Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Side 54
LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 £>V
58
^ipnlist
Topplag
Gangsta’s Paradise er þaul-
sætið á toppi íslenska listans, er
nú níundu vikuna í röð í topp-
sætinu. Þaö er hljómsveitin
Coolio sem á heiðurinn af lag-
inu og það kemur fyrir í nýju
kvikmyndinni Dangerous
Minds sem sýnd er í Sambíóun-
um með Michelle Pfeiffer í aðai-
hlutverkinu. Lagið hlýtur að
koma til greina sem lag ársins
fyrir þessa frammistöðu.
Hástökkið
Hástökk vikunnar er í hönd-
um hljómsveitarinnar Sælgæt-
isgerðarinnar meö lagið Mo
Better Blues. Það lag stekkur úr
18. sæti i það þriðja milli vikna.
Margir kannast eflaust viö lag-
ið úr samnefndri mynd leik-
stjórans Spike Lee.
| Hæsta nýja
lagið
Það kemur sennilega fáum á
óvart að hæsta nýja lagið skuli
vera hið margfræga lag, It’s oh
so Quiet í flutningi Bjarkar. Það
lag hlýtur að gera atlögu að topp-
sætinu því það kemst alla leið í
7. sætið á sinni fyrstu viku.
Brown
sleppur í bili
Soul kóngurinn James
Brown hefur átt erfítt uppdrátt-
ar á síöari árum og oftar en einu
sinn lent í útistöðiun við verði
laganna fyrir ógætilega meðferð
á skotvopnum og barsmíðar á
konu sinni. Fyrir nokkru lagði
hann hendur á konuna eina
ferðina enn og kærði hún hann
í kjölfarið. Var jafnvel búist við
að gamla soul brýnið yrði sett
bak við lás og slá um langt skeið
fyrir tiltækið en nú eru allar lík-
ur á að hann komist hjá því
vegna þess að frúin hefúr ákveð-
ið að falla frá ákærunni.
Listsýning
Cobains
I
Courtney Love, ekkja Kurts
heitins Cobains, hefur opnaö
sýningu á listaverkum eftir eig-
inmanninn fyrrverandi á heim-
ili þeirra í Seattle í Bandaríkj-
unum. Um er að ræða málverk
og höggmyndir eftir Nirvana-
söngvarann sáluga en honum
var margt fleira til lista lagt en
að syngja. Sýningin er ekki opin
almenningi heldur eingöngu
söfnurum og safnstjórum en
Love hefur í hyggju að lána ein-
hvetju opinberu safni munina
■* þarsemalmenningurgætifeng-
ið að berja dýrðina augum.
íboði
á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
ÞESSI VIKA SIÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM
TOPJ r 411
1 1 1 12 VtKA NR. 1- GANGSTA'S PARADISE COOLIO
2 2 4 4 CRAZY LOVE EMILIANA TORRINI
Q> 18 2 HÁSTÖKK VIKUNNAR ••• MO BETTER BLUES SÆLGÆTISGERÐIN
4 4 5 5 MY FRIEND RED HOT CHILI PEPPERS
O) 13 - 2 FREE AS A BIRD THE BEATLES
6 5 13 3 THE GIRL FROM MARS ASH
Q> 10 a 21 7 - NÝTTÁUSTA - IT'S OH SO QUIET BJÖRK
3 LIKE A ROLLING STONE ROLLING STONES
CD 12 14 4 WHERE THE WILD ROSES GROW NICK CAVE & KYLIE MINOGUE
10 9 8 7 TIL I HEAR IT FROM YOU GIN BLOSSOMS
11 7 7 6 REMEMBERING THE FIRST TIME SIMPLY RED
15 17 3 UNIVERSAL BLUR
GD 22 - 2 GRAND HOTEL K.K.
