Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 JjV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVl'K, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Afturvirk leyfi Einn helzti skipherra Landhelgisgæzlunnar hefur sagt starfi sínu lausu og gerzt triUukarl, af því aö hann er ósáttur við, hvernig ráðamenn þjóðarinnar hafa leikið Landhelgisgæzluna. Skipherrann er Höskuldur Skarp- héðinsson, sem fjallað er um á öðrum stað í blaðinu í dag. Meðal þess, sem fyllti mæli Höskuldar, er afturvirkt leyfi, sem hann telur, að Þorsteinn Pálsson hafi, sem dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra í senn, veitt einu skipa Einars Odds.Kristjánssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, sem staðið var að ólöglegum veiðum. Þessi skoðun er studd mannalátum þáverandi skip- verja á Æsu, sem sögðu tökuna marklausa, af því að Ein- ar Oddur mundi kippa málunum í liðinn fyrir sunnan. Það kom svo í ljós, að afturvirkt leyfi var skjótlega gefið út að kvöldlagi og taka skipsins gerð marklaus. Einar Oddur hefur bætt gráu ofan á svart við upprifj- un þessa máls og uppnefnt skipherra Landhelgisgæzl- unnar sem „ofvirkan bókstafstrúarmann". Þeir þykjast svo sem eiga ríkið þessir höfðingjar Sjálfstæðisflokksins, enda virðast ýmis fleiri dæmi staðfesta, að svo sé. Þorsteinn Pálsson hefur margsinnis dregið taum sér- hagsmuna gegn almannahagsmunum. Frægast var, þeg- ar hann gekk framhjá lægsta tilboði í Síldarverksmiðjur ríkisins og lét vini stna í flokknum hafa þær á verði, sem var hundruðum milljóna króna undir raunvirði. Hann hefur einnig dregið taum tryggingafélaganna, þegar þau hafa einhliða tekið saman höndum um að rýra kjör öryrkja. Mikill meirihluti lögmannastéttar landsins hefur fordæmt þann gerning, sem var dæmigerður fyrir stuðning ráðherrans við sérhagsmuni. Verst er við mál af þessu tagi, að þjóðin lætur sér fátt um finnast. Hún æmtir hvorki né skræmtir, þótt flett sé ofan af hverju hneykslismálinu á fætur öðru. Hún hefur þannig komið sér upp stétt stjórnmálaleiðtoga, sem tek- ur áhyggjulausar geðþóttaákvarðanir eftir þörfum. Raunar er venjulegur íslendingur svo lokaður fyrir umræðu um siðalögmál, að hann hefur þær einar áhyggjur af spiilingu að komast ekki í hana sjálfur. Það er ekki von, að menn endist til vera skipherrar landhelg- isgæzlu og aðrir laganna verðir hjá svo siðlausri þjóð. Fyrir nokkrum árum var í landinu fjármálaráðherra, sem lét ríkið taka verðlaus veð í ímynduðum eignum vina sinna og gaf vildarmönnum sínum ríkisfyrirtæki á Siglufirði. Hann var óvenjulega frakkur við geðþótta- ákvarðanir í svipuðum stíl og dómsmálaráðherrann. Þessi fyrrverandi fjármálaráðherra, sem er fjarri því að vera vammlaus, nýtur nú feiknarlegra vinsælda þjóð- arinnar og verður sennilega orðinn forseti lýðveldisins í sumar. Ekki er hægt að hugsa sér átakanlegra dæmi um víðtækt siðleysi íslendinga almennt. Áhugaleysi íslendinga um fastar leikreglur í lagaleg- um römmum á veigamikinn þátt í erfiðleikum þjóðar- innar, þar á meðal minni hagvexti en hjá nágrannaþjóð- unum. Efnahagsleg velgengni markaðshyggjuþjóðfélaga byggist nefnilega á föstum og sjálfvirkum leikreglum. Hér fer gengi stórfyrirtækja minna