Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 12
>2 erlend bóksjá LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 JjV Metsölukiljur I ••••••••••••••• Bretland Skáldsögur: 1. Jostein Gaarder: Sophle’s World. 2. Rosamunde Pilcher: Coming Home. 3. Wllbur Smith: The Seventh Scroll. 4. Stephen King: The Two Dead Glrls. 5. Kate Atklnson: Behlnd the Scenes at the Museum. 6. Irvine Welsh: Tralnspotting. 7. Chaterlne Cookson: A Ruthless Need. 8. John Grlsham: The Rainmaker. 9. P.D. James: Original Sin. 10. John le Carré: Our Game. Rit almenns eölis: 1. Wlll Hutton: The State We’re In. 2. John Cole: As It Seemed to Me. 3. Alan Bennett: Writlng Home. 4. Graham Hancock: Fingerprints of the Gods. . 5. Brlan Lowry: The Truth is out there. 6. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 7. D. & E: Brlmson: Everywhere We Go. 8. Ngaire Genge: Unofficlal X-Flles Companlon. 9. Nelson Mandela: tong Walk to Freedom. 10. Andy McNab: Bravo Two Zero. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Jane Austen: Fornuft og felelse. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Llse Nergaard: Kun en pige. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. 5. Terry McMillan: Ándened. 6. Llse Nergaard: De sendte en dame. 7. Peter Heeg: De máske egnede. (Byggt á Politiken Sendag) Pulitzer fyrir rokk- óperu um eyðnisjúka Jonathan Larson dreymdi um að slá í gegn sem höfundur söngleikja. Að loknu háskólanámi flutti hann til New York, bjó í fátækrahverfi á Manhattan, vann fyrir sér sem þjónn á veitingahúsi en notaði frí- tímann til að semja á grundvelli hins fræga verks Puccinis, La Bo- heme, nýja „rokkóperu fyrir tíunda áratuginn" og MTV-kynslóðina, eins og hann mun hafa orðað það. Eftir sjö ára streð var hann kominn nægilega langt með söngleikinn til að leita fyrir sér hjá leikhúseigend- unum. Hann náði samningi við lítið leikhús íjarri gliti Broadway. Eftir lokaæfinguna 25. janúar síðastlið- inn veitti hann fyrsta blaðaviðtalið á ævinni, hélt heim í litlu íbúðina sína - og féll skömmu síðar dauður niður. Hann var 35 ára. Hann lifði því ekki nógu lengi til að sjá undrið gerast; söngleikurinn, sem nefnist „Rent“, vakti strax mik- íð umtal og fékk frábæra dóma. Sumir sögðu þetta „Hair“ þessa ára- tugar, aðrir að „Rent“ væri besti ameríski söngleikurinn síðan á sjötta áratugnum. Verkið verður flutt úr litla leik- húsinu yfir á Broadway fyrir lok þessa mánaðar og á vafalaust eftir að fara víða um lönd. Og nú hefur höfundurinn fengið Pulitzer-verð- launin, þótt hann sé ekki á lífl til að njóta þeirra né frægðarinnar og auðæfanna sem fylgja því að slá í gegn í Ameríku. Nær fjörutíu sönglög Eins og áður segir byggir Larson verk sitt á La Boheme. í „Rent“ er Mini eyðnisjúkur heróínneytandi Richard Ford fékk Pulitzer fyrir Independence Day. sem dansar á klámbúllu i New York. Önnur aðalperóna er lista- maðurinn Roger, sem er líka smit- aður af HlV-veirunni. Umsjón Elías Snæland Jónsson Þessar og aðrar persónur eiga sér hliðstæður í óperu Puccinis -sem fjallaði um bóhemska listamenn í fátækrahverfí Parísar á síðustu öld- inni. „Rent“ gerist hins vegar meðal eyðnisjúkra listamanna og heimilis- lausra fátæklinga á Manhattan. Larson samdi hátt í fjörutíu söng- lög í „Rent.“ Segja má að eitt þeirra lýsi vel vonum Larsons áður en hann féll svo skyndilega frá: „One Song Before I Go, One Song to Lea- ve Behind, One Song Glory.“ Ford fákk skáldsagna- verðlaunin Pulitzerverðlaunin fyrir skáld- sagnagerð fékk kunnur bandarískur rithöfundur, Richard Ford, fyrir „Independence Day“ - en hún er sjálfstætt framhald „The Sportswrit- er“ sem kom út árið 1986. Frank Bascombe, söguhetju bókanna, hef- ur af gangrýnendum verið líkt við Loman og Angstrom, sögupersónur í frægum skáldverkum eftir Arthur Miller og John Updike. „Ég er ekki vanur að vinna til verðlauna og lít á þetta sem mikinn heiður,“ sagði Ford þegar úrslitin lágu fyrir en hann dvelur við rit- störf í Frakklandi. Jortie Graham fékk að þessu sinni Pulitzerinn fyrir ljóðagerð. Verðlaunaverkið nefnist „The Dream of the Unified Field.“ Hún kennir skáldskap við háskólann í Iowa. Alan Taylor fékk Pulitzer fyrir sagnfræðiritið „William Cooper’s Town: Power and Persuasion on the Frontier of the Early American Republic," Jack Miles fyrir ævisög- una „God: A Biography" og Tina Rosenber fyrir rit almenns eðlis: „The Haunted Land: Facing Europe’s Ghosts after Commun- ism.“ Þá hlaut George Walker, 73 ára, Pulitzer fyrir tónsmíðar. „Lilacs" er 16 mínútna verk fyrir sópran og hljómsveit, byggt á ljóði eftir Walt Whitman. Metsölukiljur I ••••••••• • « *«••••• • ♦ Bandaríkin Skáldsögur: 1. Maeve Binchy: The Glass Lake. 2. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 3. John Grisham: The Rainmaker. 4. Catherine Coulter: The Cove. 5. Danlelle Steel: TheGift. 6. Amanda Quick: Mystique. 7. Elizabeth Lowell: Autumn Lover. 8. Jane Smiley: Moo. 9. V.C. Andrews: Tarnished Gold. 10. Mlchael P. Kube-McDowell: Before the Storm. 11. Steve Thayer: The Weatherman. 12. Michael Palmer: Sllent Treatment. 13. Wllbur Smlth: The Seventh Scroll. 14. Josteln Gaarder: Sophle’s World. 15. John Sandford: Mlnd Prey. Rit almenns eölis: 1. Ann Rule: Dead by Sunset. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 3. James Carville: We’re Right, They’re Wrong. 4. Mary Pipher: Revlvlng Ophella. 5. Helen Prejean: Dead Man Walking. 6. Thomas Cahill: How the Irlsh Saved Civllization. 7. Oliver Sacks: An Anthropologist on Mars. 8. Robert Fulghum: From Beginnlng to End. 9. Thomas Moore: Care of the Soul. 10. Rlchard Preston: The Hot Zone. 11. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. | 12. Nicholas Negroponte: Belng Dlgital. 13. B.J. Eadie & C. Taylor: I Embraced by the Llght. 14. Butler, Gregory & Ray: America’s Dumbest Crimlnals. 15. Clarissa Pinkola Estés: Women Who Run with the Wolves. (Byggt á New York Times Book Review) vísindi Merkar uppgötvanir bandarískra vísindanranna: Ensím kann að geyma lykil- inn að ófrjósemi hjá körlum Aspirín gegn fósturláti Breskir læknar segja að hægt sé að koma í veg fyrir fósturlát af völdum blóðtappa, svokallaðs Hughes heilkennis, með einfaldri meðferð sem felur m.a. í sér inn- töku aspiríns. Lækninum Graham Hughes tókst að auka fæðingartíðni | kvenna með heilkennið, sem eft- ir honum er nefnt, úr nitján pró- I séntum í sjötíu prósent. Sjúkdómur þessi drepur hluta | fylgjunnar sem nærir og verndar fóstrið. Vísindamennirnir gáfu konunum aspirín, sem vitað er að getur komið í veg fyrir mynd- un blóðtappa, ásamt blóðþynn- ingarlyfinu heraprín. Vanfærar konur eru þó varaðar við að taka aspirín upp á eigin spýtur. Of mikil vinna er hættuleg Það getur beinlínis verið ban- vænt að vinna of mikið. í öllu falli er of mikil vinna slæm fyrir heilsuna og getur valdið hjartaá- föllum, bronkítis og jafnvel of- beldishneigðri hegðun. Þetta eru niðurstöður könnun- ar tveggja breskra vísindamanna sem studdust m.a. við danskar, ítalskar, sænskar og breskar rannsóknir. Vandamál þetta er viðurkennt í Japan þar sem til er heilkenni sem heitir „dauöi vegna of mikils vinnuálags”. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Vísindamenn við Massachusetts General Hospital sjúkrahúsið í Boston segjast hafa uppgötvað ens- ím sem á þátt í að stjórna þroska sæðisfrumna. Uppgötvun þessi kann að leiða til nýrrar meðferðar við ófrjósemi karla, auk þess sem hún gæ.ti leitt af sér getnaðarvarnir fyrir karlpeninginn. „Ef við getum komið í veg fyrir starfsemi þessa ensíms er hugsan- legt að við getum búið til getnaðar- vöm fyrir karlmenn,” segir Dennis Brown, einn höfunda greinar um rannsóknirnar sem birtist í apríl- hefti tímaritsins Nature Medicine. „Og ef þetta ensím er gallað kynni það að vera ástæðan fyrir einhverj- um tilfellum af ófrjósemi hjá körl- um.“ Brown og samstarfsmenn hans uppgötvuðu hvernig ensím, sem kallað er „prótonpumpan”, viðheld- ur réttu sýrustigi sem þarf til fram- leiðslu á heilbrigðum sæðisfrumum. Eftir að sæðisfrumurnar hafa verið framleiddar í eistunum þroskast þær frekar í langri rás áður en þær yfirgefa líkamann um pípu. Bæði rásin og pípan verða að vera aðeins súrar til að koma í veg fyrir að sæðisfrumurnar knýi sig áfram og út úr líkamanum of snemma. Þegar sæðisfrumurnar svo yfirgefa líkamann gerir vökvi úr blöðruhálskirtlinum sýruna hlut- lausa til að þær geti komist áfram af eigin rammleik. Ef sæðisfrumurnar fara of snemma á stjá verða þær veikburða og þá eru minni líkur á að þær geti frjóvgað egg kvendýrsins. Brown og félagar hans höfðu áður fundið svip- að „prótonpumpu" ensím í nýrun- um sem fjarlægir eitraða sýru úr blóðinu og þrýstir henni út í þvagið. Svipuð ensím er að finna um all- an líkamann en vísindamennirnir komust að því að þau eru í mestum fjölda í nýrunum og ákveðnum hlut- um æxlunarfæra karldýrsins. Til þessa hafa vísindamennirnir aðeins gert rannsóknir sínar á rott- um. Brown segir það hins vegar mjög líklegt að ensímið sé einnig að finna í mannfólkinu og að starfsemi þess sé svipuð og gerist í rottum. Brown segir að margar ástæður ófrjósemi hjá körlum séu óþekktar, en frekari rannsóknir kynnu að sýna fram á að galli í starfsemi ens- ímsins sé ein ástæðan. Brown grun- ar einnig að umhverfisáhrif kunni að vera hluti skýringarinnar á því að sæðisfrumum hjá körlum fer fækkandi. Hann er nú að rannsaka ákveðin eiturefni í umhverfinu og frekari vitneskja um tengsl milli þeirra og ófrjósemi kynni að liggja fyrir eftir sex mánuði. Mýsnar hlaupa í spik Mýs sem veroa þybbnari með | aldrinum gætu orðið vísinda- mönnum að miklu liði i leit ( þeirra að geni sem ber ábyrgðina á því að mannfólkið fer alla jafna I að gildna þegar árin færast yfir. Mýs þessar, sem eru sérstak- j lega ræktaðar til að safha utan á I sig fitu á mismunandi vegu, eru nú helsta von lyfjafyrirtækja í 1 baráttunni gegn skvapinu. „Ég tel að offita sé að ein- I hverju leyti viðbrögð genanna við umhverfinu,” segir sam- Ieindaerfðafræðingurinn Patsy Nishina. IOf feitar mýs hafa það svo fram yfir mannfólkið að fitan safnast ekki fyrir í æðum þeirra og stíflar þær eins og hjá okkur. Heili karla dregst saman Skýringin á því hvers vegna karlar verða oft fúllyndari og gleymnari með aldrinum kann að vera fundin. Vísindamenn við háskólann i Pennsylvaníu hafa komist að því að heilar karla Í skreppa saman með aldrinum og | fyrir liggja staðfestingar á því að | viðbragðstíminn verður lengri og húmorinn ekki eins góður. Karlarnir einir verða fyrir I þessari heilarýrnun og hún getur | hafist þegar viökomandi er á þrí- I tugsaldrinum. | Taugasálfræðingurinn Ruben : Gur, sem stjórnaði rannsókn- inni, gerir sér vonir um að hægt I sé að koma í veg fyrir rýrnunina með því að gera æfingar, þ.e. að l virkja heilann á annan hátt en venjulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.