Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 31
JjV LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996
menning
39
Minimalismi
KENWOOD
kraftur, gœði, ending
Ein er sú tónlistarstefna sem tölu-
vert hefur kveðið að á síðari hluta
tuttugustu aldar og nefnist
minimalismi. Meðal mikilvægustu
höfunda þeirrar stefnu er banda-
ríska tónskáldið Steve Reich. Nú er
fáanlegur í verslunum í bænum
hljómdiskur með verkum eftir hann
sem nefnist einfaldlega Steve Reich.
Þarna er að finna þrjú verk: Music
for a Large Ensemble, Violin Phase
og Octet, sem öll gefa góða hugmynd
um minimalismann eins og Reich
skilur hann.
Eins og nafnið minimalismi gefur
til kynna er þar unnið úr litlum
efnivið.
Stórt gert úr litlu
Reich tekur það þannig að hann
endurtekur stutt stef eða stefjabrot
aftur og aftur í sífellu. Ýmsar hliðr-
anir og tilfærslur gera það að verk-
um að heildarvefurinn breytist
smátt og smátt. Þá kemur hljóðfæra-
notkun mjög við sögu í því augna-
miði að skapa fjölbreytni. Mjög stöð-
, ugur púls og skýr þríhljómanotkun
gerir tónlistina kunnuglega og auð-
velda í hlustun og má ef til vill rekja
þangað vinsældir hennar. Mörgum
finnst hins vegar hinar sífelldu end-
urtekningar leiðigjarnar. Þarna er
raunverulega ekki að finna neina
framvindu í venjulegri merkingu
þess orðs heldur kyrrstætt ástand
eins og hjá klukku sem tifar á skáp
og segir eilíbbð, eilíbbð eins og
klukkan hjá Birni í Brekkukoti.
_ Slíkum klukkum fylgir rósemd og
umburðarlyndi og sennilega er það
einmitt þetta sem vakir fyrir tón-
skáldinu að ná fram. Þetta eru ekki
róstusöm verk sem vekja til umbylt-
sviðsljós
Hillary Clinton
kann að sauma
Hillary Rodham Clinton, for-
setafrú Bandarikjanna, er
mörgum hæfileikum búin eins
og vera ber hjá konu í hennar
stöðu og afskaplega flínk við
saumavélina jafnt sem nál og
tvinna.
Hillary Rodham Clinton, for-
setafrú Bandaríkjanna, er mörg-
um hæfiieikum búin og kann
meðal annars að sauma. Hér
saumar hún framleiðslumiða í
jakka hjá bandarískum hönn-
uði.
Hillary er vel efnum búin
enda ihaður hennar á ágætum
launum sem forseti og þarf hún
því tæpast að sauma á sig flík-
urnar sjáif. Hillary getur hins
vegar nýtt saumahæfUeika sína
þegar verið er að sameina tvö
stéttarfélög - þá koma þeir sér
afskaplega vel - og þá er hún
| stundum fengin til að sýna jsig.
Á dögunúm var verið að sam-
eina tvö stéttarfélög fólks í
textUiðnaðarbransanum í
Bandaríkjunum og fékk HiUary
Clinton þá tækifæri til að sýna
afburðahæfileika sína. Hún
saumaði framleiðslumiða í
jakka hjá Nicole Miller, hönn-
uði á Manhattan og gerði það
með prýði.
firaHrarararararararararaMM
eftir vilja tónskáldsins og verður lít-
ið út á hann sett. Verkin gera mjög
sérstakar kröfur til flytjendanna,
ekki vegna þess að þau séu sérstak-
lega tæknilega erfið heldur er vand-
inn sá að halda einbeitingunni í
hinum löngu endurtekningum, auk
þess sem tiUkunin er yfirleitt höfð
mjög hlutlaus eða jafnvel engin.
Hvort tveggja stríðir gegn venjuleg-
um hneigðum tónlistarmanna. Þáð
er aðdáunarvert hve öguð spila-
mennskan er á diskinum, skýr og
mistákalaus. Þá er hljómur og upp-
taka til fyrirmyndar.
ERT ÞÚ AÐ TAPA
RÉTTINDUM?
Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum
yfirlit um iðgjaldagreiðslu á árinu 1995:
Lífeyrissjóður Bolungarvíkur
Lífeyrissjóðurinn Framsýn
Lífeyrissjóður matreiðslumanna
L ífeyrissjóður rafiðnaðarmanna
Lífeyrissjóður Suðurnesja
Lsj. verkalýðsfélaga a Suðurlandi
Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
FAIR ÞU EKKI YFIRLIT
en dregið hefur verið af launum þínum f einn eða fleiri af ofangreindum lífeyris-
sjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki sarnan við yfirlitið, skalt þú hafa samband
við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk.
Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóö
er hætta á að dýrmæt réttindi tapist.
Þar á meðal má nefna:
ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI
GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS
í LÖGUM UM ÁBYRGÐASJÓÐ LAUNA SEGIR MEÐAL ANNARS:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa
vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu
yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi
lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tíma-
marka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er
í vanskilum. Komi athugaserhd ekki fram frá launþega er viðkomandi
lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda
þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum
ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.
Lífeyrissjóður Austurlands
Lífeyrissjóður framreiðslumanna
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
Lífeyrissjóður Norðurlands
Lífeyrissjóður sjómanna
Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
Lífeyrissjóður Vesturlands
1 /////////////J
Smáauglýsingadeild DV er opin:
• virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22
Snrtá- auglýsingar ov 5505099
ingar og átaka. Þvert á móti mætti
ætla að þau gætu hentað vel
stressuðum bisnessmönnum og
Hljómplötur
Finnur Torfi Stefánsson
stjórnmálamönnum nútímans sem
hvíld frá dagsins róti.
Verkin á diskinum eru flutt af
hljómsveit sem Reich rekur sjálfur
og stjórnar. Flutningurinn er því