Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Qupperneq 12
12 fólk LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1997 Tvöfalt jólahald hjá Júgóslövunum á Isafirði jóladagur hjá þeim var 7. janúar Júgóslavnesku íjölskyldurnar sem komu til ísafjarðar sl. sum- ar eru af svokölluðum blönduð- um hjónaböndum Serba og Króata. Margir tilheyra réttrún- aðarkirkjunni, líkt og margir Austur-Evrópubúar, að Rússum meðtöldum. Hjá þeim hefur tímatalið ekki verið leiðrétt eins og hjá okkur. Því er nú svo kom- ið að jóladagur, sem einhvem tima hefur verið á sama tíma, var í þetta sinn 7. janúar. DV heimsótti Schally-fjöl- skylduna sem býr í notalegri íbúð sem kvenfélagskonur úr Hvöt í Hnífsdal sáu um að standsetja í blokk við Pólgötu á ísafirði. Fjölskyldan sam- anstendur af húsbóndanum, Ne- bojsa Schally, eiginkonunni Vesnu, 11 ára dóttur, Jelenu, 8 ára dóttur, Jovana, og móðir Vesnu heitir Krickic Anaelina. Auk þess er einn fjölskyldumeð- limur til viðbótar en það er kött- urinn Pepe. Innileg tengsl við heimamenn Fjölskyldan hélt upp á jólin rétt eins og aðrir íslendingar og var henni meðal annars boðið í mat á aðfangadag til einnar stuðningsíjölskyldu sinnar í Hnífsdal, þeirra Halldórs Frið- bjarnarsonar og Sigrúnar Sigurðardóttur. Reyndar kalla Schally-bömin Halldór afa sem sýnir vel hversu innileg tengsl hafa komist á með heimamönnum og nýju íslendingunum. Á jóladag Júgóslava, 7. janúar, var dæminu síðan snúið við inni Vöruvali og móðir hennar í versluninni Bjömsbúð. Börnin eru í Grunnskóla ísafjaröar. Vesna segist alltaf vera að læra málið en það sé mjög erfitt að læra íslensku. Hún segir móttök- urnar hafa verið mjög góðar og gott sé að vera á ísafirði og fólk- ið hjálplegt. Gaman í skólanum Þá hafa þau öll eignast góða vini á ísafirði. Jelena er í 6. bekk og gengur vel og eins Jovana sem er í 2. bekk. Auk hefðbundins skóla- náms eru systurnar í tónlistar- námi, Jelena lærir á píanó og Jo- vana á flautu. Jelena segir að það sé gaman í skólanum og þar hef- ur hún eignast góðar vinkonur. Þau eru búin að fá kettling og er sá gulur eins og ein kisan þeirra í Júgóslavíu og kalla þau hana Pepe. Stríðið í Júgóslavíu tvístraði mörgum fjölskyldum. Þannig tapaði fjölskyldufaðirinn Ne- bosja af bróður sínum en hefur frétt af honum eftir að fjölskyld- an kom til íslands. Bróðirinn var þá kominn til Þýskalands þar sem hann býr nú. Þá hefur fjöl- skyldan líka verið í sambandi við tvær systur Vesnu og bróður sem búa hvort á sínum staðnum I Serbíu. fjölskyldan á ísafirði hef- ur haft símasamband við ættingja sína erlendis. Vesna sagði að þeim hefði brugðið þegar síðasti símareikningurinn kom upp á 33 þús. krónur. Auk símasam- bandsins skrifa þau ættingjunum mikið og sagði Vesna að þeir vildu gjarnan koma til íslands. -HKr Schally-fjölskyldan ásamt hluta af stuöningshópnum sem veriö hefur fjölskyldunni til halds og traust. Nebojsa og Vesna Schally eru lengst til vinstri á myndinni og amman, Krickic Anaelina er fjóröa frá vinstri. Fremst á myndinni eru systurnar Jelena, 11 ára, og Jovana, 8 ára. DV-mynd Höröur og var þá ísfirskum stuðningsijölskyldum boðið í júgóslavnesk- an jólamat. íslenskunámið gengur vel og sagði Vesna Schally að hún væri byrjuð að vinna á Hótel ísafirði, eiginmaðurinn í verslun- erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Vinnukona með tvö Skáldsögur: 1. Dlck Francis: Come to Grlef. 2. Nicholas Evans: The Horse Whlsperer. 3. Nick Hornby: Hlgh Fldetlty. 4. Colinm Forbes: Preclpice. 5. John Grisham: The Runaway Jury. 6. Terry Pratchett: Maskerade. 7. Danlelle Steel: Flve Days In Parls. 8. Bernard Cornwell: The Bloody Ground. 9. Robert Goddard: Out of the Sun. 10. Rob Grant: Backwards. ! % Rit almenns eölis: 1. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 3. Fergal Keane: Letter to Danlel. 4. Grlff Rhys ritstjóri: The Natlonal’s Favourlte Poems. 5. L. Carcaterra: Sleepers (kvlkmyndaútgáfa). 6. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 7. Blll Bryson: The Lost Continent. 8. Andy McNab: Immedlate Actlon. 9. Daniel Goleman: Emotlonal Intelligence. 10. Blll Bryson: Made in America. Innbundnar skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Hogfather. 2. Tom Clancy: Executlve Orders. 3. Mlchael Crlchton: Airframe. 4. Dean Koontz: Sole Survlvor. 5. Colln Forbes: Cauldron. Innbundln rit almenns eðlis: 1. Dava Sobel: Longltute. 2. V. Reeves & B. Mortlmer: Shooting Stars. 3. M. Groening: Bart Slmpson's Guide to Llfe. 4. Damon Hlll: My Champlonshlp Year. 5. Norman Davies: Europe: a Hlstory. (Byggt á The Sunday Tlmes) morð á samviskunni? Margaret Atwood. Kanadískar bók- menntir hafa sótt fram með eftirminnilegum hætti síðustu árin, í fyrsta sinn í sögu þessa víðfeðma og fjölmenna lands þar sem lengi vel var talið frekar löður- mannlegt að stunda rit- störf. Eins og Margaret Atwood, ein skærasta stjarnan á bókmennta- himni Kanada um þess- ar mundir, bendir á í nýlegu viðtali var ástandið svo slæmt að eitt árið á sjöunda ára- tugnum voru einungis gefnar út fimm kanadískar skáldsögur. Þetta hefur gjörbreyst. Kanadísk- ir höfundar vinna til margvíslegra verðlauna fyrir bækur sínar víða um lönd, þar á meðal i Bandaríkjun- um og Bretlandi, og ná um leið til fjölmennra lesendahópa. Nægir þar að nefna Atwood, Alice Munro, Michael Ondaatje og Carol Shields. Snemma lestrarhestur Margaret Atwood, sem nú er 57 ára að aldri, hefur stundað ritstörf frá unga aldri. Hún var mikið út af fyrir sig á æskuárum og las þá heil ósköp; heillaðist fyrst af Grimmsæv- intýrum, Sherlock Holmes og sög- um eftir Poe og Stevenson en síðar af Austen, Faulkner og Melville. Hún orti fyrsta ljóðið 16 ára gömul og kom sér á framfæri fimm árum síðar; gaf þá út fyrstu ljóðabók sina í 200 eintökum og seldi hvert eintak á um þrjátíu krónur (það kostar núna meira en 100 þúsund hjá forn- bókasölum). Atwood gekk menntaveginn og var við framhaldsnám í Harvard þegar hún vakti fyrst verulega at- hygli fyrir ritstörf sín; ljóðabókina The Circle Game sem kom út árið 1964 og hlaut kunnustu bókmennta- verðlaun Kanada. Þótt hún hafi haldið áfram að yrkja ljóð og hafi samið leikrit