Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 15 Það voru greinilega magrir tímar fram undan hjá fjölskyldunni. Við blasti harkalegur niðurskurður á ótal sviðum og drengurinn sá fram á að ferðirnar í Kringluna til að skoða reiðhjól, sem hentað gætu honum til útreiða á komandi sumri, voru fyrir bí. Hann yrði enn eitt árið að notast viö gamla hjóiið. DV-mynd ÞÖK Rúðan og reiðhjólið „Það er búið brjóta afturrúðuna í bílnum okkar,“ sagði átta ára guttinn við mömmu sína um leið og hann svipti upp útihurðinni heima hjá sér. Drengnum var ber- sýnilega brugðið og það var ljóst að hann tók atvikið nærri sér enda þekkti hann þá sorgarsögu sem var að baki rekstri bílaflota fjölskyldunnar. Það varð uppi fótur og flt og fjölskyldan fór öll út á bílaplan til að berja eyðilegginguna augum. Drengurinn fór fyrir hersingunni og aðspurður um tortryggilegar mannaferðir kvaðst hann ekkert hafa séð og þaðan af síður heyrt. Úr ásjónu hans skein að hann tók þessa uppákomu mjög inn á sig. Við ítrekaðar spurningar hinna eldri fjölskyldumeðlima taldi hann þó mögulegt að einhverjir tortryggilegir hefðu verið á ferð. Tugþúsunda kostnaður „Eg held að ég hafi séð ein- hverja krakka hlaupa héma niður götuna. Ég er þó ekki viss,“ sagði hann. Það var ljóst að skemmdir á bif- reiðinni voru nægar til þess að viðgerðarkostnaður næmi tugþús- undum króna. Fjölskyldan skaut á ráðstefnu og lausleg fjárhagsá- ætlun leiddi í ljós að kostnaður- inn yrði ekki undir 60 þúsundum króna. Það lá líka fyrir að ef ekki fyndist sökudólgur félli kostnað- urinn með fullum þunga á fjárhag heimilisins. Það var þvi ákveðið með öllum greiddum atkvæðum að láta einskis ófreistað í því að góma skemmdarvarginn. Litli maðurinn sat þó hjá og spuröi hvort ekki væri bara einfaldast að kaupa nýja rúðu og láta þar við sitja. Sá málflutningur fékk engan hljómgrunn og strax var farið í það að hengja upp auglýsingar í fjölbýlishúsinu þar sem lýst var eftir vitnum að skemmdarverk- inu. Húsbóndinn kallaði tO lög- regluna svo að gera mætti skýrslu um tjónið. Hann spurði drenginn hvort hann ætlaði ekki að skreppa með sér niður til að gefa skýrslu en það var greindegt að flest heillaði hann meira en tilhugsunin um að sjá laganna verði að störfum í kringum laskaðan fjölskyldubd- inn. Hins seka leitað „Ég á eftir að læra og svo er líka kalt úti. Ég verð bara inni á rneðan," sagði hann. „Er nauðsyn- legt að löggan sé að skipta sér af þessu?“ bætti hann síðan við. Honum var þegar gert ljóst að málið væri þess eðlis að undan því yrði ekki vikist að leita aOra tOtækra leiða til að finna þann seka. Þarna gæti verið um að ræða einhvern óvOdarmann fjöl- skyldunnar sem hefði lagt sig nið- ur við það ódæðisverk um há- bjartan daginn að ráðast á þegar flölfatlaðan bOinn. Það yrði að ná slíkum mönnum og taka úr um- ferð. Lögreglan mætti á staðinn inn- an tiðar og tekið var til við skýrslugerðina. Það var fátt sem gat gefið tO kynna hver eða hverj- ir hefðu átt hlut að máli. Fingara- for voru engin og vitni engin. Mál- ið virtist dæmt til að enda sem óupplýst ofan í skúffu. Meðan húsbóndinn gaf lögreglunni skýrslu varð honum litið upp og sá þá andlit sonar síns á fimmtu hæð þar sem hann gægðist fram af svölunum. Augu þeirra mætt- ust eitt andartak og um leið lét sá stutti sig hverfa. Fjölskyldan á skyndifundi Þegar lögreglan var horfin á braut var enn skotið á skyndi- fundi innan fjölskyldunnar. Það var samdóma álit þeirra sem komnir voru tO vits og þroska að taka yrði fjárhagsáætlanir til gagngerrar endurskoðunar. Hús- móðirin tók upp vasatölvuna: „Við verðum að mæta þessu tjóni með niðurskurði á öðrum svið- um,“ sagði hún af sama myndug- leika og Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra á fundi með opin- berum starfsmönnum að boða lagasetningu tO að gera upptækan lífeyrissjóð þeirra.