Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 DV
Karlatískan sem
konur yfirtóku
- heimsókn í sokkabuxnaverksmiðju
Flestar íslenskar konur vita að
stórsöngvarinn Kristján Jóhanns-
son býr í bænum Desenzano við
sunnanvert Gardavatn á Ítalíu. Þær
eru hins vegar færri sem vita að
ítölsku sokkabuxurnar sem þær
klæðast eru án efa framleiddar í
næsta nágrenni við stórsöngvaránn.
Næsta öruggt er svo að engin þeirra
veit að aðferðin við endanlegan frá-
gang og pökkun þessarar nauð-
synjavöru nútímans minnir mikið á
lokafrágang fiskflaka í íslensku
frystihúsi.
Eins og svo margt annað í tísku-
heiminum á sokkabúxnatískan sér
langa og skemmtilega sögu.
framleiðslu og í bílaborginni
Detroit.
Til að segja okkur frá hvernig
sokkabuxur verða til og hvað ræður
stefnu og straumum þeirrar tísku
fengum við sölustjóra útflutnings-
deilar CSP, Giorgio Bertagna, sem
leiddi okkur um fjögurra hektara
verksmiðjubyggingar fyrirtækisins.
Válvæðing
og handavinna
Skoðunarferðin fylgdi framleiðsl-
unni frá því að sjá hvar hráefnið,
örfínn þráður-
inn, er geymt í
risastórum
vöruhúsum
og allt til
lokafrágangs-
ins þar sem
æfðar hendur
og næm augu
ljúka hinu
flókna ferli
sem jafn ein-
faldur og hvers-
dagslegur hlutur
og sokkabuxur
þurfa að fara í
• gegnum áður en
neytandinn
fær þær í
hendur.
Það voru til dæmis
aðeins karlmenn sem
íklæddust fyrstu sokka-
buxunum, svo sem sjá má í
kvikmyndum þar sem söguhetj-
urnar eru fræknir skylminga-
kappar miðalda, enda var þá
talið ósiðlegt ef sást í sköpulag
fótleggja kvenna.
Smám saman breyttist tísk-
an, karlmenn héldu sig meira
og meira við siðbuxurnar og
með hækkandi pilsföldum
varð gagnsemi hárra
sokka konum æ ljósari. Á
Efnisvalið tók líka
skjótum breyting-
um, fyrst voru það
ullarsokkar, síðan
tóku við silkisokkar
og krepsokkar, en
stóðust þó ekki sam-
keppni við gerviefnin
á nælonöld og enn eru ný efni
uð, nú síðast hinn svokallaði lycra-
þráður, sem auk styrks og teygju
gefur sokkunum glansandi og heill-
andi áferð.
Miðpunktur
sárhæfðs tískuiðnaðar
Til þess að fræðast ögn um þann
hluta tiskuheimsins sem fæst við
þróun og framleiðslu þessarar
ómissandi nauðsynjavöru nútíma-
kvenna, heimsóttum við á dögunum
verksmiðju eins stærsta sokka-
buxnaframleiðanda í Evrópu, fyrir-
tækið Calzificio San Pellegrino,
skammstafað CSP, í hinum 4000 ára
gamla bæ Ceresara. Þetta fyrirtæki
hefur nýlega fengið viöurkenningu
ítalska tímaritsins Quality,' sem
tengist háskólanum í Milanó, fyrir
gæðaframleiðslu á sínu sviði og
einmitt frá þessu fyrirtæki er mest
af þeim sokkabuxum sem fluttar
eru til íslands.
í næsta nágrenni er fjöldi smárra
og stórra fyrirtækja í þessari grein,
það er eins og þekking og reynsla
hafí safnast á þetta litla svæði, líkt
og gert hefur í Sviss varðandi úra-
„Þráð- —i
urinn er það
eina sem við þurfum að fá ann-
ars staðar að,“ segir Bertagna í
upphafi ferðar og sýnir okkur á að
giska 40 sentímetra há kefli, sem
minna á tvinnakefli.
„Á hverju kefli eru 10.000 kíló-
metrar af þræði, þannig að aðeins 4
kefli þyrfti til að ná umhverfis
hnöttinn. Á keflunum er þráðurinn
sléttur og við látum hann bíða í 3
mánuði til þess að hann jafni sig og
aðlagist hita- og rakastigi verk-
smiðjunnar. Þá er hann tekinn til
meðhöndlunar, fyrst gerður á hann
snúningur, síðan prjónað úr honum
og að lokum eru sokkabuxurnar lit-
aðar.“
„Eins og ég sagði áðan sjáum við
sjálfir um alla þætti framleiðslunn-
ar, segir Bertagna. Við byrjuðum
reyndar sem litunarverksmiðja, en
litunin er mjög vandasöm, hætta er
á mislitun og svo verða litirnir
alltaf að vera eins blandaðir, jafnvel
frá ári til árs, því konur halda sig
gjarnan við sama litinn.“
Hver einasti sokkur
skoðaður fránum augum
Þegar sokkarnir koma úr prjóna-
vélunum eru þeir eins og langur
strokkur eða hólkur, prjónaðir úr 9
til 15 mismunandi gerðum þráða,
sérstakt teygjuefni í strenginn og
sterkari neðst og efst. Tugi kíló-
metra af þessum fíngerða þræði
þarf til að gera einar sokkabuxur af
venjulegri gerð.
Eftir að prjónavélarnar hafa lokið
við gerð hólkanna tekur við sauma-
skapur þar sem gengið er frá á tá,
tveir hólkar saumaðir saman til að
mynda buxur og skrefbót komið fyr-
ir um leið. Allt er þetta unnið í vél-
um, að miklu leyti sjálfvirkt.
Síðan er sokkabuxunum smeygt
upp á fótlaga spjöld sem að því
búnu renna í gegnum hitaofna til að
lögun þeirra haldist. Á meðan öll
þessi vinna fer fram eru sokkabux-
urnar ólitaðar, gráhvítar og aðeins
lítill litaður þráður greinir að teg-
undir og stærðir.
Litunin fer svo fram í gríðarstór-
um pottum, þar er allt tölvustýrt
þannig að nákvæmnin nálgast
100%. Úr lituninni er sokkabuxun-
um enn smeygt upp á spjöld og þær
þurrkaðar í þar til gerðum örbylgju-
ofni.
Á öllum stigum framleiðslunnar
leita stúlkur gaumgæfilega að mis-
fellum eða öðrum göllum. Það er
ótrúlegt til þess að hugsa að 80 mUlj-
ón sokkabuxur skuli á ári hverju
renna fyrir augu stúlknanna, án
þess að nokkuð fari fram hjá þeim.
„Það eru engin tæki sem taka
mannsauganu fram,“ segir
Bertagna, við höfum svo gott gæða-
eftirlit að við getum veitt ábyrgð á
framleiðslu okkar, einir stórra
framleiðenda í þessari grein, því
mistök gerast varla.
Markaðssetningin
„Við fylgjumst að sjálfsögðu
grannt með tískunni. Um leið og
pilsfaldarnir styttast eykst lita-
gleði viðskiptavina okkar og
eins er þykkt sokkabuxn-
anna háð ýmsum aðstæð-
um,“ segir Bertagna.
„Við fylgjumst alls
staðar með. Við
finnum til dæmis
út hvaða teg-
undir henta
best á ís-
landi og
með reynslu okkar þaðan getum við
markvissar sótt inn á markaði í öðr-
um köldum löndum.
Þá er að okkar mati mjög mikilvægt
að viðskiptavinir okkar geti fengið
þessa neysluvöru hvar sem þeir
kunna að vera staddir í heiminum og
leggjum því áherslu á að selja okkar
merki í góðum verslunum sem víðast.
Við skiptum um gerðir í sam-
ræmi við markaðskannanir okkar
og fullyrðum að enginn keppinaut-
anna stendur okkur á sporði í vöru-
vali. Enda sanna viðbrögð neytend-
anna það svo ekki verður um villst
og til marks um það höfum við um
70% markaðarins á íslandi."
Líkt og í frystihúsi
Leið okkar um hinar glæsilegu
verksmiðjur lýkur í pökkunardeild-
Stúlkur að leita hringorma og pakka flökum í íslensku frystihúsi? Nei, ítalsk-
ar kynsystur þeirra að pakka sokkabuxum - ef til vill að leita að silkiormum!
Áþekk vinnubrögð, ekki satt?
Þráðurinn á 4 svona keflum myndi ná umhverfis jörðina, svona fínlegt
er hráefnið.