Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 33 "V Höskuldur Skarphéðinsson skipherra, sem hefur sagt upp, segir pólitísk vinnubrögð hafa breyst: Eg miðaði skammbyssunni á breska skipstjórann - breyting frá því sem áður var ef miðað er við róssneska togarann og umgengni fiskimanna um miðin I skipherraíbúðinni um borð í varðskipinu Tý. Þar var Höskuldur við stjórn- völinn um árabil, meðal annars þegar Æsu frá Flateyri var vísað til hafnar vegna meintra ólöglegra veiða. DV-mynd Magndís Guðrún „Ég er sáttur við að vera að hætta. En störfin hjá Landhelgis- gæslunni voru farin að hafa þrúg- andi áhrif á mig. Mér finnst ég vera búinn að sjá skipareksturinn drag- ast saman smátt og smátt og áhrif skipanna minnka jafnt og þétt. Ég hef eytt næstum 40 árum af ævi minni í þetta starf og það fer ekkert á milli mála að maður hefur taugar til Landhelgisgæslunnar. Ég væri ekki búinn að vera svona lengi í þessu ef mér hefði ekki þótt vænt um starfið. En þegar maður sér þessa deyfð yfir störfum okkar - að það er horft fram hjá skýrslum um að fiski sé kastað í sjóinn, smáfiska- dráp og misnotkun á möskvastærð, er kominn tími til að hætta. Nú er enginn stuðningur eða skilningur frá yfirvöldum gagnvart okkur- - það er frekar að störf okkar séu vanvirt,“ segir Höskuldur Skarp- héðinsson, skipherra hjá Landhelg- isgæslunni, sem lét af störfum hjá Gæslunni um síðustu mánaðamót, ekki vegna aldurs heldur vegna óá- nægju. Þó að Höskuldi finnist margt í nútíðinni slæmt lítur hann björtum ■ augum til framtíðarinnar - m.a. á skaki í Faxaflóa og fyrir vestan á trillu sinni sem hann hefur átt frá árinu 1988. Hann lítur ekki síður björtum augum til fortíðarinnar þegar íslendingar stóðu svo sannar- lega undir hafni í landhelgismálum, þegar hart var látið mæta hörðu - með fallbyssum og skammbyssum ef þurfa þótti, enda jafnan farið að alþjóðalögum. í DV í dag rifjar Höskuldur m.a. upp sögulegan atburð þegar hann og breskur skipstjóri miðuðu byssum hvor á annan um borð í togaranum Aldershot. Nú, þá ferðu bara og sækir leyfið Fyrir um þremur árum kom varð- skipið Týr að bátnum Æsu frá Flat- eyri að kvöldlagi og stóð hann að meintum ólöglegum veiðum. Hö- skuldur, sem var skipherra, segir að atvik sem spunnust í kringum þennan atburð séu ein af ástæðun- um fyrir óánægju hans. „Þetta kvöld kom i ljós að bátur- inn var á skelfiskveiðum án þess að hafa til þess leyfi,“ segir Höskuldur. „Ég vísaði skipstjóranum í land en hann svaraði því til að veiðileyfið væri í landi. „Nú, ef svo er þá er allt í lagi, þá bara ferðu og sækir það,“ sagði ég. Ég vakti síðan mann í landi sem sagði að veiðileyfið væri nú sennilega fyrir sunnan r það hefði átt að sækja það. „Ja, þá fórum við með bátinn í land,“ sagði ég. „Nei, bíddu, ég ætla að fá það staðfest að veiðileyfið sé til,“ sagði maðurinn þá. Síðan bið- um við og eftir það fékk ég hótun um að málið færi til dómsmálaráð- herra. Ég sagði aö það breytti engu, málið yrði kært og það færi sina leið. Svo leið stund og síðan kom í skeyti - veiðileyfi frá sjávarútvegs- ráðuneytinu. Leyfið var afturvirkt eins og aflausn fyrir drýgða synd. Bátnum var vísað til hafnar en við sigldum til ísafjaröar og málið var kært hjá sýslumanni. Nokkru síðar hitti ég Ólaf Helga sýslumann og spurði um málið. Hann sagði það vera í kyrrstöðu því Einar Oddur Kristjánsson útgerðarstjóri hefði hafnað dómsátt i málinu á þeirri forsendu að leyfið hefði komið. Ég hætti síðan að fylgjast með þessu máli,“ sagði Höskuldur. Afdrif málsins urðu þau að því var vísað til ríkissaksóknara sem lét það niður falla á þeim forsendum að leyfi til tilraunaveiða hefði verið til staðar. I byssuátökum með Guðmundi Kjærnested „Það hefur heilmikið á dagana drifið,“ segir Höskuldur. „Auðvitað eru þrjár landhelgisdeilur minnis- stæðar. Það hittist reyndar svo á að ég byrjaði hjá Landhelgisgæslunni í upphafi deilunnar um 12 mílurnar. En það hafa komið atvik upp á „friðartimum" sem hafa fest í minn- inu, samanber átök við breska togarann Aldershot. Árið 1965 vorum við á Þór og höfðum tekið kjötskrokka á Kópa- skeri og áttum að fara með þá til Seyðisfjarðar. Við vorum komnir austur fyrir Langanes þegar við sáum hóp breskra togara. Ég var nýkominn á vaktina sem 1. stýri- maður. Á þeim tíma þurftum við að plotta (mæla) allar staðsetningar „á höndum“ en ég mældi strax þrjá togara sem voru vel fyrir innan. Ég kallaði strax á Guðmund Kjærne- sted skipherra og setti á fulla ferð. Svo kom Guðmundur upp og við fórum að mæla. Við sáum að við gætum ekki tekið þessa þrjá togara samtímis og allur flotinn var kom- inn af stað eins og þegar minkur kemur i hænsnahóp. Guðmundur sagði: „Þú ert búinn að mæla frá upphafi. Seg þú til hvern af þessum togurum er vænlegast að taka?