Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 IjV Dagur í lífi Arthúrs Bogasonar, formanns Landssambands smábátaeigenda: Þreytti laxhæng og bakaði brauð í ofm Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, gekk í vinnuna einn morguninn í vikunni og velti þá fyrir sér hvort sjávarútvegsráðherra myndi hrófla við kvóta vertíðarbáta. Sama dag fékk hann staðfestingu á því að svo yrði ekki. DV-mynd GS Mánudagurinn 15. apríl hófst á hefðbundinn hátt með því að gamla vekjaraklukkan sagaði sig inn í hlustirnar á mér. Hún afrek- aði tvennt; annars vegar kippti hún mér út úr þessum líka dásam- lega draumi þar sem ég stóð á fögr- um árbakka með félaga mínum og þreytti gríðarstóran silfursleginn laxhæng; hins vegar reif hún mig á lappir til að vekja drengina í skól- ann. Frá því ég flutti í vesturbæinn hef ég haft þann sið að ganga í vinnuna, þessa tæpu tvo kílómetra sem eru upp á Klapparstíginn. Þar er Landssambandið með sínar skrifstofur. Það var vor í lofti og ekki laust við sjávarlykt af suð- austanfræsingnum. Furðuleg uppákoma Ég velti því fyrir mér á leiðinni hver yrði niðurstaða sjávarútvegs- ráðherra í „kvótaaukningarmál- inu“. Daginn áður hafði ég setið fund í ráðuneytinu þar sem helstu hagsmunaaðilar í sjávarútvegi voru saman komnir. Þar varð ég vitni að þeirri furðulegu uppá- komu að þeir aðilar sem hafa ver- ið að springa af vonsku yfir niður- stöðum viðræðna Landssambands smábátaeigenda og sjávarútvegs- ráðuneytis - aðallega á þeim for- sendum að „vertíðarbátaflotinn hafi fært svo miklar fórnir" höfðu tækifæri tD að létta þessum sama „vertiðarbátaflota" lífið með smá kvótaaukningu. Alþjóð veit hve fúsir þeir voru til þeirra verka. Vangavelturnar færðu mér þá nið- urstöðu að ráðherrann myndi ekki hrófla við kvótanum. Engin viðbót Fram undir hádegið heyrði ég í nokkrum trillukörium vítt og breitt af landinu, ásamt því að vin- ur minn frá Nýfundnalandi sló á þráðinn. Sá tók mig upp á arma sína þegar ég heimsótti Nýfundna- land fyrir nokkrum árum og nú er komið að mér. Hann var bókstaf- lega „hátt uppi“ af þeirri tilhugsun að heimsækja ísland í næsta mán- uði. Upp úr hádeginu fékk ég gamlan vin minn í heimsókn, trillukarl sem ég reri við hliðina á í nokkur ár. Hann er enn þá í „bransanum" og umræðuefnið fyrirséð. Lúðu- veiðar, golþorskaveiðar, mokveiði og allt þar um kring. Um hálfþrjúleytið hófust um- ræður á Alþingi um „viðbótar- kvóta“ og var grannt fylgst með þeim hér á skrifstofunni. Ég fékk staðfestingu á vangaveltum morg- unsins. Engin viðbót. Gengum heimleiðis Um hálfsexleytið komu stjúp- synir mínir tveir stormandi inn úr dyrunum; ívar, 12 ára, fyrirséður rómantíker og húmoristi, og Bald- vin, 7 ára, með orku á við Lands- virkjun og á þeim aldri að hugsa upphátt. Yndislegir og fallegir drengir sem eru kynslóðinni sem erfa skal landið til sóma. Konan mín, Dagný Einarsdóttir, sendi þá eftir mér en var sjálf skammt und- an; antikbúð uppi á horni heillaði hana sem fyrr. Við gengum síðan i vorblíðunni heimleiðis, með hæfilegum við- komum i verslimum á leiðinni. Eftir kvöldmatinn fylgdist ég með fréttum sjónvarpsrásanna og fékk í kjölfarið símhringingar vegna máls dagsins, „ekkiviðbótar- kvótanum". Einstakt ólán í stafadrætti Dagný þurfti að fara á fund um það leyti og því notaði ég tímann og skellti saman kryddbrauði og matarbrauði og kom í ofninn. Það fyrrnefnda var síðar vel þegið af ungu kynslóðinni. Það gerðist síðan aflt á svipuð- um tíma að drengirnir komu sér „til kojs“, konan vatt sér inn úr dyrunum og brauðin voru bökuð. Við enduðum þennan dag síðan á því að „skrabbla" tvö spil. Ein- stakt ólán mitt í stafadrættinum úr pokanum gerir það hins vegar að verkum að ég get ekki um úrslitin að svo stöddu. Finnur þú fimm breytingar? 355 Karen mín! Ég er búinn í vinnunni. Nafn:______________________________ Heimili:--------------------------- Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og þriðju getraun reyndust vera: 1. Kristinn G. Wium 2. Auður Ákadóttir Hátúni 11 Seljavegi 11 230 Keflavík 101 Reykjavík Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáö kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau meö krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi að verðmæti kr. 7.100, frá Hljómbæ Skeif- unni 7, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fmun breytingar? 355 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.