Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Blaðsíða 45
JjV LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, reiddist mjög þegar forseti ASI kallaði
hann og fleiri verkalýðsleiðtoga lýðskrumara. Hér fylgist Kristján með talningu atkvæða eftir félagsfund þar sem
samþykkt var að draga uppsögn kjarasamninga ekki til baka. DV-mynd Ægir Már
Klofningurinn innan verkalýðshreyfingarinnar:
r
Akveðnir forystumenn
talast ekki lengur við
- hætta á varanlegum klofningi innan Alþýðusambandsins er fyrir hendi
Oft hefur komið upp málefnaleg-
ur ágreiningur innan Alþýðusam-
bands ísiands en alltaf hefur tekist
að leysa hann. Sá ágreiningur sem
nú er uppi og margir kalla klofning
er einn sá alvarlegasti sem komið
hefur upp í áratugi. Stór orð hafa
fallið. Forseti Alþýðusambandsins
kallaði formenn þeirra verkalýðsfé-
laga sem vilja standa við uppsögn
kjarasamninga lýðskrumara. Þei'r
reiddust þessu heiftarlega og mættu
ekki á miðstjórnarfund ASÍ í vik-
unni.
Nú er líka svo komið að sumir
toppanna í verkalýðshreyfmgunni
talast ekki við nema í algerri neyð.
Þar má nefna þá Guðmund J. og
Benedikt Davíðsson sem dæmi. En
hver er undirrótin að þessum mikla
ágreiningi sem nú bunar upp á yfir-
borðið?
Klofningurinn innan ASÍ:
Menn hafa ekki verið
samstiga í samningum
- segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins
„Ég skal ekki segja um hvað
þessi klofningur, sem nú er uppi,
er djúpstæður. Ég vona að hann
sé frekar afmarkað mál tengt nið-
urstöðu launanefndar en varan-
legur. Það hafa vissulega gerst
vondir atburðir hjá verkalýðs-
hreyfingunni að undanförnu. Ég
hef haldið því fram að það þurfi
að reisa verkalýðshreyfinguna
sameiginlega upp og fá hana til að
stíga fastar tii jarðar gagnvart at-
vinnurekendum í kjarabarátt-
unni. Ég tel að vegna þess þjóðar-
sáttarforrits sem farið hefur verið
eftir við gerð samninga síðustu
árin hafi verkalýðshreyfingin
misst frumkvæðið og dregist aft-
ur úr. Vandamálið er ekki síst
vegna þess að kaupmáttur kaup-
taxtanna var allt of lágur þegar
fyrsti þjóðarsáttarsamningurinn
var gerður 1990. Ég tel að nú hafi
verið tækifæri til að reisa kaup-
taxtana við ef við bara hefðum öll
staðið saman. Þá hefðum við geta
sagt við atvinnurekendur að þeir
mættu visa málum til allra dóm-
stóla landsins en verkalýðshreyf-
inguna brytu þeir ekki niður.
Þessu tækifæri var glútrað nið-
ur,“ segir Björn Grétar Sveins-
son, formaður Verkamannasam-
bandsins.
Hann segist sannfærður um að
hægt sé að sýna fram á að for-
sendur kjara-
samninga séu
brostnar, bæði
hvað snertir
vinnuveitend-
ur og ríkis-
stjórn. Hann
segir að þessir
aðUar heföu
ekki ljáð máls á neinum viðræö-
um og lagfæringum nema vegna
þess að þeir vissu þetta.
„Því miður fóru menn innan
verkalýðshreyfingarinnar þarna
hver í sína áttina. Ef til vill er það
vegna þess að menn hafa haft
mismunandi skoðanir á því
hvernig ætti að stíga fram og
einmitt það hefur líka gerst í
nokkrum undanfórnum kjara-
samningum. Þetta er að mínum
dómi aðalorsök þess ágreinings
sem nú er uppi. Þessu verður að
bréyta. Það verður að breyta
ásýnd verkalýðshreyfirigarinnar
gagnvart atvinnurekendum. Við
þurfum að hefja umræður um
stöðu okkar og þá ekki síst um
hlutverk Alþýðusambandsins. Ég
held að þegar menn hafa andað
djúpt og fengið sér súrefrii eftir
þau átök sem nú standa yfir þá sé
hægt að jafna ágreininginn. Ég
vona það alla vega,“ sagði Björn
Grétar Sveinsson.
