Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 JjV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Fólkið kýs með fótunum Dæmi eru um, að auglýst hafi verið erlendis, að gott sé að fjárfesta á íslandi, af því að launakostnaður sé hér heldur lægri en í öðrum vestrænum löndum, en starfs- hæfni manna svipuð eða betri. Þannig hefur til dæmis verið reynt að fá hugbúnaðargerð inn í landið. Með þessu er verið að nota láglaunakerfið í landinu eins og söluvöru svo sem Japanir og síðar Suður-Kóreu- menn höfðu áður gert. Þetta er ágæt aðferð til að ná tímabundnum árangri við að efla atvinnulífið. Með lág- um launum verður það hæfara til fjölþjóðlegrar sam- keppni. Samkeppni þjóða um fíármagn til að byggja upp nýjar og arðvænlegar atvinnugreinar er hins vegar ekki eina samkeppnin, sem þarf að hafa í huga. Þjóðir eru ekki að- eins í samkeppni um íjármagn, heldur einnig um fólk. Það þarf bæði fólk og peninga til að búa til arð. Oftast hefur verið einblínt á Qármagnið, af því að það er ekki eins staðbundið og fólk. Auðveldara er að flytja peninga frá stöðum, sem gefa lítinn arð, til staða, sem gefa mikinn arð, heldur en að flytja fólk milli staða af sama tilefni. En fólk greiðir þó atkvæði með fótunum. Þannig urðu íslenzkar sveitir undir í samkeppni um fólk við sjávarplássin. Þannig eru lítil sjávarpláss að verða undir í samkeppni við stór sjávarpláss. Og þannig verður landsbyggðin í heild smám saman að láta undan síga í samkeppni við höfuðborgarsvæðið. Þessir fólksflutningar innanlands raska ekki stöðu þjóðfélagsins gagnvart öðrum löndum, ef fólk léti við þá sitja. En það fer lengra. Fiskvinnsla á Jótlandi hefur dregið marga til sín. Öflugt velferðarkerfi á Norðurlönd- um hefur einnig sogað íslendinga yfir pollinn. ísland er sem ríki í samkeppni við önnur lönd um fólk. Sérstaklega er þessi samkeppni nærtæk á Norður- löndum vegna samninga, sem gera íslendingum tiltölu- lega auðvelt að fá vinnu í þessum löndum. Margt dugn- aðarfólk hefur notað þetta og enn fleiri munu gera það. Mesta samkeppnin um fólk mun verða af hálfu Noregs á næstu árum. Þar er mikill uppgangur vegna olíugróða. Þar er skortur á fólki til starfa og boðið upp á miklu hærri laun og miklu öflugra velferðarkerfi, að meira eða minna leyti vegna hagnaðar af olíuvinnslu. Reynslan sýnir, að íslendingar eiga auðvelt með að fá góða vinnu í Noregi. Margir munu á næstu árum hafna íslenzkri húsbréfaþrælkun á lágum launum og leita skjóls í þjóðfélagi, sem er fólki vinsamlegra. Þannig verður ísland undir í samkeppni við Noreg um ungt fólk. Við erum líka að verða undir í samkeppni við um- heiminn um hæfileikafólk, sem er alþjóðlega samkeppn- ishæft. Við lesum vikulega um íslendinga, sem hefur vegnað vel í hámenntastofnunum víða um heim og eru hvarvetna eftirsóttir vegna kunnáttu og atgervis. Hér er hins vegar ekkert fyrir þetta fólk að gera, af því að landið hefur að mestu staðnað á frumframleiðslustigi, hefur ekki innviði atvinnulífs á sviðum þekkingargreina og getur ekki borgað samkeppnishæf laun. Verst er, að fáir láta sig þetta nokkru skipta. Við þyrftum þó að skipta út undirmáls- og meðalmáls- mönnum í stjórnmálum og fá í staðinn gerendur, sem treysta sér til að rífa niður verndarkerfi frumframleiðslu og