Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Qupperneq 11
13 V LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 11 Hörkuátök á götum Parísarborgar. Sumir spá því að ólgan í Frakklandi nú sé aðeins undanfari þess sem gerast muni víðar í Evrópu á komandi árum þegar stjórnvöld fari að skera veru- lega niður í velferðarkerfi fólks og fyrirtækja. Símamynd Reuter Þao sem koma skal? París logar í átökum. Hundruð þúsunda manna fara í háværar kröfugöngur um götur borgarinn- ar. Almenningssamgöngur hafa stöðvast og önnur opinber starf- semi lamast. Mótmælendur og lög- reglumenn takast harkalega á. Andi uppreisnar fer eins og eldur í sinu um borgarsamfélagið. Þannig var það vorið 1968 þegar franskir námsmenn og verka- menn tóku um stund höndum saman og settu franskt þjóðfélag á annan endann. Margir segja að aburðir síðustu daga minni veru- lega á það sem gerðist með svo eft- irminnilegum hætti fyrir tæpum þremur áratugum. En þótt baráttuaðferðirnar séu kannski svipaðar að ýmsu leyti er þó margt með öðrum hætti nú en áriö 1968. Hins vegar kann það að reynast rétt að þau átök, sem eiga sér sta& í Frakklandi um þessar mundir, séu einungis forsmekkur þess sem sjá megi og heyra víða um Evrópu á næstu árum. Því þótt sumar ástæður þess hversu mikO harka er hlaupin í deUuna séu sérfranskar er ljóst að á bak við liggja vandamál sem flestar ríkisstjórnir Evrópu þurfa að leysa á komandi árum. Og það verður hvergi auðvelt né sárs- aukalaust. Martröðin frá Maastricht? Margir þeir sem nú standa fyrir verkföllum og mótmælum í Frakklandi saka Evrópusamband- ið um að bera ábyrgð á því hvern- ig komið sé. Þar er átt við þá staðreynd, sem allir viðurkenna, að frönskum stjórnvöldum er mikið í mun að tryggja aðgang sinn að fyrsta far- rými í þeim farkosti sem nefnist evrópska . myntbandalagið. Til þess að svo megi verða þarf margt að breytast í frönsku efnahagslífi og þar stendur hnífurinn í kúnni. Samkvæmt því samkomulagi Evrópusambandsríkjanna, sem margir andstæðingar kalla nú martröðina frá Maastricht, voru sett ströng skUyrði fyrir þvi að að- ildarríkin gætu talist fyrsta flokks ríki innan myntbandalagsins sem á að komast á laggirnar i síðasta lagi árið 1999. Eitt þessara skU- yrða er að draga verulega úr ríkis- sjóðshalla og skuldum hins opin- bera. Hvað Frakkland varðar felur þetta í sér að lækka þarf fjárlaga- haliann úr flmm af hundraði þjóð- arframleiðslunnar í þrjá af hundraði árið 1997. Til að ná því markmiði þurfa frönsk stjórnvöld að ráðast gegn mikilvægum þáttum velferðar- kerfisins. Slíkar aðgerðir fólust í áætlun þeirri sem kennd er við forsætisráðherrann, Alain Juppe - en verkfaUsmenn í París krefjast þess einmitt að hætt verði við að framkvæma hana. Lýðskrum og kaldur veruleiki Juppe-áætlunin svonefnda hefði vafalaust ein sér kallað á hörð við- brögö við hvaða aðstæður sem er. En stjórnmálaskýrendur eru samt nokkuð sammála um að bæði for- sætisráðherrann og Jacques Chirac, forseti Frakklands, geti að miklu leyti kennt sjálfum sér um hvernig fór. Hjá Frakklandsforseta er ástæða þessa pólitísk tækifæris- mennska og lýðskrum af versta tagi. Chirac þurfti að berjast við and- stæðinga bæði til hægri og vinstri til að ná kjöri sem forseti fyrir að- eins hálfu ári síðan. Og þá greip hann tU þess ráðs að lofa þjóðinni efnahagsaðgerðum sem honum mátti þó vera ljóst að hann gæti ekki staðið við. Hann hét því að minnka mjög verulega gífurlegt Laugardagspistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjórí atvinnuleysi í Frakklandi, draga mikið úr fjárlagahallanum og bjarga velferðarkerfi landsins án þess að grípa til nýrra skatta eða skerða opinbera þjónustu. Þegar