Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 13"V Deilurnar innan bæjarstjórnar Húsavíkur: Líklegast að Húsvíkingar fái nýjan meirihluta i jólagjöf DV, Akureyri:___________________ Meirihlutinn í bæjarstjórn Húsa- víkur, sem riðar nú til faUs eftir af- dráttarlausa samþykkt bæjarstjórn- ar á sameiningu útgeröarfyrirtækis- ins Höföa hf. og Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf., hefur ekki alltaf staðið traustum fótum. Menn ráku strax upp stór augu þegar þeir sáu málefnasamning Framsóknarflokks og Alþýðubandalags um meirihluta- myndunina eftir kosningarnar á síðasta ári og höfðu uppi efasemdir um að Alþýðubandalagið myndi skilyrðislaust eða án tilraunar til undanbragða standa að sameiningu útgerðar og fiskvinnslu í eigu bæj- arins. í málefnasamningnum, undir liðnum „Vinnuáætlun um endur- skipulagningu og fjármál og stjórn- un á Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, ís- hafi og Höfða“ sagöi meðal annars: „...Að útgerðarfyrirtækin íshaf hf. og Höfði hf. verði sameinuð frá og með 1. september 1995...“ - „...Höfði og íshaf hf. verði sameinað Fiskiðju- samlagi Húsavíkur hf. frá og með 1. september 1996“. Eina ágreiningsmálið Þegar DV skýrði frá meirihluta- viðræðum Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags 4. júní á síðasta ári sagði að sameining sjávarútvegsfyr- irtækjanna þriggja væri eina málið sem gæti stöðvað myndun þess meirihluta sem nú stendur á brauð- fótum. Þar sagði einnig að Kristján Ásgeirsson væri talinn andvígur sameiningu en þó yrði gert sam- komulag um það mál. Sameining Höfða hf. og íshafs hf. gekk eftir 1. september sl. og útgerð- arfyrirtækin eru sameinuö undir nafni Höfða. Það hefur hins vegar komið á daginn sem margir óttuð- ust að sameining Höfða og Fiskiðju- samlagsins yrði meirihlutanum að falli. En vissulega bar málið að á nokkuð furðulegan hátt. Eftir mikl- ar yfirlegur náðu meirihlutaflokk- Stefán Haraldsson, Framsóknar- flokki. Meirihluti framsóknarmanna og alþýðubandalagsmanna innan bæjarstjórnar Húsavíkur er nú við það að springa vegna deilna um sameiningu fiskvinnslu og útgerðarfyrirtækja á staðnum. Líklegt er talið að sjálfstæðismenn og framsóknarmennn myndi nýjan meirihluta, jafnvel fyrir jól. arnir samkomulagi sem leggja átti fyrir bæjarstjóm. Framsóknarmenn voru hins vegar allt annað en ánægðir með það samkomulag og mun Stefán Haraldsson, oddviti framsóknarmanna, hafa kallað það „bastarð". Það sem fór fyrir brjóstið á framsóknarmönnum voru ýmsir Sigurjón Benediktsson, Sjálfstæðis- flokki. FRÉTTAUÓS fyrirvarar sem þeim fannst Alþýðu- bandalagið hafa á málinu og settir voru inn í tillöguna til bæjarstjórn- ar. Þar var m.a. rætt um að kanna veðhæfni fyrirtækjanna, „tapþol" þeirra og arðsemi fyrir og eftir sam- einingu. Andstaðan í verki Vitað er að á meirihlutafundinum var einnig tekist á um orðalag. í til- lögunni, eins og átti að leggja hana fyrir bæjarstjórn, sagði t.d. að aðal- fundir fyrirtækjanna myndu fá „heimild" til aö samþykkja samein- inguna. Framsóknarmenn reyndu allt hvað þeir gátu til að fá oröalag- inu breytt þannig að aðalfundunum yrði „falið" að samþykkja samein- ingu. Kristján Ásgeirsson, oddviti Alþýðubandalagsins, var fastur fyr- ir og neitaði þessu harðlega. Segja framsóknarmenn að þar hafi hann i raun og veru sýnt í verki andstöðu sína við sameininguna. Framsóknarmenn fóru með það eins og mannsmorð að þeir hygðust leggja fram aðra tillögu þegar á bæj- arstjórnarfundinn kæmi enda kom hún eins og reiðarslag yfir fulltrúa Alþýðubandalagsins. Alþýðubanda- lagskonan Valgerður Gunnarsdótt- ir, sem er forseti bæjarstjórnarinn- ar, viðhafði t.d. þau ummæli efnis- lega á