Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 20. APRIL 1996
„Þetta er mikill heiðursmaður -
traustur, ábyggilegur, samvisku-
samur og vandaður í öllu sem hann
tekur sér fyrir hendur. Með öðrum
orðum er maðurinn vammlaus og
þótt ótrúlegt megi virðast af fram-
ansögðu þá stend ég ekki að fram-
hoði hans,“ segir Hallgrímur.
„Hann var nokkuð virkur í félags-
lifinu og talaði á málfundum. Hann
tók þátt í skemmtanalífinu af hóf-
semi og lagði sitt af mörkum þar.
Hins vegar er eitt sem ég get sagt
honum til hnjóðs. Hann hafði rosa-
lega gaman af því að syngja en hann
er alvarlega laglaus að minu mati.
Þetta hljóta að vera hræðileg örlög
þess sem hefur svona gaman af
söng. Hins vegar kann mörgum að
finnast hann, við fyrstu viðkynn-
ingu, stifur og formfastur. Hann er
það og er ekkert fyrir það að hafa
sig í frammi og er feiminn. Hins
vegar er hann mjög hlýr og ljúfur
þegar þú kynnist honum.“
Stúdentsár Péturs voru umrótsár
meðal ungmenna í hinum vestræna
heimi. Vinstribylgjan gekk yfir en
að sögn Hallgríms var Pétur ekki í
þeim kreðsum sem tóku þátt í
henni.
„Hann var mjög yfirvegaður, ró-
legur og íhaldssamur. Hann var
samt gagnrýninn og hafði sjálfstæð-
ar skoðanir. Hann hefur aldrei ver-
ið feiminn við að hafa þær og
standa við þær.“
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Alþýðubandalagsins og óháðra og
formaður BSRB, var skólafélagi Pét-
urs og ágætis vinur.
„Pétur er mjög heiðarlegur og
grandvar maður sem aldrei mátti
vamm sitt vita. Strax á mennta-
skólaárum var hann óvenjulega
formfastur i allri framgöngu - jafn-
vel stífur. Það var yfirbragðið og er
enn þá. En við sem þekktum hann
kynntumst kímniglampa í auga og
ágætum manni með góða nærveru.
Ég hef ekkert nema gott um Pétur
að segja sem skólafélaga. Leiðir
okkar hafa hins vegar ekki legið
saman eftir að skólagöngu lauk.“
Úumdeildur dómari
Pétur fór í framhaldsnám í þjóð-
arrétti í Cambridge í Bretlandi árið
1977. Árið 1991 var hann skipaður
dómari við Hæstarétt og hefur, eftir
því sem næst verður komist, verið
óumdeildur dómari síðan þá. Lög-
menn og dómarar sem DV hefur
leitað til sjá ekkert á ferli hans sem
til þess hefur verið fallið að vekja
deilur. Hitt veki athygli að sem nýr
dómari við Hæstarétt hafi hann ver-
ið óhræddur að skila sératkvæði ef
svo bar undir. Telja sumir viðmæl-
endur blaðsins það til marks um
sjálfstæði hans.
Bæta hvort annað upp
Pétur hefur verið giftur Ingu
Ástu Hafstein, píanókennara við
Tónskólann Do-Re-Mi, sem hún
stofnaði ásamt öðrum fyrir tveimur
árum, í 20 ár og eiga þau þrjá syni.
Hún segir hans helstu kosti felast
í því að hann sé hógvær, réttsýnn
og umfram allt gegn heiðarlegur í
einu og öllu.
Hún segir þeim hjónunum hafa
fundist hugmyndin um forsetafram-
boð fráleit þegar hún kom fyrst
fram. Þegar hins vegar þrýstingur á
Pétur um að gefa kost á sér ágerðist
fannst þeim hann ekki geta skorast
undan því trausti sem honum var
sýnt.
„Það er ljóst að maður kynnist
Pétri ekki á einum degi. Það verður
að koma í ljós hvort þjóðinni nægja
tveir mánuðir til þess. Hann er ekki
þannig að hann opni sig hvar og
hvenær sem er. Hann er samt
fyndnasti maður sem ég þekki og
mikill húmoristi en það vita þeir
sem þekkja hann vel.“
Inga Ásta segir þennan formfasta
mann mjög duglegan á heimilinu en
fellst á það sem Hallgrímur Bene-
diktsson segir um tónvísi hins
gamla skólafélaga síns, að hann eigi
ekki að hafa hátt í tónlist þótt hann
sé músíkalskur og fróður um hana.
Þau hjónin eiga sér mikið til
sömu áhugamálin. Þar til þau flutt-
ust til ísafjarðar voru þau í hesta-
mennsku en þar tók skiðaiðkun við.