eftir rekstrarár- angri heldur en eftir aðstöðu þeirra í kerfinu, sambönd- um þeirra við valdamenn, sem taka ákvarðanir eftir geð- þótta, óbundnir af skrifuðum og óskrifuðum lögmálum, svo og möguleikum þeirra til að misnota sér fákeppni. Hér á landi skiptir meiru, að útgerðarmaður sé í póli- tík og helzt á þingi, svo að hann fái fyrirgreiðslu ráð- herra, heldur en að hann kunni að reka fyrirtæki. Jónas Kristjánsson Þungamiðja hnattferðar Clintons í Austur-Asíu Bill Clinton Bandaríkjaforseti er i viku hnattferð með viðkomu í tveim löndum Austur-Asíu og Rússlandi. Rússlandsferðin er á yfirborðinu'til þátttöku í fjölþjóða- fundi um kjarnorkuöryggi en er í rauninni viðleitni til að styðja við bakið á Borís Jeltsín Rússlands- forseta i erfiðri kosningabaráttu, með því að auglýsa alþjóðlega stöðu hans fyrir rússneskum kjós- endum. I Japan og Suður-Kóreu átti Bandaríkjaforseti hins vegar stórpólitísk erindi, annað brýnt en hitt með langtímamarkmið fyr- ir augum. í báðum löndum er þó um það að ræða að sýna fram á að við breyttar aðstæður geti Banda- ríkin áfram verið jafnvægisafl í Austur-Asíu. í Seoul ákváðu Clinton og Kim Jong Sam, forseti Suður-Kóreu, að bjóða Norður-Kóreu og Kína til þátttöku í ráðstefnu til að gera friðarsamning eftir Kóreustríðið, sem lauk með vopnahléi 1953. Til- boðið er svar við yfirlýsingu Norður-Kóreu um að hún telji ákvæði vopnahléssamningsins úr gildi, og því fylgdi hún eftir með því að senda ítrekað þungvopnað lið inn á hlutlausa beltið þvert yfir Kóreuskagann sem þá var af- markað. Meginkrafa Norður-Kóreu- stjórnar er að Bandaríkjastjórn gangi til friðarsamninga við hana án þátttöku Suður-Kóreu. Stjórn Suður-Kóreu hefur hins vegar krafist tvíhliða viðræðna við stjórnina i Pyongjang. Með tillögu Clintons og Kims er farið bU beggja. Kínastjórn hefur tekið henni vænlega og stjórn Norður- Kóreu kveðst hafa hana til athugunar. Helsta gagnrýnin hefur komið frá Rússlandsstjórn, sem þykir fram hjá sér gengið. Á víðara sviði um austanverða og suðaustanverða Asíu hefur óvissa um valdahlutföll og fram- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson tíðarhorfur ágerst á síðari árum. Einkum kemur tvennt tU. Síend- urteknar erjur um viðskiptamál milli Bandaríkjanna og Japans hafa vakið efasemdir um endingu pólitísks og hernaðarlegs banda- lags ríkjanna. Þetta þykir þeim mun viðurhlutameira sem sam- tímis hefur átt sér stað efnahags- uppgangur í Kína ásamt eflingu hernaðarmáttar og áhyggna af valdabaráttu samfara fyrirsjáan- legum leiðtogaskiptum. Kínastjórn heldur áfram tU- raunum með kjarnavopn, hún stefnir greinUega að því að gera Kína að flotaveldi og ræður yfír töluverðum eldflaugakosti. Kín- verskur vilji til valdbeitingar þyk- ir hafa komið fram i yfirtroðslum gagnvart Víetnam og Filippseyj- um, þar sem ríkin deila um yfir- ráðasvæða í Spratly eyjaklasanum víðlenda á Suður-Kínahafi. Mest varð mönnum þó um þegar Kína- stjórn reyndi að hafa áhrif á for- setakosningar á Tævan með flota- og eldflaugaæfíngum í námunda við eyna og áskildi sér rétt til að hindra með valdi að Tævan tæki sér sjálfstæði. Með tilliti til alls þessa var ákveðið að viðskiptamál skyldu liggja í láginni í Japansheimsókn