Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1997, Page 41
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1997 49 Skíðaferðir til útlanda að hefjast: Nýir staðir bætast við Miöaö viö framboö á skíöaferöum gæti vel farið svo aö straumur skíöa- manna lægi aö einhverju leyti til Bandaríkjanna því hinn sögufrægi staður, Aspen í Colorado, stendur nú íslendingum til boöa í fyrsta sinn. í byrjun nýs árs hugsa skíðamenn sér til hreyfings. Fjölmargir hafa það fyrir reglu að fara í eina skíða- ferð til Evrópu á ári hverju. Miðað við framboð á skíðaferðum gæti vel farið svo að straumur skíðamanna lægi að einhverju leyti til Banda- rikjanna því hinn sögufrægi staður, Aspen í Colorado, stendur nú íslend- ingum til boða í fyrsta sinn. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hef- ur um árabil lagt áherslu á fjöl- breytt framboð skíðaferða. Allt bendir til þess að aukning verði á skíðaferðum Islendinga til útlanda í ár, jafnvel um allt að helming. Margar bókanir „Það hefur gengið gríðarlega vel hjá okkur að selja í skíðaferðir fram að þessu, við enun þegar komin með hátt í 1000 bókanir á skíðastaði okkar hjá Úrvali-Útsýn. Á sama tíma í fyrra voru bókanir um 500 svo þetta er gífurleg aukning á milli ára,“ sagði Goði Sveinsson, mark- aðsstjóri Ú-Ú. „Það hjálpar eflaust til að skíðaá- hugamenn hafa haft lítinn snjó hér á íslandi," sagði Goði. „Úrval-Útsýn býður upp á nýjan skíðastað í vetur, draumastaðinn Aspen í Colorado sem sveipaður er frægðarljóma. Einnig skipuleggjum við nýja ferð í vetur, skíðabrettaferð sem eflaust á eftir að njóta vinsælda.“ Lilja Jónsdóttir, sölumaður skíða- ferða hjá Ú-Ú, sagði að skipulagðar væru þijár ferðir til Aspen í vetur. „Nýi skíðastaðurinn okkar, Aspen í Colorado, var ekki fullkomlega frá- genginn þegar við gáfum út vetr- arbæklinginn okkar og því vísuðum við eingöngu á staðinn í bæklingn- um. Nú liggur fyrir að farnar verða þrjár ferðir til Aspen, sú fyrsta 2.-16. febrúar, önnur ferðin 16. febr- úar til 2. mars og sú þriðja 2.-16. mars,“ sagði Lilja. „Þegar farið er svona langt tekur því ekki að fara í stuttar ferðir. Héð- an er flogið til Boston og gist eina nótt þar. Síðan er flogið til Denver og skipt um vél sem fer til Aspen og þangað verður komið um hádegis- bil. Tekið verður á móti skíðafólk- inu, það keyrt heim á hótel og gisþ ingamar eru allar í bænum AspenÁ Mekka skíöamannsins „Þessi skíðastaður er að margra áliti Mekka skíðamannsins og þeir sem farið hafa ferðir til útlanda ganga margir með þann draum í maganum aö fara einhvem tímcmn til Aspen. Svona ferðir era heldur ekkert svo dýrar þegar upp er stað- ið. Þær em á aðeins 119 þúsund krónur eða 144 þúsund ef menn vilja leggja meira í gistinguna. Athuga skal þó að þetta verð inni- felur ekki skíðapassann. Hann er aðeins dýrari í Bandaríkjunum en i Evrópu en geta verður þess að snjór- inn í brekkunum vestanhafs er yfir- leitt meiri að gæðum, púðursnjór sem skíðamenn kunna vel að meta. Þetta verð er ekki ósvipað því sem jafnlangar ferðir til skíðastaða í Evrópu kosta. Þetta eru hvort tveggja gistingar í Aspen, stutt í lyft- ur og stutt í miðbæinn." Snjóbrettaferö „í vetraráætlun okkar er skipu- lögð ein snjóbrettaferð til St. Anton í Austurríki. Þar hefur verið gert heilmikið fyrir snjóbrettaáhuga- manninn. Þar er sérstakt tilbúið svæði með fjölda stökkpalla og það „fílar stökkbrettafólkið alveg í botn“. Síðan er leyft að fara utan við merktar brekkur