Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 Skák Þnðji afangi Þrastar Eftir vasklega framgöngu á opna meistarann næsta fyrirhafnarlítið motinu í Gausdal er Þröstur Þor- hallsson nú kominn með aðra höndina á stórmeistaratitilinn. Þröstur, sem sigraði á mótinu, hreppti um leið lokaáfanga að stór- meistaratitli en á enn eftir að upp- fylla stigalágmörk alþjóðaskák- sambandsins til þess að hljóta út- nefningu. Þröstur hefur nú 2.420 alþjóðleg Elo-stig en þarf að hafa aö lágmarki 2.500 stig til þess að öðlast viður- kenningu sem stórmeistari. Eftir mótið í Gausdal telur Þröstur lík- legt að hann hækki í um 2.450 stig svo að 50 stig til viðbótar ættu að nægja honum til aö hreppa titilinn. Takist Þresti ætlunarverkið verður hann níundi stórmeistari íslendinga og sjöundi stórmeistar- inn sem íslendingar eignast á ein- um áratug. Hvergi í heiminum eru jafnmargir stórmeistarar og hér á landi miðað við höfðatölu en raun- ar hefur dregið saman með íslend- ingum og öðrum Norðurlandaþjóð- um hin síðari ár. Til skamms tíma voru íslensku stórmeistararnir fleiri en stórmeistarar hinna Norð- urlandaþjóðanna samanlagt en nú hefur skákkunnáttu granna okkar fleygt fram. Fyrsta stórmeistaráfanga sínum náði Þröstur einnig í Gausdal en á alþjóðlegu móti í Oakham í Eng- landi í fyrra bætti hann öörum við. Annar áfangi á fjallahótelinu í Gausdal er enn ein skrautfjöðurin í hatt mótafrömuðarins Amolds Eikrems en mót hans í Gausdal em öðru fremur hugsuð með það fyrir augum að gefa ungum skákmeist- urum tækifæri á að krækja sér í titiláfanga. Þröstur hefur ávallt verið sókn- djarfur skákmaður og hugaður og að því leyti nokkuð eftirlæti áhorf- enda. Hann hefur verið þekktur fyrir seiglu og einstaka baráttu- gleði og oft á tíðum fundið útgöngu- leið þegar öðrum hefur þótt sem öll sund væru lokuð. Með aukinni reynslu og þekkingu vilja svona skákmenn gjarnan slípast og svo virðist einnig vera með Þröst. Mið- að við þær skákir hans frá Gausdal sem ég hef undir höndum þykir mér taflmennska hans yfirvegaðri en oft áður. Áöur en við hugum að hand- bragði Þrastar er rétt að skoða stöðu efstu manna: Þröstur fékk 7 vinninga af 9 mögulegum en í 2.-4. sæti urðu stórmeistarinn Peter Heine Nielsen, Danmörku, Sutovski, ísrael, og Sulskis, Lithá- en - sá hinn sami og féll í yfirlið i tafli íslendinga við Litháen á ólympíumótinu í Moskvu í desemb- er - allir með 6,5 vinninga. Margeir Pétursson varð jafn þremur skák- meisturum í 5. sæti meö 6 v„ Héð- inn Steingrímsson hlaut 5,5 v„ Bragi Halldórsson 4,5 og Kristján Eðvarðsson 3,5 v. | Þröstur fór vel gf stað á mótinu og nægði þrjú jafntefli í lokaskák- unum. í síðustu umferðinni geröi hann jafntefli við Zilberman frá ísrael í aðeins 17 leikjum en með sigri hefði ísraelsmaðurinn getað tryggt sér hlutdeild í efsta sætinu. Honum hefur væntanlega ekki þótt það fyrirhafnarinnar virði, enda eftir litlu að slægjast í Gausdal- mótunum hvað verðlaun snertir. Eins og fyrr segir gekk Þresti vel í byrjun mótsins. Eflaust hefur góð- ur sigur í fyrstu umferð á yngsta stórmeistara Dana gefið honum byr í seglin. Þröstur vinnur stór- en flækjurnar og furðulegheitin, sem gjarnan hafa einkennt skákir Þrastar, eru nú víðs fjarri. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Peter Heine Nielsen Miðbragð. 1. e4 e5 2. d4 exd4 3. Dxd4 Kunnir stórmeistarar hafá síð- ustu misseri dustað rykið af þessu ævaforna bragði sem lengi hefur ekki verið sérlega hátt skrifað. Hvítur fer jú fram með drottningu sína snemma tafls sem byrjendum er ráðlagt frá að gera. 3. - Rc6 4. De3 Rf6 5. Bd2 Algengara er 5. Rc3 Bb4 6. Bd2. Leik Þrastar gæti danski stórmeist- arinn þó hæglega svarað með 5. - Bb4!? en í tölvunni minni er að finna dæmi um hann frá árinu 1885! Skemmtileg örskák Leonardos (svart) frá árinu 1903 er 5. Bc4 Re5 6. Bb3 Bb4+ 7. c3? Bc5! 