Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1996, Page 51
LAU'GARDAGÚR 20. JÚLÍ 1996
KVikmyfídir
59
Kynþokkafulli Brad Pitt:
Við sáum
Kyntáknið Prad Pitt hefur skotist
hratt upp á stjörnuhimininn á stutt-
um tíma. Á internetinu er hann
kallaður kynþokkafyllsti núlifandi
maður veraldar. I síðustu mynd
sinni reynir hann að afmá þann
stimpil að vera ljóshærði
súkkulaðisæti drengurinn. Um er
að ræða kvikmyndina Devil’s Own
sem hann leikur í ásamt Harrison
Ford. í myndinni leikur Brad íra
nokkurn sem lögreglumaður (Ford)
tekur að sér. Fortíð írans er síður
en svo rósum stráð sem kemur
þeim báðum í eldlínuna. Myndin er
tekin upp í New York og verður
bráðlega frumsýnd i Bandaríkjun-
um.
Hjartaknúsarinn er 33 ára en
HVERNIG VAR
MYNDIN?
& Personal
Eufemía Berglind Guðnadóttir:
Mér þótti þessi mynd mjög góð.
Alveg hreint frábær.
Soffía Briem:
Hún var bara alveg ágæt að mínu
mati. Mjög vel leikin og allt það.
Ingibjörg Briem:
Mér fannst þessi mynd allt í lagi
en hún var ekkert sérstök.
Gottskálk Gizurarson:
. Myndin kom mér á óvart. Mér
fannst hún mjög skemmtileg og
finnst að allir ættu að sjá hana.
i H
hann fæddist 18. desember árið 1963
í Shawnee í Oklahoma. Foreldrar
hans eru þau Bill og Jane Pitt.
Hann ólst upp í Springfield í Misso-
uri. Þar líkaði honum vel og fólkið
talar mjög vel um þennan
sæta strák sem það Á
þekkti. Brad er elstur
þriggja systkina en , '/■ á '
bróðir hans Doug og )|
systir hans Julie eru
bæði gift. Brad var
alls ekki hafinn
yfir það að stríða
bróður |
og var
óham-
æsku.
hætti
í þeim
íþróttum sem
honum leiddust.
Brad segist vera
einn af fáum
sem hefðu átt
frábæra fjöl-
skyldu. Þó
sagði hann
þeim ekki að
hann hefði
hætt í mennta-
skóla áður
en hann út-
skrifaðist
heldur
lásu
þau
ólina
yngri
sínum
frekar
inn í
Hann
strax
það í blöðunum.
Fjölmiðlamaðurinn Brad
Brad fór í fjölmiðlaskóla í Col-
umbia háskólanum í Missouri og
sérhæfði sig í auglýsingafræðum.
Hann lauk þó aldrei prófi en að
sögn prófessors sem kenndi
honum við skólann stóð
hann sig vel.
Brad var alinn upp
sem baptisti. Hann seg-
ist þó sjálfur hafa snú-
ið sér frá þeirri trú
þegar á menntaskóla-
árunum. Hann segist
hafa trú en vill
ekki fara nán-
ar út í hana.
Brad söng í
kirkjukórn-
um og þeir
sem til
þekkja
sögðu að
enginn
hefði
getað
haft af
honum
augun
þvi
hann
hefði
ver-
ið
svo
fal-
legt
barn. Brad
viðraði óskir"
sínar um að gerast'
leikari í Hollywood'
fyrst við vini sína þegar'
þeir héngu niðri við vatnið í
heimabæ sínum og slæptust.
Hlutverkin stækka
Áhorfendur muna áreiðanlega
eftir Brad Pitt í kvikmyndinni
Thelma and Louise en það var langt
frá því að vera fyrsta myndin sem
hann lék í. Áður hafði hann leikið í
myndunum Cutting Class 1989,
Happy Together 1989 og Across the
Tracks 1991 sem óþekktur leikari.
Eftir það lék hann í Cool World 1992
og Johnny Suede 1992, svo og í
kvikmyndinni A River Runs
through It þar sem hann lék sykur-
sætan strák, þannig að hann hefur
aldeilis haldið sig við efnið. Hann
lék einnig í myndunum California
1993, True Romance 1993 og The
Favor 1994. Það var ekki fyrr en í -
Interview with the Vampire 1994
sem almennilega var tekið eftir
Brad þegar hann lék á móti Tom
Cruise. í Legends of the Fall lék
hann meðal annars á móti stórleik-
aranum Anthony Hopkins. í því
hlutverki heillaði hann konur um
allan heim og hefur kyntáknsstimp-
illinn loðað fast við hann síðan. Á
Internetinu er fjöldi síðna með
myndum af goðinu og hægt er að
berja hann augum með sítt hár,
stutt hár, dökkt og ljóst og allt þar
á milli fyrir þá sem hafa áhuga.
-em
Brad Pitt fagur sem grískur guð
með Ijóst hár og skegg.
