Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Page 10
10 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1996 fólk Guðjón Vilhjálmsson er nýja stjarnan í sýningunum hjá Calvin Klein í Bandaríkjunum: Gullfallegur strákur og bambino" tískuheimsins -er fullkominn og öruggt að hans bíður mikill frami, segir umboðsmaður hans í New York Tvítugur íslenskur piltur, Guðjón Vilhjálmsson, er nú staddur í New York þar sem hann stendur í samn- ingaviðræðum við hinn heims- þekkta tískurisa Calvin Klein um að starfa sem fyrirsæta hjá fyrirtæki hans og sýna hönnun þess. „Hann á mikla möguleika á að verða eitt heitasta andlitið í dag“ sagði Ásta Kristjánssdóttir hjá Esk- imo models, en sú skrifstofa hefur séð um málefni Guðjóns, en hann hóf feril sinn hér á landi. Síminn hefur ekki stoppað „Þeir úti eru alveg æstir í hann“ sagði Ásta „við höfum verið að senda myndir af honum út og sím- inn hefur ekki stoppað síðan, við er- um að fá símtöl frá Bandaríkjunum, Evrópu, Japan og víðar. Hann er búin að vera að vinna í Evrópu und- anfarið en eftir að mennirnir frá Calvin Klein sáu myndirnar þá voru þeir ekki rólegir fyrr en þeir fengu hann út til sín.“ DV náði tali af Guðjóni í New York og var hann hinn rólegasti yfir þessu öllu. Hann sagði samn- inginn ekki enn vera staðfestan en allt virtist lofa mjög góðu. Guðjón hefur ekki áður starfað í Bandaríkj- unum en er búinn að vera að vinna fyrir umboðsskrifstofuna Face við gerð auglýsingaherferða og við sýn- ingar. „Ég get ekki kvartað, allt hef- ur gengið mjög vel en þetta verður það stærsta hingað til“ sagði Guð- jón. „Þetta lítur vel út en maður veit aldrei með Calvin Klein, hann á það til að skipta um skoðun á síð- ustu stundu. Þess vegna vil ég ekki taka þetta sem öruggt fyrr en ég er búinn með verkefnið. Það kemur allt i ljós í þessari viku.“ Datt bara inn í þetta af slysni En er þetta ekki ansi erfitt ? „Jú, svolítið. Ég fór til Parísar í apríl, kom í síðustu viku til íslands og kom síðan beint hingað. Þetta er svona frekar erfitt þar sem ég er heimakær og á fjölskyldu og kær- ustu heima.“ Hvernig kom fyrirsætustarfið til?, ,Ég fór með kærustinni minni á skrifstofu Módelsamtakanna, hana langaði í þetta og ég var bara að fylgja henni og þannig komst ég inn í þetta. Síðan hitti ég fólk frá Mílanó og París og þá fór allt af stað. Það var síðan í París sem ég hitti fólkið frá Bandaríkjunum, þannig að þetta hefur hlaðið allt upp á sig.“ Hvað hefur Guðjón hugsað sér að vera lengi í fyrirsætubransanum ? „Ég er búin að vera í þessu í hluta- vinnu í u.þ.b. ár en það er nú fyrst sem ég er að fara út í þetta af ein- hverri alvöru. Nú er ég að kynna mig og hitta fólk og það virðist vera einhver áhugi fyrir mér hérna. Ég er að sýna mig og það kemur í ljós núna í vikunni hvernig viðbrögðin verða, en hingað til hafa þau verið mjög góð. Ef allt gengur síðan vel þá nota ég veturinn í þetta og sé hvern- ig gengur" sagði Guðjón og var mjög hógvær og rólegur yfir öllum látunum þrátt fyrir að honum sé spáð glæsileg framtíð í tískuheimin- um. Við elskum hann! DV ræddi einnig við fulltrúa hjá Stórlaxar fyrirsætuheimsins segja Guðjón Vilhjálmsson vera hið fullkomna karlmódel og hann muni eiga framtíöina fyrir sér. Stórnöfn í tískuheiminum á borð viö Calvin Klein og Ralp Lauren sýna hinum tvítuga íslending mikinn áhuga. alltaf óskaplega rólegur og lítið fyrir að trana sér fram.