Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 35
43 13 "U LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 ^SA S'T K Allt í einu kom breski skipstjórinn með linubyssu og miðaði henni á okkur. Hann sagðist nú vera með stjórn á skipinu og ef við gerðum minnstu tilraun til að hefta för tog- arans myndi hann skjóta. Ég sá að ég var of seinn til að taka upp byss- una mína því ég hafði sett hlífina yfir aftur. Ég ákvað að ef hann ætl- aði að taka af mér vopnið gripum við til örþrifaráða en annars léti ég kyrrt liggja. Skipstjórinn fór í tal- stöðina og kallaði til varðskipsins: „Ég hef tekið völdin hérna og hér eftir ræð ég í mínu skipi. Stýrimað- urinn fær ekki að fara í talstöðina nema með mínu leyfi.“ Eftir þetta vorum við sambands- lausir við varðskipið. Guðmundur gaf okkur hins vegar orðsendingu í talstöðina um að verið væri að tala við stjórnvöld, útgerðina og sendi- ráðið - við skyldum bara taka það rólega. Hann teldi best að ef til átaka kæmi yrði það að vera að vel yfirlögðu ráði. Bretarnir skildu Guðmund auðvitað ekki en ég gat hins vegar ekki svarað honum.“ Ríkisstjórnin gaf „skammbyssuleyfi" „Kvöldið leið og komið var langt fram á nótt þegar Guðmundur til- kynnti að ég hefði nú leyfi til að beita skammbyssunni afleiðingarn- ar yrðu á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „En þú stoppar skipið,“ sagði hann. „Ég gef þér tíma til að hugsa og ég ætla að sigla varðskipinu í ró- legheitum að togaranum og sjö menn hjá okkur verða klárir í bát- inn sem er tilbúinn á síðunni," sagði Guðmundur. Ég lét sem ekk- ert væri og sagði brosandi við strák- ana: „Það er best að fá sér tesopa.“ Bretarnir skynjuðu ekki að eitthvað alvarlegt væri á seyði. Við tókum upp kaffíbrúsana sem við höfðum tekið með okkur og ég sagði strák- unum að fá sér að drekka. Ég vissi að línubyssan lá á bekknum í korta- klefanum. Ég sagði nú 3. stýrimanni að ef skipstjórinn kæmi fram í brúna myndi ég stökkva í veg fyrir hann og hann tæki þá línubyssuna. Auk okkar íslendinganna voru í brú tog- arans breski stýrimaðurinn og há- seti við stýrið. Nokkru síðar gekk skipstjórinn fram á stjórnpallinn og leit út um einn brúargluggann. Um leið losaði ég um byssuhulstrið og hljóp í dyragætt kortaklefans og miðaði byssunni á skipstjórann. Ég sagði að ef hann hreyfði sig myndi ég skjóta hann. Um leið hljóp 3. stýrimaður að línubyssunni og tók hvellhéttuna úr. Ég teygði mig upp í talstöðina og tilkynnti Guðmundi að ég hefði vald á skipstjóranum og miðaði á hann byssunni - þeir skyldu sigla nær okkur og senda mannskapinn yfir. Eftir að við höfðum stöðvað togar- ann komu sjö varðskipsmenn um borð til okkar,“ segir Höskuldur. Breski skipstjórinn var sýknaður af landhelgisbroti en dæmdur í fangelsi fyrir að sýna skipverjum á Þór mótþróa og ofbeldi við töku tog- arans. Hann kom til landsins rétt fyrir jól til að taka út refsingu sína en var sleppt fáum dögum síðar af mannúðarástæðum þar sem ekki þótti tilhlýðilegt að hann sæti í fangelsi yfir hátíðirnar. Hagsmunir eða kjarkleysi? „Nei, ég ætlaði ekki að hætta svona snemma," segir Höskuldur aðspurður um uppsögn sína. „Ég hætti reyndar ekki vegna þess að rússneska togaranum var sleppt um daginn. Hins vegar stend ég við að það var hneyksli," segir Höskuldur. „Það er erfitt að fara í hugar- fylgsni stjórnmálamanna og full- yrða að þeir séu að missa kjarkinn. En mér er næst að halda að ein- hverjir hagsmunir hafi verið ofar- lega í huga ráðherranna frekar en að taka rússneska togarann. Það voru engar skýringar gefnar. Mér finnst menn ekki nógu hreinskiptn- ir því benda má á að þeir skera Landhelgisgæsluna niður ótæpilega og á meðan er sett nefnd á laggirn- ar til að athuga og undirbúa bygg- ingu nýs skips. Hvaða heilbrigður maður sér samræmið í þessu?“ Höskuldur stefnir á að sjósetja bátinn sinn á ný um næstu mánaðamót. Hann ætlar fyrst að reyna fyrir sér í Faxaflóa en gerir síðan ráð fyrir að róa frá Tálkna- firði. Hann er ættaður frá Bíldudal. DV-mynd ÞÖK Sem ástæður fyrir uppsögninni bendir skipherrann sérstaklega á van- virðingu stjórnvalda gagnvart Land- helgisgæslunni. Hann bendir einnig á niðurskurð í rekstri Gæslunnar, sér- staklega hvað varðar skipaflotann og að leitað var til Dana um aðstoð vegna öryggisgæslu um síðustu jól. „Um jólin lá Óðinn bundinn við bryggju í Reykjavík vegna sparnað- ar en við vorum sendir á Tý til Austfjarða. Ekkert skip var á Vest- fjörðum. Til að bjarga málunum var leitað til Dana til að sinna öryggis- málum úti fyrir Vestfjörðum. Þetta var nú öll reisn og ábyrgðartilfmn- ing stjórnvalda þrátt fyrir nýorðið stórslys þar vestra! Svo gráta menn yfir slysinu sem vonlegt er en leita tU erlendra þjóða um okkar eigin öryggismál," segir Höskuldur. „Auk þessa held ég að almenning- ur hefði aldrei látið sér detta í hug að vísað yrði á landhelgissjóð til að kaupa varastykki í þyrlu á kostnað skipanna. Sjóðurinn á lögum sam- kvæmt að vera til þess að byggja upp ný varðskip eða kaupa ný tæki. Það eru því sárindi í okkur sjó- mönnum hve hlutfallið af litlum tekjum Gæslunnar hefur færst á þyrlurekstur. Ég er ekki að gera lít- ið úr aðstoð við ferðamenn og fólk uppi í landi. En ef það er talið nauð- synlegt að sinna öryggi manna sem dettur í hug að fara upp i öræfl hálf- berrassaðir eða á keðjulausum bíl- um þá verður ríkisvaldið að gera það upp við sig og leggja til þess peninga,“ segir Höskuldur. Björt framtíð Störf varðskipsmanna hafa löng- um einkennst af því að leynd hvílir yfir því hvar skipin eru stödd: „Ég valdi mér þetta lífsstarf. En áður fyrr var þetta erfítt t.d. á með- an ekki var hægt að hafa samband við fjölskylduna. Nema kannski einu sinni í túr og þá voru útiver- urnar lengri en í dag, kannski heill mánuður. Það var algjörlega lokað fyrir samtöl úti á sjó. Það var aðeins hægt að hringja heim ef komið var í höfn úti á landi. Það var helst í neyð eða ef eitthvað meiri háttar var að gerast að konurnar gátu komið skilaboðum til okkar, um dauðsfall eða að börn voru að fæð- ast. Þá var hægt að koma skeytum á milli eða skilaboðum. Með tilkomu farsímans gjörbreyttist þetta - varð allt annað líf. Nú geta menn talað við sínar fjölskyldur og gert sínar ráðstafanir ef það ætlar að gera eitt- hvað. Þetta er miklu manneskju- legra en var áður,“ segir Höskuldur. Nú ætla ég bara að fara að sinna bátnum minum, hafa það gott á ve- turna og lifa á eftirlaununum. Ég bæti mér það aðeins upp á sumrin með því að vera á skaki og halda mér við í sæmilegri heilsu." Höskuldur er að vestan. Hann segist helst ætla að róa frá Tálkna- firði: „Ég ætla þó aðeins og reyna fyrir mér í Faxaflóa í maí, nú hef ég næg- an tíma. Ég hef alltaf verið bundinn fríum hér áður fyrr en nú get ég tek- ið allt sumarið í þetta. Síðan ætla ég að fara vestur," segir Höskuldur - ákveðinn, einarður og býsna ánægð- ur. -Ótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.