Chirac var kominn í valdastólinn stóð hann auðvitað frammi fyrir því að þessi loforð voru innantómt kjaftæði. Til að ná niður fjárlagahallanum í sam- ræmi við kröfurnar frá Maastricht neyðist hann bæði til að skerða þjónustu verulega og hækka skatta um leið. Enda felast báðar þessar leiðir í Juppe-áætl- uninni sem var lögð fram aðeins fáeinum mánuðum eftir að Chirac náði kjöri út á loforð um hið gagn- stæða. Auðvitað hlaut þetta að kalla á reiði almennings. En til að bæta gráu ofan á svart stóð Alain Juppe þannig að framsetningu og kynn- ingu áætlunar sinnar að það var stundum eins og hann væri bein- línis að mana andstæðinga niður- skurðarins til mótmæla. Og fljót- lega fór allt úr böndum. Velferðarkerfi í miklum vanda En þótt hömlulaust lýðskrum, sívaxandi hroki franskrar valda- stéttar gagnvart almenningi og pólitískur bjánaskapur ráða- manna hafi orðið til þess að magna ófriðarbálið í Frakklandi, þá eru vandamálin svo sannarlega raunveruleg. Og þar er að mörgu leyti um að ræða vanda sem er sameiginlegur flestum evrópskum ríkjum - og er ísland þar ekki und- anskilið. Kjarni málsins er einfaldlega sá að velferðarkerfi fólks og fyrir- tækja er að vaxa greiðslugetu skattborgaranna yfir höfuð. Og að öllu óbreyttu verður það fjár- frekara með hverju árinu sem líð- ur. Juppe-áætlunin tekur reyndar ekki á velferðarkerfi atvinnulífs- ins, svo sem landbúnaðarhítinni, heldur fyrst og fremst á útgjalda- frekustu þáttum hins almenna tryggingakerfis fólksins. Þar er til dæmis gert ráð fyrir sérstakri- skattahækkun til að greiða niður stórfelldar skuldir almannatrygg- inga, skattlagningu fjölskyldubóta og annarra slíkra greiðslna sem hingað tO hafa verið skattfrjálsar og frestun á hækkun bóta til elli- lífeyrisþega. Til að ná niður kostnaði í heil- birgðiskerfinu gerir Juppe ráð fyr- ir margháttuðum takmörkunum varðandi heimsóknir til lækna og útgáfu lyfseðla og gerð sérstakt heilsukorts fyrir alla þá sem ætla að nota heilbrigöis- og bótakerfi landsins. Allt eru þetta atriði sem kunn er eru úr hliðstæðri um- ræðu hér á landi. Einna mestum deilum hefur þó valdið sú fyrirætlun frönsku ríkis- stjórnarinnar að gera uppskurð á lífeyrissjóðakerfi opinberra starfs- manna með það að markmiði að fella niður þau réttindi sem þeir hafa umfram launþega á almenn- um vinnumarkaði. Það var fyrst og fremst vegna þessara hug- mynda að opinberir starfsmenn gripu til skyndiverkfalla sem smám saman hafa leitt til þeirra hatrömmu mótmæla sem alkunn eru af fréttum frá Frakklandi þessa dagana. Lífeyrisþegum fjölgar stöðugt Þjóðir Evrópu eru sífellt að eld- ast. Sá hluti íbúanna sem fer á eft- irlaun verður stærri og stærri í flestum ríkjum álfunnar. Hið opin- bera hefur tekið á sig með kjara- samningum miklar skuldbinding- ar sem fyrirsjáanlegt er að ríkis- valdið getur ekki staðið við þegar kemur fram á næstu öld. Þetta er hinn sameiginlegi evrópski vandi sem er ein helsta undirrót átak- anna í París. Stjórnmálamenn víða í álfunni fylgjast með því af óttablöndnum áhuga hvernig frönskum ráða- mönnum reiðir af í þeim heildar- leik sem nú er háður á götum Par- ísarborgar. Þeir vita sem er að ef stjórnvöld í Frakklandi verða að gefa eftir og hætta við fyrirætlan- ir sínar um uppstokkun á lífeyris- kerfi opinberra starfsmanna þá verður erfiðara að taka á því sama vandamáli annars staðar. Af þessum sökum fá franskir verkfallsmenn líka stuðning frá kollegum sínum í ýmsum Evrópu- ríkjum. Því eins og svo oft áður geta pólitísk átök sem geisa í Frakklandi haft áhrif langt út fyr- ir landamæri ríkisins og boðað það sem koma skal víðar í álfunni. Elías Snæland Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.