8. Dg3? Bxf2 + ! og hvítur gafst upp. Svona skákir hafa eflaust rýrt orðspor byrjunarinnar. 5. - Be7 6. Rc3 d5 7. exd5 Rxd5 8. Dg3 Rxc3 9. Bxc3 Bf6 10. Bxf6 Dxf6 11. 0-0-0 0-0 12. Rf3 Bf5 Enn fylgja þeir troðnum slóðum en 12. - Be6 kemur sterklega til greina. 13. Df4! Had8 í stað 13. - Hae8 14. Bd3 Bxd3 15. DxfB gxf6 16. Hxd3 He2 17. Hd2 Umsjón Jón L. Árnason Hxd2 18. Kxd2 Hd8+ 19. Kc3 Hd5 og svartur hélt jöfnu í endataflinu en þannig tefldist skákin Adams - Anand í Linares í fyrra. 14. Bb5 Be6? Svartur hefur ekki náð að jafna taflið fyllilega en þessi leikur er ekki gæfuríkur. Riddarinn verður yfirburðamaður í endataflinu og svarta peðastaðan í molum. 15. Dxf6 gxf6 16. Bxc6 bxc6 17. Rd4 Hd6 18. b3 f5? Annar slakur leikur. Ekki gengur 18. - Hfd8? vegna 19. Rxc6! en betra er 18. - Bd7. Svartur virðist gæla við möguleikann Kg7-f6 en þetta verður aldrei að veruleika. 19. Hhel Bd7 20. He5 Hd8 21. Hd3! Vel leikið. Svartur er í alvarleg- um vanda. 21. - Hd5 22. Hxd5 cxd5 23. Hc3 Hc8 24. Rc6! - í þessari stöðu kaus danski stór- meistarinn að gefast upp. Eftir 24. - Bxc6 25. Hxc6 er staðan svo sem ekki gæfuleg - svartur hlýtur að tapa peði innan fárra leikja án þess að losna við alla veikleikana. Hins vegar eru hróksendatöfl ekki öll þar sem þau eru séð og því hefði hann aö ósekju mátt reyna aö þrauka. LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA VALOA ÞÉR SKAÐA! Matgæðingur viknnnar Grænmetispitsa - og bananaís „Allur matur sem ég elda er laus við sykur, ger og hvítt hveiti. Ég elda nær eingöngu grænmetisrétti, hef reyndar gert það sl. fimmtán ár. Mér finnst þó aðalatriðið í mat- argerðinni að vera með gott hrá- efni, að það sé lítið unnið, sem mest lífrænt ræktað og aukefna- laust,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, matgæðingur vikunnar. Sólveig hefur um skeið rekið veit- ingahúsið Grænn kostur á Skóla- vörðustíg þar sem hún eldar sam- kvæmt sannfæringu sinni. Hefur staðurinn náð miklum vinsældum. Áður starfaði Sólveig hjá Náttúru- lækningafélagi íslands og þykir hún mikill listakokkur með græn- metisrétti. Sólveig gefur lesendum hér uppskrift að grænmetispitsu sem hún segir aö sé auðveld og fljótleg. Nota má ýmsar fyllingar á botninn. Grænmetispitsa 3/4 bolli maísmjöl (fæst í Heilsu- búðunum) 3/4 bolli bókhveitimjöl 1 tsk. lyftiduft 1/4 tsk. salt 1 egg (má sleppa) 3/4-1 bolli heitt vatn 1 msk. ólífuolía, kaldpressuð Þurrefnunum er blandað saman í skál. Olíu og eggi blandað saman við. Vatninu bætt út í, litlu í einu svo deigið verði ekki blautt (á að vera líkt og eyrnasnepill viðkomu). Forbakað í ofni við 200 gráður í tíu mínútur. Sólveig Eiríksdóttir, matgæóingur vikunnar. Fylling Olía til steikingar 1/4 fennikel, smátt skorin 3 hvítlauksrif, pressuð 1 eggaldin í litlum bitum 1/3 spergilkál í smáum stykkjum 3 gulrætur, rifnar 2 sætar kartöflur, rifnar 1/2 tsk. salt 1 msk. oregano, ferskt, eða 1 tsk. þurrkað 1 msk. basilikum, ferskt, eða 1 tsk. þurrkað 2 msk. tómatmauk eða 3 tómatar í bitum 1 bolli vatn 2 tsk. arrowrot eða kuzu Fennikel og hvítlaukur mýkt í olíu á pönnu. Afganginum af græn- metinu bætt út í og vatni. Kryddað og látið krauma í 10-15 mínútur. Þykkt með arrowrot sem búið er að leysa upp í tveimur msk. af köldu vatni. Fyllingin sett á pitsu- botninn og bakað við 200 gráður í 10 mínútur. Skreytt með ólífum. Með pitsunni er gott að bera fram ferskt salat: 1 lambhagasalat, saxað 1/2 agúrka, rifin 1 dl arame þang, bleytt í köldu vatni í 10 mín. (fæst í Heilsubúðunum) 1/2 dl fersk mynta, söxuð 7 radísur, hver skorin í 4 báta Öllu blandað saman í skál. „Sem eftirrétt hef ég oft búið til mjög auðveldan en góðan ís,“ segir