Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 fréttir_____________________________________ Hrikalegar afleiðingar salmonellufársins á Ríkisspítulum: lllvíg eggjasalmonella komin til að vera -124 sýktir og einn látinn, tveir enn fárveikir Úr Samsölubakanlnu að Lynghálsi 7 í Reykjavík. Salmonellusýkingin barst úr eggjum í þeytirjómann á þann hátt að fyrst var deigið í rjómabollurnar hrært saman en í það voru notuð egg sem talin hafa verið smituð. Eftir að deigið hafði verið hrært í vélinni var rjóminn þeyttur í henni án þess að vélin væri hreinsuð nægilega vel á milli. DV-mynd BG Salmonellusýkingin á Ríkisspítul- unum á bolludag, þann 19. febrúar sl„ er ein alvarlegasta og stærsta hópsýking af því tagi hér á landi til þessa. Alls greindust 124 sýktir. Tveir þeirra eru enn þungt haldnir en þar er um að ræða sjúklinga sem voru alvarlega veikir fyrir. Einn hefur látist, gömul kona sem var ekki sterk fyrir þegar hún fékk sýk- inguna. Verið er að vinna að saman- tekt á kostnaði Ríkisspítala af þessu fári og er hann talinn ekki munu verða undir 20 milljónum króna en ekki eru enn öll kurl komin til graf- ar í þeim efnumi Stór hluti þessa kostnaðar er vegna vinnutaps starfsfólks stöfnunarinnar sem ver- ið hefur frá vinnu langtímum sam- an og nokkrir enn, tíu vikum eftir að sýkingin átti sér stað. Stjórn Rík- isspítala íhugar alvarlega að höfða skaðabótamál á hendur Samsölu- bakaríinu vegna þessa máls Hluti af daglega lífinu Af þessari sýkingu og öðrum ný- legum tilfellum virðist ljóst að salmonella sé komin til að vera. Salmonella hefur greinst mjög víða undanfarin ár, m.a. í mat og í hrá- efni til matargerðar sem áður var talið laust við slíkt. I frétt í DV 24. febrúar sl. segir Birgir Þórðarson, forstöðumaður heilbrigðiseftirlits Suðurlands, að ekki sé hægt að forð- ast þennan vágest með öðru móti en hreinlæti og með því að forðast að aðstæður við matseld og í matvæla- framleiðslu skapist þar sem hætta er á aö smit geti borist úr hrámeti, eins og t.d. kjúklingakjöti, í tilbúinn mat. í fréttinni bendir Birgir á að salmonella sé síður en svo bundin við kjúklinga og hænsnaafurðir. Salmonella hafi greinst í grasbitum, bæði kúm og sauðfé, hún sé í sjó- fugli og berist með honum í vatns- ból og á tún og engi. Salmonella greindist t.d. í sláturafurðum frá Selfossi sl. haust og hún greindist í sviðum sem voru á borðum í þjón- ustumiðstöð fyrir aldraða í Reykja- vík sl. haust. Til að hefta sem mest þessa útbreiðslu salmonellunnar í umhverfinu segir Birgir nauðsyn- legt að ekki fyrirfinnist opin skolpræsi og sorphaugar. Bolludagsfárið hefst Það var ekki fyrr en um og eftir helgina eftir bolludag að fregnir tóku að berast út um sýkinguna á Ríkisspítulum, einkum Landspítala. Leit að hugsanlegri orsök hafði þá þegar hafist og ljóst var að um salmonellusýkingu væri að ræða. Sýni voru tekin frá sýktum einstak- lingum og leitað að hugsanlegum einkennalausum smitberum. Allt kapp var lagt á að finna orsökina og fljótlega töldu menn sig hafa vissu fyrir því að um væri að ræða tilbú- inn rétt sem var aðkeyptur til stofn- unarinnar. Meira var ekki sagt að sinni. Alls voru rúmlega fjögur þúsund sýni tekin, bæði hjá