Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 JjV
Sjálfstæður, heiðar-
legur en hládrægur
Nærmynd af Petri Kr. Hafstein forsetaframbjoðanda:
Einn viðmælenda blaðsins segist þess viss að Pétur gjaldi þess hve rólyndur hann er ef kosningarnar snúist upp í skylmingar. „Ef hins vegar verður spurt
um heiðarleika, traust og stefnufestu held ég hann kæmi mjög vel út úr þeim.“ DV-myndir BG
Pétur Kr. Hafstein lýsti því yfir
sl. mánudag að hann hygðist sækj-
ast eftir kjöri til embættis forseta ís-
lands. Ákvörðunina tók Pétur í kjöl-
far yfirlýsingar Daviðs Oddssonar
forsætisráðherra að hann hygðist
ekki bjóða sig fram til forseta. Sam-
kvæmt skoðanakönnun DV, sem
birtist sl. miðvikudag, nýtur Pétur
fylgis 11,5 prósenta þjóðarinnar og
er þar með í þriðja sæti þeirra sem
tilkynnt hafa um framboð sitt.
Hallur Hallsson, sem tekið hefur
að sér að aðstoða Pétur í forseta-
framboðinu, segir í Alþýðublaðinu
þennan árangur framar vonum mið-
að við að könnunin var gerð sama
daginn og Pétur tilkynnti um fram-
boð sitt. Engu að síður er ljóst að
Pétur á á brattann að sækja því að
Ólafur Ragnar nýtur í sömu könnun
fylgis 61 prósents þjóðarinnar og 14
af hundraði hyggjast greiða Guð-
rúnu Pétursdóttur atkvæði sitt sam-
kvæmt sömu könnun.
Þeir sem hafa haft kynni af Pétri
í gegnum tíðina virðast vera á einu
máli um ágæti hans. Allir eru sam-
mála um að hann sé traustur og
vammlaus embættismaður. Lýsing-
arorð eins og sanngjam, reglusam-
ur, ábyggilegur, samviskusamur og
grandvar rata gjarnan á tungu
þeirra sem til hans þekkja. Þá em
flestir sammála um að á bak við
formfast yfirborðið leynist gaman-
samur maður sem þó segir aldrei
meira en segja þarf.
„Það var afskaplega gott að vinna
með Pétri. Hann er mikill embættis-
maður og traustur í alla staði. Hann
afgreiðir þau mál sem hann byrjar á
og klárar allt sem hann tekst á
hendur a faglegan hátt. Ég varð
aldrei vitni að því að hann færi í
manngreinarálit. Hann svaraði öll-
um þeim sem leituðu til hans, sama
hvert erindið var - merkilegt eða
ómerkilegt," segir Bjöm Jóhanns-
son, héraðsdómslögmaður og fyrr-
um aðalfulltrúi Péturs þegar hann
var sýslumaður á ísafirði.
Hann segir Pétur hafa verið afar
traustan yfirmann og sanngjarnan.
Hann hafi til dæmis staðið einarð-
lega á bak við starfsfólk sitt ef eitt-
hvað bjátaði á og það hafði réttan
málstað að verja.
„Það var einstaklega gott að leita
til hans. Ég kom til dæmis til starfa
hjá honum beint úr námi, ungur og
óreyndur, og hann var mjög góður
leiðbeinandi. Hann var mér alveg
ómetanlegur.“
Björn segist þess viss að Pétur
yrði góður forseti og það þarf ekki
að koma á óvart, að framansögðu,
að hann svarar því játandi aðspurð-
ur hvort hann muni greiðá honum
atkvæði sitt á kjördag.
„Þetta er maður sem ég ber mikla
virðingu fyrir og í mínum huga er
það engin spuming að hann yrði
framúrskarandi forseti."
Framkvæmdi sínar
skyldur
Pétur var sýslumaður og bæjarfó-
geti á ísafirði frá 1983 til 1991. Svo
virðist sem ferill hans sem sýslu-
manns hafi verið vammlaus enda
Pétur maður bókstafs laganna og
reglugerðarinnar. Þótt oft sé erfitt
aö ganga að atvinnurekstri í litlum
byggðarlögum eins og á ísaflrði og
nágrenni þá frestaði Pétur aldrei
innheimtustörfum svo lengi að það
yrði saknæmt. Hann framkvæmdi
sínar skyldur hvort sem þær voru
léttbærar eða þungbærar, eins og
einn viðmælandi blaðsins komst að
orði.
Það kom til dæmis einum Vest-
firðingi, sem DV ræddi við, veru-
lega á óvart þegar Pétur bankaði
eitt sinn upp á heima hjá honum og
spurði um litla bamið á heimilinu.
Sá stutti hafði verið svo heppinn að
vinna til verðlauna í umferðarget-
raun og var sýslumaður sjálfur
kominn með Dúa vörubíl til að af-
henda honum í viðurkenningar-
skyni. „Hann reyndist þá eftir allt
saman vera möppudýr með gott
hjartalag," komst Vestfirðingurinn
að orði um þetta framtak Péturs.
Eitt mál, snemma á starfsferli
Péturs á ísafirði, varð þó til þess að
athafnamenn á ísafirði töldu að
hagsmunum sínum vegið.
Til hópslagsmála kom í bænum á
milli áhafnar grænlensks rækjutog-
ara og heimamanna á Isafirði. ís-
firðingar urðu sér úti um barefli í
nálægum girðingum en Grænlend-
ingarnir vörðust með hnífum en
voru þó hraktir niður í togara. Nið-
urstaða málsins varð sú að Pétur
úrskurðaði Grænlendingana í
þriggja vikna landgöngubann en
degi eftir atvikið var skipt um áhöfn
á togaranum og ný áhöfn flaug til
ísafjarðar. Sú áhöfn var látin taka
út bannið með þeim afleiðingum að
verslunarmenn, gistihúsa-, og veit-
ingahúsaeigendur urðu af talsverð-
um viðskiptum. Vakti málið tals-
verða reiði þessarra manna sem
fannst ekki rétt að málinu staðið og
til fullharkalegra ráðstafana hefði
verið gripið - þ.e. röngum mönnum
refsað með tilheyrandi óþægindum
fyrir athafnamenn og úrskurðurinn
ekki endurskoðaður með hliðsjón af
því.
Virtur en geislaði
ekki af honum
Finnbogi Hermannsson, frétta-
maður Ríkisútvarpsins á Vestfjörð-
um, starfaði sem lögregluþjónn á
ísafirði fyrstu ár Péturs sem sýslu-
manns.
„Ég held að almennt hafi menn
borið virðingu fyrir Pétri - kannski
höfðu ýmsir beyg af honum og svo
sem allt í lagi með það. Hann var
talinn vera mjög vammlaus embætt-
I Forsetaefni
í nærmynd
Til þessa hafa birst í DV nær-
j myndir af öllum þeim forseta-
l frambjóðendum og hugsanlegum
| forsetaframbjóðendum sem
mælst hafa með um eða yfir 10
- prósenta fylgi í skoðanakönnun-
| um blaðsins. Af þeim fimm ein-
staklingum sem varpað hefur
§ verið Ijósi á á þennan hátt hafa
| þrír boðið sig fram og nú birtist
; fjórða nærmyndin, af Pétri Kr.
I; Hafstein sem mældist með 11,5
| prósenta fylgi sl. þriðjudag.
ismaður en það geislaði ekki beint
af honum - hann hafði ekki mikla
útgeislun. Þetta var líka ungur mað-
ur, kominn í þetta valdamikla emb-
ætti á Vestfjörðum, sem er nú
kannski ekki mjög auðvelt enda
Vestfirðingar frjálsir af sér.
Kannski mótaðist framkoma hans
af óframfæmi og feimni. Þetta var
ekki maður sem var að troða sér
fram eða sýndi hroka eða þvíumlíkt
heldur allt annað. Persónulega hef
ég ekkert annað en gott um hann að
segja.“
„Ég held ég myndi gefa Pétri mín
bestu meðmæli ef eftir þeim yrði
leitað. Ég starfaöi mikið með hon-
um þau ár sem ég var hér á Ísafirði
og leiðir okkar lágu einnig saman í
íjármálaráðuneytinu þar sem hann
vann frá 1978 til 1983. Ég met störf
hans mjög mikils, hann er áreiðan-
legur og tel hann í alla staði upp-
fylla þær kröfur sem gerðar hafa
verið til hans í þeim störfum sem ég
hef starfað með honum. Hann er 100
prósent maður sem kallað er - skil-
ar sínum verkum fullkomlega," seg-
ir Haraldur Haraldsson, hagfræð-
ingur og bæjarstjóri á ísafirði á
sama tíma og Pétur var sýslumaður
þar.
Ættstór hægrimaður
Pétur er ættstór maður og óhætt
að fullyrða að hann tilheyri borg-
arastéttinni íslensku. Hann er son-
ur Jóhanns Hafstein, sem var síð-
asti forsætisráðherra Viðreisnar-
stjórnarinnar. Jóhann var jafnframt
framkvæmdastjóri flokksins um
árabil og er af sumum sagður einn
af arkitektum flokksmaskínunnar
svokölluðu sem sömu mrpn segja að
komi til með að nýtast fétri þegar
forsetaslagurinn harðnar. Móðir
Péturs var Ragnheiður Hafstein,
fædd Thors. Hún var dóttir Hauks,
bróður Ólafs forsætisráðherra. Pét-
ur og Guðrún Pétursdóttir, sem
hann etur kappi við, eru því þre-
menningar og bítast því um fylgi
sama hóps, sem glögglega hefur
komið í ljós í greiningu á skoðana-
könnun DV.
Engin glappaskot
Pétur útskrifaðist úr Menntaskól-
anum í Reykjavík árið 1969. Meðal
bestu félaga hans þar var Hallgrim-
ur Geirsson, hæstaréttarlögmaður
og framkvæmdastjóri Morgunblaðs-
ins, og bekkjarbróðir hans var Þór-
arinn Eldjárn.
„Ég þekkti hann nú aldrei neitt
voðalega vel þrátt fyrir að hafa ver-
ið með honum í bekk í þrjú ár.
Hann var líka á dálítið öðru róli en
ég og mínir kunningjar. Hann var
afskaplega reglusamur - settlegur
og dannaður. Pétur er samt einstak-
lega traustur og góður drengur,“
segir Þórarinn.
Hann heldur að Pétur yrði mjög
traustur forseti. „Hann myndi ekki
gera neinar vitleysur. Svo mikið er
víst.“
Þórarinn segist viss um að Pétur
gjaldi þess hve rólyndur hann er ef
kosningarnar snúist upp í skylm-
ingar. „Ef hins vegar verður spurt
um heiðarleika, traust og stefnu-
festu þá held ég hann kæmi mjög
vel út úr þeim.“
Tvennum sögum fer af því hversu
virkur Pétur hafi verið í félagslífi á
sínum menntaskólaárum. Hann var
þó í stjórn málfundafélags skólans,
Framtíðarinnar, og á háskólaárum
sínum varð hann formaður Vöku.