Þjóðviljinn - 24.12.1975, Side 37

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Side 37
Jólablað 1975 — ÞJÓÐVILAINN — SÍÐA 37 RÆTT VIÐ HERDÍSI MAGNÚSDÓTTUR UM STARFSEMI HEKLUKLÚBBSINS Síðan 1875 hefur verið litil en blómleg vestur-islensk nýlenda i Minnesota, og i „tviburaborgun- um” Minneapolis og Saint Paul er nú starfandi vestur-islenskt kven- félag, sem nefnist Hekluklúbbur- inn. Formaður hans er Herdis Magnúsdóttir, sem er reyndar al- islensk og frá Hafnarfirði, en hef- ur veriðbúsett i Minneapolis i sex og hálft ár, og náði blaðamaður bjóðviljans tali af henni, þegar Karlakór Reykjavikur hélt söng- skemmtun i Menneapolis þ. 10. október. Hvað eru margir vestur-islend- ingar i Minnesota? „Sagt er aö hér séu tæplega þúsund manns af islensku bergi brotnir, og er Minnesota aðalborg vestur-islendinga i fylkingu. I „tviburaborgunum” eru um 200 vestur-islendingar, en auk þess eru hér um 12—15 islendingar að heiman.” Hvemig er starfsemi Heklu- klúbbsins háttað? „í Hekluklúbbnum eru um fimmtiu konur, sem hittast einu sinni i mánuði. A vorin höldum við svo samkomu fyrir eiginmenn og alla þá sem ekki eru i klúbbn- um. Við reynum mikið að kynna landið og halda uppi þvi sem is- lenskt er. Einnig reynum við að fá ýmislegt að heiman, t.d. kera- mik. Við tökum þátt i „Festival af Nations” en það er hátið allra þeirra þjóðabrota, sem hér búa, og er haldið á vorin þriðja hvert ár. Næsta hátiðin verður i vor. Þær þjóðirsem taka þátt i þessari hátið sýna t.d. búninga og þjóð- dansa og háfa á boðstólum ýmsan mat, sem er einkennandi fyrir þær. Konurnar i Hekluklúbbnum hafa bakað vinartertur, kleinur og rjómapönnukökur”. Hve margar þessara kvenna kunna islensku? „Um fimmtán tala ágæta is- lensku, en ýmsar aðrar skilja málið þótt þær tali litið. Vest- ur-islendingum hér þykir mjög gaman að tala islensku þótt kunn- áttan sé ekki alltaf mjög mikil. Fyrir þremur árum skipulögðum við kvöldnámskeið i islensku, og sá Ingvar Guðmundsson frá Keflavik um kennsluna. Hann var þó ekki nema eittárhér, og þá tók annar kennari við, en þegar hann hætti lagðist námskeiðið niður. Það var mikill skaði, þvi að mikill áhugi var á þessari kennslu og munu um 20 menn hafa tekið þátt inámskeiðinu. Mikill vilji er á þvi að hefja þessa starfsemi aftur”. VESTUR-ÍSLENSK MENNING Framhald af bls.35. lendinga. Hún sagði blaðamanni Þjóðviljans að vestur-islendingar hefðu mjög rika tilfinningu fyrir Islandi, en hún brytist þó sérstak- lega út, þegar einhverjir sérstak- ir atburðir gerðust heima, t.d gosið i Vestmannaeyjum eða landhelgismálið. Söfnuðust menn þá saman og ræddu þessi mál. En athyglisverðasta merkið um áhuga manna á islenskri menn- ingu er þó tvimælalaust islensku- kennslan, sem nú er að hefjast i barna- og unglingaskólum á Nýja Islandi. Það hefur lengi verið stefna Kanadastjórnar að hlúa að menningu smáþjóða i landinu og hyggjast þeir efla þannig frum- lega kanadiska menningu gagn- vart hinni bandarisku. Stærsti þáttur þessarar stefnu er vitan- lega viðleitnin til að efla franska menningu og gera Kanada að tvi- tyngdu landi, þar sem bæði mál- in, enska og franska, eru jafn rétthá. Eri'þessi viðleitni er feyki- lega óvinsæl i þeim hlutum Kan- ada, þar sem enska er rikjandi, og hafa sprottið af þessu miklar umræður og deilur. Svo virðist sem togstreita ensku- og frönsku- mælandi manna hafi einmitt komið af stað vakningu meðal annarra þjóða og aukið áhuga þeirra