“ Ég lagði til að við skyldum taka þann sem var syðst í hópnum. Um þetta leyti var togarinn kominn á ferð. Okkur datt helst í hug að hann hefði höggvið veiðarfærin frá. Við eltum hann þónokkurn spöl út fyrir landhelgina en náðum honum. Tog- aranum voru gefin stöðvunarmerki samkvæmt alþjóðalögum en hann skeytti því engu. Fyrst neitaði skipstjórinn að stöðva en þá var honum hótað með því að skotið yrði á togarann. Þegar hann hafði stöðvað togarann vorum ég, þriðji stýrimaður og tveir háset- ar sendir um borð. Þegar ég kom þangað sá ég strax að þarna var skip- stjórinn sem ég hafði verið með í að taka á Ægi gamla haustið áður.“ „Ert þú enn þá hér?“ spurði Bret- inn „Ert þú enn þá hér?“ spurði skip- stjórinn. „Já, það er eðlilegt, þú ert sjálfur alltaf fyrir innan landhelgi," svar- aði ég. Þá skellti hann brúarglugg- anum aftur. Ég skoðaði mig um og sá að vírarnir höfðu verið meitlaðir í sundur. Þegar ég ætlaði niður í lest birtist skipstjórinn í einum brú- arglugganum og bannaði mér að fara niður. „Ég fer víst,“ sagði ég og fór niður. Niðri í lestinni var spriklandi fisk- ur. Ég fór síðan upp í brú og sagði skipstjóranum að hér væru öll merki þess að hann hefði verið að veiðum og jafnframt að við hefðum mælt hann fyrir innan fiskveiðimörkin. Ég sendi bát til að skýra Guðmundi frá hvernig umhorfs væri um borð. Báturinn kom síðan til baka með fyr- irmæli um að við hefðum ástæðu til að ákæra Bretana. Eftir þetta urðu nokkrar deilur á milli skipstjórans og Guðmundar Kjærnested í gegnum talstöðina. Guðmundur sagði mér síðan að við skyldum taka togarann og sigla hon- um til hafnar. Þá tók ég eftir því að skipstjórinn var að smala saman mannskap upp í brú. Guðmundur kallaði í okkur og sagði: „Höskuldur, láttu þá ekki koma inn í brúna því þá verður þú bara aðþrengdur og getur ekki notað þín vopn. Þú ógnar þeim frekar og vísar þeim út úr brúnni.“ Ég tók upp skammbyssuna sem ég bar og þegar mennirnir komu inn í brúna miðaði ég henni á þá. Þá hrökkluðust þeir til baka út á brúarvænginn. Mennirnir sem höfðu ætlað sér inn í brúna hurfu þaðan og fóru yfir á bakborðsbrúar- væng þar sem þeir negldu aftur hurðina. Síðan setti skipstjórinn á fulla ferð áleiðis til Englands." Leyfi ríkisstjórnar til að nota byssuna „Skipstjórinn sagði Guðmundi að hann þyrfti að ná markaði í Eng- landi,“ segir Höskuldur. „Þá sagði Guðmundur honum að við myndum beita hörðu og nota vopn okkar til þess. Eftir það var stöðvað. í milli- tíðinni var talað við breska sendi- ráðið sem síðan tilkynnti að blessun yrði ekki lögð yfír athæfi togarans. Eftir smástund setti skipstjórinn á fulla ferð aftur. Guðmundur spurði mig þá hvort ég teldi rétt að skotið yrði á togarann. Ég sagði honum að við yrðum þá í sömu hættu og Bret- arnir, enginn gæti sagt til um hvert sprengjubrotin þeyttust. Hann sagði mér þá að nota skammbyssuna. Ég svaraði: „Ég verð þá að fá leyfi til þess frá ís- lenskum stjórnvöldum. Ég ætla ekki að missa réttindi mín með því að slasa eða jafnvel drepa mann.“ „Ég er sammála því og ég skal leggja kapp á að fá leyfl,“ sagði Guð- mundur. Það var mikil spenna í brúnni á togaranum. Ég hafði tekið smelluna af byssuhylkinu og var með höndina á skammbyssuskeft- inu. Togaraskipstjórinn mæltist síð- an til þess að við skiptum með okk- ur brúnni enda þurfti hann að vera á ferðinni í kortaklefanum fyrir aft- an stjórnpallinn stjórnborðsmegin. Þar var einnig vistarvera skipstjór- ans, loftskeytaklefinn. Hann bauðst síðan til að senda tvo af sínum mönn- um úr brúnni ef ég tæki höndina af byssunni. Ég samþykkti þetta.“ Skipstjórinn miðaði í bakið á okkur „Eftir þetta slaknaði á spennunni í brúnni. Ég og þriðji stýrimaður héldum okkur úti við brúarglugg- ana og snerum baki í kortaklefann. Guðrún Hermanns var móðir Höskuldar. DV-mynd ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.