbjöm, f. 11.7.1958, húsasmíðameistari, kvæntur Svan- hildi Benediktsdóttur tannlæknarit- ara, þau eiga þrjú börn. SystkiniÁsbjörns: Hólmfríður Ása, f. 24.11.1917, látin; Guðbjörn Herbert, f. 25.6.1919, rafvirkjameist- ari í Keflavík; Guðmundur Ársæll, f. 28.9.1921, skipstjóri í Hafnarfirði; Fríða Ása, f. 29.7.1924, húsmóðir í Hafnarfirði; Guðríður Helga, f. 3.7. 1927, látin, húsmóðir í Hafnarfirði; Guðmundur Rúnar, f. 4.9.1933, raf- virkjameistari í Hafnarfirði. Foreldrar Ásbjörns: Guðmundur Guðbjörnsson, f. 15.10.1894, d. 1934, skipstjóri, og Guðrún Ásbjörnsdótt- ir, f. 2.10.1895. Ætt Guðmundur, sem var formaður á Sandi og síðar í Hafnarfirði, var sonur Guðbjörns, b. á Sveinsstöðum undir Jökh, Bjarnasonar. Móðir Ásbjörn Guðmundsson. Guðmundar var Helga Jónsdóttir frá Sauðanesi í Reykjavík. Guðrún var dóttir Ásbjörns, út- vegsb. á Munaðarhóli á Hellissandi og síðar í Ásbjarnarhúsi þar, Gils- sonar. Móðir Guðrúnar var Hólm- fríður Guðmundsdóttir frá Purkey á Breiðafirði. Ásbjörn og Guðrún taka á móti ættingjum og vinum í sumarhúsi sínu, Birkihvammi í Grímsnesi, frá kl. 18-21, laugardaginn 12. ágúst. Guðrún G. Stefánsdóttir Guðrún Guðríður Stefánsdóttir, Setbergi, Hornafiarðarbæ, sem nú dvelur á elli- og dvalarheimilinu Skjólgarði í Austur-Skaftafellssýslu, erníræðídag. Starfsferill Guðrún er fædd að Setbergi í Austur-Skaftafehssýslu og ólst þar upp fyrsta árið en síðan á ýmsum bæjum á Mýrum og í Suðursveit, lengst af á Smyrlabjörgum. Hún flutti til Hafnar 1935. Tveimur árum síðar fór Guðrún sem vinnukona að Setbergi og var þar til 1992 en frá þeim tíma hefur hún búið á elli- og dvalarheimihnu Skjólgarði í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Fjölskylda Dóttir Guðrúnar: Jóhanna Þor- varðardóttir, f. 7.2.1935, gift Helga Árnasyni, f. 5.6.1924, fyrrverandi vörubifreiðastjóra. Þau eru búsett á Smárabraut 8 í Hornafiarðarbæ. Þau eignuðust fimm börn, Árnýju Sigrúnu, f. 17.2.1957, Stefán Helga, f. 25.1.1959, Ólöfu Guðrúnu, f. 29.5. 1960, Rúnar, f. 9.9.1963, d. 22.3.1964, ogÞorvarð Guðjón,f.5.11.1965. Barnabarnabörn Guðrúnar eru fimm. Systkini Guðrúnar: Þorvarður, f. 5.11.1894 að Langhúsum í Fljótsdal, d. 1992, kvæntur Jóhönnu Jónsdótt- ur, þau bjuggu í Grafarholti og síðar á Leiðarhöfða á Höfn; Sigurný, f. 29.1.1897 að Þingmúla í Skriðdal, d. 1947, var gift Magnúsi Bjama- Guðrún Guðríður Stefánsdóttir. syni, Steinholti, Höfn. Foreldrar Guðrúnar: Stefán Jóns- son og Helga Þorvarðardóttir, ættuð af Mýrum í Austur-Skaftafehssýslu. Guðrún tekur á móti gestum á Skjólgarði á afmælisdaginn frá kl. 14-17. Margrét N. Svane Margrét Níelsdóttir Svane hjúkr- unarforstjóri, Vesturhúsum 10, Reykjavík, verður fimmtug á morgun. Starfsferill Margrét er fædd í Malínarbæ (torfbæ) þar sem nú er Húsdýra- garðurinn í Laugardal. Hún var í menntaskóla í Drogheda á írlandi 1960-62 og árið eftir lauk hún gagn- fræðaprófi frá Vogaskóla. Margrét fór í Hjúkrunarskóla íslands 1963 og lauk þar námi 1967. Hún var viö nám í heilsugæslufræðum í Ósló í Noregi 1977 og í ljósmæðranámi 1989-91. Eftir hjúkrunarfræðinámið starf- aði Margrét m.a. á Vífilsstöðum, Borgarspítalanum og á Sjúkrahúsi Selfoss. Hún vann síðan m.a. við heilsugæsluna í Hveragerði og í Árbæ eftir dvöhna í Noregi. Margr- ét hefur starfað sem hjúkrunarfor- stjóri við heilsugæsluna í Grafar- vogifrál992. Bjóðum afmælisbörnum á öllum aldri ókeypis fordrykk og veislukvöldverð ■ • allan ársins hring. ■ J^HÓTELÖKkJ Hveragerði S. 483 4700, fax 483 4775j Fjölskylda Margrét giftist 19.11.1966 Bjarna Snæbjörnssyni, f. 7.7.1939, búfræö- ingi og bifvélavirkja. Foreldrar hans: Snæbjörn Jónsson, bóndi að Snæringsstöðum í Vatnsdal, og kona hans, Herdís Jónsdóttir, frá Unaðsdal við ísafiarðardjúp, þau erubæði látin. Börn Margrétar og Bjarna: Berg- dís Una, f. 12.6.1967, tölvufræðing- ur og húsmóðir, gift Herði Andrés- syni, líffræðingi, þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvær dætur, Andreu Malín, f. 31.1.1990, og Katr- ínu Hrönn, f. 25.10.1994; Kristbjöm Þór,'f. 9.4.1969, bakari og bifvéla- virki, sambýliskona hans er Rann- veig Rut Valdimarsdóttir snyrti- fræðingur, þau eru búsett í Reykja- vík; Bergþóra Fjóla, f. 12.10.1971, sjúkrahði og vagnstjóri hjá SVR, sambýlismaður hennar er Pétur G.