Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Page 12
>2 erlend bóksjá LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 JjV Metsölukiljur I ••••••••••••••• Bretland Skáldsögur: 1. Jostein Gaarder: Sophle’s World. 2. Rosamunde Pilcher: Coming Home. 3. Wllbur Smith: The Seventh Scroll. 4. Stephen King: The Two Dead Glrls. 5. Kate Atklnson: Behlnd the Scenes at the Museum. 6. Irvine Welsh: Tralnspotting. 7. Chaterlne Cookson: A Ruthless Need. 8. John Grlsham: The Rainmaker. 9. P.D. James: Original Sin. 10. John le Carré: Our Game. Rit almenns eölis: 1. Wlll Hutton: The State We’re In. 2. John Cole: As It Seemed to Me. 3. Alan Bennett: Writlng Home. 4. Graham Hancock: Fingerprints of the Gods. . 5. Brlan Lowry: The Truth is out there. 6. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 7. D. & E: Brlmson: Everywhere We Go. 8. Ngaire Genge: Unofficlal X-Flles Companlon. 9. Nelson Mandela: tong Walk to Freedom. 10. Andy McNab: Bravo Two Zero. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Jane Austen: Fornuft og felelse. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Llse Nergaard: Kun en pige. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. 5. Terry McMillan: Ándened. 6. Llse Nergaard: De sendte en dame. 7. Peter Heeg: De máske egnede. (Byggt á Politiken Sendag) Pulitzer fyrir rokk- óperu um eyðnisjúka Jonathan Larson dreymdi um að slá í gegn sem höfundur söngleikja. Að loknu háskólanámi flutti hann til New York, bjó í fátækrahverfi á Manhattan, vann fyrir sér sem þjónn á veitingahúsi en notaði frí- tímann til að semja á grundvelli hins fræga verks Puccinis, La Bo- heme, nýja „rokkóperu fyrir tíunda áratuginn" og MTV-kynslóðina, eins og hann mun hafa orðað það. Eftir sjö ára streð var hann kominn nægilega langt með söngleikinn til að leita fyrir sér hjá leikhúseigend- unum. Hann náði samningi við lítið leikhús íjarri gliti Broadway. Eftir lokaæfinguna 25. janúar síðastlið- inn veitti hann fyrsta blaðaviðtalið á ævinni, hélt heim í litlu íbúðina sína - og féll skömmu síðar dauður niður. Hann var 35 ára. Hann lifði því ekki nógu lengi til að sjá undrið gerast; söngleikurinn, sem nefnist „Rent“, vakti strax mik- íð umtal og fékk frábæra dóma. Sumir sögðu þetta „Hair“ þessa ára- tugar, aðrir að „Rent“ væri besti ameríski söngleikurinn síðan á sjötta áratugnum. Verkið verður flutt úr litla leik- húsinu yfir á Broadway fyrir lok þessa mánaðar og á vafalaust eftir að fara víða um lönd. Og nú hefur höfundurinn fengið Pulitzer-verð- launin, þótt hann sé ekki á lífl til að njóta þeirra né frægðarinnar og auðæfanna sem fylgja því að slá í gegn í Ameríku. Nær fjörutíu sönglög Eins og áður segir byggir Larson verk sitt á La Boheme. í „Rent“ er Mini eyðnisjúkur heróínneytandi Richard Ford fékk Pulitzer fyrir Independence Day. sem dansar á klámbúllu i New York. Önnur aðalperóna er lista- maðurinn Roger, sem er líka smit- aður af HlV-veirunni. Umsjón Elías Snæland Jónsson Þessar og aðrar persónur eiga sér hliðstæður í óperu Puccinis -sem fjallaði um bóhemska listamenn í fátækrahverfí Parísar á síðustu öld- inni. „Rent“ gerist hins vegar meðal eyðnisjúkra listamanna og heimilis- lausra fátæklinga á Manhattan. Larson samdi hátt í fjörutíu söng- lög í „Rent.“ Segja má að eitt þeirra lýsi vel vonum Larsons áður en hann féll svo skyndilega frá: „One Song Before I Go, One Song to Lea- ve Behind, One Song Glory.“ Ford fákk skáldsagna- verðlaunin Pulitzerverðlaunin fyrir skáld- sagnagerð fékk kunnur bandarískur rithöfundur, Richard Ford, fyrir „Independence Day“ - en hún er sjálfstætt framhald „The Sportswrit- er“ sem kom út árið 1986. Frank Bascombe, söguhetju bókanna, hef- ur af gangrýnendum verið líkt við Loman og Angstrom, sögupersónur í frægum skáldverkum eftir Arthur Miller og John Updike. „Ég er ekki vanur að vinna til verðlauna og lít á þetta sem mikinn heiður,“ sagði Ford þegar úrslitin lágu fyrir en hann dvelur við rit- störf í Frakklandi. Jortie Graham fékk að þessu sinni Pulitzerinn fyrir ljóðagerð. Verðlaunaverkið nefnist „The Dream of the Unified Field.“ Hún kennir skáldskap við háskólann í Iowa. Alan Taylor fékk Pulitzer fyrir sagnfræðiritið „William Cooper’s Town: Power and Persuasion on the Frontier of the Early American Republic," Jack Miles fyrir ævisög- una „God: A Biography" og Tina Rosenber fyrir rit almenns eðlis: „The Haunted Land: Facing Europe’s Ghosts after Commun- ism.“ Þá hlaut George Walker, 73 ára, Pulitzer fyrir tónsmíðar. „Lilacs" er 16 mínútna verk fyrir sópran og hljómsveit, byggt á ljóði eftir Walt Whitman. Metsölukiljur I ••••••••• • « *«••••• • ♦ Bandaríkin Skáldsögur: 1. Maeve Binchy: The Glass Lake. 2. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 3. John Grisham: The Rainmaker. 4. Catherine Coulter: The Cove. 5. Danlelle Steel: TheGift. 6. Amanda Quick: Mystique. 7. Elizabeth Lowell: Autumn Lover. 8. Jane Smiley: Moo. 9. V.C. Andrews: Tarnished Gold. 10. Mlchael P. Kube-McDowell: Before the Storm. 11. Steve Thayer: The Weatherman. 12. Michael Palmer: Sllent Treatment. 13. Wllbur Smlth: The Seventh Scroll. 14. Josteln Gaarder: Sophle’s World. 15. John Sandford: Mlnd Prey. Rit almenns eölis: 1. Ann Rule: Dead by Sunset. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 3. James Carville: We’re Right, They’re Wrong. 4. Mary Pipher: Revlvlng Ophella. 5. Helen Prejean: Dead Man Walking. 6. Thomas Cahill: How the Irlsh Saved Civllization. 7. Oliver Sacks: An Anthropologist on Mars. 8. Robert Fulghum: From Beginnlng to End. 9. Thomas Moore: Care of the Soul. 10. Rlchard Preston: The Hot Zone. 11. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. | 12. Nicholas Negroponte: Belng Dlgital. 13. B.J. Eadie & C. Taylor: I Embraced by the Llght. 14. Butler, Gregory & Ray: America’s Dumbest Crimlnals. 15. Clarissa Pinkola Estés: Women Who Run with the Wolves. (Byggt á New York Times Book Review) vísindi Merkar uppgötvanir bandarískra vísindanranna: Ensím kann að geyma lykil- inn að ófrjósemi hjá körlum Aspirín gegn fósturláti Breskir læknar segja að hægt sé að koma í veg fyrir fósturlát af völdum blóðtappa, svokallaðs Hughes heilkennis, með einfaldri meðferð sem felur m.a. í sér inn- töku aspiríns. Lækninum Graham Hughes tókst að auka fæðingartíðni | kvenna með heilkennið, sem eft- ir honum er nefnt, úr nitján pró- I séntum í sjötíu prósent. Sjúkdómur þessi drepur hluta | fylgjunnar sem nærir og verndar fóstrið. Vísindamennirnir gáfu konunum aspirín, sem vitað er að getur komið í veg fyrir mynd- un blóðtappa, ásamt blóðþynn- ingarlyfinu heraprín. Vanfærar konur eru þó varaðar við að taka aspirín upp á eigin spýtur. Of mikil vinna er hættuleg Það getur beinlínis verið ban- vænt að vinna of mikið. í öllu falli er of mikil vinna slæm fyrir heilsuna og getur valdið hjartaá- föllum, bronkítis og jafnvel of- beldishneigðri hegðun. Þetta eru niðurstöður könnun- ar tveggja breskra vísindamanna sem studdust m.a. við danskar, ítalskar, sænskar og breskar rannsóknir. Vandamál þetta er viðurkennt í Japan þar sem til er heilkenni sem heitir „dauöi vegna of mikils vinnuálags”. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Vísindamenn við Massachusetts General Hospital sjúkrahúsið í Boston segjast hafa uppgötvað ens- ím sem á þátt í að stjórna þroska sæðisfrumna. Uppgötvun þessi kann að leiða til nýrrar meðferðar við ófrjósemi karla, auk þess sem hún gæ.ti leitt af sér getnaðarvarnir fyrir karlpeninginn. „Ef við getum komið í veg fyrir starfsemi þessa ensíms er hugsan- legt að við getum búið til getnaðar- vöm fyrir karlmenn,” segir Dennis Brown, einn höfunda greinar um rannsóknirnar sem birtist í apríl- hefti tímaritsins Nature Medicine. „Og ef þetta ensím er gallað kynni það að vera ástæðan fyrir einhverj- um tilfellum af ófrjósemi hjá körl- um.“ Brown og samstarfsmenn hans uppgötvuðu hvernig ensím, sem kallað er „prótonpumpan”, viðheld- ur réttu sýrustigi sem þarf til fram- leiðslu á heilbrigðum sæðisfrumum. Eftir að sæðisfrumurnar hafa verið framleiddar í eistunum þroskast þær frekar í langri rás áður en þær yfirgefa líkamann um pípu. Bæði rásin og pípan verða að vera aðeins súrar til að koma í veg fyrir að sæðisfrumurnar knýi sig áfram og út úr líkamanum of snemma. Þegar sæðisfrumurnar svo yfirgefa líkamann gerir vökvi úr blöðruhálskirtlinum sýruna hlut- lausa til að þær geti komist áfram af eigin rammleik. Ef sæðisfrumurnar fara of snemma á stjá verða þær veikburða og þá eru minni líkur á að þær geti frjóvgað egg kvendýrsins. Brown og félagar hans höfðu áður fundið svip- að „prótonpumpu" ensím í nýrun- um sem fjarlægir eitraða sýru úr blóðinu og þrýstir henni út í þvagið. Svipuð ensím er að finna um all- an líkamann en vísindamennirnir komust að því að þau eru í mestum fjölda í nýrunum og ákveðnum hlut- um æxlunarfæra karldýrsins. Til þessa hafa vísindamennirnir aðeins gert rannsóknir sínar á rott- um. Brown segir það hins vegar mjög líklegt að ensímið sé einnig að finna í mannfólkinu og að starfsemi þess sé svipuð og gerist í rottum. Brown segir að margar ástæður ófrjósemi hjá körlum séu óþekktar, en frekari rannsóknir kynnu að sýna fram á að galli í starfsemi ens- ímsins sé ein ástæðan. Brown grun- ar einnig að umhverfisáhrif kunni að vera hluti skýringarinnar á því að sæðisfrumum hjá körlum fer fækkandi. Hann er nú að rannsaka ákveðin eiturefni í umhverfinu og frekari vitneskja um tengsl milli þeirra og ófrjósemi kynni að liggja fyrir eftir sex mánuði. Mýsnar hlaupa í spik Mýs sem veroa þybbnari með | aldrinum gætu orðið vísinda- mönnum að miklu liði i leit ( þeirra að geni sem ber ábyrgðina á því að mannfólkið fer alla jafna I að gildna þegar árin færast yfir. Mýs þessar, sem eru sérstak- j lega ræktaðar til að safha utan á I sig fitu á mismunandi vegu, eru nú helsta von lyfjafyrirtækja í 1 baráttunni gegn skvapinu. „Ég tel að offita sé að ein- I hverju leyti viðbrögð genanna við umhverfinu,” segir sam- Ieindaerfðafræðingurinn Patsy Nishina. IOf feitar mýs hafa það svo fram yfir mannfólkið að fitan safnast ekki fyrir í æðum þeirra og stíflar þær eins og hjá okkur. Heili karla dregst saman Skýringin á því hvers vegna karlar verða oft fúllyndari og gleymnari með aldrinum kann að vera fundin. Vísindamenn við háskólann i Pennsylvaníu hafa komist að því að heilar karla Í skreppa saman með aldrinum og | fyrir liggja staðfestingar á því að | viðbragðstíminn verður lengri og húmorinn ekki eins góður. Karlarnir einir verða fyrir I þessari heilarýrnun og hún getur | hafist þegar viökomandi er á þrí- I tugsaldrinum. | Taugasálfræðingurinn Ruben : Gur, sem stjórnaði rannsókn- inni, gerir sér vonir um að hægt I sé að koma í veg fyrir rýrnunina með því að gera æfingar, þ.e. að l virkja heilann á annan hátt en venjulega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.