Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 56
(m. - ^Z7e®(uSæ) KIN 22 23 30 Vertu viðbúín(n) vinningi FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þO ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagbíað LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 Forsetinn og keisaraynjan Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, er þessa dagana stödd í einkaerindum í Japan. Hún sótti í gær tónleika með Michiko keisara- ynju. Japansför Vigdísar stendur í sex daga. Símamynd Reuter Fluttur suður með höfuð- áverka Ungur maður var fluttur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum til Reykavíkur vegna höfuðáverka sem hann hlaut í árekstri eystra í fyrra- dag. --. Tveir bílar rákust saman á svokölluðu Egilsstaðanesi milli Eg- ilsstaða og Fellabæjar. Ökumaður var einn í öðrum bílnum og sveigði hann af ókunnum orsökum yfir á rangan vegarhelming. Þar var fyrir bíll og tvennt í. . Ökumaður þess bíls slasaðist á höfði en hitt fólkið slapp ómeitt úr slysinu. Hinn slasaði var ekki í bíl- belti. Báðir bílarnir höfnuðu utan vegar og eru mikið skemmdir. -GK Húnavatnssýslur: Bílar á tjá og tundri Litlu munaði að rúta færi á hlið- ina í Langadal í Austur-Húnavatns- íyslu síðdegis í gær. Rútan hafði verið stöðvuð á veginum vegna hvassviðris og seig þá kantur undan henni. Hún var dregin upp. Bílar fuku einnig út af veginum á þessum stað en ekki urðu slys á fólki. Einn bíll fauk einnig út af veg- inum nærri Hvammstanga í gær og skemmdist mikið. -GK Árekstrahrina í Hafnarfirði Átta bilar skemmdust í árekstra- hrinu sem gekk yfir umferðina í Hafnarfirði í gær. Sýnu harðastur varð árekstur á mótum Herjólfsgötu og Flókagötu. Þaðan varö að flytja tvo bíla burt með krana. Árekstrar urðu á þremur öðrum stöðum. -GK 24 ára manni gefið að sök að hafa fengið þrjá í lið með sér í árás á Hjarðarhaga: Akærður fyrir að reyna að bana manni - veitti honum þrjár hnífstungur og högg í andlit með hnefa og höfði 24 ára karlmaður úr Kópavogi ' hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa lagt þrisvar til manns með hnífi og stofnað lífi hans í hættu í íbúð við Hjarðarhaga í Reykjavík þann 11. febrúar síðastliðinn. Atburðurinn átti sér staö klukk- an níu á sunnudagsmorgni. Sam- kvæmt upplýsingum DV hafði húsráðandi í samkvæmi í kjallara- íbúð við Hjarðarhaga verið ósátt- ur við 27 ára karlmann sem var á staðnum. Var þá' haft samband við ákærða sem síðan kom á staðinn. Honúm er gefið aö sök að hafa fengið þrjá aðra tii liðs við sig til að ráðast á hinn gestkomandi mann. Ákærða er gefið að sök að hafa ráðist á fórnarlambið og slegið það margsinnis með krepptum hnefa í andlit og jafnframt að „skalla" manninn í andlit. Síðan hafi hann tekið fram hnif og stungið mann- inn þrívegis. Eitt stungusárið kom á læri en hin tvö voru á baki, þar af annað djúpt sem gekk í gegnum bakvöðva og inn í mitt hægra nýra. Fórnarlambið komst ásamt fé- laga sínum út úr íbúðinni og tókst þeim að finna leigubil sem ók þeim á slysadeild Borgarspítalans. Þar var gerð skurðaðgerð vegna hnífstungunnar í nýrað - stungu sem hafði stofhað lifi mannsins í hættu, samkvæmt sakargiftum ríkissaksóknara. Aðgeröin á manninum tókst-vel en hann þurfti að vera um mánuð frá námi vegna áverkanna. Hann hefur náð sér að mestu leyti en þó ekki að fullu. Lögmaður hans ger- ir þær kröfur á hendur ákærða að hann greiði skjólstæðingi sínum 1,1 mflljón króna í skaðabætur vegna árásarinnar. Til vara við refsingu fyrir tflraun til mann- dráps krefst ríkissaksóknaraemb- ættið þess að sakborningnum verði gerð refsing fyrir stórfellda líkamsárás. -Ótt Matur ’96 er yfirskrift sýningar fyrirtækja sem tengjast matvælum og hófst í Smáranum í Kópavogi í gaer. Þegar DV leit þar inn voru boðsgestir að virða fyrir sér nýjungar og smakka á því sem þar var á boðstólum. DV-mynd GVA Afríkubúi í haldi lögreglu á ísafiröi vegna nauðgunarmála: Bjo 13 ar a Isa- firði eftirlýstur af Interpol - Finnar vilja fá Lögreglan á ísafirði hefur í haldi ungan Afríkubúa sem búsettur hef- ur verið þar á staðnum frá því fyrri hluta árs 1993. Hann var um síðustu helgi handtekinn, grunaður um kynferðislega misbeitingu. Við rannsókn þess -máls kom í ljós að hann átti óafplánaðan 22 mánaða fangelsisdóm í Finnlandi vegna nauðgunar. Var hann eftir- lýstur af Interpol en dómurinn hafði fallið árið 1992, skömmu fyrir komu mannsins til íslands. Finnar ætla að fara fram á framsal mannsins en óvíst er hvort af verður í bráð því enn er eftir að afgreiða málið vegna kynferðislegu misbeitingarinnar um síðustu helgi. Þar var um að ræða að kona kærði manninn fyrir að hafa haft við sig samfarir sofandi. Mun kon- hann framseldan an hafa verið verulega ölvuð. Mað- urinn neitar sakargiftum og verða sýni úr leggöngum konunnar og af sæði mannsins send til DNA-rann- sóknar - væntanlega í Noregi. Við rannsókn misbeitingarmáls- ins þótti ekki ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum. Hann var síðan handtekinn aftur nú í vikunni þegar upp kom að hann var eftirlýstur og hefur setið í fangageymslum á ísafirði síðan. Lögreglan ætlar að fá hann úr- skurðaðan í gæsluvarðhald en af því hefur ekki orðið vegna fiarveru sýslumanns og dómara á Isafirði. Finnski dómurinn frá 1992 gerir það þó að verkum að hægt er að hafa manninn í haldi án gæsluvarðhalds- úrskurðar. -GK Átján hjóla trukkur ónýtur Talið er að átján hjóla trukkur hafi eyðilagst þegar hann fór út af veginum í Staðarsveit nú í vikunni. Mikið hvassviðri var þá á sunnan- verðu Snæfellsnesi og er óhappið rakið til þess. Ökumaður var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur þótt bílstjóra- húsið fylltist nær af möl og mold þegar bíllinn fór út af. -GK SKILDU ISFIRDINGAR EKKI „WANTED“? Veðriö á sunnudag og mánudag: Hægviðri og skýjað Á sunnudag og mánudag verður hæg norðaustanátt og smáskúrir eða slydduél austan- lands. Austan- og suðaustan- kaldi verður sunnan- og vestan- lands og skýjað en úrkomu- laust. Annars staðar verður hægviðri og skýjað. Veðrið í dag er á.bls. 61 Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími: 525 90001 Opel Vectna Frumsýndum helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.