-S.dór
Gamlar væringar
Það er nokkuð til í því sem Bene-
dikt Davíðsson segir að deilan snú-
ist um menn en ekki málefni. Það er
hluti skýringarinnar. Sérstaklega á
þetta við hvað varðar eldri menn-
ina. Þeir Benedikt Davíðsson og
Guðmundur J. hafa eldað grátt silf-
ur saman í bráðum 20 ár. Sumir
segja að það hafi verið Guðmundur
J. sem kom í veg fyrir að Benedikt
yrði kjörinn forseti ASÍ 1978. Þá
varð til hugtakið uppmælingaraðall
og það kom frá Guðmundi J. Síðan
þá hefur verið mjög kalt á milli iðn-
aðarmannanna og Guðmundar J.
Hann hefur vissulega verið sterkur
maður innan verkalýðshreyfingar-
innar vegna þess hve Dagsbrún er
sögulega sterkt afl innan hennar.
Vondir samningar
Flestir verkalýðsleiðtoga eru
sammála um að Þjóðarsáttarsamn-
ingarnir 1990 hafi verið réttlætan-
legir til að ná niður verðbólgunni og
koma skikki á efnahagsmálin hér á
landi. Það er hins vegar rétt sem
Guðmundur J. segir að menn höfðu
um það loforð að þegar því tak-
marki yrði náð ætti vinnandi fólk
að njóta þess í bættum kjörum. Svo
hefur ekki verið og vondir kjara-
samningar hafa verið gerðir allar
götur síðan.
Þessir vondu kjarasamningar
hafa bitnað fyrst og fremst á ófag-
lærðu verkafólki sem ævinlega hef-
ur riðið á vaðið og samið fyrst. Síð-
Fréttaljós á
laugardegi
Sigurdór Sigurdórsson
innlent fréttaljós <9
Klofningurinn innan ASÍ:
Smánarsamningar ár
eftir ár orsökin
- segir Guðmundur J. Guðmundsson
„Ég játa það að ég er ánægður
meö að hafa tekið þátt í þjóðar-
sáttarsamningunum 1990. En
Iþeim átti að fylgja að þegar verð-
bólgan væri komin niður og
ástandið orðið eðlilegt ætti að
bæta verkafólki fórnina. Það var
ekki gert og til að mynda bankar
sviku öll loforð og jafnvel hækk-
uðu vexti í stað þess að lækka þá.
Verkalýðshreyfingin gekk ekki
eftir því að við þetta væri staðið.
Síðan hafa verið gerðir hveijir
kjarasamningarnir á fætur öðr-
um í samfloti undir forystu ASÍ
og ekkert komið út úr þeim. Hver
smánarsamningurinn á fætur
öðrum á síðustu árum er upphaf
óánægjunnar, ágreiningsins og
Inú klofnings innan verkalýðs-
hreyfingarinnar," segir Guð-
mundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar, þegar hann
var spurður um ástæður þess
klofnings sem nú virðist kominn
upp innan verkalýðshreyfingar-
innar.
„Sá klofningur sem kominn er
upp á yfirborðið er ekki síst
vegna þess að það er mikill launa-
munur innan Alþýðusambands-
ins. Iðnaðarmennirnir eru með
miklu betri kjör en verkafólk. Ég
er ekki að segja að þeir séu of
haldnir, síður en svo, en launa-
munurinn er mikill og þeir fengu
miklu betri kjarasamninga í febr-
úar en verkafólk. Og það eru þeir
sem ráða ferðinni innan ASÍ
ásamt verslunarmönnunum," seg-
ir Guðmund-
ur.
Hann segir
að það hafi
verið efni til
umtalsverðra
kauphækkana
við gerð kjara-
samninganna í
febrúar. Það tækifæri hafi ekki
verið nýtt. Síðan áttu þessir at-
burðir sér stað í haust sem leiddu
til útifundanna. Þjóðin stóð við
baki verkalýðshreyfingunni til að
ná fram leiðréttingu á kjörum
sínum. En þá hafi forysta ASÍ gef-
ist upp og farið að tala um laga-
greinar og samþykkt hungurlús
frá VSÍ.
„Þetta var gert þrátt fyrir að
hvert verkalýðsfélagið á fætur
öðru segði upp kjarasamningum
og væri tilbúið að berjast fyrir
leiðréttingu sinna kjara,“ segir
Guðmundur.
