Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996
Hefur fundið stóru ástina
- Eastwood og Ruiz gengu í það heilaga í kapellu spilavítis
Eastwood og frú þykja hin hamingjusömustu þrátt fyrir 34 ára aldurs-
mun.
Clint Eastwood og Dina Ruiz gengu í
það heilaga um síðustu mánaðamót.
Kapella í spilavíti í Las Vegas varð fyr-
ir valinu og segja kunnugir að hin ný-
giftu hjón séu hin hamingjusömustu
þrátt fyrir 34 ára aldursmun.
Clint gifti sig i dökkbláum Cerruti
jakkafotum úr sérstöku teygjanlegu
efni. Fötin vöktu mikla athygli og segja
kunnugir að menn séu glerfínir í þeim
þótt þeim líði eins og í jogging- galla.
Brúðkaupið fór fram í viðurvist
nokkurra vina hjónanna. Steve Wynn,
spilavítiseigandi og vinur Eastwoods til
margra ára, missti hringinn þegar hann
ætlaði að rétta hann brúðgumanum.
Clint lét sér hvergi bregða. Ekkert gæti
farið úrskeiðis.
Þótt hér sé á ferðinni fyrsta brúð-
kaup Ruiz hefur Clint, eiginmaður
hennar, Eastwood átt í nokkrum ást-
arsamböndum og verið giftur einu
sinni áður. Það var í 25 ár en hann
skUdi árið 1978 við Maggie. Með henni
átti hann tvö börn, Kyle, 28 ára jasstón-
listarmann, og Alison, 24 ára sýningar-
stúlku. Hann átti einnig Kimber, 32 ára
leikkonu, með Roxanne Tunis sem
hann hélt við í 14 ár. Árið 1993 eignað-
ist hann aðra dóttur, Francesca Ruth,
með leikkonuninni Frances Fisher en
hann sagði skilið við hana á síðasta ári
eftir 6 ára samband.
Bað Fisher stöku sinnum
„Ég bað hennar stöku sinnum en við
komum okkur aldrei að því að giftast,"
sagði Eastwood um ár sín með Fisher.
Hún óskaði hins vegar hinum nýgiftu
alls hins besta í símskeyti á brúðkaups-
dag þeirra.
Flest sambanda Eastwoods hafa end-
að með ósköpum. Skilnaður hans við
Maggie kostaði hann 25 milljónir doU-
ara. Sondra Locke, sem Eastwood var
með á meðan tökur á Útlaganum Josey
Wales stóðu yfir árið 1975, fór líka í
meðlagsmál við hann en án árangurs.
Locke sagði, þegar brúðkaup fyrrum
friðils hennar var borið undir hana:
„Mér gæti ekki verið meira sama um
brúðkaupið. Það eina sem mér finnst
Ég er feimin og hlédræg
- segir Kristen Minter, móttökuritarinn í Bráðavaktinni
Frances Fisher sendi brúðhjónunum
hamingjuóskir á brúðkaupsdaginn. Hér
er hún með dóttur sína og Eastwoods.
leiðinlegt er að hann á börn með fuUt af
konum og hann þurfti að giftast einni
sem tUheyrir ekki þeim hópi.“
Eastwood og Ruiz hittust fyrst þegar
hún tók viðtal við hann fyrir sjónvarps-
stöðina sem hún vinnur á. Það var árið
1993 og Ruiz var ekki heUluð af mann-
inum. Það kom hins vegar seinna og
árið eftir, á meðan Eastwood var
enn í tygjum við Fisher„ fóru þau að
hittast á laun. Áíið 1995 skildi
Eastwood síðan við Fisher og fór að
búa með Ruiz. Þau eyddu miklum
tíma saman og því kom það ekki yf-
irmanni Ruiz á óvart þegar hún bað
um leyfi af því hún var að fara að
gifta sig. Nokkrum dögum áður
hafði Eastwood unnið mál gegn
sorpblaðinu National Enquirer. Þvi
má segja að hann lifi í sátt við fjöl-
miðla þrátt fyrir allt. \
Uppboð
munu byrja á skrifstofu embætt-
isins, Austurvegi 6, Hvolsvelli,
þriðjudaginn 23. apríl 1996, kl.
15.00, á eftirfarandi eignum:
Fagurhóll, Austur-Landeyjahreppi,
þingl. eig. Fagurey ehf. Gerðarbeið-
andi er Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins.
Litla-Hildisey, Austur-Landeyja-
hreppi, þingl. eig. Faguréy ehf. Gerð-
arbeiðandi er Stofnlánadeild land-
búnaðarins.