fundinum að hún hefði lagt heiður sinn að veði með því að til- laga meirihlutaflokkanna beggja yrði lögð fram til samþykktar en ekki einhver önnur tillaga. Sjálfstæðismenn tilbúnir Það er því ekki ofmælt að tala um trúnaðarbrest milli meirihluta- flokkanna og sjálfstæðismenn eru í startholunum og meira en tilbúnir að starfa í nýjum meirihluta í bæj- arstjórn með Framsóknarflokknum enda stóðu þeir að samþykktinni í bæjarstjórn sem setti allt á annan endann. „Það eru ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli og þetta er bara byrjunin. Það á eftir að kjósa full- trúa bæjarins í stjórn nýja fyrirtæk- isins og ég held að þar geti steytt á, gangi ósættið svo langt,“ segir Sig- urjón Benediktsson, oddviti sjálf- stæðismanna. „Að sjálfsögðu erum við tilbúnir í nýjan meirihluta um málefni en slíkt er ekki komið upp á borðið enn þá. Annars er Kristján Ásgeirs- son ótrúlegur í pólitík og hefur far- ið langt á því. Hann getur alveg kyngt þessu eftir einhvern tíma, sjái hann sér hag í því,“ segir Sigurjón. Nýr meirihiuti í jólagjöf? Sigurjón nefnir einmitt það atriði sem flestir telja að brjóta muni á endanlega. Menn eru almennt þeirr- ar skoðunar að meirihlutaflokkarn- ir „hangi saman" fram að bæjar- stjórnarfundi 18. desember en þá á bæjarstjórn að tilnefna tvo menn í stjórn nýja fyrirtækisins. Eftir sam- runa fyrirtækjanna þriggja og hlutafjáraukningu á Húsavíkurbær aðeins 40 í Fiskiðjusamlaginu og 42% í Höfða og fær því aðeins 2 stjórnarmenn af fimm. Samkomulag er um að meirihlutinn í bæjarstjórn fái annan stjórnarmanninn en minnihlutinn hinn. Þarna telja menn fullvíst að ósamlyndið brjótist upp á yfirborðið og meirihlutinn falli endanlega. „Trúir einhver þvi, eftir það sem á undan er gengið, að þá verði samkomulag milli Fram- sóknarflokksins og Alþýðubanda- lags um stjórnarkjörið? Ekki ég, og við fáum sennilega nýjan meiri- hluta í jólagjöf," sagði viðmælandi DV og talar sennflega fyrir munn fjölmargra. -gk Gróðurhús splundraðist DV, Rjótum:___________________________ Mikiö hvassviðri hefur verið í Fljótum þessa vikuna og talsverðar skemmdir enda er suðvestanáttin oft viðsjárverð á þessum slóðum. Meðal annars splundraðist lítið gróðurhús svo gjörsamlega að nán- ast ekkert hefur sést af því síðan. Pallbill fauk út af veginum við Stafá á mörkum Hofs- og Fljóta- hrepps og er talinn gjörónýtur. Bill- inn fékk á sig snarpa vindhviðu og skipti engum togum að hann valt á veginum og fór síðan út af. Þykir mildi að ökumaðurinn, starfsmaður Hólalax, skyldi sleppa ómeiddur. Á bænum Reykjarhóli í Vestur- Fljótum brotnuðu rúður í tveimur íbúðarhúsum og urðu skemmdir á innbúi og innréttingum í báðum. Enn fremur sprakk upp stór bíl- skúrshurð og við það þeyttust út bráðabirgðahuröir í hinum enda bílskúrsins. Þær lentu á dráttarvél, sem stóð skammt frá, og skemmdist hún. Víðar i sveitinni urðu skemmdir, meðal annars á tveimur bílum. -ÖÞ Selfoss: Apótekið flytur DV, Seifossi:________________________ Apótekið hér á Selfossi flytur á mánudag ll.desember af Austur- vegi 44 í nýtt húsnæði í Kjarnann hjá KÁ að Austurvegi 3-5. Átta manns vinna í apótekinu, þar af tveir lyfjafræðingar. Þau góðu hjón, Halldór Magnús- son apótekari og Svanhildur Þor- valdsdóttir, tóku við apótekinu 1978 og hafa síðan rekið það með miklum sóma og kunnáttu. Þau eru bæði ættuð af Akranesi og hafa unnið við flest störf við at- vinnuvegi þjóðarinnar til sjós og lands. Það er mesti háskóli allra. -Regína Smoby húsið er fallegt en þú ættir að sjá eldhúsin, þvottavélina og VÖN U£) ElKFÖNG GeRA grænmetismarkaðinn. C3ÆFUMUNI n Heildverslunin Bjarkey S: 5674151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.