sýktum ein- staklingum, fólki sem grunur lék á að væri sýkt en einkennalaust og í fyrirtækjum sem framleiða matvæli og skipta við Ríkisspítala og hjá birgjum þessara fyrirtækja voru sömuleiðis tekin sýni til að reyna að rekja smitið til upphafsins. Salmonellubakterían, sem olli fár- inu, fannst svo í hrærivél í bakaríi Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. í þessari hrærivél hafði deigið í bolludagsbollurnar verið hrært og eggjum blandað í það. Þá hafði einnig rjóminn í bollumar verið þeyttur í vélinni. Að sögn Ingólfs Þórissonar, aðstoðarforstjóra Ríkis- spítala, voru bolludagsbollurnar keyptar af Samsölubakaríinu eftir að útboð hafði farið fraín. Önnur viðskipti hefur stofnunin ekki átt yið bakaríið, hvorki fyrir né eftir bolludaginn. Þögn og hagsmuna- vernd Eftir að fréttir tóku að birtast í fjölmiðlum um sýkinguna á Rikis- spítulum fengust ekki svör við því hvaða matvæli hefðu verið á boðstólum sem grunuð voru um að vera smitberar, aðeins var sagt að ákveðinn réttur væri grunaður og væri hann uppurinn þannig að eng- in bein sönnunargögn væru lengur til. Ekki fékkst hins vegar staðfest fyrr en síðar um hvaða rétt væri að ræða og hvaðan hann hefði komið. Ástæður þess að menn hjá Ríkis- spítulum, Hollustuvernd og víðar voru mjög varfæmir í yfirlýsingum sínum voru þær að þeir vildu vera eins vissir og unnt væri í sinni sök áður en nokkuö yrði fullyrt vegna þess hve miklir hagsmunir væru í húfi og afleiöingar af óvissum eða jafnvel röngum ályktunum gætu orðið mjög alvarlegar. Það sem menn eiga við hér má skýra með dæmi um salmonellasýk- ingu sem kom upp í fermingar- veislu í Búðardal fyrir nokkrum árum. í Búðardal starfaði þá fyrir- tæki sem bjó til mat og seldi í veisl- ur. Salmonellusýking kom síðan upp í veislunni, fjöldi manns sýktist og var sýkingin rakin til kjúklinga- réttar. Fyrirtækið neyddist til að hætta störfum eftir atvikið en ekki nóg með það: Öll ferðamannaþjón- usta í Dölunum hreinlega lagðist í rúst og liðu tvö ár áður en hún tók að rétta við á ný. Þessu til viðbótar töldu kjúklingabændur sig hafa tap- að um 250 milljónum króna á nú- virði vegna mikils samdráttar í sölu á kjúklingum í kjölfarið. Að baki ákvörðunar um takmarkaðar upp- lýsingar til fjölmiðla af Ríkisspítala- málinu lágu því viðskiptalegar for- sendur að hluta. Úgnvekjandi eggjasalmonella Bakterían, sem olli ríkisspitala- fárinu, nefnist salmonella enteriti- dis en eitt afbrigði hennar hefur greinst í ferskum eggjum víða um lönd. Þessvegna var hafist handa við að leita hennar í þeim hænsna- búum sem selja Samsölubakariinu egg. Leitað var salmonellu í búun- um og var tugum fugla slátrað og þeir krufnir í þeim tOgangi en ekk- ert fannst, að sögn Jóns Gíslasonar, forstöðumanns Hollustuverndar ríkisins. - En hvers vegna var fuglum slátr- að og þeir krufnir? Ástæða þess - talsvert ógnvekj- andi ástæða - er að sögn veirufræð- ings, sem rætt var við í gær, sú að eitt afbrigði salmonellutegundar- innar á Ríkisspítulum, salmonellu enteritidis, hefur ekki greinst á ís- landi til þessa en er hins vegar þekkt í Evrópu, einkum suðurhluta álfunnar og í Bretlandi. Umrætt afbrigði salmonellu ente- ritidis er aðalástæða