Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 22
sakamál
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 I>"V
Það var á þriðjudegi um miðjan
febrúarmánuð að Eric Silvers, þá
þrjátíu og fjögurra ára, lagði til að
fjölskyldan færi í kvikmyndahús. í
henni voru, auk hans, hin þrítuga
kona hans, Mary, og þrjú böm, Dav-
id átta ára, Michael sex ára og
Natasha fjögurra ára.
Þau bjuggu í fallegu einbýlishúsi
í smábænum Masnou, um tuttugu
og fimm kílómetra fyrir utan
Barcelona á Spáni. Eric hafði tekið
sér frí þennan dag, en í Barcelona
var þá verið að sýna kvikmynd sem
hann hélt að Natasha litla hefði sér-
staklega gaman af.
Mary Silvers baðst undan því að
fara með, og bar við lasleika. En
hún var hins vegar þeirrar skoðun-
ar að Eric skyldi fara með börnin,
enda kæmi það ekki oft fyrir, vegna
anna við störf, að hann gæti verið
með þeim. Eric maldaði í fyrstu í
móinn, en Mary sagði að hann
skyldi fara, enda voru börnin farin
að hlakka til. Og um hálfþrjúleytið
síðdegis ók hann inn til borgarinn-
ar.
Tómt hús
Um fjórum tímum síðar komu
Eric og börnin heim aftúr eftir góða
skemmtun í kvikmyndahúsinu. Það
vakti strax athygli þeirra að bíll
Mary stóð ekki fyrir utan húsið, og
þegar inn kom var hana hvergi að
sjá. Eric hélt í fyrstu að Mary hefði
náð sér fyrr um daginn og farið i
heimsókn til kunningja eða vina, en
þegar hún var ekki komin heim um
háttatíma barnanna stóð honum
ekki á sama. Hann beið þó til næsta
dags með að gera lögreglunni aðvart
um hvarfið.
Þegar lögreglumenn höfðu hlust-
að á frásögn Erics báðu þeir hann
að hafa ekki of miklar áhyggjur.
Kona hans hlyti að skila sér. En
Mary kom ekki heim.
Hamingjusöm hjón
Eric sat um hríð heima ásamt
börnunum, en svo kallaði vinnan og
þá réð hann konu til þess að sjá um
heimilishaldið og gæta barnana.
Þótt um rökrétta ákvörðun væri að
ræða vakti hún nokkra undrun ná-
granna. Þeir töluðu um að þótt Eric
virtist áhyggjufullur vegna hvarfs
• konu sinnar, ségði hann fátt um það
og sumir gengu jafnvel svo langt að
segja að af framkomu hans mætti
helst halda að Mary hefði aldrei ver-
ið tU.
Er hér var komið hafði lögreglan
tekið málið föstum tökum. Lýsingu
á Mary og litlum rauðum Renault-
bíl hennar, ásamt skrásetningar-
númeri hans, var dreift til allra lög-
reglustöðva á Spáni, en jafnframt
var farið að kanna hagi Silvers-
hjónanna.
Fyrirspurnir meðal vina og kunn-
ingja leiddu í ljós að hjónabandið
var talið gott, og kannaðist enginn
við að nein vandræði hefðu komið
upp meðal hjónanha. Þá var fjárhag-
ur þeirra sagður góður. Engu að síð-
ur grunaði lögregluna nú að Eric
hefði sjálfur staðið að hvarfi konu
sinnar, enda var lýsingin á því sem
gerst hafði daginn sem hann fór
með börnin í kvikmyndahúsið í
Barcelona í flestu byggð á frásögn
hans. Á móti kom aftur að börnin
höfðu staðfest hana, að minnsta
kosti í öllum meginatriðum.
Líkfundurinn
í lok aprílmánaðar, rúmum
tveimur mánuðum eftir hvarf Mary,
fékk lögreglan í Barcelona tilkynn-
ingu íbúa við lítið torg í fátækra-
hverfi í Barcelona um að þar stæði
rauður smábíll og legði af honum
óþef. Var hann sagður hafa staðið
þar um langt skeið.
