Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 12
12
erlend bóksjá
Metsölukiljur
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995
Bretland
Skáldsögur:
1. Dick Francls:
Wild Horses.
2. Terry Pratchett:
Interestlng Tlmes.
3. Wllbur Smlth:
The Seventh Scroll.
4. Doug Naylor:
The Last Human.
5. David Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
6. Jane Austen:
Prlde and Prejudlce.
7. Danlelle Steel: The Gift.
8. Emma Tennant:
Pemberley.
9. Pat Barker: Regeneratlon.
10. Maeve Binchy: The Glass Lake.
Rit almenns eölis:
1. S. Blrtwistle & S. Conklln:
The Making ot Prlde and Prejudice.
2. Alan Bennett:
Wrlting Home.
3. S. Nye & P. Dornan:
The A-Z of Bahavlng Badly.
4. Nelson Mandela:
Long Walk to Freedom.
5. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
6. Gary Larson:
The Far Slde Gallery 5.
7. Blll Watterson:
Calvin & Hobbes lOth Annlversary
Book
8. Carl Giles:
Glles 1996.
9. lan Botham:
Botham: My Autoblography.
10 Ranfurly:
To War wlth Whltaker.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
1. Llse Norgaard:
De sendte en dame.
2. Jung Chang:
Vilde svaner.
3. Kirsten Thorup:
Elskede ukendte.
4. Robert J. Waller:
Broerne i Madison County.
5. Josteln Gaarder:
Sofies verden.
6. Bret Easton Ellls:
Uskrevne regler.
7. Peter Hoeg:
De máske egnede.
(Byggt á Politiken Sendag)
Bækur sem þekktir
höfundar mæla með
Þegar líða tekur að jólum fá bresk
blöð gjarnan þekkta rithöfunda til
að nefna nokkrar þær nýju bækur
sem þeir hafa lesið á árinu og telja
sig með góðri samvisku geta mælt
með.
Hér á eftir er vitnað til ráðlegg-
inga nokkurra höfunda í bókablaði
The Sunday Times. í flestum tilvik-
um er um að ræða bækur sem komu
út í fyrsta sinn á árinu. Margar
þeirra verða því ekki fáanlegar í
enskum pappírskiljum fyrr en á
næsta ári.
Ævisögur og
vísindarit
Blaðið birti ummæli 36 höfunda
sem höfðu að sjálfsögðu misjafnan
smekk. Sumir lögðu áherslu á ævi-
sögur, aðrir á hefðbundnar skáld-
sögur og enn aðrir á spennusögur,
svo dæmi séu tekin. Aðeins einn
nefndi ljóðabók til sögunnar, fjög-
urra binda safn sem heitir Animal
Poems og er eftir lárviðarskáldið
Ted Hughes.
í sumum tilvikum nefndu nokkr-
ir höfundanna sömu bókina. Þar ber
fyrst að nefna The Faber Book of
Science, sem rithöfundurinn og
gagnrýnandinn John Carey rit-
stýrði. P.D. James, sá kunni spennu-
sagnahöfundur, sagði þetta safnrit
hafa heilað sig gjörsamlega; hér sé
saga vísindanna gerð aðgengileg og
áhugaverð. Þrír aðrir tóku í sama
streng, þeirra á meðal Melvyn
Bragg.
Meðal þeirra ævisagna sem mesta
athygli höfðu vakið hjá viðmælend-
um blaðsins má nefna Blake, mikið
rit Peter Ackroyds um þetta óvenju-
lega enska skáld, myndlistarmann
Nýjasta skáldsaga Salman
Rushides fær góð meðmæli.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
og dulspeking frá átjándu öld.
Einnig ævisögu rithöfundarins
Kingsley Amis eftir Eric Jakobs,
annað bindi bréfasafnsins John
Betjeman Letters sem dóttir tón-
skáldsins ritstýrði, og endurminn-
ingarbók Gore Vidals, Palimpsest.
Rushdie, Barker
og Unsworth
Nokkrar skáldsögur voru lang-
vinsælastar hjá viðmælendum The
Sunday Times. Þar var efst á blaði
nýjasta skáldverk Salman Rushdies,
The Moor’s Last Sigh eða Síðasta
andvarp Márans. Martin Amis sagði
hana tvímælalaust skáldsögu ársins
í Bretlandi og fjórir aðrir töldu
hana í fremstu röð.
Fjórir höfundar mæltu sérstak-
lega með The Ghost Road, þriðju
skáldsögu Bookerverðlaunahafa árs-
ins, Pat Barker, um hörmungar
fyrra heimsstríðsins. Barry
Unsworth, sem einnig kom sterk-
léga til greina við veitingu Booker-
verðlaunanna að þessu sinni, segir
þennan þríleik Barkers eitt hið
merkasta verk í skáldskap samtíð-
arinnar. Sjálfur fékk Unsworth góð
orð fyrir skáldsögu sína, Morality
Play, en þrir viðmælenda blaðsins
töldu hana með bestu skáldverkum
ársins.
