Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996
sælkerinn
Vigdís Jónsdóttir er sælkeri vikunnar:
Laxasúpa að austan
„Þetta er ósköp venjuleg fiski-
súpa sem er hægt að nota sem und-
irstöðu undir ótalmargar aðrar
fiskisúpur. Mér finnst vanta að fólk
nýti fisksoðið. Það virðist ekki
liggja eins fyrir fólki og kjötsúpur
og ég hef prófað mig áfram með
það,“ segir Vigdís Jónsdóttir, sæl-
keri vikunnar að þessu sinni.
Vigdís gefur hér uppskrift að
laxasúpu að austan en hún fékk
aukaverðlaun fyrir uppskriftiná í
uppskriftasamkeppni Vöku-Helga-
fells og Manneldisráðs nýlega.
700-800 g lax, biti eöa flak
1 blaölaukur, meöalstór
1 laukur (100 g)
2 gulrœtur (100 g)
biti af seljurót (50 g)
1-2 hvítlauksrif
2 msk. ólífuolía
1 lárviöarlauf
Z2 tsk. timjan
3 teningar fisksoökraftur
1 steinseljubúnt
3 msk. tómatþykkni
1Z21 laxsoö og vatn
3 msk. kapers í ediki
og egg
Spínat er fremur sjald-
j gæft á íslenskum borðum
en það er hollt og bragð-
ast vel og því er full
ástæða til að smakka á
því. Hér kemur uppskrift
að forrétti eða hversdags-
legum smárétti með
spínati og eggjum.
100 g smjör
200 g hveiti
| Z2 tsk. salt
2-3 msk. kalt vatn
Fylling
250 g spínat, helst ferskt
3 msk. smjör eóa
smjörlíki
salt og pipar
200 g. skinka í rœmum
4 soóin egg
1 dl. sýróur rjómi
1 msk. niöurskoriö dill
1 msk.
niöurskorinn kerfill
salt og pipar
j
Blandið saman efnun-
um í matvinnsluvél og
Ílátiö vélina ganga dágóöa
stund. Skiptið deiginu í
fernt og sefjið í lítil form.
Bakið við 225 gráður í
miðjum ofhi í 15 mínútur.
Gufusjóðiö spínatið
með smjöri í nokkrar
mínútur. Kryddið með
salti og pipar. Setjið
spínatiö ofan á deigið í
formunum og leggið
skinkuræmur yfir. Leggið
egg í bátum ofan á og
helliö dressingu yfir.
-GHS
Flakið, roðflettið og beinhreinsið
laxinn, skerið hann niður í litla bita
og geymið í lokuðu íláti í kæliskáp.
Sjóðið beinin (og ef tO vill laxhaus)
i hluta vatnsins í 10-15 mínútur.
Hreinsið grænmetið, skerið það
smátt eða rífið á mjög grófu rifjárni.
Hitið það í olíunni án þess að það
skipti um lit. Síið beinasoðið út í
ásamt vatni (1!41 í allt), setjið krydd-
ið saman við (timjan, lárviðarlauf,
marinn hvítlauk, tómatmauk, fisk-
kraft og steinselju). Sjóðið í 10-15
mínútur. Kryddið með kapers og lít-
ils háttar sítrónusafa eða hvítvíni
fyrir þá sem vOja hafa ákveðnari
súrkeim af súpunni.
Rétturinn er borinn fram með
brauði, gjarnan rúgbrauði, og sýrð-
um rjóma. Gott er að setja eina
skeið í hvern disk.
Vigdís segir að súpan henti vel í
óformlegum gestaboðum. Grænmet-
issúpuna megi búa til fyrirfram og
láta laxinn út í þegar komið er heim
úr vinnu. Þá 'er því sleppt að sjóða
beinin.
-GHS
Vigdís Jónsdóttir gefur uppskrift að góðri laxasúpu sem hún segir að henti
vel í óformlegum gestaboðum.
imatgæðingur vikunnar
Eivor Jónsson er matgæðingur vikunnar:
Kræklingabrauð,
fiskbúðingur og rabarbarapæ
„Ég var að hugsa um sem forrétt
brauð með kræklingi ofan á, fiski-
búðing með heOhveitimjöli og rabar-
barapæ í dessert - hafa þetta svolítið
íslenskt," segir Akureyringurinn
Eivor Jónsson en hún er matgæðing-
ur vikunnar að þessu sinni.
Kræklingabrauð
- fyrir fjóra
4 sneiöar af t.d. heilhveitibrauói
1 stór dós af krœklingum
smjör
hvítlauksduft
steinselja
Tvær tO fjórar brauðsneiðar eru
skomar í tvennt. Kryddsmjör er búið
til úr 4-5 matskeiðum af smjöri, hvít-
lauksdufti og saxaðri steinselju.
Brauðsneiðamar eru smurðar með
kryddsmjörinu og kræklingum raðað
ofan á. Ef afgangur er af smjörinu þá
er hann settur ofan á og brauðið er
svo ristað í ofni í 2-3 mínútur.
Ýsubúðingur
Z2 kg ýsa eöa ýsuflök
2 egg
Z21 nýmjólk
salt og pipar
2 msk. heilhveiti
1 msk. kartöflumjöl
Ýsan er hökkuð í matvinnsluvél,
öllu blandað saman við og hrært vel
í um 15 minútur. Bakað í kringlóttu
kökuformi í vatnsbaði í ofni. Þegar
fiskbúðingurinn er tilbúinn þá er því
hvolft á fallegt fat og skreytt með því
að láta tómatsósu renna niður eftir
búðingnum hér og þar. Borið fram
með soðnum gulrótum, kartöflum,
kryddhrísgrjónum og ljósri
pakkasósu. Eivor segist setja svolítið
mikið af rækjum út í sósuna.
Rabarbarapæ
Z2 kg af rabarbara
3 dl sykur
1 msk. kartöflumjöl
Öllu er blandað saman og sett í
skál. Blandan er sett inn í ofninn
smástund eða þangað til rabarbar-
inn mýkist. 3 dl af hveiti, 150 gr af
smjöri og 1 dl sykur er stappað sam-
an með gaffli og sett ofan á rabar-
barablönduna. Ofan á það eru síðan
settar saxaðar hnetur og perlusykur.
Pæið er bakað í 200 gráða heitum
ofni i um það bil 20 mínútur.
Rabarbarapæið er borið fram
með rjómasósu.
hvít. Þeyttum rjóma er bætt út í.
„Þetta er uppáhaldsmaturinn hjá
börnunum mínum,“ segir Eivor. Hún
skorar á tengdadóttur sína, Jóhönnu
Ragnarsdóttur.
-GHS
Rjómasósa
2 egg
Z2 dl sykur
1 dl rjómi
Egg og sykur eru
þeytt saman þar til
blandan er
Eivor Jónsson gefur uppskrift að góðu rabarbarapæi sem hún segir að sé í
uppáhaldi hjá krökkunum sínum. DV-mynd Sigurður Hlöðversson
Uppskriftir
frá Glódísi
Glódís Gunnarsdóttir þolfimi-
kennari hefur verið DV innan
handar með uppskriftir að ýmsu
gómsætu. Hér gefur Glódís upp-
skrift að fylltum hveitihornum,
ljúffengri gulróta- og zuccini-
köku og kartöflusalati.
Fyllt hveitihorn
5-6 dl hveiti
1 tsk. sjávarsalt
Z2 pakki þurrger
1 tsk. sykur
3-4 dl ylvolgt vatn eöa mjólk
Vökva, sykri og geri er bland-
að saman og geymt í 15 mínútur.
Hveitið er sigtað, salti er bætt út
í og öllu er blandaö saman, hnoð-
að og látið lyfta sér í 30 minútur.
Z< dós rjómaostur meó
kryddblöndu
2 msk. hrein jógúrt
ferskur graslaukur að vild
Fyllingin er hrœrö saman.
Deigið er hnoðað á ný og flatt
út, skorið í renninga og hver
renningur i þríhyrninga. 1-2 tsk.
af fyllingu eru settar við breiða
endann og rúllað upp þannig að
úr verði horn. Hornið er penslað
með eggi, kúmeni er stráð yfir og
hornunum raðað á plötu sem hef-
ur verið spreyjuð með pan-
spreyi.
Hornin eru bökuð við 175 gráð-
ur í 20-30 mínútur.
Gulróta- og
zuccinikaka
1 egg
1 eggjahvíta
200 g púöursykur
150 g eplamús
200 g iieilhveiti
2 tsk. lyftiduft
200.g zuccini
120 g gulrœtur
100 g möndlur
Egg, eggjahvíta og púðursykur
eru þeytt saman. Eplamús er
bætt við og þeytt örlítið áfram.
Heilhveiti og lyftiduft er hrært
saman við. Zuccini og gulrætur
eru hökkuð eða rifin smátt og
blandað samEm viö. Möndlukurl
er að síðustu sett út í.
Springform er spreyjað með
pan spreyi eða penslað með örlít-
illi olíu. Deiginu er hellt út í og
bakað við 175-180 gráður í um 40
mínútur. Kakan er best daginn
eftir, ekki nýbökuð.
Appelsínukrem
Zr-% dós 36% sýröur rjómi
1-1Z2 bolli flórsykur
Appelsínusafa eða Grand
Marnier eftir smekk hrært sam-
an við.
Kartöflusalat
6-7 bökunarkartöflur
1- 2 stór epli
1 bolli söxuö púrra
(grœni hlutinn)
2 tómatar
1 bolli rauö paprika
2- 3 sneiöar ananas,
skorinn í bita
lítil dós maísbaunir
Sósan
1-2 dósir 10% sýröur rjómi
1 tsk. karrí
1 tsk. paprika
1 msk. gult aromat
ferskur graslaukur,
saxaóur eóa þurrkaður
2 msk. svartur pipar
eftir smekk
Kartöflurnar eru soðnar, vatn-
inu hellt af og kartöflurnar látn-
ar standa. Allt annað er saxað
niður og blandað saman í skál.
Sósan er löguð og geymd. Volgar
kartöflurnar eru skrældar og
skornar í hæfilega bita, alls ekki
of smáa. Kartöflunum er blandað
saman við grænmetið og sósunni
er að síðustu hellt út á. Salatið á
að vera frekar þurrt en blautt.
Það er kælt.
-GHS