Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Side 19
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995
19
Traustar festingar á knattspymumörk sem fyrirbyggja slys:
Einföld og ódýr lausn
- Grétar Egilsson jámsmiður hannaði festingamar í frístundum
„Þaö er rétt rúmt ár síðan ég var
hér á gangi í Fossvogsdalnum og sá
þá börn aö leik viö fótboltamörk. Þá
hafði verið töluverö umræða um þær
hættur sem stöfuðu af mörkum sem
yltu um koll. Mér datt í hug að hægt
væri að hanna tiltölulega einfalda
festingu til að njörva mörkin tryggi-
lega niður. Með þessum festingum
er engin hætta á að mörkin velti um
koll og auk þess er ómögulegt að fjar-
lægja þær af mörkunum án sérstakra
verkfæra,“ sagöi Grétar Egilsson,
járnsmiður hjá Landvélum.
Miklar umræður hafa verið um
þær hættur sem stafa af lausum
knattspyrnumörkum sem hafa oltiö
um koll og slasað börn að leik, í
mörgum tilfellum alvarlega. Vitaö er
um að minnsta kosti tvö atvik þar
sem börn hafa orðið fyrir varanleg-
um meiðslum og því verður sú hætta,
sem af þessu stafar, aldrei ofmetin.
Grétar býr neðst í Fossvogsdalnum,
Kópavogsmegin, og hefur margoft
fyrir augum sér börn að leik á knatt-
spyrnuvöllum.
„Ég er járnsmiður að atvinnu og
átti því auðvelt um vik að hanna
markafestingarnar í vinnunni. Þær
eru festar á þremur stöðum með
vinklum og öflugum járnfleinum.
Vinklarnir, sem eru með þremur
götum fyrir teinana, eru settir fram-
arlega á járnslárnar, rétt aftan við
stengurnar og á miðju þverstangar-
innar í innanverðu markinu. Til þess
að setja þetta niöur þarf sæmilega
öflugan slaghamar eða sleggju ef um
erfiðan jarðveg er að ræða. Önnur
verkfæri eru ekki nauðsynleg.
Járnfleinarnir ganga á ská inn i
jörðina, tveir inn á við aö miðju
marksins og einn á móti hinum meg-
in frá. Með því móti er tryggt að ekki
er hægt aö losa mörkin með hand-
afli. Auðvelt ætti aö vera að breyta
hönnun teinanna lítillega til þess að
gera unglingum enn erfiðara fyrir
með að fjarlægja festingarnar," sagði
Grétar.
Einfalt í uppsetningu
Grétar fór í fylgd blaðamanns og
ljósmyndara að einum knattspyrnu-
velhnum í Fossvogsdalnum og sýndi
þar hvernig mörkin eru fest með
hans aðferð. Knattspyrnumarkið
hafði greinilega áður verið fest niður
með öðrum aðferðum en þær sem
Grétar hannaði. Grétar var á því að
þeim festingum fylgdu nokkrir gall-
ar.
„Ég sé að hér er notuð steypt
steinablokk með krækjum sem er
ekki nægilega varanleg lausn. Stærri
börnin ráða alveg við að færa
steinablokkina og þaö er ekki nógu
gott. Grasvellirnir vilja versna við
Börn og unglingar hafa tilhneigingu
til að fjarlægja markafestingar til að
færa mörkin úr stað ef þeim er það
mögulegt. DV-myndirJAK
Markafestingar Grétars Egilssonar járnsmiðs eru einfaldar og auðveldar í notkun.
mikla notkun og því er tilhneiging
hjá börnum og unglingum til að færa
mörkin til. Mér skilst að mikið sé
gert til að losa þær festingar sem
hingaö til hafa veriö notaðar og digr-
ar keðjur jafnvel slitnar sundur.
Ég sýndi þeim aðilum sem hafa
með knattspyrnuvelli í Kópavogi að
gera mínar hugmyndir um festingar.
Þá hitti svo á að verið var að festa
knattspyrnumörk í Kópavogsdaln-
um hinum megin í Fossvogsdalnum.
Valdimar Valdimarssyni, vallar-
stjóra knattspyrnuvalla í Kópavogi,
leist vel á þetta og vildi strax fá eitt
sett frá mér til að prófa. Hann fékk
það en síðan hef ég ekkert heyrt frá
þeim,“ sagði Grétar.
Gefagóðaraun
„Festingarnar sem við fengum hjá
Grétari virðast vera mjög góðar og
einfaldar í uppsetningu og við höfum
ákveðiö að setja þau á öll mörk á
knattspyrnuvelli í Kópavoginum þar
sem hægt er að koma þeim við,“ sagði
Valdimar. „Markafestingar Grétars
eru alger bylting í þessum málum
og ég sé ekki betur en að vel sé hægt
aö nota festingarnar á malarvöllum,
ef jarðvegurinn er ekki þeim mun
grýttari.
Nauðsynlegt er að hafa traustar
festingar á mörkunum sem ekki er
hægt að hrófla við nema með þar til
gerðum tækjum. Lausar festingar
duga ekki því það er alltaf tilhneiging
til þess hjá krökkum og unglingum
að færa mörkin og þá er voðinn vís,“
sagðiValdimar. -fS
Ævintýri og allsnægtir þar sem allt er á einum stað!
■Og affenginni reynslu segjum við ívrstir panta fyrstir. fá!
Newcastle er engin venjuleg borg, heldur lítil og heimilisleg heimsborg sem komið hefur þúsundum íslendinga
verulega á óvart.
P Newcastle er borg allsnægta með iðandi mannlíf, fjölbreytilegt götulíf, útimarkaði, íjpróttaviðburði, menningar- og
listaviðburði, veitingahús og verslanir við allra hæfi.
Newcastle og nánasta umhverfi anga af sögu og menningu sem auðvelt er að njóta. Með einu skrefi er hægt að
stíga aftur í aldir og upplifa eldfjörugt miðaldaævintýri í dularfullum kastala, skoða sögu víkinganna og stórbrotna
menningu Rómverja.
Því er það engin tilviljun að þúsundir íslendinga elska Newccastle og allt það sem borgin hefur upp á að bjóða.
Skoðið myndir frá Newcastle og upplýsingar til ferðamanna á Internetinu. Heimasíðan heitir: Welcome to Newcastle og
heimilisfangið er: http://www.nci.ac.uk/welcome.html
Við mælum sérstaklega með:
✓ Miðaldaveislu i Lumley kastalanum.
✓ Heimsókn á heimili Guðanna, eins og
íbúar Newcastle kalla knattspyrnuvöllinn,
St. James Park.
✓ Skoðunarferð til Durham, gamals bæjar
þar sem auðvelt er að gleyma sér.
v' Newcastle Brown Ale, fyrir þá sem
skreppa á krána.
Heimsókn í Beamish safnið,
óviðjafnanlegt safn þar sem gestirnir taka
sporvagn aftur til ársins 1913.
Nu bjóðum við ferðir til Newcastle á ótrúlegu verði:
Kr. 22.900.- Fyrir fjögurra daga ferð í miðri viku.
Kr. 29.6(30.- Fyrir fimm daga helgarferð.
Kr. 36.800.- Fyrir vikuferð.
Kr. 39.800.- Fyrir tíu daga ferð.
Verð miðast við staðgreiðslu fyrir 15. september. Innifalið í verði er: flug,
flugvallarskattar, gisting og morgunverður, ferðir til og frá flugvelli í Newcastle
og íslensk fararstjórn. Verð miðast við mann í tveggja manna herbergi.
FERÐASKRIFSTOFAN
: ' : . ’ ■
565 2266