Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1996, Blaðsíða 38
46
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996
íþróttir
Teitur Þórðarson með fjórum ættingjum úr Skagaliðinu á Kýp-
ur, Sigursteini Gíslasyni, Stefáni Þórðarsyni, Ólafi Þórðarsyni
og Þórði Þórðarsyni. Sigursteinn og þeir Teitur og Ólafur eru
systrasynir og bræðurnir Stefán og Þórður eru synir elsta
bróður Teits og Ólafs.
Söguleg ferð
til Eistlands
Vináttulandsleikur Eistlands og íslands í Tallinn á miðvikudagskvöldið
þykir kannski ekki merkilegur í hinum stóra heimi knattspyrnunnar. Og
segja má aö ísland hafi oft leikið gegn sterkari andstæðingum. En leikurinn
verður svo sannarlega sögulegur. Teitur Þórðarson verður fyrsti íslending-
urinn sem stjórnar erlendu landsliði gegn því íslenska, í fyrsta leik sínum
með eistneska liðið á heimavelli, og mætir í leiöinni bróður sínum, Ólafi
Þórðarsyni. Feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen leika
væntanlega saman i íslenska liðinu og það er talið einsdæmi í heiminum.
Kvöldið áður mætast 21-árs lið þjóðanna. Atli Eðvaldsson stýrir þar ís-
lenska liðinu í fyrsta skipti og það verður sérstök stund fyrir hann. Atli er
af eistneskum ættum og Eðvald Hinriksson, faðir hans, var landsliðsmark-
vörður Eistlands á fjórða áratug aldarinnar. -VS
Teitur Þórðarson, landsliðsþjáifari Eistlands í knattspyrnu:
„Kjafturinn á Óla var
á fullu að vanda"
Skagamaðurinn Teitur Þórðar-
son, fyrrum landsliðsfyrirliði ís-
lands, verður í merkilegri aðstöðu á
miðvikudag. Hann stýrir þá lands-
liði Eistlands, ekki aðeins gegn
sinni eigin þjóð, heldur verður Ólaf-
ur bróðir hans einn mótherjanna.
Teitur var ráðinn landsliðsþjálf-
ari Eistlands í vetur, til tveggja ára,
og um leið þjálfari Flora Tallinn,
sem er með um 85 prósent eistnesku
landsliðsmannanna innanborðs.
Teitur hafði starfað um árabil í Nor-
egi og þjálfað þar úrvalsdeildarliðin
Brann, Lyn og Lilleström. Þar lék
Ólafur undir hans stjórn um fjög-
urra ára skeið, með Brann og Lyn.
Þeir bræður mættust á alþjóðlegu
móti á Kýpur í mars þegar Ólafur
lék með ÍA og Teitur stýrði Flora.
ÍA hafði betur, 1-0.
Óli er hörkuleikmaður
„Óli spilaði eins og alltaf, hann er
mikill vinnuhestur og kjafturinn á
honum var á fullu að vanda! Óli er
hörkuleikmaður þegar hann er í
góðu formi og átti mjög góð ár í
Noregi. Það var synd að hann skyldi
ekki spila þar lengur en hann vildi
komast aftur heim. Það verður mjög
sérstakt að mæta honum í landsleik
og við eigum eftir að ræða þau mál
betur fyrir leikinn," sagði Teitur
þegar DV spjallaði við hann í gær.
„Það verður líka einstakt að spila
gegn íslandi, ekki síst því ég lék
lengi fyrir íslands hönd og hjartað
er alltaf heima. Það væri gaman að
vinna en það þarf ýmislegt að gerast
til að það gangi eftir. Landsliðið hef-
ur ekki unnið leik síðan 1993, uppi-
staðan í liðinu er enn sú sama og
hefur gengið í gegnum það tímabil
og leikmennina vantar trú á sjálfa
sig. Þetta er stærsta vandamálið og
sást vel þegar við gerðum jafntefli
við Aserbaídsjan og Færeyjar í febr-
úar og töpuðum 1-0 fyrir Kýpur.,
Við gátum unnið alla þessa leiki og
Færeyjaleikurinn hefði alveg eins
getað endað 5-0 fyrir okkur, í stað-
inn fyrir 2-2, við höfðum það mikla
yfirburði. .
Leikurinn við ísland verður mjög
erfiður en við höfum engu að tapa.
Ég hugsa ekki fyrst og fremst um
úrslitin, ég vona að leikmennirnir
geri réttu hlutina og vinni af áhuga
og leikurinn nýtist okkur sem góð
æfing og mikil reynsla."
Meiriháttar fólk í Eistlandi
Teitur segist kunna mjög vel við
sig í Eistlandi. „Eistlendingar eru
meiriháttar fólk og við höfum orðið
fyrir mjög jákvæðum áhrifum
hérna. Það var að vísu sjokkerandi
að koma hingað og sjá og finna
hvernig ástandið var á meðan Rúss-
arnir réðu ríkjum. Fólk hefur
greinilega verið mjög þrúgað og
húsnæði meira og minna í niður-
níðslu. En það er gífurlegur kraftur
í Eistlendingum, það er mikil upp-
bygging í gangi og við höfum séð
miklar breytingar eiga sér stað á
þessum mánuðum sem við höfum
dvalið hér. Það er verið að byggja
upp samfélagið og dugnaðurinn í
fólkinu hefur komið okkur á óvart.
Tallinn er líka á margan hátt
skemmtileg og sérstæð borg.
Hvað knattspyrnuna varðar hefur
þetta verið algert uppbyggingarstarf
vegna þess að Rússarnir lögðu
knattspyrnuna í landinu alveg í
rúst á sínum tíma. En það er verið
að byggja hana upp og áhuginn er
að aukast. Nú er til dæmis í fyrsta
skipti sýnt beint frá 1. deildar leikj-
um í sjónvarpi."
Þjálfar tvö lið í 1. deild
Starf Teits í Eistlandi er marg-
slungið. Hann er ekki bara lands-
liðsþjálfari því hann þjálfar líka lið
Flora Tallinn, eins og áður er nefnt.
Og það er ekki nóg. B-lið Flora leik-
ur nefnilega líka í 1. deildinni og
heitir Tervis Parnu. í 3. deildinni
spilar síðan unglingalið félagsins,
FC Lelle. Teitur er yfirþjálfari allra
liðanna og leggur línurnar fyrir þau
öll. „Já, þetta er svolitið snúin að-
staða, sérstaklega þegar Flora mæt-
ir Tervis! En svona er þetta og mað-
ur verður bara að laga sig að því.“
Ekki nóg með þetta því Teitur
hefur hönd í bagga með 21-árs
landsliðinu. Þar er að vísu sérstak-
ur þjálfari en flestir leikmennirnir
koma frá Teiti, frá Flora, Tervis eða
Lelle.
Teitur hefur dvalið langtímum
saman á Kýpur síðari hluta vetrar
og verið þar með lið sín í æfinga-
búðum. Eigandi Flora er vellauðug-
ur og styrkir landsliðið líka veru-
lega og fyrir hans tilstilli hefur ver-
ið hægt að dvelja í æfmgabúðum við
betri skilyrði en bjóðast heima fyr-
ir. Hann var fyrst í þrjár vikur þar
með landsliðið og síðan í þrjár vik-
ur með Flora. Hópurinn breyttist
ekki mikið, þrír voru sendir heim
og þrír komu í staðinn þegar skipt
var um lið.
Það er sama hvernig leikurinn í
Tallinn fer á miðvikudaginn. Þar
verður um íslenskan sigurvegara að
ræða! -VS
Ólafur Þórðarson:
Sérstakt að mæta bréður sínum
„Það verður vissulega mjög sér-
stakt að mæta bróður sínum í
landsleik og ég hlakka mikið til
þess. Ég mun að sjálfsögðu leggja
mig allan fram til að sigra," sagði
Ólafur Þórðarson, einn reyndasti
leikmaður íslenska liðsins og bróð-
ir Teits Þórðarsonar, landsliðs-
þjálfara Eistlands.
„Það er hins vegar ekki alveg
nýtt fyrir mér að leika gegn Teiti.
Ég spilaði undir hans stjórn í Nor-
egi en eftir að ég kom aftur heim
hef ég leikið með ÍA á móti félags-
liði sem hann hefur stýrt. Lands-
leikur er að sjálfsögðu dálítið öðru-
vísi.
Það verður ákveðin pressa á
okkur í þessum leik því fyrirfram
erum við taldir sterkari aðilinn.
Okkar leikstíll hefur löngum mið-
ast við að leika gegn sterkari aðil-
um, verjast og beita skyndisókn-
um. Við höfum þvl oft lent í basli
gegn veikari liðum en þó tókst okk-
ur mjög vel upp í síðasta leik þeg-
ar við unnum Möltu 4-1,“ sagði
Ólafur Þórðarson. -VS
Knattspyrnan í Eistlandi:
Tveir sigrar í
43 landsleikjum
Eistland fékk sjálfstæði á ný
árið 1991 og lék árið eftir sína
fyrstu landsleiki síðan á íjórða
áratugnum. Árangurinn hefur
ekki verið sem bestur því til
þessa hafa aðeins tveir sigrar
litið dagsins ljós í 43 leikjum.
Þeir komu báðir í vináttu-
leikjum á heimavelli árið 1993,
fyrst 2-1 gegn Litháen og siðan
2-0 gegn Liechtenstein. Jafntefl-
in hafa verið fimm, gegn Möltu,
Finnlandi, Lettlandi,
Aserbaídsjan og Færeyjum, en
hinir 36 leikirnir hafa tapast.
Frá því sigurinn vannst á
Liechtenstein í október 1993
hefur Eistland ekki náð að
sigra í 29 landsleikjum í röð.
Tvö jafntefli
undir stjórn Teits
Frá því Teitur tók við lands-
liði Eistlands í vetur hefur það
leikið þrjá landsleiki og fóru
þeir allir fram á Kýpur í febrú-
ar. Eistland gerði þar jafntefli
við Aserbaídsjan, 0-0, tapaði
1-0 fyrir Kýpurbúum og gerði
loks jafntefli, 2-2, gegn Færey-
ingum.
Rússarfá ekki
að spila með
Ef Eistlendingar hefðu teflt
fram öllum sterkustu knatt-
spyrnumönnum landsins er
nokkuð víst að þeir væru búnir
að ná betri árangri. En þeir
mörkuðu strax þá stefnu að
þeir Rússar sem ekki gerðust
eistneskir ríkisborgarar væru
ekki gjaldgengir í landsliðið og
þar með var dyrunum lokað á
marga af þeim bestu.
„Þetta er mikil synd því ég
hefði getað notað marga góða
leikmenn úr þessum hópi. En
reglur sambandsins eru skýrar
í þessu efni,“ segir Teitur.
Skoraði öll í
rúm tvö ár
Martin Reim er einn kunn-
asti leikmaður Eistlendinga.
Hann var eini markaskorari
liðsins í rúm tvö ár en hann
gerði öll mörk Eistlands frá því
í október 1993 þar til í leiknum
við Færeyjar í febrúar. Þau
voru reyndar ekki mörg, aðeins
fimm talsins. Þá hefur mark-
vörðurinn Mart Poom vakið at-
hygli í landsleikjum en hann er
varamarkvörður enska 1. deild-
arliðsins Portsmouth.
Sigur fyrsta
dei daleiknum
Keppni í eistnesku 1. deild-
inni hófst á ný á fimmtudags-
kvöldið eftir vetrarfrí. Flora, lið
Teits, vann 1-0 sigur á Tallinna
Sadam og er í öðru sæti deildar-
innar, þremur stigum á eftir
Lantana sem er efst.
Átta lið leika í 1. deildinni í
Eistlandi en sex þeirra halda
núna áfram keppni um meist-
aratitilinn. Hin tvö fara í
keppni með efstu liðum 2. deild-
ar og leika um sæti í 1. deild.
Eistnesk og
róssnesk lið
Eistnesku félagsliðin eru
flest skipuð annaðhvort Eist-
lendingum eða Rússum. Af
þeim sex liðum sem nú leika til
úrslita um titilinn eru tvö alveg
eistnesk, Flora og Tervis. Þrjú
eru alveg rússnesk en eitt er