Lögregluþjónar voru sendir á
staðinn, og þegar þeir opnuðu far-
angursgeymsluna blasti við lík af
konu. Var það heldur ljótt að sjá.
Var því í skyndi komið í hendur
réttarlækna. Kom brátt í ljós að það
var af Mary Silvers, og hafði hún
verið stungin fjórtán sinnum með
hnífi. Hafði ein hnífsstungan lent í
hjartanu.
Það vakti athygli að líkið var að-
eins í kjól, engum undirfötum eða
öðru. Það vakti í fyrstu grunsemdir
um að um kynferðisglæp hefði ver-
ið að ræða, en réttarlæknarnir gátu
fljótlega skýrt svo frá að sú tilgáta
væri röng.
Enn beindist grunurinn að Eric.
En fjarvistarsönnun hans var
óhrekjanleg. Börnin höfðu staðfest
að þau hefðu verið með fóður sínum
í kvikmyndahúsi þegar móðir
þeirra hvarf. Héldu þau enn fast við
framburð sinn, og benti ekkert til
að hann væri rangur.
Fátt um vísbendingar
Bíllinn var tekinn til gaumgæfi-
legrar rannsóknar, en það eina sem
óvenjulegt þótti var blettur innan á
klæðningu hurðarinnar við bíl-
stjórasætið. Varð niðurstaða tækni-
manna sú að sá sem hefði sett blett-
inn þar hefði verið með hanska.
Eric hafði í upphafi rannsóknar-
inar skýrt svo frá að engin um-
merki um átök hefðu verið í húsinu
þegar hann hefði komið úr kvik-
myndahúsinu með börnin. Það
hlaut að tákna, væri frásögn hans
rétt, að Mary hefði farið að heiman
af fúsum og frjálsum vilja. Af því
mátti aftur draga þá ályktun að hún
hefði þekkt morðingjann og ekki
óttast hann.
Rannsóknarlögreglumennirnir
brutu mikið heilann um þetta erfiða
morðmál. Ein kenninganna sem
fram komu var um mannrán. En
Mary Silvers.
Eric Silvers.
enginn gat í raun litið á hana sem
skýringu því enginn hafði beðið um
lausnargjald og ótrúlegt þótti að
auki að mannræningjar notuðu bíl
konu sem þeir voru að ræna. Og
sömuleiðis að þeir legðu honum svo
við torg þar sem til þeirra gæti sést.
Þegar hér var komið voru margir
farnir að óttast að fleiri vísbending-
ar kæmu ekki fram.
Enn sem fyrr beindust grunsemd-
irnar einkum að Eric. Og það þótti
Sylvía Compton.
á orði að Eric hlyti að vera kaldrifj-
aður að geta kvænst svo skömmu
eftir að kona hans hafði verið myrt
á grimmilegan hátt. Þá hefði nauð-
syn þess að fá einhvern til að sinna
bömunum ekki rekið Eric til að
kvænast, því ráðkonan hefði í hvi-
vetna staðið sig vel. Hefði Mary
hins vegar dáið eftir langvarandi
veikindi hefði málið horft öðruvísi
við.
Um margt var nú rætt, bæði af
með öðru renna stoðum undir þær
að hann sýndi opinberlega litla eft-
irsjá eftir konu sinni. Þá styrktist
grunurinn enn verulega þegar hann
ákvað að ganga í hjónaband fimmt-
án mánuðum eftir morðið. Nokkru
áður hafði hann sést með Sylvíu
Compton, tuttugu og átta ára gam-
alli konu. Eftir brúðkaupið fluttist
hún til hans og barnanna i Masnou.
Mikið var skrafað í smábænum
um þessar mundir, og höfðu sumir
nágrönnum og rannsóknarlögreglu-
mönnum. Hafði Mary í raun verið
lasin daginn sem hún hvarf? Var að-
eins um að ræða fullyrðingu Erics,
sem enginn gat staðfest né hafnað?
