Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Page 40
■m sviðsljós LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 Val Kilmer. Cindy Crawford. Kilmer og Crawford hyggja á barneignir Heitasta pariö i Hollywood um þessar mundir eru Vai Kilmer, stjaman úr Batman og Doors, og of- uifyrirsætan Cindy Crawford. Svo heit er ást þeirra að almannarómur segir brúðkaup vera á næsta leyti. Hvað sem vilja þeirra líður verða þau bæði að bíða eftir lögskilnaði frá fyrri mökum, Cindy frá Richard Gere og Val frá Joanne Whalley-Kil- mer. „Val og Cindy hafa átt með sér náið samband undanfarna tvo mán- uði og þau eru eins og sköpuð hvort fyrir annað," lét góðvinur Cindy hafa eftir sér í fjölmiðlum um dag- inn. Þau eru bæði skilin við fyrri maka sína að borði og sæng. Þau hittust fyrst árið 1991 þegar verið var að taka upp kvikmyndina Doors þar sem Val lék goöið Jim Morri- son. „Cindy sagði seinna við mig að hún hefði strax þá uppgötvað að það væri eitthvað á milli þeirra. Ekkert varð hins vegar af nánu samlífi þeirra þá þar sem þau voru bæði í öðru sambandi. Þegar þau hittust aftur í október í teiti í Los Angeles voru þau bæði á lausu og gátu því eytt nóttu saman áhyggjulaus." Cindy sagði nýlega „trúnaðarvin- konu“ sinni, sem svo aftur trúði „trúnaðarblaðavini" sínum fyrir því að örlögin hefðu ráðið því að hún og Val hittust á ný. „Ég er al- veg jafrTsjúklega hrifin af Val í dag og þegar ég hitti hann árið 1991. Þá mátti ég hins vegar ekki við því að flækja líf mitt meir en það var þeg- ar orðið,“ sagði Cindy við hina „traustu" vinkonu sína. Val og Cindy ku hafa jafn mikinn áhuga á börnum og barnauppeldi og því segja kunnugir að stutt sé í barneignir hjá þeim ef sambandið verður jafn hamingjusamt og hing- að til. Þau eru hvorug á flæðiskeri stödd. Cindy hefur halað inn litlar 110 mOljónir árlega fyrir störf sín og hefur nýlega leikið í kvikmyndinni Réttlátur leikur, sem að vísu hlaut afar slæma dóma hjá gagnrýnend- um. Val, sem á tvö börn af fyrra hjónabandi, rakar einnig saman peningum af kvikmyndaleik sínum. Vinir Lizu Minelli hafa verulegar áhyggjur af holdarfari hennar eftir að skipt var um mjaðmarlið í henni ný- lega. Liza hefur hríðhor- ast eftir uppskurðinn sem hún fór í fyrir nokkrum mánuðum og er vart svip- ur hjá sjón lengur. Gamla Kabaret-stjarn- an heldur því hins vegar fram að ekkert sé að. Henni líði bærilega og sé ánægð með útlitið. „Mér líður mjög vel. Það er frábært að láta skipta um mjaðmarlið í sér,“ segir Liza, sem er 49 ára. Staðreyndin um bágborið holdarfar Lizu varð lýðum ljóst þegar hún var gestur í gala-veislu til heiðurs Frank Military, plötuút- gefanda í New York. Hún hafði grennst svo mjög að hún fór létt með að klæðast 28 ára gömlum klæðskerasaumuðum kjól. „Hún er svo horuð," mátti heyra suma gesti í veisl- unni segja. Heyra mátti vin hennar segja: „Þetta er ekki sama Liza og ég þekkti. Hún er eins og skugginn af sjálfri sér.“ Liza, sem eru dóttir Judy Garland heitinnar, fór í mjaðmariiðsskipti 17. desember sl. Aðeins þremur dög- um seinna var hún komin á ról á ný og þremur mán- uðum seinna lék hún í sjónvarpsmynd, ásamt Kathy Bates og Shirley MacLaine, sem frumsýna á um þess- ar mundir. Sjálf segir Liza ekkert ama að sér og talsmaður hennar sagði það sama í samtali við fjölmiðla nýlega. „Hún lítur mjög vel út,“ sagði talsmaðurinn. Liza Minelli létt- ist og láttist Demi kroppur sýnir þokkann Demi Moore verður seint sögð miðaldra hvapholda mamma enda hafði hún álit á sjálfri sér á dög- unum þegar hún kom fram í spjallþætti Davids Lettermans, Late show. Demi hefur tekið að sér að leika hlutverk fatafellu í kvikmyndinni Striptease sem framleiða á í Holiywood á næstunni. Var keUa, . sem er móðir þriggja barna Bruce WiUis, búin að bæta á sig nokkrum aukakUóum þannig að hún þótti vart orðin boðleg í hlut- verkið að eigin sögn. í samvinnu við karlinn sinn dreif hún sig í stíft æfmgaprógramm og losaði sig við 5 kíló og styrkti líkamann allan. Eftir allt þetta brá Demi sér í þáttinn hans Lettermans, klædd flík með númeruðum spjöldum á. Taldi hún svo niður og stóð að lokum klædd pjötlum tveimur ein- um fata. Áhorfendur voru yfir sig hrifnir að afklæðingu lokinni og klöppuðu Demi lof í lófa og höfðu á orði að ekki væri að sjá að þessi kona hefði átt böm. Sjálf sagði Demi: „Ekki slæmt af gamalli mömmu að vera,“ og hló. Þá og nú. Þarna er ekkert sem ekki á að vera. .. . að að öllum líkindum fengi John Travolta 800 milljónir fyrir næstu mynd sem hann léki i. Kvikmyndin Get shorty, sem Travolta fékk 300 milljónir fyrir að leika í, halar nú inn milljónir vestra og bráðlega verður sýnd önnur mynd sem hann lék orr- ustuflugmann í. ... að Maradonna hefði nýlega haldið ræðu í Oxford. Kappinn, sem mætti með litaða rönd í hárinu, fjaliaði um æsku sína og peningana í boltanum en kom ekkert inn á skuggalegan feril sinn með fíkniefnin. Goðið spilar nú fótbolta í Suður- Kóreu. . . . að 10 ára sonur Farrah Fawcett, sem er 48 ára og sat nakin fyrir á síðum karlablaðs- ins Playboy nýlega, hefði farið með bunka af karlablöðunum í skólann nýlega, svo stoltur var hann af móður sinni. Móður hans brá í brún þegar strákur- inn kom með blöðin aftur heim með þá ósk skólafélaga sinna í farteskinu að sú „gamla" áritaði myndirnar fyrir pabba þeirra. . . . að Antonio Banderas hefði ákveðið að gefa Melanie Griffith bronsafsteypu af sínu allra heilagasta í jólagjöf. . . . að Robin Williams hefði ískyggilega orðið var við sam- keppni af hálfu Jim Carrey þeg- ar kæmi að kvikmyndahlutverk- um. Þó fékk Williams hiutverk í kvikmyndinni svaramaðurinn og þáði litlar 200 milljónir fyrir en aðeins eftir að Carrey hafði hafnað sama hlutverki en verið boönar 550 milljónir fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.