Clintons en láta hana snúast um hernaðarbandálag ríkjanna. Auk áðurgreindra stórpólitískra or- saka kom það til að nauðgun þriggja bandarískra landgöngu- liða á skólastúlku á eynni Ok- inawa hefur valdið uppnámi miss- erum saman, þar sem bandarískar herstöðvar eru þéttastar í Japan á tiltölulega litlum bletti. Clinton féflst á að reyna að lækka öldurnar á Okinawa með því að leggja þar niður fimm bandarískar herstöðvar, þar á meðal víðlenda flugstöð, og biðjast við brottfór afsökunar á framferði hermanna sinna. En tekið var fram að mannfjöldi í bandarískum herstöðvum í Japan öllu yrði eftir sem áður óbreyttur, um 100.000. Meira máli skiptir þó, að stjórn- ir Bandaríkjanna og Japans hafa orðið ásáttar um að endurskoða samkomulag sitt frá 1978 um sam- starf á hættutímum eða ófriðar- tímum í Austur-Asíu. Þar með er komið til móts við væntingar ann- arra ríkja á svæðinu, sem líta ekki aðeins á nærveru bandarísks herafla sem mótvægi við hernað- armátt Kína, heldur einnig hemil á endurvakningu hernaðarstefnu í Japan. Kínastjórn hefur fyrir sitt leyti sýnt lit á að friðmælast við nálæg ríki eftir uppnámið út af aðförum hennar við Tævan. Hún hefur lagt fyrir aðildarríki Samtaka ríkja Suðaustur- Asíu (ASEAN) tillögu um undirbúning sameiginlegrar yfirlýsingar um reglur góðrar sambúðar og óskar að auki „við- ræðuþátttöku" í fundum ASEAN. Er það komið tilefni til að taka upp meðferð deilunnar um Sprat- ly-eyjar. Bill og Hillary Clinton veifa til gestgjafa við brottför frá Tokyo á fimmtudag. Símamynd Reuter skoðanir annarra Gro Harlem Brundtland til SÞ | „Enn einu sinni hefur Gro Harlem Brundtland I forsætisráðherra verið orðuð við háttsett embætti á alþjóðavettvangi. Nú er það staða framkvæmda- : stjóra Sameinuðu þjóðanna. Samtökin þurfa fyrir « árslok að velja sér nýjan leiðtoga til fimm ára. Inn- an SÞ eru vangaveltur þegar hafnar um hver muni 1 taka við af Boutros Boutros-Ghali. Staða Gro I Harlem Brundtland í alþjóðastjórnmálum er mjög I' sterk. Hún er þekkt fyrir að vera duglegur og ós- meykur stjórnmálamaður, ekki hvað síst fyrir starf sitt að umhverfismálum.“ Úr forustugrein Verdens Gang 15. apríl. Öryggið sett á oddinn „Þegar Bill Clinton forseti heimsótti Japan fyrst i árið 1993 voru heiftarlegar viðskiptadeilur efst á ; baugi. Hann var aftur í Tokyo í vikunni en um- ræðuefnið hefur breyst. í þetta skipti hafa hvorir tveggju lagt áherslu á að styrkja öryggisbandalag sitt. Breytingin er vel við hæfi vegna nýrrar hern- aðarlegrar spennu í heimshlutanum og hún lofar góðu um bætt samskipti Bandarikjanna og helsta bandamanns þeirra í Asíu.“ Úr forustugrein New York Times 18. apríl. Víðskiptahindranir í ESB „Sjötta hvert útflutningsfyrirtæki í Danmörku hefur nýlega mátt þola viðskiptahindranir í öðrum löndum Evrópusambandsins. Það er í sjálfu sér áhyggjuefni en verður enn hrikalegra þegar aðeins tíunda hvert fyrirtæki verður fyrir viðskiptahindr- unum utan ESB. Væntingarnar um innri markað með ffjálsum flutningum yfir landamærin hafa brugðist svo hrapallega að fyrirtækin lenda í minni vandræðum afls staðar annars staðar í heiminum." Úr forustugrein Politiken 17. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.