SÝSLUMAÐURINN í RANGÁRVALLASÝSLU
GRENNRI FYRIR KVÖLDIÐ
Sterkar - stífar
glansandi
Mjög stífar frá
toppi til táar
Helstu útsölustaðir:
Rvk: World Class - Lágmúla
María Lovísa - Skólavöröustíg
Plexlglas - Borgarkringlunni
Mondó - Laugavegi
Seltjarnarnes: Rœktin
Gardabœ: Fataleigan
Ketlavík: Kóda
Æfingastúdeo
Selfoss: Styrkur
Vestmannaeyjar: Flamingo
Hressó
Egilsstaöir: Okkar á mllli
Borgarnes: Skóbúðin Borg
Fáskrúðsfjöröur: Viðarsbúð
Akureyri: Toppmenn
Sport
Grindavík: Sirrý
Umboðsaðili:
Æfingastúdíó ♦ S. 421 4828
^Jnstructor's
CnOICC by OaMvt&GÚ
sokkabuxur
Sumir kunna ekki
að taka hrósi. Svo er
að minnsta kosti far-
ið með Kristen Mint-
er sem leikur mót-
tökuritarann Randy í
sjónvarpsþáttunum
Bráðavaktin eða ER
sem sýndir eru í
Sjónvarpinu um þess-
•ar mundir.
Þegar Kristen, sem
nú stendur á þrítugu,
var 12 ára hallaði
flugþjónn sér yfir
hana og spurði hvort
hún héti Brooke Shi-
elds. Kristen brast í grát því hún
hélt að Brooke væri klámmynda-
stjarna sem flugþjónninn hefði sé í
einhverri mynd. Nú þegar Kristen
er orðin þrítug er hún ekki jafn við-
kvæm. Það kemur sér vel þegar
meðleikarar hennar í ER stríða
henni á tökustað þar sem hún leik-
ur fyrrverandi fanga í móttökurit-
arastarfi sem klæðist þröngum hlé-
barðabuxum og stuttri skyrtu. „Þær
gera grín að mér í þessum klæðn-
aði,“ segir Kristen og glottir en
minnist þess að hún lék berbrjósta í
einu atriði i myndinni Flashfire. Þá
mynd sá samleikari hennar, George
Clooney, og skýtur því oft að henni
að hann hafi séð hana alla.
Kristen, sem er fædd í Miami,
segist vera að taka sér hlé frá ástar-
samböndum. Hún heldur því fram
að hún sé frekar feimin og hlédræg.
Hún er elst fjögurra systkina og
byrjaði að herma eftir fólki mjög
ung til að
létta öðrum
lund. Eftir
að hún út-
skrifaðist úr
menntaskóla
árið 1983
hélt hún til
Evrópu þar
sem hún
starfaði sem
ljósmynda-
fyrirsæta en
skipti yfir í kvikmyndir vegna
skorts ,á sjálfstrausti. Hún flutti til
Los Angeles árið 1989 og fékk fljót-
lega hlutverk í kvikmynd á móti þá
hinum óþekkta Noah Wyle, Dr.
Carter í Bráðavaktinni. Noah lætur
vel af kynnum sínum af Kristen.
Á seinasta ári byrjaði Kristen síð-
an að leika í Bráðavaktinni. „Randi
og ég erum mjög líkar en fólk skal
ekki gera ráð fyrir því að við klæð-
um okkur eins,“ segir Kristen.
Kristen meö Christine Elise í hlutverki sínu í Bráðavaktinni. Á stærri mynd-
inni situr hún í tveggja herbergja íbúð sinni í Los Angeles.
UPPBOÐ
Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp að Auðbrekku 10,
Kópavogi, laugardaginn 27. apríl 1996 kl. 14.30:
BS-265 DX-595 EV-367 FA-922 FD-607 FH-076 FS-627
FY-382 FY-041 GJ-185 GK-099 GS-461 H1807 HE-153
HF-348 HI-557 HJ-620 HK-075 HL-591 HM-279 HN-725
HO-KO HO-568 HO-509 HT-427 HÞ- 728 ID-959 IF-927
IF-972 IH-351 IJ-575 IK-141 IL-661 10-400 IO-657
IT-131 IZ-997 IÖ-465 JA-733 JM-446 JM-479 JO-993
JS-655 KE-714 KV-016 KV-200 LF-924 LI-217 LT-272
MC-467 MC-181 MO-332 MS-744 NK-221 NO-308 PJ-275
R10195 R17086 R29054 R34153 R47610 R55296 R7429
RH-142 RH-142 U97 UM-517 VD-830 VE-551 XT-748
XU-466 ZO-850 ZV-797 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Kópavogi
UPPBOÐ
Eftirtaldir munir verða boðnir upp að Auðbrekku 10, Kópavogi, laug-
ardaginn 27. apríl 1996 kl. 14.30:
6 tomma dísilvatnsdæla, 82 stólar, 21 borð og 2 Metos 120 I pottar,
bensínrafstöð, Fenwick lyftari, fjölblaðasög, Franke 10 skúffa
fjölnota ofn, Hlutabréf í hlutafél. Mæni hf., Hyundai netkerfi,
JCB-801 minigrafa, árg. 1991, Junair 25L loftpressa árg. 1990,
Minolta Ijósritunarvél, OTT kantlímingarvél, PC-tengill, rafstöð á
hjólum, E.S.A.B., 225 Amper, Ritter tannlæknastóll, spónapressa,
stýrikerfi, þróunarbúnaður, þýðari og þýsk tvískipt steikarpanna.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki
uppboðshaldara eða gjaldkera.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Kópavogi