Þ. Ámason bifreiðarstjóri, þau eru búsett í Reykjavík og eiga einn son, Bjarna Snæbjörn, f. 17.9.1994. Systkini Margrétar: Eiríkur, f. Margrét Níelsdóttir Svane. 29.11.1942, bifvélavirki í Reykjavík; Una Jónína, f. 26.12.1952, bóka- safnsfræðingur í Reykjavík; Þor- geir Hjörtur, f. 27.2.1961, bifvéla- virki í Reykjavík. Foreldrar Margrétar: Níels K. Svane, f. 17.5.1918, bifvélavirki, og BergþóraEiríksdóttir, f. 17.10.1921, framreiðslukona, þau era búsett í Reykjavík. Ætt Níels Svane er sonur Niels Christian Svane, frá Kolding í Dan- mörku, skipstjóra í New York, og Jónínu Guðjónsdóttur, skipsþemu úrÁrnessýslu. Bergþóra er dóttir Eiríks Hjartar- sonar, rafvirkjameistara frá Svarf- aðardal, og konu hans, Valgerðar Hjartarson, frá Garðar í Norður- Dakota, þau bjuggu í Laugardal við Engjaveg, þar sem nú er Grasa- garðurinn í Reykjavík. Margrét verður heima með fiöl- skyldu sinni á afmælisdaginn. Tii hamingju með afmælið 13. ágúst 90 ára 50ára Sigríður Gísladóttir, Hverfisgötu 9, Siglufirði. Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 64, Revkjavík. Sigurbjörg Snæbjarnardóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. Helgi Sævar Björnsson, Suðurvangi 14,Hafnarfirði. Guðjón Bergur Ólafsson, Norðurtúni 22, Bessastaðahreppi. Stefanía Guðmundsdóttir, Hehulandi 13, Reykjavik. 85 ára Fannafold 31, Reykjavík. EyglóKristjánsdóttir, Þorsteinn Þórðarson, Heiðarbóli4b, Keflavík. Reykhóli 1, Skeiðahreppi. Benedikt Valgeirsson, 40ára 80 ára Vigfús Hallgrímsson, Trausti Guðjónsson, Ásbraut 13, Kópavogi. Kristín Sigurjónsdóttir, Kambastíg8, Sauðárkróki. BæjargUi 35, Garðabæ. Elín Ólafsdóttir, Suðurgötu 16, Sandgerði. Christel Nygaard Bech Pedersen, Birkibergi36, Hafnarfirði. 70 ára IngibjörgBjarney Georgsdóttir, Skálholtsbraut 13, Þorlákshöfn. Rannveig Tryggvadóttir, Trönuhjalla 15, Kópavogi. AgnarÞórisson, Brekkuhúsi 2a, Arnameshreppi. Valgerður Júliusdóttir, Laugarásvegi 30, Reykjavík. Gunnlaugur Kristfinnsson, Rekagranda 6, Reykjavík. Margrét Gunnarsdóttir, Háholti 11, Hafnarfirði. Oddný Gunnarsdóttir, Hjallabraut 17, Hafnarfirði. 60 ára Bragi Sigurðsson, Hamragarði 12, Keflavík. Gestur A. Pálsson Gestur Aðalgeir Pálsson, fyrrver- andi bóndi Bergsstöðum, Flúða- bakka 1, Blönduósi, verður sjötugur ámorgun. Starfsferill Gestur er fæddur á Grund í Jök- uldal og ólst upp á þeim slóðum. Gestur starfaði hjá Vegagerð ríkis- ins og síðan var hann húsvörður í Húnaveri til 1992, ekki þó samfellt. Hann var með búskap á Bergsstöð- um samhliöa húsvarðarstarfinu um tíma. Fjölskylda Gestur kvæntist 9.2.1963 Kristínu Hahdórsdóttur, f. 4.7.1927, húsmóð- ur frá Bergsstöðum. Foreldrar hennar: Halldór Jóhannsson, f. 20.7. 1895, d. 5.3.1982, bóndi á Bergsstöð- um í Svartárdal, og Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 19.7.1900, d. 26.10. 1984. Börn Gests ogKristínar: Guðrún Hahdóra, María Páley, Aðalgeir Bjarki. Sfiúpdóttir Gests og dóttir Gestur Aðalgeir Pálsson. Kristínar: Bergljót. Gestur átti fimm systkini og sex hálfsystkini en eitt þeirra er látið. Foreldar Gests: Páll Vigfússon, f. 27.10.1889, d. 2.4.1961, bóndi að Grund og Aðalbóh í Jökuldal og síð- ar Syðri-Varðgjá í Eyjafirði, og Mar- ía Stefánsdóttir, f. 4.8.1887, d. 7.10. 1929, húsfreyja frá Möðrudal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 181. tölublað - Helgarblað (12.08.1995)
https://timarit.is/issue/196234

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

181. tölublað - Helgarblað (12.08.1995)

Aðgerðir: