Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 íslensk danspör komust á verðlaunapall í Blackpool í Englandi: „Áfram ísland" ómaði um alla danshöllina Það var gaman að vera íslending- ur í Blackpool í Englandi í vikunni eftir páska því að þá unnu íslenskir dansarar stóra sigra í óopinberri heimsmeistarakeppni sem haldin er á hverju ári í Blackpool. Þrátt fyrir flensu, sem hrjáði marga dansarana og foreldra þeirra, náðu fjögur pör að stíga á verðlaunapall og það fimmta stóð sig einnig mjög vel. Segja má að íslendingar eigi heims- meistara í suðuramerískum döns- um því að Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir lentu í 1. sæti í suðuramerískum dönsum í aldursflokknum 12 til 16 ára. Gífurlega hörð keppni var milli paranna í aldursflokki Sigursteins og Elísabetar enda gerðist það í fyrsta skipti í sögu keppninnar í Blackpool að átta pör voru valin í úrslit, fram að þessu hafa þau alltaf verið sex. Gífurlega góð stemning var í höllinni meðan Sigursteinn og Elísabet dönsuðu og allt þar til úr- slitin voru tilkynnt. Jón Edwards- son, faðir Davíðs Gills Jónssonar, segist hafa heyrt að stemningin hafi verið á við góðan landsleik því að „Áfram ísland" hafi ómað um sal- inn meðan parið dansaði og þar til úrslitin lágu fyrir. Þarf snerpu og mýkt „Ég er alveg í skýjunum. í fyrra urðum við í 5. sæti og við vissum að öll pörin fyrir ofan voru farin upp í næsta aldursflokk fyrir ofan okkur nema eitt. Það voru þrjú til fjögur pör sem áttu möguleika á sigri núna og við vorum eitt af þeim. Við vor- um í toppformi og það gekk allt upp en þetta var rosalega erfitt og tók mikið á,“ sagði Sigursteinn nú í vik- unni. Hann sagði að hann og Elísa- bet hefðu keppt tvisvar í annars konar, minni keppni fyrir aðal- keppnina til að komast í „góðan fíl- ing,“ eins og hann orðaði það. Keppnin í Blackpool hófst í vik- unni eftir páska og lauk um síðustu helgi. Pörin kepptu á hverjum degi og hófst keppnin klukkan þrjú eða fjögur að degi til og lauk um hálfeitt að nóttu þegar stigið var á verð- launapall. Um 210-220 pör hófu keppnina í hverjum aldursflokki og fækkaði pörunum alltaf um helming í hverri umferð. Dansaðar voru sjö til átta umferðir á hverjum degi, fimm dansar í einu, og leið hálftími til klukkutími á milli umferða. „Maður þarf að gefa fullt í þetta því að maður getur alltaf átt von á því að detta út, líka til að bæta sig alltaf í hverri umferð," sagði Sigur- steinn og bætti við að það sæti enn í sér þreyta eftir keppnina. „Þetta eru svo hraðir dansar og maður þarf að hafa snerpu og mýkt í þessu. Þetta tekur virkilega á,“ sagði hann. En þó að árangur Sigursteins og El- ísabetar hafi vissulega verið glæsi- legur stóðu hin íslensku pörin sig einnig frábærlega vel. íslensk pör í 3. og 5. sæti í öðru sæti í suðuramerísku döns- unum í aldursflokki 12-15 ára lenti ástralskt par og í þriðja sæti komu Davíð Gill Jónsson og Halldóra Halldórsdóttir stóðu sig með mikilli prýði. DV-myndir Stefán Guðleifsson íslensk danspör stóðu sig frábærlega vel á danskeppni í Blackpool á dögunum og komust á verðlaunapall. Hér má sjá Benedikt Einarsson, Berglindi Ingvarsdóttur, Brynjar Örn Þorleifsson, Sesselju Sigurðardóttur, Sigurstein Stef- ánsson og Elísabetu Sif Haraldsdóttur með verðlaunagripina. ið í nammibindindi og sleppi allri gosdrykkju og svo segist hún borða mjög sérstakt fæði og orkuríkt þeg- ar hún er í keppnisferðalagi. Dans skemmtilegri en körfuboltinn Davfð Gill Jónsson og Halldóra Halldórsdóttir, sem bæði eru 10 ára gömul, unnu keppnina í tja tja og lentu í 5. sæti í suðuramerískum dönsum, svo eitthvað sé nefnt. Ár- angur Davíðs og Halldöru þykir mjög góður því að þau eiga eitt ár eftir í sínum aldursflokki, það er í flokki 12 ára og yngri. „Ég hef verið í dansi frá því ég var fjögurra ára og Dóra byrjaði líka fjögurra ára. Við erum búin að dansa saman frá því við vorum sex ára,“ segir Davíð Gill. Hann æfir líka körfubolta hjá Val og á að mæta á æfingar þrisvar í viku en sleppir alltaf einni æfingu til að geta mætt í dans. En hvort skyldi honum finnast skemmtilegra, karf- an eða dansinn? „Mér finnst dans skemmtilegri," segir hann. Rétt er að geta þess að Snorri Engilbertsson og Doris Ósk Guð- jónsdóttir komust í úrslit í flokki 12-13 ára í suðuramerískum döns- um. Keppnisferðin til Blackpool tókst með afbrigðum vel. Um 150 íslend- ingar fóru á keppnina og leigðu sér flugvél sem flaug beint til Blackpool með keppendurna, foreldra þeirra og danskennara. Það er víst áreið- anlegt að þetta fólk fór enga erindis- leysu til Blackpool. -GHS íslendingar. Það voru þau Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurð- ardóttir. í fjórða sæti kom írskt par og í fimmta sæti komu íslending- arnir Benedikt Einarsson og Berg- lind fngvarsdóttir. Benedikt og Berglind eru aðeins 13 og 14 ára og eiga því að öllum líkindum eftir að keppa í þessum sama aldursflokki aftur á næsta ári. í sjötta sæti var írskt par, sjöunda sæti ítalskt par og slóvenskt par í áttunda sæti. „Þetta er alltaf mjög mikil vinna, það er mikið að gera og maður sef- ur lítið. Keppnin byrjaði yfirleitt um fjögur á daginn og var aldrei búin fyrr en um eitt um nóttina. Svo þarf líka að undirbúa sig, mála og greiða og æfa sig. En það er nátt- úrulega mesta vinnan hjá þeim sem komast lengst,“ segir Sesselja Sig- urðardóttir en hún og dansherrann hennar, Brynjar Örn Þorleifsson, komu með fjóra verðlaunagripi heim frá Blackpool. Æfingar fimm sinnum í viku „Við Brynjar erum búin að dansa saman frá því við vorum sex ára og erum mjög góðir vinir. Við vorumi sama danstímanum og kennarinn okkar spurði okkur hvort við vild- um ekki dansa saman. Við höfum bara dansað saman síðan og gengið rosalega vel,“ segir hún. Sesselja og Brynjar æfa dans fimm sinnum í viku og stundum oftar, allt eftir því hvað er fram undan hjá þeim, og sama gildir um hin pörin. Pörin fara yfirleitt í dansskólann strax eftir skólann og koma ekki heim fyrr en klukkan fimm til sex síðdegis. Það er því lítið um annað hugsað en skólann, heimalærdóm- inn og dansinn. Veiktist í aðalkeppninni „Okkur hefur gengið mjög vel á síðustu árum þannig að við vonuð- um það besta en gerðum okkur ekki neinar sérstakar vonir. Ég veiktist á aðaldeginum, mér var flökurt og ég gat ekkert borðað og var alveg orku- laus en þetta endaði vel,“ segir Berglind Ingvarsdóttir. Þrátt fyrir veikindin stóðu Berglind og Bene- dikt, sem eru 13 og 14 ára gömul, sig með prýði og lentu í 5. sæti í suður- amerísku dönsunum. Berglind segir að þau taki þátt í íslandsmeistaramótinu í samkvæm- isdönsum, sem haldið verður í maí, og svo hafi þegar verið ákveðið að þau taki þátt í mjög sterkri keppni í úthverfl Lundúna í haust sem heit- ir International. Ekki er víst að hin pörin taki þátt í þeirri keppni vegna aldurs. Ef þau ákveða að taka þátt í keppninni verða þau að keppa í eldri aldursflokki og segir Sigur- steinn að þau séu að velta fyrir sér þátttöku. Þau sjái þá hvernig þau standi í samanburði við pör á sín- um aldri. Það er mjög krefjandi að vera í dansi, sérstaklega ef maður ætlar sér að ná langt. Sesselja segir að dansinn taki mikinn tíma, stelpurn- ar verði að eiga fallega keppniskjóla og herrarnir séu alltaf í hvítri skyrtu með bindi. Hún segist passa vel upp á mataræðið, hafa lengi ver- I I !t ( ( ( !(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.