Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Síða 38
38
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 JjV
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995
43
4-
DV
Sætaferðir barna í Kvísiirnar og útlendingar fá að mynda sig í Ijósadýrðinni:
Smári fyrir framan uppljómað heimili sitt. Hann hefur nú sett bróðurpart Ijósanna á bak við húsið sitt þar sem hægt er að sjá þau frá aðalgötunni enda lá oft við
umferðarteppu fyrir framan húsið hans í fyrra. Ekki er skammdeginu fyrir að fara í Kvíslunum þar sem Smári býr. DV-myndir GS
Myrkrinu er ekki fyrir að fara um
jólin þar sem Smári Ingvarsson
sendibílstjóri er með puttana þessa
dagana. Flestir muna eftir Smára eða
verkum hans frá því í fyrra þar sem
hann skreytti hús sitt í Kvíslunum
slíkri ljósadýrð að athygli vakti um
land allt. Áhugamál Smára, eða á
maður að segja verk hans, hafa
kveikt á fleiru en perum því nokkrir
húseigendur, eigendur fyrirtækja og
verslana hafa tekið frumkvæði hans
til eftirbreytni og skreytt hús sín í
svipuðum stíl og vinnustaður Smára
er nú líka ljósum skrýddur eins og
heimilið hans.
Bandaríkin
kveiktu áhugann
„Þetta byrjaði á því að ég vildi
hreinlega lýsa svartasta skammdegið
upp. Ég var að þvælast úti í Banda-
ríkjunum og sá að þetta kostaði lítið.
Sjálfur átti ég einhverja spennu-
breyta og fleira dót úr gömlum ís-
skáp og víðar að og það var tilvalið
að nota það,“ segir Smári.
Skreyting heimila, húsa, garðs og
fleira með jólaljósum er nokkuð al-
geng í Bandaríkjunum og er heimili
Smára hóflega skreytt í samanburði
við mörg heimili vestra. Sjálfsagt
muna margir eftir kvikmyndinni
National Lampoon’s Christmas Vac-
ation með Chevy Chase í aðalhlut-
verki þar sem leikarinn góðkunni
skreytti heimilið sitt með slíkum of-
boðslegum fjölda jólaljósa að það
hálfa hefði verið nóg. Þegar honum
svo loks tókst að kveikja ljósin á tug-
um ef ekki hundruðum jólasería á
húsi sínu reyndist straumþörfin svo
mikil að hann tók strauminn af öll-
um öðrum húsum í hverfinu.
„Þetta sem ég er að gera hér er
ekkert miðað við það sem gerist
sums staðar í Bandaríkjunum. Þar
myndi ég falla í fjöldann og vera eins
og hver annar meðaljón. Víða væri
þetta jafnvel talið frekar „lásí“. Það
eru margir se’m skreyta svipað og
Chevy Chase. Ég frétti af einu timb-
urhúsi í Bandaríkjunum þar sem
skreytt var í hver samskeyti viðar-
borðanna í húsveggjunum. Það var
eins og húsið stæði í ljósum logum
þegar kveikt var á perunum."
Fjögur þúsund perur
Smári segir að líklega séu um fjög-
ur þúsund perur í skreytingunni í ár
og er það eitthvað færra en í fyrra og
þrjá spennubreyta þurfl á herlegheit-
in þar sem um 110 volta kerfi sé að
ræða en íslenska kerfið sé 220 volta.
Aðspurður um hvort jólarafmagns-
reikningurinn sé honum ekki ofviða
segir Smári svo ekki vera. í fyrra
hafl kostnaðurinn við ljósadýrðina
numið sjö þúsund krónum, 500 til 600
krónum á mánuði, sem vart sé hægt
að segja að sé mikið miðað við út-
gjöld meðal fjölskyldu í jólamánuðin-
um. Seríurnar kosti ekki svo mikið
þar hann pantar þær í gegnum kunn-
ingja sinn í Bandaríkjunum. I raun
er kostnaður svo lágur að blaðamað-
ur hváði þegar hann heyrði hve mik-
ið Smári hefði þurft að kosta til til að
hafa bjart í kringum sig þegar
skemmstur er sólargangurinn. Jóla-
ljósin ein kosti til dæmis í Banda-
ríkjunum 20 til 30 þúsund. Skrautið
kosti síðan aðeins meira.
Áhuginn á seríhnum kviknaði fyr-
ir fimm árum segir Smári. Hann
hefði hins vegar byrjað smátt. Fyrst
setti hann einungis perur í eitt tréð
úti í garði. Fyrir tveimur árum hefði
hans svo byrjað aö setja ljós á húsið
og í fyrra hefði hann fest ljós á mæn-
inn. Nú eru ljós í flestum trjám, þaki,
veggjum, fánastöng og jólasveinar í
sleðum, sem dregnir eru af upplýst-
um hreindýrum, sjást í garðinum og
húsþökum.
Raki og væta
ekkert
vandamál
Þegar blaðamaður og ljósmyndari
heimsóttu Smára var úrhellisrign-
ing. Veðurfarið vakti því upp þá
spurningu hvort vatn hefði ekki sett
strik í reikninginn. Smári sagði svo
ekki vera og ekki hefði borið á út-
leiðslum. Sagði hann 110 volta kerfið
ekki jafn viðkvæmt fyrir útleiðslum
og það íslenska. Snúrur og innstung-
ur sem lágu í garðinum létu vatnið
ekkert á sig fá.
Ein og ein sprungin ljósapera hef-
ur ekki þau áhrif á ljósadýrðina að
það deyi á öllum perunum í einu.
Einungis slökknar á 50 ljósaperum
við hverja ónýta peru og segist
Smári hafa verið blessunarlega laus
við vandamál í kringum það að leita
ónýtra pera í seríum.
Fjölmiðlafárið sem varð í fyrra í
kringum athafnasemi Smára varð til
þess að félagar hans á sendibílastöð-
inni sem hann vinnur á fóru að ræða
sín á milli hvort ekki ætti að skreyta
stöðina að ári. Úr varð að stjórn fyr-
irtækisins samþykkti að í verkið
skyldi gengið og voru menn ekki að
leita langt yfir skammt og réðu
Smára, sem hefur þó nokkra reynslu,
til verksins, ásamt tveimur smiðum.
Upplýst bygging sendibílastöðvar-
innar vakti strax athygli fjölmiðla og
ekki leið að löngu að greint var frá
ljósadýrðinni á öldum ljósvakans.
„Það vaknaði sá áhugi hjá mér í
fyrra að það gæti verið gaman að
skreyta stöðina. Félagarnir hafa
hugsað málið síðan í fyrra og síðan
ákvað stjórnin að skreyta stöðina
enda húsið fallegt og einstaklega vel
til þess fallið. Þá er það vel staðsett,
fólk keyrir mikið fram hjá því og það
vekur mikla eftirtekt.
Þótt jólaljósaskreytingar þær sem
Smári stundar taki nokkurn tíma frá
honum þá segir hann það hverrar
mínútu virði.
Gert fyrir börnin
- Nú eru börn þín af bamsaldri,
maður hefði haldið að þetta væri
gert fyrir litlu börnin?
„Auðvitað er þetta gert fyrir börn-
in en ekki endilega börnin mín. Dæt-
ur mínar hafa að vísu mjög gaman af
þessu og þá hefur tengdasonur minn
hjálpað mér við þetta og haft gaman
af. Börnin í hverfinu hafa til dæmis
mjög gaman af þessu og í fyrra kom
hér rúta með börnum úr leikskóla til
að skoða skreytinguna. Ég slekk yfir-
leitt á þessu yfir daginn og hánóttina
og það var slökkt á skreytingunni
þegar krakkaranir komu en þeir
komu bara og bönkuðu upp á og
spurðu hvort ég gæti ekki kveikt
ljósin. Mér fannst ekkert sjálfsagðra
en að verða við þeirri bón. Ég er jú
að hluta til að þessu fyrir börnin.
Nokkru síðar fékk ég sent frá þeim
jólakort þar sem þau þökkuðu mér
fyrir,“ segir Smári.
Er illa við átroðslu fólks
Hann er fullsáttur við að fólk komi
og skoði herlegheitin en oft fannst
honum keyra um þverbak umferðin
um botngötuna, sem hann býr við, í
fyrra. Af þeirri ástæðu hefur hann
flest ljósin núna bakdyramegin
þannig að fólk sjái þau frá aðalgöt-
unni. í ár hafi það til dæmis vafist
fyrir honum hvort hann hefði átt að
láta verða af því að festa upp ljósin.
Hann hafi svo látið af því verða eftir
umhugsun og ekki hafi spillt fyrir að
vinir hans og ættingjar hafi tekið vel
í áhugmálið og haft gaman af - jafn-
vel hvatt hann til verksins fremur en
hitt.
„Ég vár nú ekkert sérstaklega hrif-
inn þegar fjölmiðlaumfjöllunin byrj-
aði, sérstaklega ekki þegar umferðin
byrjaði hér. Það var alveg hræðilegt.
Það varð verulegt ónæði af þessu,
sérstaklega jóladagana þegar fólk
hafði ekkert að gera. Bæði við og ná-
grannarnir vildum fá að vera í friði.
Það var alveg stanslaus röð hérna.
Þess voru dæmi að fólk gægðist á
gluggana og gekk um garðinn okkar
án þess að virða nokkurn rétt okkar
til friðhelgi einkalifsins. Eldra fólkið
var oft verra en yngra fólkið. Ef mað-
ur reyndi að tala við eldra fólkið þá
fyrtist það bara og lét eins og þetta
væri almenningsgarður.
Hins vegar var þetta ekki jafn
Nú hyggjast fleiri húseigendur skreyta híbýli sín Ijósum fyrir jólin. Smári hefur líka útvegað nokkrum eigendum fyrirtækja og verslana upplýst jólaskraut og jóla
seríur.
Nú hefur stjórn Nýju sendibílastöðvarinnar, þar sem Smári vinnur, ákveðið að
skreyta húsakynni sín iíka. Smári segir húsið einstaklega vel tii skreytinga
fallið.
slæmt þegar leið á og þess voru
dæmi að fólk kom hingað og bankaði
upp á, jafnvel fólk erlendis frá, og
fékk leyfi til að láta taka mynd af sér
fyrir framan húsið og skreytingarn-
ar. Það er sjálfsagt að verða við ósk-
um fólks ef það er kurteist og sýnir
eigum manns virðingu."
Áhuginn smitandi
- fleiri byrjaðir
Smári segir ljósaskreytingarnar
gefa sér heilmikið. Auk leikskóla-
barna sýni börnin í hverfinu ljósa-
dýrðinni mikinn áhuga. Þess séu
jafnvel dæmi að aðrir séu byrjaðir að
skreyta hús sín á svipaðan máta. Eitt
hús við Suðurgötu er til dæmis orðið
perum skrýtt, annað í Vogum á
Vatnsleysuströnd, að ógleymdu hús-
næði sendibílastöðvarinnar. íbúar í
þessum húsum, eigendur verslana og
annarra fyrirtækja hafa haft sam-
band við Smára og fengið ráðlegging-
ar frá honum um hvernig best sé að
bera sig að við skreytingarnar og
kaup ljósa. Svo má náttúrulega ekki
gleyma húsakynnum sendibílastöðv-
arinnar.
Aðspurður hvort ekki sé leiðinlegt
að taka saman ljósin á þrettándanum
segir Smári svo ekki vera. Það sé
fljótgert. „Bara að kippa þessu niður
og vefja þessu upp i hönk. Síðan er
hönkin sett ofan í kassa og lagt á
milli nema það þurfi að þurrka hana
aðeins." Hann segir tómlegt að þessu
verki loknu þegar grár hversdags-
leikinn tekur við á ný.
Innandyra segir Smári ekki jafn
mikið skreytt og útiskreytingarnar
gefa tilefni til að halda. Að vísu séu
þau hjónin með tvö jólatré, annað í
stofunni og hitti á efri hæðinni í
sjónvarpsherberginu enda segir
Smári nauðsynlegt að hafa jólalegt í
kringum sig - „líka þegar horft er á
sjónvarpið". Annars sé ekki mikið
skreytt innandyra, að minnsta kosti
ekki meira en á venjulegu íslensku
heimili.
Hvað sem kostnaði og öðru því um
líku við kemur hefur áhugamál
Smára vakið athygli - langtum meiri
athygli en Smári gerði nokkurn tím-
ann ráð fyrir - svo mikla að flugfar-
þegar og flugliðar hafa sérstaklega
haft á orði hve ljósdýrðin sé mikil í
Kvíslunum. Hún hefur vakið ánægju
margra en þó er sumum nábúum
Smára ekki skemmt yfir umferðinni
um götuna þeirra.
Frúin jákvæð
- Svona að lokum Smári. Hvernig
er með áhuga frúarinnar á þessum
skreytingum þínum?
„Hún er mjög jákvæð fyrir þessu
og tekur þátt í þessu. Ég held að flest-
ir hafi gaman af þessu en spyrji
sjálfa sig að því hvernig ég nenni
þessu. Þetta er líka spurning um að
hleypa barninu út í sjálfum sér. Það
hafa flestir innst inni gaman af þessu
og áhuga á þessu.
-pp
4-