Independence
Day frumsýnd
í fimm kvik-
myndahúsum
Aðsóknarmesta kvik-
mynd vestanhafs um þessar
mundir, Independence Day,
verður frumsýnd hér á
landi 16. ágúst og frumsýn-
ingardagurinn ætti ekki að
fara fram hjá neinum því
myndin verður frumsýnd í
fimm kvikmyndahúsum; í
Reykjavík í Regnboganum,
Háskólabíói, Laugarásbíói
og Stjömubíói og á Akur-
eyri í Borgarbíói. Með því
að sýna í þessum fjölda
kvikmyndahúsa í höfuð-
borginni er reynt að koma
þvi þannig fyrir að hægt er
að fara að sjá myndina á
klukktíma fresti eftir að sýn-
ingar hefjast dag hvern.
Streisand leikur
og leikstýrir
Það hefur ekki mikið farið
fyrir Barbra Streisand frá
því hún lék og leikstýrði í
The Prince of Tides. En hún
;r nú komin af stað með nýja
nynd, The Mirror Has Two
?aces sem hún að sjálfsögðu
leikstýrir. Um er að ræða
rómantíska gamanmynd
þar sem Streisand leikur
háskólaprófessor sem
tekur upp á því að breyta
útliti sínu. Það eru engir
aukvisar sem leika á móti
henni. Jeff Bridges leikur eig-
inmann hennar og Pierce
Brosnan aðdánda hennar.
Leyniþjónustumynd úr kalda stríðinu
Kvikmyndin Mission Impossible
var frumsýnd í Bandaríkjunum við
góðar undirtektir fyrir stuttu enda
kostaði myndin hvorki meira né
minna en 64 milljónir Bandaríkja-
dala. Kvikmyndin fjallar um fyrrum
rússneskan njósnara sem selur al-
þjóðlegt hugvit á svarta markaðn-
um. Myndin er tekin upp í Prag og
á Englandi.
Myndin er byggð á sjónvarpsser-
íunni meö sama nafni sem Bruce
Geller skapaði. Söguna skrifuðu
David Koepp og Steven Zaillian.
Tom Cruise leikur aðalhlutverkið
og er jafnframt annar framleiðandi
myndarinnar ásamt Paulu Wagner.
Mission Impossible er fyrsta mynd-
in sem fyrirtækið Cruise/Wagner
framleiðir en það var stofnað árið
1992. Meðleikarar Toms eru Jon
Voigt, Emmanuelle Beart, Henry
Czerny, Jean Reno, Ving Rhames,
Kristin Scott-Thomas og Vanessa
Redgrave. Leikstjóri myndarinnar
er Brian De Palma.
Tom hyggst halda áfram að fram-
leiða
Tom Cruise segir að fyrirtæki
hans hyggist í framtíðinni einnig
framleiða myndir sem hann leiki
ekki í sjálfur og segist tilbúinn i
slaginn aftur. Hann þurfti þó að að-
skilja þessi tvö hlutverk að leika og
framleiða þannig að álagið var mik-
ið á meðan tökur stóðu yfir.
Tom lýsir Ethan, sem er aðalper-
sónan, sem manneskju sem hefur
meiri andlegan styrk en líkamlegan.
Hann getur hugsað sig inn og út úr
aðstæðum en það er mjög mikilvægt
fyrir hann, segir Tom. „í svona
spennutryllum verður áhorfandinn
að trúa því að aðalpersónan gangi í
gegnum helviti. Leikarinn verður
að fá áhorfandann til þess að skilja
að lífíð sé að hrynja undan fótum
hans og að aðstæður komi til með
að mala hann,“ segir Tom. Hann
segir jafnframt að til þess að sagan
gangi þurfi áhorfandinn að trúa
þessu. Hann vonast til þess að það
hafi tekist í myndinni.
Veik persónusköpun
Gagnrýnendur eru þó ekki allir á
sama máli. í gagnrýni frá Los Ang-
eles Times segir að persónusköpun
sé alls ekki nógu sterk. Áhorfendur
kynnast aðalpersónunni lítið og
hinum persónunum minna. Gagn-
rýnandinn er ósáttur við hlut Em-
manuelle Becirt í myndinni þar sem
hún á eingöngu að vera falleg. Be-
art er ein af rísandi stjörnum
Frakka en hún hóf feril
sinn árið 1983. Síðan hefur
hún leikið í mörgum
myndum og kannast ís- ^
lenskir áhorfendur
kannski við hana úr Une
Femme Francaise eða
Frönsk kona.
Mission Impossible er af
gagnrýnendum álitin góð
afþreying enda hvernig
ætti annað að vera þar
sem hún kostaði 64 millj-
ónir Bandaríkjadala, eins
og fyrr segir. Margt mælir
með myndinni eins og per-
sónutöfrar Tom Cruise,
frábær leikstjórn og mátu-
lega mikið af spennu, sam- _
V
Tom Cruise ásamt Jon Voight og Emmanuelle Beart í hlutverkum sínum í
Mission Impossible.
Tom Cruise í hlutverki Ethans í
Mission Impossible.
kvæmt gagnrýni Los Angeles
Times.
Sumir gagnrýnendur telja að of
mikið sé gert af því að gera kvik-
myndir eftir sjónvarpsmyndum.
Einn gagnrýnenda tók þannig til
orða að Mission Impossible gæti
aldrei orðið neitt annað en augna-
konfekt til afþreyingar. Sambíóin
og Háskólabíó taka Mission
Impossible til sýningar 26. júlí.
-em