Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Qupperneq 18
■ Iflagur í lífi LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 Þegar vekjaraklukkan hringir klukkan 5.30 segi ég við sjálfan mig: Hvað skyldi ég vera búinn að lofa mér þvi oft að gera þetta aldr- ei aftur? Ekki veit ég það, en hitt veit ég að svona hefst dæmigerður laugardagur þá mánuði sem Enn ein stöðin skreytir dagskrá Sjón- varpsins. Það kostar stórátak að koma sér undan sænginni, vinna lágmarks snyrtiframkvæmdir og kveikja síðan á tölvunni. Upptökur eiga að hefjast klukkan 9. Ég lít á listann yfir atriði sem ég á eftir að skrifa og reikna út í huganum hvað ég megi að meðaltali eýða löngum tíma i hvert þeirra. Þetta er trúlega aðferð mín við að fá adrenalínið af stað - aðferö til að skjóta sjálfúm mér skelk í bringu. Klukkutíma síðar bendi ég síðan sjálfum mér á að ég sé langt á eftir áætlun og tekst á stundinni að koma mér upp öflugri sálarangist. Ég þjösnast á lyklaborðinu fram á síðustu stundu, dengi þá skjalinu inn á diskettu og hendist niður í Sjón- varp. Á meðan leikmyndir, búning- ar, Ijós og farði taka á sig endan- lega mynd berum við saman bækur okkar um nýjustu fféttir sem vert væri aö hafa með í þættinum. Okk- ur þykir ófært annað en að upp- sögnum starfsmanna á Stöð 2 séu gerð einhver skil. Ég laumast afsíð- is og skrifa nokkur atriði upp á nýtt, svo þetta mál fái að fljóta með. Tökur ganga vel, og allt í einu skýt- ur Elín Hirst upp kollinum á gangi Sjónvarpshússins. Nærvera hennar tengist á engan hátt málefnum Stöðvar 2, en Spaugstofumenn hafa snör handtök og telja hana á að ganga til liðs við sig, þó ekki væri nema stutta stund. Lokaatriði þátt- arins er breytt og það fangað á band. Tökum lokið. Klukkuna vant- ar nokkrar mínútur í 1. Ég skil þáttinn eftir í öruggum höndum fé- laga minna og ek í loftinu niður í bæ. Fagra veröld Á Sólon íslandus eru Helgi P. og Vala Matt að fara í loftið og ég næ að detta inn úr dyrunum og ská- skjóta mér að hljóðnemanum við hlið Brynju Benediktsdóttur í því aö umsjónarmennimir kynna okk- ur fyrir hlustendum. Við tölum um frymsýninguna á Fögru veröld, sem á að fara fram um kvöldið. Eft- ir viðtalið kem ég mér heim og næstu klukkustundimar er ég fjöl- skyldufaðir. Kannski svolítið trekktur fjölskyldufaðir, en konan mín minnir mig á að anda djúpt og ég reyni það eftir fóngum. Klukkan 4 kemur tengdamóðir mín og axlar ábyrgðina á börnum og búi og klukkutíma síðar sitjum við hjónin í Háskólabíói og bíðum þess að Vínartónleikar hefjist. Það er orðin hefð að foreldrar mínir bjóði böm- um sínum og tengdabömum á Vín- artónleika á nýju ári, og hefðir em hefðir. Þess vegna situr leikskáldiö hér og nýtur tónlistarinnar, þó að hugurinn vilji aö vísu sveima vítt og breitt. Tónleikamir eru lengri en við héldum. Þessu hefði ég vafa- laust fagnað undir öðram kringum- Við höldum aldrei út fram á nótt, segjum við hvort við annað. Guði sé lof og dýrð fyrir pylsu- vagna. Einn slíkur bjargar lífi okk- ar í þetta sinn. Frumsýning hefst klukkan 8 eins og ráð er fyrir gert og höfundurinn nær að tylla sér áður en ljósin era slökkt. Ég beiti allri þeirri öndunartækni sem ég ræð yfir, en það kemur ekki í veg fyrir að svolítill svitalækur renni niður eftir bakinu á mér á meðan ég horfi á sýninguna. Að loknu lófataki og framkalli föllumst við í faðma, kyssumst og lyftum glösum. Frumsýning er eins og geimskot. Eftir langan undirbúning lyftist flaugin frá jörðu og heldur á vit þess óþekkta. Mér skilst að Enn ein Stöðin hafi líka komist klakk- laust í loftið á meðan við sátum í leikhússalnum. Svo það er óhætt að ljúka þessum degi. stæðum, en þegar aukalögin elta hvert annað í langri hala- rófu fara sumir að iða í sæt- Karl Ágúst Úlfsson átti frekar annasaman dag á laugardag við upptökur á Enn einni stöðinni, í hlutverki heimilisföður, á Vínartónleik- um og frum- sýningu á leikriti mu - framsýning- in á Fögra veröld hefst eftir réttan hálftíma og enn er ekkert sínu, Fagra veröld. DV- mynd Pjetur Dagur í lífi Karls Ágústs Úlfssonar: Frumsýning er eins og geimskot lát á söng og hljóðfæraslætti. Loks verðum við hjónin að standa upp og kveðja. Svolítil taugaspenna, en líka sárir hungurverkir. Fyrst hann er svona æstur í að fá titilinn þá held ég að ég láti það eft- ir honum. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð og nítugustu og aðra getraun reyndust vera: Hrönn Kristinsdóttir Rannveig ívarsdóttir Nónvörðu 12 Valhúsabraut 11 230 Keflavík 170 Reykjavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 3.950, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu Kay Carpenter. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 394 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.