þess að á hótel- um og veitingahúsum víða í Evrópu er ekki lengur hægt að fá linsoðin egg í morgunmat. Þetta er varúðar- Fréttaljós á laugardegi Stefán Ásgrímsson ráðstöfun vegna þess að afbrigðið er þeirrar náttúru að táka sér bólfestu í legi og eggjastokkum varphæna og berst í eggjarauðuna strax á mynd- unarstigi eggsins og svo áfram úr fullburða eggjunum í menn. Grunur um egpja- salmonellu a Islandi Á fyrstu stigum rannsóknar salm- onellufársins á Rfkisspítulum tæptu menn á þessum möguleika og gáfu hann í skyn án þess að segja hreint út að grunur léki á að þessi tiltekna salmonellutegund hefði numið land á íslandi. Talað var um að grunur beindist að eggjum og að um krossmengun eða snertimengun hlyti að hafa verið að ræða. Þá ályktun var svo sem ekki flókið að draga þar sem salmonella þolir ekki hita yflr 75 gráður, hvað þá langvar- andi hita. Þannig var vart hægt að hugsa sér að bakterían úr eggjunum í deiginu hefði lifað af bollubakstur- inn I ofnum bakarísins. Því hlyti að vera um krossmengun að ræða enda þótti síðar sannað að smitunin hefði orðið þannig að eggjunum, sem búið var að slá út, var blandað saman við hveiti og önnur efni sem notuð voru í bolludeigið í hrærivélarskálinni. Rjóminn í bollurnar var svo þeyttur í sömu skálinni án þess að hún væri þvegin, eða a.m.k. þvegin á full- nægjandi hátt, áður en rjóminn kom í hana. Það er því rjóminn sem ber salmonellusmitið i neytendurna sem borðuðu bollurnar. En með þessari vitneskju er sagan þó ekki öll: Hún er komin „Mig grunar egg,“ sagði læknir einn á Landspítala, sem vildi ekki koma fram undir nafni, við DV. Það sem rennir stoðum undir það er að þessi salmonelluklón, eða afbrigði salmonellu enteritidis, er þekkt að því að fara inn í hænuegg og hefur valdið óhemju vandamálum í ná- grannalöndunum, svo sem í Bret- landi, á Spáni og víðar. Afbrigðið er ástæðan fyrir því að hætt er að selja linsoðin egg á hótel- um og veitingahúsum. Við höfum verið laus við þetta hingað til og höfum þess vegna miðaö öll okkar vinnubrögð og matarvenjur við það. Nú grunar okkur að þessi óáran sé komin hingað líka. Það hefur verið leitað í eggjum og hænum en ekkert fundist og þess vegna hafa menn ekkert vOjað segjajj. segir þessi læknir. Hann minnir á að breskur heilbrigðisráðherra varð að segja af sér í fyrra eftir að hafa ráðlagt fólki að forðast að borða egg. „Þetta var mjög góð og tímabær ráðlegging en kostaði þessa konu ráðherrastólinn þegar framleiðendur risu upp á aft- urlappirnar. Það sýnir hve viö- kvæmt þetta er og þessi mál eru ekki síður viðkvæm hér,“ segir læknirinn. Tilfellum fjölgar - Er salmonella að færast í aukana? „Við eigum samantekt yfir fjölda tilfella frá 1976-1991. Þá erum við nú að taka saman nýjustu upplýsingar og ef við lítum á síðasta ár þá er aukning samanborið við þessi ár sem ég nefndi," segir Jón Gíslason, forstöðumaður Hollustuverndar rik- isins. Hann var spurður hvort ein- hverjar beinar skýringar væru á þessu. Hann sagði svo ekki vera en hins vegar hefði matvælaiðnaður þróast mjög undanfarin ár og mat- reiðsla og framleiðsla hráefnis til matargerðar væri með gjörbreytt- um hætti. „Það er miklu meiri vinnsla mat- væla nú en var og það er alltaf að aukast framboð á tilbúnum matvæl- um. En margar af þessum sýking- um, sem orðið hafa undanfarið, liafa orðið í heimahúsum. Stærstu salmonellutilfellin hafa hins vegar orðið vegna veislumatar þar sem komið hefur saman margt fólk, auk rjómabollumálsins nú siðast.