Hann segist telja að sá ágrein-
ingur sem nú er uppi verði ekki
settur niður fyrr en á eða eftir Al-
þýðusambandsþingið næsta vor.
„Það þarf að vekja verkalýðs-
hreyfinguna af svefrii. Það þarf að
endurskipuleggja hana og fá
menn til að hætta að sætta sig við
þessi lágu laun sem greidd eru
hér á landi. Það verður að blása
til sóknar. Takist það er hægt að
sameina verkalýðshreyfinguna
aftur, annars er hætta á varan-
legu sundyrlyndi," sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson. -S.dór
———Sa»
an hafa aðrir komið i kjölfarið og
fengið meira. Jafnvel félög og sam-
bönd innan ASÍ eins og kom fram
eftir febrúarsamninga.
Þetta hefur valdið mikilli óá-
nægju meðal forystumanna verka-
mannafélaganna og er ef til vill höf-
uðorsök klofningsins nú. Og þegar
svo launahækkanir embættis-
manna, ráðherra og þingmanna
komu í haust sauð upp úr.
Verkamannasambandið ályktaði
bæði á sambandsstjórnarfundi í
haust og síðan á þingi sínu á dögun-
um að segja upp kjarasamningum.
Tuttugu og þrjú verkalýðsfélög
gerðu það. Þegar svo Benedikt Dav-
íðsson og Ingibjörg R. Guðmunds-
dóttir ákváðu í launanefndinni,
gegn vilja Björns Grétar Sveinsson-
ar, að ganga að tilboði VSÍ og leggja
til að samningum yrði ekki sagt upp
var komið að ákveðnum punkti sem
kallaði á klofning. Menn bentu á að
launanefndarmenn hefðu ekki haft
umboð til þessarra samninga. og
flestir vildu láta slag standa og segja
samningum upp. Menn hafa ekki
dregið uppsögn samninga til baka
með glöðu geði.
Hvort þessi klofningur leiðir til
alvarlegra atburða innan Alþýðu-
sambandsins er ekki gott aö segja.
Hættan á varanlegum klofningi er
fyrir hendi. Meiri líkur eru þó á því
að einhvers konar sættir takist.
Hins vegar er Alþýðusambandsþing
i vor og það getur orðið sögulegt.
Klofningurinn innan ASÍ:
| Snýst um menn en
ekki málefni
segir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins
„Það er rugl að um klofning sé
að ræða innan Alþýðusambands-
ins. Þeir sem því halda fram eru
að rangtúlka málið. Það eru bara
nokkrir einstaklingar innan
Verkamannasambandsins sem
um er að ræða. Þetta snýst um
menn en ekki málefni. Sá ágrein-
ingur sem uppi er snýst um menn
en ekki málefni að mínum dómi.
Ég er ekkert hræddur um að þessi
ágreiningur sé hættulegur hvað
Alþýðusambandið snertir. Ég tel
að það hafi verið uppi miklu al-
varlegri ágreiningur í vetur þegar
þeir klufu Verkamannasamband-
ið og bjuggu til Flóabandalagið.
Fyrir Verkamannasambandið var
það alvarlegur atburður,“ segir
Benedikt Davíðsson, forseti Al-
þýðusambands íslands.
Hann segir að enda þótt hann
óttist ekki að sá ágreiningur, sem
nú er uppi en hann vill alls ekki
kalla klofning, sé ekki hættulegur
fyrir Alþýðu-
sambandið, þá
sé alltaf viss
hætta þegar
ágreiningur
kemur upp.
„Það er
alltaf alvarlegt
þegar menn ná ekki saman í meg-
inatriðum og fara að bera hverjir
aðra sökum sem eiga ekki við rök
að styðjast. Þegar slíkt gerist er
eitthvað annað undirliggjandi
heldur en efnið,“ sagði Benedikt.
Hann tekur ekki undir það að
sá launamunur sem er á ófag-
lærðu verkafólki og iðnaðar-
mönnum sé orsök óánægjunnar
og ágreiningsins.
„Það getur ekki verið vegna
þess að það hefur dregið saman
hvað varðar kjör þessara hópa
eins og gögn Kjararannsókna-
nefndar sýna,“ sagði Benedikt
Davíðsson. -S.dór