„Ég lýsi hér með eftir hugmyndum um sparn- að. Nú verður hver að leggjá sitt Laugardagspistill Reynir Traustason af mörkum. Það er betra að hver skeri niður hjá sér en ég þurfi sjálf að beita niðurskurðarhnífn- um. Það er sársaukaminna þannig,“ bætti hún við. Niðurskurðaraðgerðir Það varð fátt um svör og svo virtist sem enginn hefði tök á að spara á sínu sviði. Þá hóf húsmóð- irin enn upp raust sína og beindi orðum sinum að táningnum á heimOinu. „Við segjum upp Inter- netinu. Þannig sparast um 2 þús- und krónur á mánuði." Táningn- um var bersýndega brugðið og hann spurði hvort þetta væri ekki fuUharkaleg aðgerð af ekki meira tOefni. En ættmóðirin var ósveigj- anleg og hún hélt áfram og leit á þann yngsta. „Þú verður að láta gamla reiðhjólið duga í eitt ár enn og við pöntum ekki pitsur næstu þrjá mánuðina," hélt hún áfram. Drengurinn leit á hana í skelf- ingu: „Mamma, ætlarðu að hætta við nýja hjólið út af einni rúðu. Er ekki allt í lagi heima hjá þér?“ spurði hann og alvara málsins var að renna upp fyrir honum. „Það er hægt að fá fjöjpir reiðhjól fyrir þá upphæð sem viðgerðin kostar,“ sagði móðir hans. Magrir tímar framundan Það voru greinilega magrir tímar fram undan hjá fjölskyld- unni. Við blasti harkalegur niður- skurður á ótal sviðum og drengur- inn sá fram á að ferðimar í Kringluna td aö skoða reiðhjól sem hentað gætu honum tO út- reiða á komandi sumri væru fyrir bí. Hann yrði enn eitt árið að not- ast við gamla hjólið. Það var fátt sagt við kvöldverð- arborðið. Fjölskyldan sat hnípin og nartaði í kjötboUur á síðasta söludegi sem hentuðu þeirri nýju stöðu sem upp var komin. Dreng- urinn sagði ekki eitt einasta orð og þannig leið þessi máltíð. Þegar matartímanum var lokið bað drengurinn systur sína, sem kom- in er af barnsaldri, að eiga við sig orðastað i einrúmi. „Hvað gerist ef ég veit hver braut rúðuna?" spurði hann og sakleysið skein úr hverjum drætti barnsandlitsins. „Þá finnum við þann sem gerði þetta og sá verður að borga,“ var svarið sem hann fékk. Spurningin vakti grunsemd- ir um að þekking hans á málinu væri meiri en hann hefði látið í veðri vaka: „Veistu eitthvað um þetta eða hvað?“ spurði hún. Drengurinn var eldsnöggur til svars: „Nei, ég spurði bara að gamni mínu.“ Að missa vini sína Systkinin sátu saman í þögn nokkra stund og síðan hóf dreng- urinn upp raust sína á ný: „Miss- ir maður ekki vini sína ef maöur segir frá einhverju sem þeir gera,“ spurði hann. Á þessari stundu var orðið nokkuð ljóst að maðkur var í mysunni og hring- urinn farinn að þrengjast. Systir hans gerði honum grein fyrir að ef einhver vinur hans hefði fyrir óheppni valdið tjóninu þá væri líklegt að tryggingar fjölskyldu hans myndu bæta tjónið. Þar með væri enn kominn upp riýr flötur á fjármálum fjölskyldunnar. Reið- hjól, pitsur og Internet yrðu enn á ný hluti hins daglega lifs. Játning Þar með opnaðist flóðgáttin og játningin rann upp úr honum: „Við vorum í sprengjuleik og not- uðum smásteina. í einni loft- árásinni fóru sprengjur vinar míns óvart í bílinn," stundi sá stutti þá upp. „Ég var búinn að lofa að segja ekki frá þessu en þetta er svo bara orðið svo alvar- legt,“ sagði hann. Við lokaranrisókn málsins kom i Ijós að félagarnir þrír höfðu sam- mælst um að í þessu tilviki mætti satt kyrrt liggja. Ein rúða væri ekki mikið milli vina. Málin voru á ný í farsælum far- vegi. Fyrir lá að tryggingar vinar- ins myndu bæta tjóniö. Það var langt liðið á kvöld og rannsókn að fuOu lokið. Móðirin var búin að taka niður fjármálaráðherrasvip- inn og værð komin yfir fólk á ný. Táningurinn var á óravíddum Internetsins og sprengjusérfræð- ingurinn á mflli svefns og vöku. Skyndilega hrökk hann upp: „Pabbi, það er eitt gott við þetta allt. Þú færð efni í pistil."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.