“ Jón bendir á að minni hluti salmonellu- sýkinga er nokkru sinni skráður. Flestar þeirra verði í heimahúsum, fólk fær kannski niðurgang en gerir ekkert sérstakt með það og telur að um sé að ræða umgangspest. „Það er miklu auðveldara að greina þetta þegar um hópa er að ræða. Það er einnig mun meira áberandi þegar þetta gerist í stórum veislum og svo inni á sjúkrahúsi eins og nú hefur gerst.“ Breyttar reglur - hert innra eftirlit Jón segir að búið sé að setja nýj- ar reglur um innra eftirlit í mat- vælaiðnaði sem ekki eru að fullu komnar í framkvæmd. „Heilbrigðis- eftirlit sveitarfélaganna eiga núna að vera að taka út öll matvælafyrir- tæki í samræmi við breyttar kröfur sem eiga að gera það að verkum að fyrirtækin eiga að setja upp áhættu- greiningu og byggja síðan upp innra eftirlit í samræmi við þessa grein- ingu. - En hvað með eggjasalmonelluna? Er hún komin til íslands og komin til að vera? Þarf að stokka upp mat- vælaiðnaðinn í ljósi þess ef svo er? „Þetta ákveðna afbrigði salmon- ellu, enteritidis, sem hefur fundist í eggjum erlendis, hefur ekki fundist í eggjum hér á landi. Hvort um það er að ræða í bolludagsfárinu er ekki enn vitað því að síðast þegar ég tal- aði við Karl G. Kristinsson á Ríkis- spítulum þá var ekki búið að greina afbrigðið sem þar olli sýkingunni," segir Jón. „Hins vegar erum við með dæmi um sýkingu í skírnar- veislu nú í haust þar sem þetta til- tekna afbrigði greindist," segir Jón. Hann segir að hjá embætti yfirdýra- læknis sé þegar búiö að rannsaka talsvert af hænum en þetta afbrigði hafi ekki fundist í þeirri leit. „Ég held að búiö sé að rannsaka hænur hjá um 80% allra eggjaframleiðenda í landinu en ekkert hefur fundist," segir Karl. Sagði upp þrifasamningi um sl. aramót Samsölubakaríið hefur sérhæft sig í formbrauðum og er ljóst að með því að taka þátt í bolludags- kapphlaupi bakaría um rjómabollur þá fór það aðeins út fyrir þann ramma sem það starfar eftir dags- daglega. Starfsmennimir eru ekki vanir framleiðslu af þessu tagi held- ur hinum venjubundna bakstri og draga má í efa að húsnæðiö sé hann- að fyrir annað en hann. Gerðar hafa verið athugasemdir við hreinlæti og umgengni í bakaríinu og Ijóst er að sama hrærivélin var notuð til að blanda deigið í bollurnar og til að þeyta rjómann í þær án þess að hún væri hreinsuð í millitíðinni. Þá sagði fyrirtækið upp þrifasamningi sem það hafði við Securitas fyrir áramótin síðustu. Talið er áreiðanlegt að salmon- elluskammturinn í rjómabollunum hafi verið mjög lítill því að með- göngutíminn var langur hjá flestum sjúklinganna, eða nokkrir dagar, sem er ekki ef skammturinn er stór. Af því draga menn þá ályktun að lít- ið af salmonellu hafi verið í hverri bollu. Smitið kom hins vegar frámunalega óheppilega niður eða á sjúkrastofnun þar sem veikt fólk fékk í sig sýkingu og afleiðingarnar voru hrikalegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.