Af öðrum ritum, sem nefnd voru,
má minna á: Oswald’s Tale: An Am-
erican Mystery eftir Norman
Mailer. Darwin’s Dangerous Idea
eftir Daniel C. Dennett. Thieves’
World eftir Claire Sterling og
Comrade Criminal eftir Stephen
Handelman en báðar bækurnar
Qalla um framsókn glæpamanna í
evrópsku viðskiptalífi. The Pale
Blue: Vision of the Human Future
in Space eftir Carl Sagan. To Close
to Call eftir Sarah Hogg og Jonath-
an Hill um fyrstu fimm ár Johns
Majors sem forsætisráðherra Breta.
The Unconsoled, nýjasta skáldsaga
Kazuo Ishiguros. Gladstone, ævi-
saga þessa breska stjórnmálamanns
eftir Roy Jenkins. Landscape and
Memory eftir Simon Schama um
samskipti mannsins og náttúrunn-
ar. Og loks The Brontes þar sem
Judith Barker fjallar mun ítarlegar
um skáldsysturnar frá Howarth en
áður hefur verið gert.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Mary Hlgglns Clark:
The Lottery Wlnner.
2. Dean Koontz:
Dark Rlvers of the Heart.
3. Jonathan Kellerman:
Self-Defense.
4. Tom Clancy & Steve Pieczenik:
Mirror Image.
5. George Dawes Green:
The Juror.
6. Sidney Sheldon:
Nothlng Lasts Forever.
7. David Guterson:
Snow Falling on Cedars.
8. Sandra Brown:
Heaven’s Prlce.
9. Catharine Coulter: The Duke.
10 Whitney Otto:
How to Make an Amerlcan Qullt.
11. V.C. Andrews: Hiddel Jewel.
12. John Sandford:
The Empress File.
13. W.E.B. Griffin: The Murderers.
14. Carol Shlelds:
The Stone Dlaries.
15. Danielle Steel: Wings.
Rit almenns eölis:
1. Tlm Allen:
Don’t Stand to Close
To a Naked Man.
2. Rlchard Preston: The Hot Zone.
3. Mary Pipher:
Reviving Ophella.
4. H. Johnson & N. Rommelmann:
The Real Real World.
5. R. McEntlre & T. Carter:
Reba: My Story.
6. Paul Relser: Copplehood.
7. Tom Clancy: Fighter Wing.
8. Delany, Delany & Hearth:
Havlng Our Say.
9. Dorls Kearns Goodwln:
No Ordinary Time.
10. Thomas Moore:
Care of the Soul.
11. B.J. Eadle & C. Taylor:
Embraced by the Light.
12. Clarissa Plnkola Estés:
Women Who Run wlth the Wolves.
13. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
14. Laurie Garrett:
The Comlng Plague.
15. Barbara Bush:
Barbara Bush: A Memolr.
(Byggt á Now York Times Book Revlow)
vísindi
Kindur í
gigtarrannsókn
Vísindamenn austur í Ástral-
1 íu eru að rannsaka liðamót í
kindum í þeirri von að það muni
koma fólki sem þjáist af liðagigt
og öðrum sjúkdómum að góðum
notum.
Að sögn Gwidons Stachowi-
| aks, prófessors við háskóla Vest-
ur- Ástralíu, eru liðvökvaliða-
mót í mönnum, eins og mjaðma-
og hnjáliðir, mjög svipuð liða-
S mótum í kindum.
Vísindamennirnir nota sér-
j stök tæki, þar á meðal liðamóta-
hermi, til aö leita að slitögnum í
j liðvökva úr kindum. Slitagnir
{ úr liðamótum kinda eru svipað-
ar þeim sem eru gigtsjúkum
. liðamótum i fólki.
Róbótar
beita hnífnum
Þess verður ef til vill ekki
langt að bíða að róbótar taki að
1 sér skurðaðgerðir i Bretlandi og
Bandaríkjunum. Að sögn vís-
indamanna er líklegt að róbótar
þessir yrðu mönnunum fremri á
ýmsum sviðum, bæði nákvæm-
ari og áreiðanlegri.
í breska læknablaðinu kemur
| fram að enn sem komið er sé
verið að gera tilraunir með fá
' róbóta en þó hafi verið sótt um
leyft fyrir einum eða tveimur.
Þegar hafa verið hannaðir ró-
bótar til að gera aðgerðir á
blöðruhálskirtli og á eyrum.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Maðurinn veldur gróðurhúsaáhrifum
Ef jarðarbúar breyta ekki um
lífsstíl, mun meðalhiti á jörðinni
hækka um tvær gráður fram til árs-
ins 2100. Afleiðingarnar verða heit-
ari sumur, hærra yfirborð sjávar og
bæði þurrkar og flóð verða tíðari og
alvarlegri.