14 6 9 3 CLUBBED TO DEATH CLUBBED TO DEATH
15 3 2 7 WONDERWALL OASIS
16 14 16 4 GOLDENEYE TINA TURNER
17 8 6 7 HEAVEN FOR EVERYONE QUEEN
18 16 19 3 HAND IN MY POCKET ALANIS MORISETTE
GD 20 24 4 (YOU MAKE ME FEEL) LIKA A NATURAL WOMAN CELINE DION
(20) 31 - 2 ANYWHEREIS ENYA
GD 27 30 3 I GOT 5 ON IT LUNIZ
' 22' NÝTT 1 ANYONE WHO HAD A HEART PÁLL ÓSKAR
GD 24 25 3 HANNAH JANE HOOTIE 8, THE BLOWFISH
24 11 3 7 SPACE COWBOY JAMIROQUAI
25 19 22 5 DIGGIN' ON YOU TLC
26 30 33 3 BELIEVE GUS GUS
27 32 35 4 UNTIL MY DYING DAY UB 40
29 - 2 AIN'T NOBODY DIANA KING
29 17 10 5 LOSE AGAIN PÁLL ÓSKAR
30 26 20 7 ONE SWEET DAY MARIAH CAREY 8i BOYZ II MEN
31 33 - 2 MEÐ BLIK i AUGA BUBBI
m NÝTT 1 EYES OF BLUE PAUL CARRACK
33 21 11 4 ALL THE YOUNG DUDES WORLD PARTY
(34) 35 - 2 TAKE YOUR TIME (DO IT RIGHT) - MAX-A-MILLION
dD 35, 37 GD NÝTT NÝTT 1 PRETTY GIRL JON B.
1 MISS SARAJEVO PASSANGERS
23 15 8 BÖMPAÐU BABY BÖMPAÐU FJALLKONAN
NÝTT NÝTT NÝTT 1 LIE TO ME BON JOVI
39 1 LAZY DASIY TWEETY
40 1 YOU'LL SEE MADONNA
Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DVi hverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum í sumar. Listinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski
listinn tekur þátt i vali"World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaðinu Music
& Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard.
’LMiÉMStÆiW.
60TT ÚTVARPi
Yfirumsjón meö skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV -Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og Ivar Guðmundsson -Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson
með nýja
sveit
i ■■
Og meira af fyrrverandi Nir-
vanamönnum. Krist Novoselic er
kominn á kreik með nýja hljóm-
sveit sem kallast Sweet 75. Hún
kom fram á háskólatónleikum
vestur í Kaliforníu fyrir
skemmstu og þótti takast þokka-
lega upp. Novoselic, sem lék á
bassagítar með Nirvana, leikur
ekki á bassa í þessari nýju sveit
sinni heldur á sólógítar.
Slegist á MTV
hátíðinni
Bresk tónlistarblöð herma að
ýmislegt skondið hafi gerst bak-
sviðs á MTV verðlaunahátíðinni
í París á dögunum þar sem Björk
Guðmundsdóttir var kjörin tón-
listarkona ársins í Evrópu. Með-
al annars lentu Liam Gallagher
úr Oasis og Michael Hutchence,
söngvari INXS, í hár saman eftir
að Liam hafði af alkunnum kvik-
indisskap látið einhver óviður-
kvæmileg orð falla um Paulu
Yates núverandi ástkonu
Hutchence. Hutchence, sem er al-
ræmdur skaphundur, hugðist
hjóla í Liam sem brást við með
því að grípa slökkvitæki sér til
bjargar. Ekki varð víst meira úr
þessum átökum því skynsamir
menn gengu á milli áður en verra
hlaust af.
Siðlaust grín
Biily Joe Armstrong, liðsmað-
ur hinnar vinsælu bandarísku
hljómsveitar Green Day, var
handtekinn á dögunum fyrir
ósiðsamlegt athæfi á tónleikum í
Milwaukee fyrir skemmstu þar
sem hann gerðist full berfættur á
sviðinu fyrir bandarískt siðferði.
Honum var sleppt gegn try ggingu
og bíður dóms.
Plötufréttir
Liðsmenn Stone Roses, sem
létu fimm ár líða milli fyrstu og
annarrar plötu sinnar, ætla ekki
að brenna sig á slíku aftur og hafa
tilkynnt um útgáfu á tveimur
plötum á næsta ári. Sú fyrri verð-
ur tónleikaplata, hljóðrituð á yf-
irstandandi tónleikareisu sveit-
arinnar um heiminn, en hin verð-
ur stúdíóplata. Sömuleiðis til-
kynntu þeir félagar að þeir hefðu
bætt fimmta manninum í hópinn,
hljómborðsleikaranum Nigel Ip-
inson ... Evan Dando, söngvari
Lemonheads, hefur sett kúrsinn
á sólómarkaðinn og vinnur þessa
dagana í New York að gerð fýrstu
sólóplötu sinnar ... Og Jesus Jo-
nes er kominn í hljóðver eftir
nokkurt hlé og má búast við að
afurðin líti dagsins ljós snemma
á næsta ári...
-SþS-
liSðMMMMttt
S(f|