Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 6
6
útlönd
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 JjV
Þorpsbúar í Úkraínu lifa í ótta viö fjöldamoröingja:
Henging of góð fyr-
ir þennan morðingja
Óttinn ræður ennþá ríkjum í
þorpinu Bratkóvítsjí í Úkraínu,
nærri pólsku landamærunum, þótt
lögreglan hafi handsamað mann
sem hún segir að hafi gengist við 52
morðum um allt landið. Meðal fórn-
arlambanna voru tvær fjölskyldur í
þorpinu.
Sumir íbúanna 1500 vilja ekki
trúa því að maðurinn í haldi lög-
reglunnar, kallaður „borgari 0“, sé
morðinginn. Aðrir segja að hann
hljóti að hafa haft vitorðsmann.
„Hvers konar djöfull hrifsaði son
minn frá mér?“ sagði hin sextuga
Hanna Krítskovskí, svartklædd og
grátandi. „Þorpsbúar hafa ekki rætt
um neitt annað en morðin í marga
mánuði. Ég trúi ekki að hann hafi
verið einn að verki. Hvernig gæti
einn maður valdið slíkri skelfingu í
allri Úkraínu?"
Petro sonur hennar var skotinn
til bana tveimur dögum fyrir nýárs-
dag ásamt eiginkonu sinni og tveim-
ur ættingjum. Morðinginn kveikti
síðan í heimili þeirra. Þrjú börn,
sem misstu foreldra sína, sluppu lif-
andi af því að þau gistu hjá vini sín-
um.
Morðinginn lét á ný til skarar
skríða tæpum þremur vikum síðar,
eftir að hersveitir sem höfðu verið
sendar til þorpsins voru farnar aft-
ur til síns heima, og drap fimm
manns úr Pilat-fjölskyldunni.
„Enginn læsti heima hjá sér áður.
Núna rennur mönnum kalt vatn
milli skinns og hörunds í hvert
skipti sem hundur geltir. Fólk sér
morðingja á bak við hvert einasta
tré,“ sagði Stepan, tengdasonur
Hönnu Krítskovskí.
Lögreglan segir að „borgari 0“
hafi játað á sig 52 morð frá árinu
1989. Flest þeirra voru hins vegar
framin á þriggja mánaða tímabili
frá desember á síðasta ári á 700 kíló-
metra löngu svæði.
„Henging er of góð fyrir þennan
morðingja ef við getum verið viss
um að þetta sé morðinginn. Það er
of gott að skjóta hann, of gott að
skera hann í smástykki. Hann ætti
að brenna í víti svo hann geti skilið
til fullnustu dauðann sem hann
kallaði yfir aðra,“ sagði þorpsbúinn
Dara Paníts.
Reuter
Þetta unga barn særðist í loftárás Israelsmanna á búðir SÞ í Líbanon á fimmtudag þegar rúmlega 100 flóttamenn
týndu lífi og 150 til viðbótar hlutu sár. Símamynd Reuter
Peres, forsætisráöherra ísraels, hóflega bjartsýnn í sjónvarpsviðtali:
Hugsanlegt að samið verði
um vopnahlé um helgina
I stuttar fréttir
Metfjölgun Frakka
Frönsku þjóöinni hefúr fjölg-
að með methraða siðastliðin 50
ár, úr 40 milljónum í 58.
Vill skaðabætur
Fjölskylda
Mitterrands
heitins
Frakklands-
forseta sagði
í gær að hún
vildi fá sem
svarar um
tíu milljón-
um króna í
skaðabætur frá lækni sem sagöi
í bók sinni að forsetinn hefði
ekki sagt kjósendum satt um
veikindi sín.
INýtt sunnudagsblað
Nýtt sunnudagsblað, sem
verður eingöngu helgað fréttum
úr viðskiptaiífinu, hefur göngu
sína í Bretlandi á morgun.
Múslímum sleppt
Stjórnvöld í Serbíu hafa
j. ákveðið að sleppa níu af þrettán
| flóttamúslimum frá Bosníu sem
voru hnepptir í varðhald í síð-
ustu viku þegar þeir voru að
undirbúa heimferð.
Féll á nektarmynd
IBrasilísk nektarfyrirsæta,
sem tók að stunda vopnuð rán,
var handsömuð eftir að franska
lögreglan bar af tilviljim kennsl
á.hana á Ijósmynd þar sem hún
sat fáklædd fyrir.
Mannfall í Mogadishu
Liðsmenn tveggja stríðsherra
börðust í Mogadishu, höfuð-
borg Sómalíu, og féll 21 maður.
Frakkar verndá
Franska stjórnin fyrirskipaði
hersveitum sínum að verja for-
setahöllina í Mið-Afríkulýð-
veldinu þar sem hermenn hafa
gert uppreisn vegna vangold-
inna launa.
Klæði Krists trekkir
Mikill fjöldi pílagríma kom í
dómkirkjuna í Trier í gær þeg-
ar klæðið, sem taliö er að Krist-
ur hafi verið í á leiðinni á
: krossinn, var sýnt í þriðja sinn
| á öldinni.
Til í að fara
Pavel
Gratsjev,
vamarmála-
ráðherra
Rússlands,
Ssegist vera
reiðubúinn
að segja af
sér embætti
| vegna mikils mannfalls í liði
Rússa í fyrirsát uppréisnar-
manna í Tsjetsjeníu í vikunni.
Hjálp!
Marokkóstjórn hefur farið
fram á aðstoð utanlands frá í
j baráttunni gegn fíkniefnum.
Rcuter
Erlendar kauphallir:
Met voru
sett á ný
Hlutabréfavísitölur í nokkrum af
helstu kaúphöllum heims tóku að
hækka á ný í vikunni og söguleg
met voru slegin. Þetta á við um FT-
SE 100 í London, DAX-30 í Frankfurt
og Nikkei í Tokyo. Dow Jones í
kauphöllinni í Wall Street í New
York var á uppleið á fimmtudag og
líklegt að sögulegt met hafi verið
slegið í gær. Dow Jones var að jafna
sig eftir talsvert fall sl. miðvikudag.
Bensín og hráolía á heimsmarkaði
lækkaði á ný í vikunni eftir tölvu-
verða hækkun í síðustu viku. Kaup-
endur eru vel haldnir í birgðum og
því hefur eftirspum minnkað, enda
þótti mönnum orðið nóg um. Kaffi
og sykur hefur einnig lækkað.
-Reuter
Utanríkisráðherrar Bandaríkj-
anna, Rússlands, Frakklands og ítal-
íu koma saman í Damaskus, höfuð-
borg Sýrlands, í dag eftir að leiðtog-
ar sjö helstu iðnveldanna og Rúss-
lands hvöttu til þess að þegar í stað
yrði samið um vopnahlé í suður-
hluta Líbanons.
Catherine Colonna, talsmaður
Chiracs Frakklandsforseta, sagði að
fjórmenningarnir mundu reyna að
samræma hvernig vopnahléi yrði
framfylgt og leggja fram tillögur.
Hervé de Charette, utanríkisráð-
herra Frakklands, sem hefur verið
að reyna að stilla til friðar milli
ísraelsmanna og skæruliða Hiz-
bollah síðustu daga, er í Damaskus
þar sem hinir ráðherrarnir þrír,
Warren Christopher, Jevgení
Prímakov og Susanna Agnelli,
munu slást i lið með honum.
ísraelsmenn hafa gert árásir á Lí-
banon í meira en viku núna í hefnd-
arskyni fyrir flugskeytaárásir Hiz-
bollah á norðurhluta ísraels. Blóð-
ugasta árás ísraelsmanna var gerð á
fimmtudag þegar um 100 óbreyttir
borgarar sem höfðu leitað skjóls í
búðum friðargæsluliða SÞ, týndu
lífi í loftárás ísraelska hersins.