fyrir Umsjón Elías Snæland Jónsson svið, sjónvarp og útvarp eru það þó skáldsögumar sem rækilegast hafa slegið í gegn meðal lesenda og gagn- rýnenda hin síðari ár. Það á ekki hvað síst við um níundu skáldsög- una, Alias Grace sem var tilnefnd til hinna eftirsóttu bresku Booker- verðlauna á nýliðnu ári - eins og reyndar tvær af fyrri bókum skáld- konunnar. Söguleg skáldsaga Alias Grace er söguleg skáldsaga sem er byggð á frægu kanadísku morðmáli. Sextán ára vinnukona, Grace Marks að nafni, var dæmd árið 1843 fyrir að hafa myrt húsbónda sinn og ástkonu hans. Þetta mál hefur lengi verið Atwood hugleik- ið. Hún kynnti sér það fyrst þegar hún var að yrkja Ijóðabálkinn The Journals of Susanna Moodie og skrifaði handrit að sjónvarps- leikriti um málið árið 1974 þar sem gengið var út frá þeirri forsendu að vinnukonan hefði verið sek um morðin tvö. í skáldsögunni, sem hefst þegar Grace Marks hefur setið sextán ár í fangelsi, er fylgt þeim sögulegu heimildum sem fyrir liggja en jafnframt skapað andrúmsloft spennu og óvissu. Atwood segir í nýlegu viðtali að hún hafi verið undir það búin að fá ekki heldur Booker-verðlaunin í þetta þriðja sinni sem hún var til- nefnd en líkir fyrirkomulagi verð- launanna við forna fómarathöfn; dómnefndin bjóði sex höfundum til veislu þar sem fimm þeirra sé slátr- að en einn standi uppi sem sigur- vegari. Hún telur reyndar að það al- menna lof sem nýja skáldsagan hef- ur fengið muni snúast upp í and- hverfu sína þegar hún sendi frá sér næsta verk sitt. „Ég fékk svo góða ritdóma um þessa bók að ég veit að það verða fjölmargar leyniskyttur í runnunum þegar sú næsta kemur út. Það er sjálfgefið," segir hún. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mlchael Ondaatje: The English Patient. 2. Jane Hamllton: The Book of Ruth. 3. Nicholas Evans: The Horse Whisperer. 4. Tonl Morrison: Song of Solomon. 5. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 6. Rlchard North Patterson: The Final Judgment. 7. Nora Roberts: Holdlng the Dream. 8. Michael Crichton: The Lost World. 9. Robert Ludlum: The Cry of the Halldon. 10. Mary Higgins Clark: Silent Nlght. 11. Irls Johansen: The Ugly Duckling. 12. Amy Tan: IThe Hundred Secret Senses. 13. Clive Cussler: Shock Wave. 14. Michael Conelly: The Poet. 15. Michael P. Kube-McDowelli: Tyrant’s Test. !Rlt almenns eðlis: 1. Jonathan Harr: A Civll Action. 2. Dava Sobel: Longitude. 3. Thomas Cahill: How the Irish Saved Civilizatlon. 4. MTV/Melcher Medla: The Real World Dlaries. 15. Al Franken: Rush Llmbaugh Is a Big Fat Idiot. 6. B. Gates, Myhrvold & Rinearson: The Road Ahead. 7. Mary Pipher: Revlvlng Ophelia. 8. Andrew Weil: Spontaneous Heallng. 9. Barbara Klngsolver: Hlgh Tide in Tucson. 10. Howard Stern: Mlss America. 11. John Felnsteiny: A Good Walk Spolled. 12. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 13. Davld Brlnkley: Davld Brlnkley. 14. Mary Karr: The Liar’s Club. 15. Clarlssa Pinkola Estés: Women Who Run With the Wolves. (Byggt á New York Tfmes Book Revlew)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.