Sólveig. Bananaís 4 bananar 1 dl cashew-hnetur 2 dl nýkreistur appelsínusafi Allt sett í matvinnsluvél, síðan í form og fryst. Gott er að hræra upp í ísnum eftir 2 klst. Fyrir þá sem vilja nota venjulegan rjóma í ísinn er hægt að nota: 4 banana 1 dl þeyttan rjóma 4 msk. appelsínuþykkni Þeytið rjómann og maukið ban- anana. Blandiö saman og hrærið þykkninu út í. Frystið. Sólveig ætlar að skora á Stein- unni Ásmundsdóttur, húsmóður með meiru, í Reykjavík að vera næsti matgæðingur og koma með eitthvað gómsætt. „Hún er mikill listakokkur." Hinhliðin Bútungur hjá tengdó í uppáhaldi -hjá Ófeigi Gestssyni, framkvæmdastjóra á Blönduósi Ófeigur Gestsson, sem sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni, er framkvæmdastjóri ferðamálafé- lags- og héraðsnefndar í Austur- Húnavatnssýslu og hefur starfað mikið að ferðamálum á sínum heimaslóðum. „Ég hef alltaf mikið að gera á sumrin og tek mér sjaldan frí á þeim árstíma. Það væri þó toppur- inn ef tveir dagar gæfust til að skreppa í laxveiði einhvern tímann í sumar,“ sagði Ófeigur. Fullt nafn: Ófeigur Gestsson. Fæðingardagur og ár: 12. október 1943. Maki: Dagmar Þorvaldsdóttir. Börn: Þau eru 6 talsins. Bifreið: Gamall og góður Saab 90. Starf: Framkvæmdastjóri ferða- málafélags- og héraðsnefndar í A- Hún. Laun: Þau eru ásættanleg á árs- grundvelli. Áhugamál: Allt í umhverfinu. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Allt of lítið. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Allt er skemmtilegt ef ég hef nóg að gera og éta. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka upp kartöflur í rign- ingu, ekki spurning. Uppáhaldsmatur: Bútungur hjá tengdó og allt sem konan mín gefur mér. Uppáhaldsdrykkur: Tvímælalaust vatn en Blanda ef ég kemst ekki í Ófeigur Gestsson. DV-mynd Gunnar Bender vatn. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur i dag? Tvímælalaust Sunna Gestsdóttir. Uppáhaldstímarit: Garðagróður er ágætis tímarit. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð, fyrir utan maka? í sjón- varpinu er það Sophia Loren. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Þessa stundina konuna mína og börnin, þau eru stödd í Skaga- firði. Uppáhaldsleikari: Tom Hanks, ég gleymi ekki frammistöðu hans í myndinni Turnar & Hooch. Uppáhaldsleikkona: Edda Björg- vinsdóttir er meiri háttar. Uppáhaldssöngvari: Jóna Fanney Svavarsdóttir, bróðurdóttir Krist- jáns Jóhannssonar. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Helmut Smith, fyrrum kanslari V-Þýskalands, og Kennedybræð- urnir sem látnir eru. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Högni hrekkvísi. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og veðurfregnir. Uppáhaldsmatsölustaður/veitinga- hús: Sólvík á Hofsósi. Hvaða bók langar þig mest til að lesa? Enga sérstaka en þó helst nýjan hörkuspennandi reyfara. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1 og Kántrýútvarpið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Gestur Jónasson á Akureyri. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Jafnt á báðar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bogi Ágústsson er stabíll og góður. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Krá í Dubrovnik í fyrrum Júgóslavíu. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Hvöt. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Ég vona bara að mér líði vel. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég tek bara ekkert sumarfrí en gæti verið að ég skryppi í lax- veiði i tvo daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 181. tölublað - Helgarblað (12.08.1995)
https://timarit.is/issue/196234

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

181. tölublað - Helgarblað (12.08.1995)

Aðgerðir: