Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 19 „Það er nauðsynlegt að fólk fari að hugsa meira um umhverfismál, annars stefnir í óefni,“ segir Jóhann Óli Hilmars- son, fuglafréttaritari Útvarps. DV-mynd GVA Hann færir okkur frettir af fuglum - rætt við Jóhann Úla Hilmarsson, fuglafréttaritara Útvarps Þær eru líklega vandfundnar fréttastofurnar í heiminum sem eru með sérstakan fuglafréttaritara á sínum snærum. Blaðamaður sperrti því eyrun þegar hann heyrði um páskana frétt í einum hádegisfrétta- tíma útvarpsins þar sem vitnað var í Jóhann Óla Hilmarsson sem titlað- ur var fuglafréttaritari Útvarps. „Það eru einstaklingar á fréttastof- unni sem hafa mikinn áhuga á fugl- um. Ég var oft spurður ráða og álits á hinu og þessu tengdu fuglalífi af þeim. Þetta þróaðist síðan út í að ég var ráðinn fuglafréttaritari fyrir þremur eða fjórum árum og er titlað- ur sem slíkur nú,“ segir Jóhann Óli. Jóhann Óli starfar sjálfstætt en er innanbúðarmaður hjá Náttúru- fræðistofnun. Hann segist hafa feng- ið ungur áhuga á fuglum og því sem þeim við kemur. Hann tekur einnig myndir af fuglum og selur þær inn- lendum sem erlendum tímaritum, blöðum og bókaútgáfum. „Ég reyni að hafa þetta blöndu af fréttum af sjaldgæfum fuglum sem flækjast hingað og einhverjum nýj- ungurn tengdum rannsóknum á fuglalífi - núna hefur til dæmis ver- ið mjög vinsælt að segja frá rann- sóknum á álftum. Til mótvægis færi ég fram fréttir af íslenskum varp- fuglum. Á vorin, eins og núna, sendi ég til dæmis frá mér fréttir um það að lóan sé að koma og aðrir farfugl- ar. Það má segja aö það sé vertíð hjá mér í vinnu tengdri fuglum frá því í lok mars og fram i september," seg- ir Jóhann Óli. Hann segist verða var við mikinn áhuga á fréttum sem fréttastofa Út- varps taki til birtingar eftir sig - bæði í gegnum starfsmenn frétta- stofu og einnig hafi fólk samband við sig vilji það koma fréttum af fuglalífi á framfæri. „Ég held það sé annars vegar áhugi manna innan útvarpsins á fuglum og almennur áhugi á um- hverfismálum sem gerir það að verkum að ég vinn þetta starf. Til dæmis hefur félögum fjölgað mjög í Fuglaverndarfélagi íslands undan- farin ár. Það hefur líka orðið vakn- ing í umhverfismálum samfara auk- inni ferðamennsku. Pólitíkusar eru líka að slá sér upp á þessu. Það er nauðsynlegt að fólk fari að hugsa meira um umhverfismál, annars stefnir í óefni.“ -pp Vortilboð ogbíll gildir 25. apríl til 12. júní Handhafar Eurocard Atlas- og Gullkorta fá 2000 kr. afslátt (gildir cingöngu fyrir handlnifa korisins). Hámarks- og lágmarksdvöl er ein vika (7 dagar). Fyrsti brottfarardagur er 2 S. apríl og síðasti heiinkomudagur er 12. júní. Hafðu samband við sölufólk okkar, fcrðaskrifstofumar eða í síma 50 SO ] 00 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) * Innifalið: flug ogbíll, ótakmarkaóur kílómetrafjöldi, CDW-trygging,TP-trygging, ASC-þjónustugjald á flugvelli og söluskattur. þar sem vegir liggja til allra átta QATIAS^ EUROCARD FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi Verð frá m.v. 2 í bíl í B-flokki í cina Að auki fá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.