Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1995, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995
5
Fréttir
10 milljarðar í bótasjóði ökutækjatrygginga tryggingafélaganna:
Skuldbindingar sem við
eigum eftir að gera upp
- segir Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár-Almennra
„Þessir sjóöir eru ekkert annað en
skuld. Þeir eru skuldamegin á okkar
efnahagsreikningum og samkvæmt
nýju lögunum heitir þetta vátrygg-
ingaskuld. Þetta eru skuldbindingar
sem viö eigum eftir að gera upp,“
segir Ólafur B. Thors, forstjóri Sjó-
vár-Almennra, um meira en 10 millj-
aröa króna bótasjóð ökutækjatrygg-
inga tryggingafélaganna sem mynd-
aður er af iðgjöldum bifreiðaeigenda.
Samkvæmt upplýsingum Félags
íslenskra bifreiðaeigenda námu
bótasjóðir tryggingafélaganna vegna
ökutækjatrygginga árið 1993 um 10
milljörðum króna og námu vaxta-
tekjur af þeim 2,9 milljörðum það ár.
Síðan segja talsmenn FÍB að sjóðim-
ir hafi enn vaxið.
Ólafur B. Thors segir að nauðsyn-
legt sé fyrir tryggingafélögin að eiga
svona bótasjóði. Hann segir að það
taki svo og svo langan tíma að gera
upp bætur fyrir umferðarslys því það
komi ekki í ljós nærri strax hve al-
varlegar afleiöingar þess eru fyrir
þann sem í því lendir. Hins vegar sé
nauðsynlegt fyrir tryggingafélögin
að áætla hve mikið það kosti að gera
tjóniö upp og leggja þá upphæð fyrir
og geyma það fé þangað til það liggur
fyrir hvað tjónið kostar. Þannig hafi
bótasjóðirnir myndast. Eftir því sem
slysunum fjölgi þeim mun meira
veröi að leggja í bótasjóðina.
Ólafur kennir lögfræðingum um
að fara með svo og svo mörg skaða-
bótamál fyrir dómstóla og á meðan
málin eru fyrir dómstóium séu bætur
ekki greiddar. Hins vegar er vitað
að tryggingafélögin sjálf vísa málum
til dómstóla og nær alltaf til Hæsta-
réttar tapi þau þeim í héraðsdómi.
Allur sá kostnaður sem fylgir þessu
málavafstri, bótagreiðslur, vaxta- og
dráttarvaxtakostnaðurinn sem fylgir
því, er greiddur úr bótasjóðunum
sem myndaðir eru af iðgjöldum bif-
reiðatrygginga.
Ólafur B. Thors var spurður hvort
það væri sanngjaamt að hinn almenni
bifreiðareigandi væri að greiða í sjóð
til að standa straum af þessum her-
kostnaði tryggingafélaganna?
„Hver ætti að greiða þennan kostn-
að? Þetta eru bílatjón og við emm að
reyna að draga úr tjónkostnaði með
Bændur
bjóða
heim
Á morgun verða 55 sveitabæir
um land ailt opnir fyrir almenn-
ing frá kl. 13-20. Þetta er í annað
sinn sem þetta átak, Bændur
bjóða heim, á sér stað en í fyrra
sóttu yfir 10 þúsund manns þá
rúmlega 40 bæi sem þá tóku þátt
í átakinu.
Eins og fyrr verður sérstök
áhersla lögð á að koma til móts
viö börn úr þéttbýli sem gefst nú
kostur á að kynnast íslensku
sveitalífi einn dag. Gagnvart full-
orðnum er megintilgangur þessa
átaks að gefa fólki í þéttbýli kost
á aö kynnast lífi íslenskra bænda
af eigin raun.
Á morgun verða þessir 55 bæir
auðkenndir með útifánum til að
auðvelda fólki að rata.
málaferlum. Við förum ekki í mál
nema vegna þess að við teljum að þær
kröfur sem að okkur er beint séu ós-
anngjarnar. Þess vegna er þetta allt
hluti af tjóninu. Ef við vinnum mál þá
getum við strikað riðkomandi tjón út
og það kemur þá út sem tekjur hjá fé-
laginu," sagði Ólafur B. Thors.
RÉTT VERD KR. 65.4
SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090
C J f IS 59 18