Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 JjV
2
fréttir
Ólafur Ragnar Grímsson Guðrún Pétursdóttir Pétur Kr. Hafstein Guðrún Agnarsdóttir Guðmundur Rafn Geirdal
Forsetaframbjóðendur komnir á fullt eða í startholunum:
Guðrún Pétursdóttir
er lengst komin
- kosningaskrifstofur opnaðar á næstunni
Þeir fimm forsetaframbjóðendur
sem hafa tilkynnt sig eru ýmist
komnir á fullt í kosningabaráttunni
eða eru í startholunum. Guðrún Pét-
ursdóttir virðist vera komin einna
lengst en 10 daga hringferð um land-
ið hófst i vikunni og kosningaskrif-
stofa hennar verður opnuð sumar-
daginn fyrsta. Stuðningsmenn Guð-
rúnar Agnarsdóttur koma saman til
fundar í dag þar sem lokahönd verð-
ur lögð á undirbúning kosningaher-
ferðar. Nýjasti frambjóöandinn, Pét-
ur Kr. Hafstein, heldur sinn fyrsta
kosningafund á Isafirði í næstu
viku.
Þórunn Sigurðardóttir, annar
kosningastjóra Guðrúnar Péturs-
dóttur, var stödd á Akureyri í gær
þegar DV náði tali af henni. Hún
sagði að baráttan gengi vel og Guð-
rúnu hafi verið vel tekið í ferðinni,
sem hófst á Blönduósi sl. þriðjudag.
Þaðan hafa þær farið um Noröur-
landið og næst taka við Austfirðir
og Suðurland. Þannig er ætlunin að
Guðrún verði í kvöld á árshátíð hjá
Alla ríka á Eskifirði.
„Við höfum verið á fjölmörgum
vinnustaðafundum og opnum fund-
um á stærstu stööunum. Við finn-
um að fólk er óákveðið og vill tala
við frambjóðenduma. Eftir sumar-
daginn fyrsta er minna ákveðið
hvemig kynningu verður háttað.
Að sjálfsögðu verður farin sérferð á
Jón Oddsson hæstaréttarlögmað-
ur segist telja að á næstunni verði
tekist á um arf að verðmæti á fjórða
tug milljóna króna eftir aldraðan
mann frá Höfn í Hornafirði. Hann
Vestfirði og Vesturland. Annars er
Guðrún búin að fara mjög víöa um
landið síðustu mánuði," sagði Þór-
unn.
Pétur byrjar á ísafirði
Hallur Hallsson, eigandi Manna
& og málefna og fyrmm fréttamað-
ur, hefur verið Pétri Kr. Hafstein til
aðstoðar. Hann sagði að verið væri
að skipuleggja kosningabaráttuna,
finna húsnæði og ráöa kosninga-
stjóra og starfsmenn. Eina sem
ákveðið hefði verið í undirbúningn-
um væri að halda opinn fund á ísa-
firði í næstu viku en Pétur var sem
kunnugt er sýslumaður ísfirðinga
um árabil. Að öðm leyti gat Hallur
ekki upplýst um framhaldið þar
sem skammt væri liðið frá tilkynn-
ingu framboös Péturs.
Börn Guðrúnar
Agnars koma frá Bretlandi
Sæmundur Norðfjörð, kosninga-
stjóri Guðrúnar Agnarsdóttur, sagði
að kynningar væru að komast vel af
stað. Guðrún hefur komið á nokkra
opna fundi og viðburði í vikunni og
í dag verður framhaldið skipulagt á
stómm stuðningsmannafundi.
Kosningaskrifstofa yrði opnuð eftir
helgi en tveir kostir væru í boði
hvað húsnæði varðar.
„Guðrún verður að sjálfsögðu á
hefúr farið með óvenjulegt barnsfaö-
emismál fyrir hönd móður látinnar
konu sem var dóttir mannsins frá
Höfn, og erfðamál fyrir hönd fjögurra
eftirlifandi bama hinnar látnu.
vinnustöðum og opnum kynningar-
fundum víða um land á næstunni,"
sagöi Sæmundur. Um kostnað sagð-
ist hann ekki vita en sérstakur fjár-
málahópur undir stjóm Hildar Pet-
ersen hjá Hans Petersen hf. hefði
með fjármögnun framboðsins að
gera. Hann gat þess að tvö af börn-
um Guðrúnar og fjölskyldur þeirra,
Birna Huld og Agnar, sem búsett
væm í Bretlandi, væm væntanleg
til landsins að aðstoða móður sína í
baráttunni. Bima hefur m.a.
reynslu af kosningastarfi í Bret-
landi og á Norðurlöndunum í starfi
sínu sem blaðakona.