Eða var iasleikinn sem hún hafði
borið við aðeins afsökun, svo hún
gæti farið og hitt annan mann, elsk-
huga sem maður hennar vissi ekk-
ert um?
Leigumorðingi?
Vinir og kunningjar Silvers-hjón-
anna höfðu ekki sagst vita til að
Mary hefði átt elskhuga. Hún hefði
verið mikil fjölskyldumanneskja og
ætíð þótt hamingjusöm. Á móti
bentu ýmsir á að líkið hefði verið í |
kjól einum fata þegar það fannst, og
gæti það gefið vísbendingar um eitt- -
hvað sem leynt hefði farið.
Meira þótti varið í aðra kenn- ►
ingu. Hún var á þá leið að leigu-
morðingi hefði stytt Mary aldur.
Eric væri einn tO frásagnar um að "
hún hefði verið lasin. Hvað ef hann
hefði sagt ósatt um það og hann
hefði í raun beðið konu sína um að
vera eina heima því hann langaði |
til þess að fara einn í kvikmynda-
hús með börnunum? Það hefði getað
farið fram hjá þeim, eða þau verið
látin standa í trú um að mamma
þeirra væri lasin, þótt aðeins væri
um afsökun þeirra hjóna að ræða.
Væri þessi kenning sú rétta gat
Eric hafa slegið tvær flugur í einu
höggi. Hann gat hafa komið sér upp
óhagganlegri fjarvistarsönnun á
þeim tíma sem leigumorðingi batt
enda á líf Mary.
Fullkomið afbrot?
Hugmyndir um það á hvem hátt
leigumorðingi hefði getað farið að
voru fleiri en ein, en ein þeirra var
á þá leið að hann hefði fengið Mary
með sér út í bílinn, annaðhvort á
friðsamlegan hátt eða með því að
ógna henni, þannig að engin um-
merki átaka yrði að sjá í húsinu. En
einnig gæti verið að einhver um-
merki átaka þar hefðu sést þegar
Eric kom heim með börnin úr kvik-
myndahúsinu, en hann hefði útmáð
þau, enda haft til þess nægan tíma.
Málið er enn óleyst. Sextán ár eru
liðin. En lögreglan hefur ekki lagt
morðgátuna á hilluna. Talsmenn
hennar segja að ekki sé hægt að
skjóta fyrir það loku aðTnorðinginn
tali af sér, eða eitthvað annað komi
fram sem reynist sú vísbending sem
vanti. Hins vegar verði að viður-
kenna að líkurnar á lausn málsins
verði minni með hverju árinu sem
líður.
Staðreynd er að haldbærar vís-
bendingar eru nær engar. Ekki hef-
ur einu sinni tekist að sýna fram á
að Eric Silvers hafi haft neina
ástæðu til að myrða konu sína eða
láta ráða hana af dögum. Hann hafi
ekki sést með Sylvíu Compton fyrr
en um ári eftir morðið, og því sé á
engan hátt hægt að fullyrða að hann
hafi látið ryðja Mary úr vegi til að
geta kvænst á ný.
Þá hafa vaknað spurningar um
Mary. Enginn virðist hafa vitað til
þess að hún væri í tygjum við ann-
an mann. Um að svo hafi verið
verði því ekki fullyrt, en í raun
verði ekki heldur fullyrt að svo hafi
ekki verið. Og hafi hún átt elskhuga
gæti það verið skýringin.
Eric, Sylvía og börnin fjögur búa
enn í Mansou. Þar hefur margt ver-
ið rætt manna á millum á liðnum
árum, en loks virðist þó sem um-
ræðunni um hugsanlega sekt Erics
sé að linna. Það er eins og önnur
dægurmál sem fólki eru hugleikin
séu loks að ná yfirhöndinni.
En morðinginn, hver svo sem
hann er, virðist hafa framið glæp
sem kallaði ekki á refsingu í þessu
jarðlífi.
I