Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 Dagur í lífl Stefáns Jóns Hafsteins dagskrárgerðarmanns: Spennandi umræðu- þáttur í uppsiglingu Stefán Jón Hafstein boðar nýjan og ferskan umræðuþátt i vetur á Stöð 2. DV-mynd Brynjar Þriðjudagur, fyrsti dagurinn í vinnunni eftir gott sumarfrí, heilsaði eins og slíkir dagar eiga að gera: með súld og þoku. Betra getur það ekki verið þegar maður þarf að loka sig inni á fundum og byija á nýju verk- efni. Nýju og spennandi verkefni. Eftir sjö vikur byijar nýr umræðu- þáttur undir minni stjórn á Stöð 2 þar sem margs konar nýjungar í sjónvarpi verða á döfinni. Er fólk orðið þreytt á umræðuþáttunum um allt og ekkert sem leiða ekki til neinnar niðurstöðu hjá fimm eða sex viðmælendum í hálfhring fyrir fram- an hálfsofandi myndatökumenn? Ef svarið er já ætti þátturinn okkar á Stöð 2 að verða ágætis lausn. Útvarp Manhattan Ég var mættur á fund með Lovísu dagskrárstjóra fyrir klukkan tíu þar sem hún sagði mér að setja allt á fullt eftir fríið. Ég renndi hratt í gegnum dagblaða- bunka síðustu viku, skipulagði fundi dagsins og ákvað að setjast niður meö frumhugmyndirnar að þættin- um sem ég kynnti á Stöðinni í vor, rétt til að komast í samband við verk- efnið sem hafði reyndar aldrei vikið langt burt úr huga mér. Við yfirlesturinn leist méf bara vel á eigin hugmyndir og ákvað að taka stutt hlé skömmu fyrir hádegi, labba um vinnustaðinn til að fá nýjasta slúðnð. Aðalumræðuefnið var breyt- ing íslenska útvarpsfélagsins í Út- varp Manhattan. Á fréttastofunni gat að líta Þóri Guðmundsson í bland við gömlu kunnuglegu andlitin: ánægju- legt að heilsa upp á kappann og bjóða velkominn til starfa aftur á staðnum. Gaupi heilsaði upp á mig á skrifstof- unni, alltaf hress, og við fórum al- mennt yfir stöðu mála. Hádegið fór í aö skrifa frekari útleggingar á ein- stökum liðum fyrir þáttinn, með sal- at við skrifborðið, meðan ég beið eft- ir Agli Eðvaldssyni sem ætlar að hjálpa mér og Önnu Katrínu Guð- mundsdóttur útsendingarstjóra að koma þættinum á laggirnar. Kappræður lagðar undir dóm Nýi þátturinn, „Sjónarmið - hvað finnst þér?“ verður viðamikill, með fólki í sal og þátttakendum á palli. Helsta nýjungin af mörgum verður sú aö heitustu mál þjóðlífsins hveiju sinni verða rædd af krafti og áhorf- endur heima komast að niöurstöðu með því að „kjósa“ símleiðis. Á þann hátt ætlum við að knýja fram úrsht í lok umræðunnar með eins konar skoðanakönnun þar sem fólk hringir í tiltekin númer og kýs „með“ eða „á móti“. Grunnhugmyndin er að sam- eina sjónvarps- og símtæki til að búa til „borgarafund" landsmanna meö kappræðum málsmetandi fólks sem leggur rök sín fyrir dóm þjóðarinnar. Svona þáttur ætti að geta oröið gott innlegg í skammdegisumræðu okkar þrætuglöðu þjóðar og „kosningin" hvatt þáttargesti til skeleggrar frammistöðu í rökræðum. Við Egill ræddum uppsetningu og mismunandi möguleika, skipulögð- um fund um sviðsmyndina og létum hugann reika frjálst um hvers kyns leiðir til að gera þáttinn sem áhuga- verðastan. Eftir fundinn í dag er ég enn bjartsýnni en áður á að við verð- um með þátt sem eftir verður tekið. Og mark tekið á. Fótsnyrtingin sat á hakanum Næstu fundir voru skipulagöir og tölvupóstur sendur á viðeigandi staði. Lovísa dagskrárstjóri lauk vinnudeginum með því að setja mig inn í stöðu tæknimála og Elín Hirst fréttastjóri bætti góðfúslega viö slúðrið sem mér hafði ekki tekisf að fá nægju mína af þennan fyrsta vinnudag. Þá hringdi DV og bað mig um þessa skýrslu sem ég samþykkti að gera til að kynna þáttinn. Um leið uppgötvaði ég að bankar voru löngu búnir að loka á mína ógreiddu reikn- inga, staðan í Gjaldheimtunni enn þá mér í óhag eftir langa fjarveru, ég ekki búinn að bóka bíhnn í við- gerð eftir Loðmundarfjarðarundrin, hárið enn þá ókhppt, maturinn ókeyptur fyrir kvöldið - og það sem verst var: ég ekki búinn að panta tíma hjá fótsnyrtífræðingi eftir veið- itúra sumarsins. Kvöldið beiö með lokasímtöl og bunka af spólum frá útlöndum um það hvernig þeir gera umræðuþætti þar - en okkar verður bestur. Finnur þú fimm breytingai? 322 rn _Q f □ © PIB Copenhagen =IC----1C ~n •" —ir '~n----ii n R □ F |d Q PIB Copenhagen ~ - ir >; jr n ii—“~w . ir ii—nr ir* - ii - -7i nr— HL , ii ... JCC ii ""n 3C —ii ji —n Þúsund þakkir, herra minn. Hve mikið á ég að borga? Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruðustu og tuttugustu getraun reyndust vera: I. Kristbjörg Harðardóttir 2. Kolbrún Eva Bjarkad. Laugamesvegi 104 Geröhömrum 1 105 Reykjavík 112 Reykjavík Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur íimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: TENSAI feröaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. 4.990, fVá Sjónvarpsmíðstöð- inni, Síðumúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Örvalsbækur. Bækurnar sem eru í verð- laun heita Líkþrái maöurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflokknum Bróðir Cad- fael, aö verömætí kr. 1.790. Bækurnar era gefnar út af Frjálsrí fjölmiölun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkiö umslagið meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 322 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.