Nú gengur Pétur mikið og syndir
reglulega. Pétur er mikill bókasafn-
ari og hefur mikinn áhuga á sögu-
legum fróðleik, jafnframt er hann
mjög ljóðelskur. Þá hefur hann
ánægju af myndlist enda fyrrum
stjórnarmaður í Listafélagi ísafjarð-
ar. Loks má geta þess að þar var
hann formaður tónlistarfélagsins
um árabil en Inga Ásta var píanó-
kennari í Tónlistarskóla ísafjarðar
þar sem Sigríður Ragnarsdóttir var
skólastjóri. í formannstíð Péturs
fékk skólinn meðal annars það hús-
næði $em hann er í nú. Auk þess
var Pétur samstúdent Sigriðar úr
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1969:
„Pétur er einn af fáum mönnum
sem ég treysti fullkomlega. Hann er
heiðarlegur, áreiðanlegur og ég veit
að hann fylgir þeim hlutum eftir
sem hann tekur að sér og kemur
þeim í höfn. Vegna þessa var ein-
staklega gott að vinna með honum.“
Spurð um galla Péturs segir Sig-
ríður þá helst felast i því, og þá sé
einungis hægt að tala um það sem
galla í fari manns í framboðshug-
leiðingum - að hann hafi sig lítt í
frammi og gæti í augum ókunnugra
virst heldur þurr á manninn.
„Ég hef heyrt menn tala um þetta.
Þó getur hann slegið á létta strengi
í góðra vina hópi og hefur fínan hú-
mor. Ég hef nú hins vegar litið á
það sem kosti manna að segja ekki
meira en nauðsynlegt er. Hann talar
yfirleitt rólega og af skynsemi og
segir ekkert of mikið um hlutina,“
segir Sigríður sem hyggst styðja
Pétur.
Hún segir jafhframt Ingu Ástu
glaðlynda og skemmtilega, ólika
Pétri á margan hátt sem þó eigi sér
sínar glöðu hliðar. „Þau eru afskap-
lega skemmtileg hjón og eins og ég
hef áður sagt þá bæta þau hvort
annáð upp.“
Klaufalega af stað
Atli Rúnar Halldórsson, fyrrum
þingfréttaritari útvarps og einn af
forsvarsmönnum fjölmiðlafyrirtæk-
isins Athygli, var fenginn til að spá
í möguleika Péturs út frá persónu-
leika hans, fasi og framkomu.
Atli telur Pétur munu fá meira
fylgi í kosningum en hann mældist
með í könnun DV, „en forseti verð-
ur hann ekki“, segir Atli.
- Á hvaða forsendum meturðu
það?
„Ég met það út frá frambjóðand-
anum sjálfum. Hann er í fyrsta lagi
óþekktur. í öðru lagi fannst mér
hann fara heldur klaufalega af stað
á ýmsan hátt á þessum blaðamanna-
fundi. Hann er greinilega óvanur að
fást við blaðamenn og svaraði þeim
klaufalega á þessum fundi. Til dæm-
is upplýsti hann, algjörlega að þarf-
lausu, að hann hefði spjallað við
Davíð Oddsson og Friðrik Sophus-
son sem hann hefði ekki átt að gera.
Þótt þetta hafl virkað sem afar geðs-
legt fólk þá var þetta hálfpart-
inn of alvarleg og allt að því
kuldaleg mynd sem fólk fékk
af honum, sem sést best á
mynd sem birtist í Morgun-
blaðinu daginn eftir blaða-
mannafundinn. Það er svona
jarðarfararstemning yfir
þeirri mynd heldur en að þar
sé á ferðinni maður sem ætli
lífsglaður og fullur kapps i
forsetaframboð."
Atli Rúnar telur litlar líkur
til þess að Pétur breyti miklu
í fasi sínu á þeim tíma sem er
til kosninga enda heyrist hon-
um sem þeir sem séu ánægðir
með hann vilji hann eins og
hann er:
„Ef það er niðurstaðan þá
stendur það ekki til og honum
verður ekki breytt."
PP
„Þau eru afskaplega skemmtileg hjón og
eins og ég hef áður sagt þá bæta þau hvort
annað upp,“ segir Sigríður Ragnarsdóttir
skólastjóri um vinafólk sitt.
37
Soffía Guðrún Wathne, |
stórkaupmaður
í New York
Þórarinn Böðvarsson,
pr. og alþm. í Görðum,
af Presta-Högnaætt
Þórunn Jónsdóttir,
húsm. í Reykjavík
Þorlákur Þorláksson, Sigurbjörg Jónsdóttir,
hreppstj. á
Vesturhópshólum
Elísabet Sveinsdóttir, Guðrún Jónsdóttir,
húsfr. í Reykjavík húsfr. á Staðastað
DV
KGK