fáokunar, kvótakerfi, byggðastefnur, einkaleyfi, toll- múra, reglugerðir og tilskipanir ráðuneyta. Við þyrftum að hreinsa til, svo að grundvöllur sé fyr- ir samkeppnishæfni landsins um hvort tveggja, fólk og flármagn. Annars verður allt landið að einum útnára. Jónas Kristjánsson Átök um dreifbýlið eftir sátt um Hebron Þegar þetta er ritað fjalla þing ísraels og Palestínumanna um ný- gert samkomulag um framkvæmd enn eins áfanga ÓslócU'samkomu- lagsins um afléttingu ísraelsks hernáms af palestínsku landi. Bú- ist er við samþykki á báðum stöð- um, þótt andstöðu gæti á báða bóga. Annað aðalatriðið, sem nú hef- ur verið útkljáð, er að ísraelsher lætur af hendi fjóra fimmtu hluta Hebron, síðustu stórborgar Palest- inumanna sem hann hersat. Hitt meginatriðið er að tímasett hefur verið hvenær fram skal fara brott- för ísraelska hemámsliðsins af dreifbýlissvæðum Vesturbakkans i þrem áfongum. Samkvæmt Óslóarsamkomulag- inu átti ísraelsher að rýma megin- hluta Hebron í mars í fyrra en fyrri ísraelsstjóm frestaði brott- förinni eftir hermdarverk palest- ínskra hryðjuverkasamtaka í Isra- el. í Hebron búa 400 herskáir ísra- elsir landnemar innan um á ann- að hundrað þúsund Palestínu- menn. Helsta deiluefnið varðandi Hebron var réttur israelskra her- sveita sem standa vörð um land- nemana. Það mál reyndist auð- veldara úrlausnar eftir nýafstaðna atburði. Þá hóf ísraelskur hermað- ur skothríð á Palestínumenn á markaðstorgi en yfirmenn örygg- ismála ísraels og Palestínsku sjálf- stjómarsvæðanna komu á vett- vang í skyndi og tókst í samein- ingu að afstýra því að upp úr syði á götum borgarinnar. Yfirstjórn ísraelshers er fegin að vera laus við hemám stórborga Palestínumanna. Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra hægri stjórnarinnar í Israel, sér ekki eft- ir þeim heldur, því þær ásamt Gaza-svæðinu geti aldrei orðið líf- vænlegt Palestínuríki en stofnun þess er hann andvígur. Erlend tíðindi Magnús Torfi Óiafsson Öðm máli gegnir um dreifbýlis- svæði Vesturbakkans. í Óslóar- samkomulaginu er kveðiö á um að þau skuli afhent yflrstjóm sjálf- stjómarsvæða Palestínumanna í þrem áföngum sem ljúki í septem- ber í haust. Undan eru skildir „hemaðarlegir staðir" og 144 land- nemabyggðir ísraelsmanna. Að þessu loknu skyldu hefjast viðræður um lokaatriði friöar- gerðarinnar. Helst þeirra em þjóð- arréttarleg staða sjáifstjómar- svæðanna til frambúðar, staða Jerúsalem, afmörkun landamæra ísraels og framtíð landnema- byggða ísraelsmanna. Niðurstaða í samningaþófmu undanfarið dróst eins og raim varð á vegna þess að Netanyahu krafðist þess að afhending dreif- býlissvæða og lokasamningar um vandasömustu átakaatriðin héld- ust í hendur og lyki ekki fyrr en 1999. Með því vildi hann hafa landafhendinguna til að þrýsta á Palestínumenn til að láta af kröf- um sínum til ítaka í þeim hluta Jerúsalem sem Palestínumenn byggja og til stofnunar sjálfstæðs rfkis. Jasser Arafat, forseti Palestínu- manna, tók þetta ekki í mál og tengdi lausn þessa ágreiningsefnis undirritun að mestu frágengins samkomulags um Hebron. Fyrir milligöngu Bandaríkja- stjómar og sér í lagi Husseins Jórdaníukonungs hefur nú fund- ist málamiðlun. Hún er á þá leið aö ísraelsher taki að rýma dreif- býlissvæði á Vesturbakkanum þegar á þessu ári og þriðja áfanga