Meðmælendum safnað
Guðmundur Rafn Geirdal sagði
að öll áhersla í hans vinnu miðaði
að því að safna meðmælendum en
hann þyrfti að skila að lágmarki
1.500 manna lista fyrir 24. maí. Á
mörgun myndi hann byrja aö óska
opinberlega eftir meðmælendum.
„Það er meira á brattann að
sækja hjá mér en hinum sem hafa
stuðningshópa í kringum sig. Með-
mælendalistinn ræður úrslitum
hvort ég komist áfram í að vera for-
setaefni. Síðan held ég áfram að
skrifa greinar í blöð,“ sagði Guð-
mundur Rafn. Fyrsti kosningafund-
ur á hans vegum verður á næstunni
i nuddskóla hans.
Ekki náðist í Ólaf Ragnar Gríms-
Héraðsdómur. Austurlands kvað
upp dóm þess efnis í gær að um-
ræddur maður væri faðir konunn-
ar. Jón hafði fyrir hönd konunnar
áður gert kröfu um að lik mannsins
yrði grafið upp til að sanna að hann
væri faðir dóttur hennar. í kjölfar
þess var hins vegar framkvæmd
DNA-rannsókn á vefjarsýnum sem
reyndust liggja fyrir úr hinum látna
manni og dóttur hans en þau létust
bæði snemma árs 1995. Dómurinn
gat þannig byggt niðurstöðu sína á
DNA-rannsókninni.
Arfurinn hefur veriö fastsettur
hjá sýslumanninum á Höfn eftir að
hiö óvenjulega barnsfaðernismál
kom upp. Eftir lát mannsins óskuðu
tilgreind frændbörn mannsins sam-
kvæmt erfðaskrá eftir að fá dánarbú
hans afhent til eignaskipta. Eftir
þaö settu 4 börn hinnar látnu dótt-
son í gær en samkvæmt því sem DV
kemst næst hefur hann ekki ráðið
til sín kosningastjóra. Gunnar
Steinn Pálsson í Hvíta húsinu hefur
verið honum til ráðgjafar, sam-
kvæmt heimildum DV, en ekki náð-
ist heldur í Gunnar Stein. Ólafur
hlaut sem kunnugt er langmest fylgi
í skoðanakönnun DV í vikunni en
hann hefur til þessa látið lítið á sér
bera á opinberum vettvangi. Fyrsti
fundurinn var með verslunarskóla-
nemendum á fimmtudag ásamt Guð-
rúnu Agnarsdóttur.
Fyrirgreiðsla
frá hinu opinbera
Ríkisstjórnin ákvað nýlega að for-
setaframbjóðendum yrði veitt álíka
fyrirgreiðsla og stjómmálaflokkar
hafa fengið fyrir þingkosningar.
Ekki er um beinan fiárstuðning að
ræða heldur aðstoð eins og aðgang
að kjörskrám og niðurgreiddan sím-
kostnað á kosningaskrifstofum. Þá
munu fiölmiðlar líklega veita ein-
hvern afslátt af auglýsingmn.
Forsvarsmenn frambjóðenda
höföu ekki kynnt sér þetta nákvæm-
lega þegar DV talaði við þá í gær.
Enginn þeirra vildi upplýsa hversu
miklum fiármunum yrði varið í bar-
áttuna nema hvað Guðmundur Rafn
upplýsti að hann hefði til þessa eytt
30 þúsund krónum í auglýsingar.
ur, barnaböm mannsins, fram
kröfu um arfinn sér til handa þar
sem þau væru einkaerfingjar.
Dánarbúiö var síðan fastsett hjá
sýslumanni enda var hann fiár-
haldsmaður búsins. Jón Oddsson,
lögmaður barnabamanna, sagði í
samtali við DV í gær að sýslumaður
mundi nú, eftir niðurstöðu héraðs-
dómsins, væntanlega skipa skipta-
stjóra vegna dánarbúsins. Það muni
síðan geta sætt andmælum og verið
álitamál hvort frændbörnin séu
rétthafar að einum þriðja arfsins
enda er heimild til að ráðstafa allt
að einum þriðja af arfi þó svo að
skylduerfingjar séu fyrir hendi. Jón
telur þær forsendur hins vegar
brostnar nú þar sem erfðaráðstöfun
til frændbama sé háð þeirri for-
sendu að hinn látni hafi ekki átt
skylduerfingja. -Ótt
Forsetaefnin:
Kosninga-
stjórar og
ráðgjafar úr
ólíkum áttum
Tveir af forsetaframbjóðend-
unum fimm hafa ráöið til sín
kosningastjóra, tveir hafa haft
sérstaka ráögjafa sér imian
handar en sá fimmti, Guð-
mundur Rafn Geirdal, sér um
sín kynningarmál sjálfur. Kosn-
ingastjórar og ráðgjafar fram-
bjóðendanna koma úr ólíkum
áttum.
