Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 19 „Það er nauðsynlegt að fólk fari að hugsa meira um umhverfismál, annars stefnir í óefni,“ segir Jóhann Óli Hilmars- son, fuglafréttaritari Útvarps. DV-mynd GVA Hann færir okkur frettir af fuglum - rætt við Jóhann Úla Hilmarsson, fuglafréttaritara Útvarps Þær eru líklega vandfundnar fréttastofurnar í heiminum sem eru með sérstakan fuglafréttaritara á sínum snærum. Blaðamaður sperrti því eyrun þegar hann heyrði um páskana frétt í einum hádegisfrétta- tíma útvarpsins þar sem vitnað var í Jóhann Óla Hilmarsson sem titlað- ur var fuglafréttaritari Útvarps. „Það eru einstaklingar á fréttastof- unni sem hafa mikinn áhuga á fugl- um. Ég var oft spurður ráða og álits á hinu og þessu tengdu fuglalífi af þeim. Þetta þróaðist síðan út í að ég var ráðinn fuglafréttaritari fyrir þremur eða fjórum árum og er titlað- ur sem slíkur nú,“ segir Jóhann Óli. Jóhann Óli starfar sjálfstætt en er innanbúðarmaður hjá Náttúru- fræðistofnun. Hann segist hafa feng- ið ungur áhuga á fuglum og því sem þeim við kemur. Hann tekur einnig myndir af fuglum og selur þær inn- lendum sem erlendum tímaritum, blöðum og bókaútgáfum. „Ég reyni að hafa þetta blöndu af fréttum af sjaldgæfum fuglum sem flækjast hingað og einhverjum nýj- ungurn tengdum rannsóknum á fuglalífi - núna hefur til dæmis ver- ið mjög vinsælt að segja frá rann- sóknum á álftum. Til mótvægis færi ég fram fréttir af íslenskum varp- fuglum. Á vorin, eins og núna, sendi ég til dæmis frá mér fréttir um það að lóan sé að koma og aðrir farfugl- ar. Það má segja aö það sé vertíð hjá mér í vinnu tengdri fuglum frá því í lok mars og fram i september," seg- ir Jóhann Óli. Hann segist verða var við mikinn áhuga á fréttum sem fréttastofa Út- varps taki til birtingar eftir sig - bæði í gegnum starfsmenn frétta- stofu og einnig hafi fólk samband við sig vilji það koma fréttum af fuglalífi á framfæri. „Ég held það sé annars vegar áhugi manna innan útvarpsins á fuglum og almennur áhugi á um- hverfismálum sem gerir það að verkum að ég vinn þetta starf. Til dæmis hefur félögum fjölgað mjög í Fuglaverndarfélagi íslands undan- farin ár. Það hefur líka orðið vakn- ing í umhverfismálum samfara auk- inni ferðamennsku. Pólitíkusar eru líka að slá sér upp á þessu. Það er nauðsynlegt að fólk fari að hugsa meira um umhverfismál, annars stefnir í óefni.“ -pp Vortilboð ogbíll gildir 25. apríl til 12. júní Handhafar Eurocard Atlas- og Gullkorta fá 2000 kr. afslátt (gildir cingöngu fyrir handlnifa korisins). Hámarks- og lágmarksdvöl er ein vika (7 dagar). Fyrsti brottfarardagur er 2 S. apríl og síðasti heiinkomudagur er 12. júní. Hafðu samband við sölufólk okkar, fcrðaskrifstofumar eða í síma 50 SO ] 00 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) * Innifalið: flug ogbíll, ótakmarkaóur kílómetrafjöldi, CDW-trygging,TP-trygging, ASC-þjónustugjald á flugvelli og söluskattur. þar sem vegir liggja til allra átta QATIAS^ EUROCARD FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi Verð frá m.v. 2 í bíl í B-flokki í cina Að auki fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.