Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Page 25
LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1997 Dregið í jólamyndagátu og jólakrossgátu DV: Bíí alítaf eftir svona gátum fyrir jólin - segir Erla Gísladóttir í Stykkishólmi sem hlaut 1. verðlaun fyrir myndagátuna jólagátur „Þetta kemur sér vel fyrir okkur. Ég hef alltaf tekið þátt í þessum gát- um og maður bíður eftir svona gát- um fyrir jólin,“ sagði Erla Gísladótt- ir, húsmóðir í Stykkishólmi, þegar henni var tilkynnt að hún hefði hlotið 1. verðlaun fyrir jólamynda- gátu DV en dregið var í fyrradag fyrir þá gátu og jólakrossgátu DV. Skilafrestur rann út 11. janúar sl. og var þátttaka mjög góð. Erla hefur verið áskrifandi DV til margra ára og aðspurð segist hún einu sinni áður hafa unnið í getraun af svipuðu tagi, í blaðinu Borgfirð- ingi fyrir nokkrum árum. Núna hlýtur Erla í verðlaun United-hljóm- tæki frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti 23.700 kr. Önnur verðlaun fyrir jólamynda- gátuna, Akai-ferðatæki með geisla- spilara frá Sjónvarpsmiðstöðinni að verðmæti kr. 14.900, hlýtur Sig- ríður Stefánsdóttir, Brekkuvegi 5 á Seyðisfirði. Lausn myndagátunnar var eftir- farandi: „Hátíð ljóss og friðar fer í hönd og landsmenn fagna henni með söng. Blaðið sendir kveðjur sínar.“ Eins og áður sagði var einnig dregið úr réttum lausnum í jólakrossgátu DV. Lausnin fólst í öfugmælavísu sem var svohljóð- andi: Renna árnar upp í mót, ofan gjósa hverir. Hylur jökull hlfðarfót, híma tindar berir. Sá sem hlýtur 1. verðlaun fyrir krossgátuna er Ásbjöm Valsteins- son, Vesturbergi 146 í Reykjavík. Ásbjörn fær Aiwa-hijómtæki frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 29.900 kr. Aiwa-vasadiskó að verðmæti 12.980 kr., einnig frá Radíóbæ, vora í 2. verðlaun fyrir krossgátuna. Þau hreppir Guðrún Ólafsdóttir, Suður- götu 29 í Sandgerði. DV óskar vinningshöfum til ham- ingju og þakkar öllum þeim fjöl- mörgu sem þátt tóku í gátunum. Verðlaunum verður komið til skila í næstu viku. -bjb S 'f-A r 25 Guðrún Gyða Árnadóttir, blaðamaður DV, dregur hér úr réttum lausnum í jólamyndagátu og jólakrossgátu blaðsins 1996. Skilafrestur rann út 11. janúar sl. og þátttaka var mjög góð eins og sjá má. DV-mynd Pjeiur /T* / Holl og Fullorðnir Barnaflokkar Unglingaflokkar 4 0 0 3 íþrótt fyrir alla Listgrein Sjálfsvörn Líkamsrækt Sensei KAWASOE, 7.dan yfirþjálfari Shotokan á íslandi Brautarholti 22 Sensei Ólafur Wallevik, 4.dan, yfirþjálfari Þórshamars. /// f\J 11 fJ fJ h /AT J / JQ Tilgangurinn með notkun nikótínlyfja er að draga úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Lyfið má því aðeins nota að reykingum sé algjörlega hætt. Nicorette® tyggigúmmí inni- heldur nikótín sem losnar smám saman úr tyggigúmmíinu þegar tuggið er. Tyggja skal hægt og með hléum. Nicorette® tyggigúmmí er til í 2 mg og 4 mg styrkleika og í þremur mis- munandi bragðtegundum. Styrkleiki og meðferðarlengd er einstaklingsbundin. Algengur dagskammtur er 8-16 stk. Nikótínið í tyggigúmmíinu getur valdið aukaverkunum eins og t.d. svima, höfuðverk, hiksta, ertingu í munni, koki, vélinda og meltingaróþægindum. Ekki er ráðlegt að nota tyggigúmmíið lengur en 1 ár. Nicorette® forðaplástur inniheldur nikótín sem frásogast með jöfnum hraða úr forðaplástrinum í a.m.k. 16 klst. Algengustu aukaverkanir Nicorette® forðaplásturs eru svimi, höfuðverkur, verkir í liðum og vöðvum, einkenni sem líkjast inflúensu, kláði og útbrot undan plástrinum, aukin svitamyndun, svefntruflanir, óróleiki og depurð. Æskilegt er að hefja meðferð með Nicorette® forðaplástri með sterkasta plástrinum. Einn plástur er settur á að morgni og tekinn af fyrir sveín. Setja skal plásturinn á heila, hreina, hárlausa og þurra húð, á brjósti, hrygg, upphandlegg eða mjöðm og skipta um plástursstað á hverjum degi. Styrkleikinn á plástrinum er síðan minnkaður smám saman og fer það eftir nikótínþörf við- komandi á hverjum tíma. Nikótín getur valdið bráðum eitrunum hjá börnum og er efnið því alls ekki ætlað bömum. Gæta skal varúðar hjá þeim sem hafa hjarta- og æðasjúkdóma. Ófrískar konur og konur með bam á brjósti eiga ekki að nota lyfið. Lesið vandlega leiðbeiningar á fylgiseðli sem fylgir hverri pakkningu lyfsins. Framleiðandi: Pharmacia & Upjohn, Svíþjóð. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. NICORETTE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.