Kosningastjórar Guðrúnar
Pétursdóttur eru Þórunn Sig-
urðardóttir leikstjóri og Bjami
Þórður Bjarnason verkfræðing-
ur. Kosningastjóri Guðrúnar
Agnarsdóttur er Sæmundur
Norðfiörð kvilcmyndagerðarm-
aður. Ráðgjafi Péturs Kr. Haf-
stein er Hallur Hallsson, fýrr-
um fréttamaður á Stöð 2 og eig-
andi almannatengslafyrirtækis-
ins Manna & málefna. Gunnar
Steinn Pálsson, eigandi auglýs-
ingastofunnar Hvíta hússins,
hefur veriö Ólafi Ragnari
Grímssyni innan handar en
tveir síðasttöldu frambjóðend-
umir hafa ekki skipað sérstaka
kosningastjóra. -bjb
stuttar fréttir
Hvatningarverölaun
Hvatningarverðlaun Rann-
sóknarráðs íslands áriö 1996
vom veitt í gær dr. Ástráði Ey-
steinssyni, prófessor í bók-
menntafræði, og dr. Sveinbimi
Gizurarsyni, lyfiafræöingi, dós-
ent og framkvæmdastjóra
Lyfiaþróunar hf.
Sexföld skuldabyrði
Skuldabyrði heimilanna hef-
ur sexfaldast frá því í upphafi
níunda áratugarins. Samkvæmt
fréttabréfi Handsals voru skuld-
imar 20% af ráðstöfúnartekjum
heimilanna í byrjun 9. áratug-
arins en nema í dag um 120%.
Hópatriði á Melavelli
Viðamikið hópatriði í kvik-
myndinni Djöflaeyjunni, sem á
að gerast á gamla Melavellin-
um, verður tekið upp á milli
Hótels Sögu og Þjóðarbókhlöð-
unnar klukkan 13 á morgun.
Aðstandendur myndarinnar
hvetja fólk til að mæta, helst i
dökkum frakka og með höfuð-
fat. Þetta gæti orðið fiölmenn-
asta atriðið í íslenskri kvik-
myndasögu.
íslandsbankaviöskipti
Hlutabréf fyrir 43,5 milljónir
króna í íslandsbanka seldust í
gær á genginu 1,55.
Jákvaoö vöruskipti
Vömskipti við útlönd í febrú-
ar sl. voru hagstæö um 2,8
milljarða þegar vörur fyrir 11,1
milljarð voru fluttar út en inn
fyrir 8,3 milljarða. Til saman-
burðar voru vöruskiptin já-
kvæð um 1,5 milljarða í sama
mánuði í fyrra.
Fjör á sænskum dög-
um
Sænskir dagar halda áfram í
Kringlunni í dag og á morgun.
Vísnasöngvarinn Martin Bagge
skemmtir, tískusýning verður á
sænskum fatnaði og Lína
langsokkur bregður á leik.
Tapaðir milljaröar
Ríkissjóður tapaöi 6-8 mill-
jörðum króna vegna skatta sem
ekki tókst að innheimta á árun-
um 1985- 1994. Þetta kemur
fram i skýrslu fiármálaráö-
herra um afskrifaöar skatta-
skuldir sem hefur verið unnin
að ósk nokkurra þingmanna
stjómarandstöðunnar. Þetta
kom fram á RÚV. -bjb
' Þú getur svaraO þessari
spurningu meö því aO
hringia í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútani'
Já JLj
Nei2\
,r o d d \
FOLKSINS
904-1600
Á að jafna atkvæðisréttinn
í alþingiskosningum?
Látinn maður frá Höfn úrskurðaður faðir konu í óvenjulegu barnsfaðernis- og erfðamáli:
Tekist á um arf upp
á Ijórða tug milljóna
- segir lögmaður móður konunnar - næsta skref að sýslumaður skipi skiptastjóra