rýmingarinnar skuli ljúka í ágúst 1988. En umfang rýmingarinnar er enn óljós. Palestínumenn skilja Óslóarsamkomulagið svo að þeir fái í hendur eftir þriðja áfanga níu tíundu flatarmáls Vesturbakkans. Úr herbúðum ísraelsstjórnar heyrast þær raddir að hún ætli að skilgreina „hernaðarlega staði“ svo að í hæsta lagi fjórir tíundu landsins komist undir stjórn Palestinumanna. Þykist Netanyahu hafa fengið tryggingu fyrir þeim skilningi Bandaríkjastjómar að ákvörðun ísraelsstjómar skuli ráða því hve mikið af dreifbýlissvæðum Vest- urbakkans ísraelsher rými. Réð þetta úrslitum að forsætisráðherr- ann fékk samkomulagið samþykkt í rikisstjóm sinni, þó með sjö mót- atkvæðum i hópi 18 ráðherra. Þeir eru flestir úr flokkum strangtrúarmanna sem byggja kröfu til yfirráða ísraelsmanna yfir allri Palestínu vestan Jórdan á Mósebók- um. Fylgismenn þeirra telja Net- anyahu erkisvikara eftir það sem nú hefur gerst en markmið hans er eftir sem áður að hindra stofnun líf- vænlegs ríkis Palestínumanna og meina þeim ítök í Jerúsalem, án þess að koma ísrael út úr húsi hjá Bandaríkjunum. sett fangamörk sín á samkomulag í Erez- Benjamin Netanyahu og Jasser Arafat takast í hendur eftir aö hafa landamærastööinni á mörkum Gaza-svæöisins og Israels. skoðanir annarra___________________ Síðasti geirfuglinn „Milosevic (Serbíuforseti) er síðasti leiðtoginn i ■ þessum heimshluta sem hefur ríkt frá þvi á tímum | kommúnista. Hann hefur enst svona lengi með því að : spila á þjóðernistilfmningar á sama tíma og gamla j Júgóslavía hefúr verið að leysast upp. Serbneska þjóð- j in sér hins vegar núna að stríðsstefna hans hefur alið á spillingu, gert landiö gjaldþrota og einangrað það. j Kosningaþjófnaðurinn var síðasta hálmstrá hans. Sí- fellt fleiri landsmenn vilja hvorki frjálslyndan né end- urbættan kommúnisma, sem innst inni er bæði kúg- unar- og alræðisafl, heldur lýðræði. Þeir eru að berjast fyrir því og þeir munu hafa sigur.“ Úr forustugrein Washington Post 16. janúar. Ástin gæti soðið upp úr „Ást þjóðarinnar er styrkur minn, sagði einn for- j vera (Margrétar Danadrottningar) í hásætinu. En 1 enginn hefúr verið jafn ástsæll meðal þjóðar sinnar j og Margrét. Og þess vegna býr þessi valdalausa drottning nú yfir dæmafáum, já eiginlega söguleg- um, styrk. En hættan fyrir hana og ætt hennar er sú að ástin sjóði upp úr. Að fjölmiðlaumfjöllunin verði svo mikil að það endi með sprengingu eins og í Englandi. Ósk okkar til handa Margréti og kon- ungsfjölskyldunni er því: Verið aöeins konunglegri, ekki jafn fábrotin og verið mun minna í sviðsljós- inu. Til hamingju." Úr forustugrein Politiken 14. janúar. Óhæf stjórn „Búlgarar, sem hafa fengið innblástur frá ná- grönnum sínum í Serbiu, hafa flykkst út á götur til þess að reyna að losa sig við stjóm sem er ein sú óhæfasta í Evrópu. Vera má að aðferðin beri árang- ur. Á mánudaginn varð stjómin við helstu kröfu mótmælenda, sem sé að kosningum verði flýtt. En það er of langt í kosningamar. Það á aö halda nýj- ar kosningar á þessu ári en ekki 1998. Samt sem áöur gefur svar stjómvalda til kynna að pólitísk skoðanaskipti séu möguleg í landi þar sem ósveigj- anleikinn hefur verið Etllsráðandi." Úr forystugrein New York Times 15. jan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.