“ sagði Jóhanna Sigríöur Guðjónsdóttir móðir hans og er hin rólegasta yfir velgengni sonarins. „Hann var ekkert fyrir að láta taka af sér myndir sem barn en þótti mjög fal- legt barn. Það stefndi ekkert í þessa átt, það komu bara til óvæntir hlut- ir. Áður en fyrirsætuferillinn hófst var Guðjón í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og vann líka í Hagkaup. Þar beið hans vinna þegar hann kom frá París en nú hefur hann sleppt henni, enda kominn inn á töluvert aðrar brautir. „Þetta er sérstakur heimur" sagði einn viðmælenda blaðsins sem þekk- ir bæði til Guðjóns og tískuheimsins. „Hann er ákveðinn og rólegur og fer sínar leiðir, hafi hann tekið ákvörð- un verður því ekk- ert breytt. Þetta eru ólíkar borgir Guöjón þykir myndast sér- lega vel enda berast fyrir- spurnir um hann hvaðanæva að úr heiminum. Reykjavík, nánar til- tekið í Seljahverfinu i Breiðholtinu. „Hann var Guðjón er fæddur og uppalinn í Lauru Lightbody sem er eftirsóttur umboðsmaður í New York og sér um málefni Guðjóns þar í borg. Þar á skrifstofunni átti fólk vart til orð til að lýsa ágæti Guðjóns. „Hann er fullkominn og hefur allt sem til þarf. Við erum öll yfir okkur hrifm af honum. Hann er fyrsta flokks módel og það er öruggt að það bíður hans mikill frami. Nú þegar er orðin mikil eftir- spum eftir honum og það eru allt kúnnar af svip- aðri stærðargráðu og Cal- vin Klein sem vilja fá hann til liðs við sig. Hann er gullfallegur strákur með frábæran persónuleika sem hefur óendanlega möguleika, hann á eftir að verða þekktur út um allan heim. Við höfum mikla trú á honum, hann hefur allt sem til þarf til að fara á toppinn." Lítið fyrir að trana sér fram sem hann hefur verið að vinna í en hann er að sjóast. Hann er það jarð- bundinn að hann á alveg að geta tekist á við þennan heim. Þetta er nefnilega hörð vinna.“ Bambino fyrirsætuheimsins Guðjón er einn af fáum íslensk- um karlmönnum sem hafa starfað sem fyrirsætur á alþjóðamæ- likvarða og örugglega einn af þeim allra yngstu. Reyndar er hann í yngri kantinum hvað karlmódel varðar, aðeins tvítugur, enda eru þeir flestir milli 25 og 30 ára. Á ítal- íu var hann langyngstur karlmódel- anna og því almennt kallaður „bambino“ eða bamið. Guðjón á kærustu hér heima sem fylgist með öllu sem er að gerast. Hún heitir Rebekka Sif Kaaber og er 19 ára verzlunarskólamær sem vinnur i sumar í bakaríi. Það var einmitt í gegnum hana sem Guðjón byrjaði í þessu en hún reyndist of lágvaxin i fyrirsætustörf. Þau eru búin að vera saman í tvö og hálft ár og trúlofuðu sig síðan fjórða júlí í fyrra. Svo óheppilega vildi til að Guðjón var í París á eins árs trúlof- unarafmælinu. Fer utan til hans Hvernig er að hafa kærastann svona á flakki út um allan heim ? „Ég er ekkert yfir mig hrifín af því, ég sakna hans og fer líklega með honum út til New York í september. Að vísu þýðir það að ég verð að hætta í skólanum en ég á bara eitt ár eftir þar en ég vil fara með hon- um. En ailt er óákveðið, kannski förum við bara ekki neitt. Við hringjumst bara á á fullu þangað til, ætli símreikningurinn verði ekki svona 70 til 80 þúsund" segir Rebekka og hlær. Voru þau farin að búa? „Nei viö höfum búið heima hjá mér en ef það kemur góður pening- ur út úr þessu þá myndum við vilja kaupa okkur íbúð“. Eru launin ekki rosaleg? „Jú þau eru ágæt en umboðsskrif- stofurnar taka mikið. Þessi í París tók t.d. 70% af öllum tekjum og síð- an þurfti hann að greiða leigu, prufumyndatökur, uppihald og allt annað fyrir sín 30%. Þetta er mjög erfitt. En sýningarstörf í New York borga vel svo þetta ætti allt saman að ganga.“ Ætla þau að búa á ís- landi? „Ég veit það ekki. Þeir vilja hann aftur út til New York í septem- ber og ef allt heldur áfram að ganga svona vel þá verðum við þar eitt- hvað áfram. Ég sakna hans mikið og ætla örugglega með næst.“ Fallegri að innan Er hún ekkert óróleg að vita af honum þarna innan um allar fyrir- sæturnar? „Nei, alls ekki. Hann er yndislegur og góður, hefur meiri innri fegurð en ytri og það er hægt að treysta honum 100%. Honum finnst þetta ekkert æðisgengið og er lítið hrifm af að vera með meik og svoleiðis framan í sér. En það er sennilega út af því hvað hann er lít- ið að sýna sig að honum gengur svona vel. Hann er bara hann og það er það sem gengur. Ralph Lauren er t.d núna með áhuga en við tökum bara öllu með ró.“ -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.