á eigin menningararfi. Gunnar Sæmundsson. Blaðamaður Þjóðviljans heyrði ungt fólk á Nýja Islandi — sem kunni kannske ekki orð i islensku — gjarnan segja að nær væri að kenna islensku i skólum þarna heldur en þessa helv. frönsku, sem enginn vildi læra! Einfaldar tilraunir leiddu það i ljós að frönskukennslan var litt arðsöm á þessum slóðum: unglingar sem lært höfðu frönsku árum saman skildu ekki einföldustu setningar i málinu. Þetta er sjálfsagt skýringin á þvi að islenskukennsla á barna- skólastigi hófst ekki með opin- berri tilskipun heldur fyrir til- stuðlan áhugamanna. Um 1970 byrjaði t.d. Guðrún Gislason að kenna barnaskólakrökkum i Ar- borg á heimili sinu, en aösóknin varð fljótlega svo mikil að hún fékk ekki við neitt ráðið, og varð að fá afnot af barnaskólahúsinu þar. I nokkurn tima var islenskan svo kennd i þvi húsnæði eftir skólatima, en Guðrún varð fljót- lega að fá aðstoð fleiri sjálfboða- liða. Sláandi árangur varö þegar fyrsta árið, og var þá haldin árs- hátið á islensku. 1 fyrra var is- lenskan loks felld inn i kennsluna sem fastur liður. Þessi hreyfing breiddist út um allt Nýja tsland, en það er ein skólaheild sem ber heitið Ever- green, og hefst á þessu skólaári skipulögð kennsla i islensku i Gimli, Arborg og Riverton amk. Guðbjartur Gunnarsson hefur nú tekið saman kennslubók, sem var gefin út i haust. Talið er að i vetur muni 250-300 börn og unglingar stunda nám i islensku, og eru það flest börn á barnaskólaaldri, en i Árborg, þar sem kennslan er lengst komin, eru einnig fram- haldsnemendur. Haraldur Bessason taldi aö þessi kennsla myndi varla endur- reisa islensku sem heimilismál þar sem hún væri horfin, en hins vegar væri það tryggt, að ef hópi 70 unglinga væri kennd islenska, héldu alltaf einir tveir úr þeim hópi áfram og næðu góðum tökum á málinu. Þessir unglingar vita vel að islenskan er lifandi mál, og þá dreymir um að komast i nán- ara samband við tsland. A þjóð- hátiðarárinu 1974 fóru þegar nokkrir unglingar i hópferð hing- að, og eru allar horfur á þvi að slikar ferðir haldi áfram. Harald- ur Bessason nefndi ýmis vanda- mál i sambandi við kennsluna: nokkuð skortir á menntun þeirra áhugamanna, sem hafa hana með höndum, og væri æskilegt að geta fengið kennara frá tslandi (þeir yrðu þá vitaskuld að geta kennt fleiri greinar). Einnig þyrfti að tengja þessa kennslu við kennslu i sögu og bókmenntum Nýja ts- lands. Gætu islensk yfirvöld margt ó- þarflegra gert en styrkja is- lenskukennslu og islenska út- varpsþætti i Manitoba. — p.m.j. Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu Efnagerðin Yalur Stéttarsamband bænda óskar meðlimum sinum, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ARI KASSAGERÐ REYKJAVlKUR sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár þakkar starfsfólki og viðskiptavinum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum. Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœls árs G. Ólafsson hf. Suðurlandsbraut 30 Óskum starfsmönnum o og viðskiptavinum g leðilegra jóla og farsæls komandi árs Sælgætisgerðin FREYJA hf. A- Kaupfélag V-Húnvetninga llvammstanga óskar öllum viðskiptamönnum sinum gleðilegra jóla og allrar farsældar á komandi ári og þakkar ánægjuleg við- skipti á árinu sem nú er að liða. Sendum starfsfólki okkar á sjó og landi bestu jóla og nýársóskir og þökkum samstarfið á líðandi ári. Isafirði.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.