Þetta eru niðurstöður sérfræð-
inga alþjóðavinnuhóps um veður-
farsbreytingar (IPCC) sem fundaði í
Madríd á Spáni fyrir stuttu. Þar
voru samankomnir vísindamenn og
fulltrúar ríkisstjórna og tókst hin-
um fyrrnefndu að sannfæra þá síð-
arnefndu, eftir miklar umræður, að
maðurinn og athafnir hans hefðu
áhrif á veðurbreytingar.
„Gögnin sýna fram á að áhrif
mannsins á veðurfar heimsins séu
merkjanleg," segir í skýrslu hóps-
ins sem verður rædd á ráðstefnu í
Róm eftir helgi.
Fulltrúar olíuframleiðsluríkja
sem komu til Madrídarfundarins
reyndu að milda orðalag skýrslunn-
ar þar sem fjallað er um að draga
eigi úr notkun olíu og kola. Það er
einmitt bruni þessara tveggja orku-
gjafa sem talinn er stuðla að gróð-
urhúsaáhrifunum svokölluðu.
I IPCC-innuhópnum eru um 2500
vísindamenn, loftslagsfræðingar og
sérfræðingar frá rúmlega 100 lönd-
um. Hlutverk þeirra er að meta vís-
indaleg gögn um loftslagsbreyting-
ar, reikna út áhrif þeirra og leggja
fram tillögur um andsvör, í náinni
samvinnu við stjórnvöld.
Umhverfisverndarsinnar vonast
til þess að viðurkenning IPCC á
gróðurhúsaáhrifunum muni knýja
ríkisstjórnir til að vinna saman að
því að draga út losun lofttegunda
sem stuðla að hækkandi hitastigi á
jörðinni.
Deilan um gróðurhúsaáhrifin
snerist m.a. um það að hitastig af
völdum þeirra lækkaði sums staðar
en hækkaði ekki eins og alla jafna
er.
Mannfolkið stuðlar að qroðurhúsaáhrifunum
Vísindamenn og ríkisstjórnir alls staðar að úr heiminum urðu sam-
mála um það á fundi í Madríd að mannskepnan ætti sök á hluta
þeirra breytinga sem hefðu orðið á loftslagi á jörðinni
GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN
1: Koltvísýringur úr útblæstri flugvéla,
verksmiðja og ökutækja
Hækkun meðalhita á jörðinni
2: Geislun sólarinnar
(hiti) sem jörðin
drekkur í sig. Yfir-
borð jarðar varpar
hita aftur út í and-
rúmsloftið
3: Hiti sem kemst hvergi
vegna mikils koltvísýrings
SÓUN
Heildarvatnsmagn
jarðarinnar er
525 milljón rúmkm
Vatn innilokað í ís
% norðurskautsins
Vatn innilokað í ís
BB
HÆKKANDI YFIRB0RÐ SJAVAR
Ytirborð sjávar hefur hækkað um milli 10 og
25 sentímetra síðastliðin 100 ár. Yfirborðið
gæti hækkað um meira en metra á næstu 100 árum
~s
\
%r
, V*
\-ss r-s
p j Svmði í flnfahættn
3 etytirborð sjávar
■ hækkar V
. V '7V h
1
J
\J
j
^V/
f v y
REUTER Heimildir: Greenpeace, The State ot the Environment Atlas, The Intemational Visual Survey
Gaukar
í mafíuleik
Ýmislegt þykir benda tO að
spænskir gaukfuglar beiti skjóa
miklu harðræði og þvingi þá til
að ala upp unga sína með morð-
herferðum í anda mafíunnar.
Það eru danskir vísinda-
menn, undir forustu Anders
Papes Möllers við Kaupmanna-
hafnarháskóla, sem halda þessu
fram. Þeir komust að því að
gaukar verptu eggjum sínum í
rúmlega sex af hverjum tíu
skjóahreiðrum í Andalúsíu. Að-
eins fimm prósent skjóanna
; henda aðskotaeggjunum og
Möller og hans menn tóku þá
: að stela hinum til að komast að
af hverju svo væri.
Það kom svo á daginn að
gaukarnir ýmist eyðilögðu egg-
in eða drápu ungana í flestum
skjóahreiðrunum sem
gaukseggjum hafði verið stolið
úr.
Vaktir
vondar hjartanu
Konur sem hafa unnið vakta-
vinnu 1 sex ár eru í 50 prósenta
meiri hættu á að fá hjartaáfall
en konur sem aldrei hafa stund-
að vaktavinnu.
Þetta kemur fram í rannsókn
Harvard háskólans í Bandaríkj-
unum. Þar segir að vaktavinna
kunni að valda aukinni streitu
: á hjartað, líklega vegna lífefna-
fræðilegra breytinga af völdum
breytilegs svefnmunsturs.
Visindamennirnir komust að
því að konur sem unnu vakta-
vinnu voru gjamari á að reykja
I en aðrar konur, blóðþrýstingur
| þeirra var hærri og þær voru
almennt meiri um sig.