Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Page 28
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 JjV - segir Kathryn Pasternak, aðstoðarforstjóri Natinnal Gengraphic, sem keypt hefur sýningarrétt á myndinni „Ég er komin hingaö fyrst og fremst til að sjá hvað Þorfinnur hefur verið að gera og fylgjast með lokafrágangi. Hann kynnti fyrir okkur svo grípandi og heillandi sögu að ég fékk strax mikinn áhuga. Við framleiðum og aðstoðum við gerð fjölda náttúrulífsmynda í samstarfi við kvikmyndagerðarmenn um allan heim. Erf- iðast er alltaf að finna góða sögu, helst með söguþræði, og yfir þeim eiginleikum býr einmitt mynd Þorfinns. Þannig myndir viljum við fá til okkar,“ sagði Kathryn Pasternak, að- stoðarforstjóri sjónvarpsstöðvar National Geographic i Bandaríkjunum, í samtali við DV en hún er stödd hér á landi um þess- ar mundir til að kynna sér gerð „leikinnar“ heim- ildarmyndar Þorfinns Guðnasonar kvik- myndagerðarmanns um hagamúsina. Tvær mýs, Óskar og Helga, eru í að- alhlutverkum mynd- mynd Þorfinns væru allt aðrar og nýjar hliðar á lífi músa dregnar fram í dagsljósið. Mörg myndskotin hefðu aldrei áður komið fyrir augu almennings. Nær til 65 milljón heimila National Geographic er með heimildarþætti í nokkrum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum og Evrópu og kemur mynd Þorfinns til með að verða sýnd í sumar eða næsta haust á besta tíma í vikulegum tveggja tima þætti á TBS Superstation sem nefnist National Geographic Explorer. Þátturinn nær til 65 milljón heimila í Bandaríkjunum og er síðan dreift um allan heim til annarra sjónvarpsstöðva. Engir aðr- ir heimildarþættir ná slíkri út- breiðslu. Náttúrulífsmyndir National Geo- graphic hafa unnið til 32 Emmy- verðlauna og hlotið mörg önnur kvikmyndaverðlaun. Aðspurð seg- ir Kathryn að mynd Þorfinns eigi góða möguleika á verðlaunum. Mikill heiður Þorfinnur segir samstarfið við National Geographic vera mikinn heiður fyrir sig. Sem strákur hefði hann lesið öll tímaritin sem hann komst í og heillaðist þar af efhinu sem boðið var upp á, og ljósmyndunum ekki síst. „Um leið og National Geograhic sýndi áhuga þá hafa fleiri aðilar viljað fá myndina til sýninga. Við höfúm fengið ótal fyrir- spurnir úr nær öllum heimshlutum," sagði Þor- finnur en auk myndarinnar um hagamúsina er hann í mynd Þorfinns er hagamúsinni fylgt eftir við hinar ýmsu að- stæður. Hér er hún við skógar- þrastarhreiður þar sem ung- arnir hafa ný- lega skriðið úr eggjum. Hreiðrið fannst fyrir tilviljun í nágrenni Fells ofan á rabbar- barahnaus og músarhola þar við. DV-mynd GVA með i vinnslu framhaldsmynd um íslenska ref- inn. Margar evrópskrar sjónvarpsstöðvar, ásamt Stöð 2, hefðu sýnt þeirri mynd áhuga, sem og músamyndinni. Unnið af alúð og ástríðu Kathryn segir það sömuleiöis vera heiður fyr- ir sig að fá að vinna með Þorfmni. Hann vinni efnið af mikilli alúð og ástríðu sem eigi eftir að skila mjög góðri mynd. Hann hefði mjög áhuga- verðan söguþráð í höndunum. „Það er mjög gefandi að geta hjálpað sjálf- stæðum kvikmyndagerðarmönnum. Fyrir þá sem vinna heimildarmyndir er mjög erfitt að komast að hjá stóru framleiðendunum og ég geri ráð fyrir að það sé enn erfiðara ef þú býrð á íslandi. Ekki síst þess vegna hefur Þorfinmu- náð frábærrun árangri," sagði Kathryn Pastem- ak. -bjb mm Þorfinnur Guönason kvikmyndageröarmaður, Kathryn Pasternak, aöstoöarforstjóri National Geographic, og Þorvaldur Björnsson, starfs- maöur Náttúrufræöistofnunar og „dýratemj- ari“, sem veriö hefur Þorfinni til halds og traust viö tökur í myndverinu aö Felli í Bisk- upstungum. DV-mynd GVA og fylgir Þorfinnur þeim eftir í hörðum heimi náttúrunnar. í þessu skyni hefur hann komið sér upp myndveri að Felli í Biskupstungum og unnið þar og víðar um landið að myndinni um nokkurn tíma. Þorfinnur komst í samband við National Geographic á kvikmyndaráðstefnu í Amster- dam fyrir ári síöan. Þar ákvað stofnunin að taka músamyndina til sýninga og aðstoða Þor- finn við lokaíjármögnun. Engu líkt Kathryn segir mynd Þorfinns hafa vakið mikla athygli hjá National Geographic. Þar væru menn búnir að sjá ýmislegt í gegnum tíð- ina en ekkert í líkingu við það sem Þorfmnur væri að gera. ímynd fólks af músum væri mis- munandi, í teiknimyndum væri yfirleitt brugð- ið upp jákvæðri mynd en þegar fólk sæi alvöru mús þá stykki það upp á stól og öskraði. í Mynd af þessu tagi hefur ekki áöur komiö fyrir augu almennings hér á landi og þótt víöar væri leitaö. Hún sýnir hagamús meö nýfæddu afkvæmi sínu, nokkuö sem ákaf- lega erfitt er aö festa á filmu. Þetta myndskot og fleiri prýöa nýja heimildarmynd Þorfinns um íslensku hagamúsina sem National Geographic ætlar aö sýna í Bandaríkjunum. Mynd: Jóhann Óli Hllmarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.