Árásin hefur vakið mikinn óhug
um heim allan og þjóðarleiðtogar
hafa keppst við að fordæma hana.
Símon Peres, forsætisráðherra
ísraels, sagði í viðtali við ísraelska
sjónvarpsstöð í gær að hugsanlegt
væri að samið yrði um vopnahlé við
Hizbollah um helgina. Reuter
Pólland er lykill-
inn að stækkun
NATO í austur
Alexander
; Kwasni-
I ewski, for-
i seti Pól-
lands, sagði
• í gær að inn-
ganga lands-
i; ins í Atl-
| antshafs-
bandalagið
| (NATO) mundi hafa í for með
I sér gífurlegar breytingar á
É valdauppbyggingu Evrópu og
i umræður um stækkun banda-
1 lagsins til austurs snerust í
' - raun um þetta.
| í viðtali við pólska útvarps-
f stöð sagði forsetinn að inn-
I ganga Tékklands eða Slóvakíu í
I NATO mundi ekki breyta hern-
I aðarstöðunni í Evrópu, öfugt
i við það sem mundi gerast viö
1 inngöngu Póllands.
Belgískir
súkkulaði-
unnendur
ævareiðir ESB
Súkkulaðiunnendur í Belgíu
hugsa framkvæmdastjórn Evr-
| ópusambandsins þegjandi þörf-
ina vegna þeirrar ákvörðunar
; i skriffinnanna í Brussel að leyfa
I súkkulaðiframleiðendum að
I þynna kakómassann út meö
ódýrari grænmetisfitu.
ISúkkulaðiæturnar segja að
orðspor Belgíu sem uppsprettu
ómengaðs hágæðasúkkulaðis sé
í stórhættu og að ákvörðun
j ESB sé ekkert annað en uppgjöf
i fyrir markaðsöflunum.
| „Þetta er til merkis um að
Ipeningarnir ráða yfir öllu, lífs-
gæðunum og góðum smekk. Við
verðum að berjast gegn þessu,“
segir súkkulaðiskríbentinn
Jacques Merecier.
Barnaklám og
| barnavændi fær-
ast í aukana
Sífelld fleiri börn um heim
allan eru seld í vændi, til klám-
hunda og til ættleiðingar, að
því er lögfræðingur á vegum
Sameinuðu þjóðanna segir.
I* Ríki heims hafa verið hvött til
að herða baráttuna gegn kyn-
ferðislegri misnotkun barna.
Barnahjálp (UNICEF) SÞ
áætlar að í Asíu einni stundi að
, minnsta kosti ein milljón barna
vændi, flest á Indlandi,
ÍTaílandi, Taívan og Filippseyj-
um. Þá er talið að 300 þúsund
böm stundi vændi í Bandaríkj-
unum. Ætlað er að á ári hverju
1 bætist ein milljón barna í hóp
; þeirra sem eru kynferðislega
1 misnotuð í gróðaskyni um allan
heim.
'
||l Kjarnakljúfar í
Tsjernobýl eru
ekki fullkomnir
Leóníd Kútsjma, forseti
;. Úkrainu, viðurkenndi í Moskvu
| í gær í fyrsta skipti að gömlu
kjamakljúfamir í Tsjernobýl-
verinu væru ekki fullkomnir
hvað smíðina varðaði og hét
því að loka þeim ef þjóðir
heims væm raunverulega til-
búnar að rétta hjálparhönd.
Á ráðstefnu um kjamorkuör-
yggismál, sem hófst í Moskvu í
gær, stendur m.a. til að staö-
festa samkomulag um að loka
Tsjernobýl fyrir árið 2000 gegn
þriggja milljarða aðstoð til
Úkraínu frá sjö helstu iðnveld-
unum.
p Leiðtogar iðnveldanna sjö,
1 þar á meðal Clinton Banda-
[ ríkjaforseti og Chirac Frakk-
landsforseti, sitja ráðstefnuna,
1 auk leiðtoga Rússlands og
Úkraínu. Reuter
DV