Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 47 Fréttir Lögreglan á Patreksfirði sinnir svæði suður 1 Gilsfjörð: Þyria skiptir skopum verði slys á svæðinu segir Jónas Sigurðsson aðalvarðstjóri Reynir Traustason, DV, Patreksfiröi: „Það svæði sem við þurfum að sinna spannar um 230 kílómetra milli enda. Það er um fjóra fjallvegi að fara og þar af eru þrír iðulega ófær- ir, meira og minna stóran hluta árs- ins,“ segir Jónas Sigurðsson, aðal- varðstjóri hjá lögreglunni á Patreks- firði, sem þarf að sinna einu stærsta og illfærasta svæði á landinu. Lögsagnarumdæmi Patreksfjarð- arlögreglunnar nær frá Gilsfirði í suðri að Arnarfirði í norðri. Hjá lög- reglunni starfa 4 lögregluþjónar en tveir eru á vakt í senn. Að sögn Jón- asar tekur það á þriðja tíma að aka á vettvang komi upp sú staða að þeir þurfi að fara suður í Gilsfjörð. „Staðreyndin er sú að verði slys á þessu svæði er þyrla eina leiöin. Við þurftum á þyrlunni að halda í fyrra- sumar í fjórum tilvikum. Það er eng- in spurning að þyrla skiptir sköpum á þessu svæði. Það tekur sjúkrabíl um einn og hálfan tíma að fara vest- ur í Gilsfjörð frá Búðardal. Við getum ekið þessa leið á rúmum tveimur tímum ef miklið liggur við en þá erum við að setja sjálfa okkur og aðra í stórhættu," segir Jónas. Jónas Sigurösson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Patreksfirði, við kort sem sýnir allt það svæði sem lögreglan þarf að sinna. DV-mynd Reynir Gamall reknetabátur í Síldarminjasaf nið Öm Þórarinsson, DV, Fljótum: Tólf tonna dekkbátur, Kristín VE 20, sem Síldarminjasafnið fékk að gjöf frá Vestmannaeyjum, kom fyrir skömmu siglandi til Siglufjarðar. Að sögn Örlygs Kristfinnssonar safn- stjóra er báturinn með svokölluðu lóðstefni að framan og skúta að aft- an. Hann'var smíðaður árið 1954 og er einn fárra sem eftir er í landinu með þessu sérstæða byggingarlagi og er því safninu mikill akkur í að fá hann. Þessir bátar voru mikið notaðir til veiða á síld í reknet. Áformað er að koma bátnum fyrir við bryggjuna á síldarminjasafninu, sýna hann þar meö tilheyrandi veið- arfærum og jafnvel hífa úr honum síld upp á planið þegar síld er söltuð. Að sögn Örlygs er báturinn í allgóðu ástandi. Var hann við veiðar þar til fyrir 2 árum. Nauðsynlegt er að mála bátinn áður en hann fer í nýtt hlut- verk. Kristín VE 20 við bryggju í Siglufjarðarhöfn. Frá Grunnskólanum í Hveragerði Vegna veikinda er laus staða enskukennara við skólann. Upplýsingar gefa Guðjón Sigurðsson skólastjóri í síma 483 4950 og Pálína Snorradóttir aðstoð- arskólastjóri í síma 483 4635. RENAULT DRÁTTARVÉLAR Kynning 12.-20. ágúst 1995 Dagur Tími Staður 12.08.95 10-14 Hlíðarendi, Hvolsvelli 12.08.95 16-18 Söluskálinn Landvegamótum 13.08.95 10-14 Verslunin Grund, Flúðum 13.08.95 16-18 Fossnesti, Selfossi 14.08.95 12-16 Hyrnan, Borgarnesi 14.08.95 18-20 Baulan, Borgarfirði 15.08.95 9-13 Dalakjör, Búðardal 15.08.95 16-18 Veitingaskálinn Brú, Hrútafirði 16.08.95 9-11 Laugabakki, V.-Hún. 16.08.95 13-14 Víðigerði, V.-Hún. 16.08.95 16-20 Söluskáli Olís, Blönduósi 17.08.95 10-13 Varmahlíð, Skagafirði 17.08.95 20-22 Söluskáli Olís, Dalvík 18.08.95 10-14 Gróðrarstöðin Vín, Hrafnagili 18.08.95 17-19 K.Þ. Fosshóli 18.08.95 20-22 Söluskáli Esso, Laugum, Reykjadal 19.08.95 16-20 Brúarás í Jökulsárhhð 20.08.95 10-14 Söluskáli KHB, Egilsstöðum RENAULT Áræði hf. A r>l 11 tl 1 rp Höfðabakka 9, 112 Reykjavík ILUUUl C Sími5670000_Fax:5674300 jjrval A ISTÆSTÆ SÖTZJSTÆÐ SÍÆLÆ 363 2700 DV-mynd Örn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.