til að komast í púðursnjóinn. Það er töluvert stór hópur snjóbrettamanna hér á landi. Þeir sem eru mest fyrir göngu- skíðin ættu að stefna á Vagrain, dal- ina þrjá í Austurríki. Þar er vel skipulagt fyrir gönguskíðamenn, langar og góðar brautir og bæði brekkur og sléttlendi og því hægt að kjósa sér leiðir að vild,“ sagði Lilja. Aðspurð að því hvað hún teldi að réði því að bókanir væm fleiri í ár en í fyrra sagði Lilja að fyrir því lægju tvær ástæður. „í fyrsta lagi batnandi tið i efnahagsmálunum og hins vegar snjóleysið hér á landi. Skíðafólk lætur ekkert stöðva sig - ef snjóinn vantar héma heima þá fer það bara á skíði til útlanda," sagði Lilja. Val Gardena Ferðaskrifstofan Samvinnuferð- ir-Landsýn skipuleggur skíðaferð til Val Gardena í vetur. „Við erum að hella okkur aftur út í skíðaferð- irnar en um nokkurra ára skeið höfum við ekki skipulagt hópferðir á skíðastaði erlendis. Nú verðum við með ferð til Val Gardena í ítölsku Ölpunum sem er stórgóður staður. Hún verður 8.-15. febrúar og flogið er til Munchen," sagði Helga Ólafsdóttir hjá S-L. „Til viðbótar ferðinni til Vagrain verðum við með skíðaferðir fyrir fólk sem vill vera á eigin vegum á skíðastaði í frönsku Ölpunum. Þeir sem kjós þannig ferðir fljúga til Lúxemborgar og taka bílaleigubíl þaðan. Það em mjög skemmtileg skíða- svæði í frönsku Ölpunum og þar er hagstætt verð í gangi - í heildina litið lægra en í Austurríki og á ítal- íu. Þannig ferðir verða samt heldur dýrari ef gjaldið fyrir bílaleigubil- inn leggst ofan á. En ef sameinast er um bíl er hægt að ná þeim kostn- aði niður. í Frakklandi er einnig hægt að vera á skiðum fram í lok april eða jafnvel byrjun maí. Skíðaferðir þangað verða í boði hjá okkur fram til þess tíma,“ sagði Helga .-ÍS Varist óprúttna Nokkuð hefur borið á því að óprúttnir aðilar hafi boðið ís- lendingum íhlutanir eða vilyrði fyrir húsnæði á Kanaríeyjum, Spáni eða annars staöar í sólar- löndum Evrópu. í flestöllum til- fellum eru þar svikarar á ferð sem leika þann ljóta leik til að svíkja fé af gmnlausu fólki. Dæmi er um að fólk hafi tapað verulegum fjárhæðum vegna þessa en í miðvikudagsblaði DV í þessari viku var einmitt greint frá einu slíku tilfelli. Ástæða er til þess að vara ferða- menn viö gylliboðum þessara aðila. Sjómenn í verkfall Það er víðar en á íslandi sem umræður fara fram um afnám sjómannaafsláttar til skatts. Grísk stjómvöld áforma niður- fellingu sjómannaafsláttar og afleiðingin er tíð verkföll stétt- arinnar sem lama allar sam- göngur á sjó við strendur Grikklands. Ný flugleið Hollenska flugfélagið KLM áformar að taka upp nýja flug- leið, Amsterdam-Abidjan og áformar að fljúga þá leiö tvisvar í viku. Abidjan er höf- uðborg Fílabeinsstrandarinnar. r ÍÞíða í samskiptum Undanfarna mánuði hefur stjómmálasamband Jórdaníu Iog ísraels batnað verulega og viðskiptaleg tengsl þeirra em stöðugt að aukast. í síðustu viku hóf jórdanska flugfélagið Royal Wings ferðir á milli Amman í Jórdaniu og Haifa í ísrael. Reykingabann Enn bætast við þau flugfélög sem banna reykingar á flugleið- um sinum. Belgíska flugfélagið Sabena tók í vikunni upp bann S við reykingum á flugleiðum sín- um yfir Atlantshafið. FERÐAMARKAÐUR FLUGLEI FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferdafélagi Nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum eða í söludeild í síma 50 50 100, virka daga. Kanaríeyj ar Verð frá /" | _____/ ' / I 1 29. janúar 5.,12.,19.,26. febrúar 5. og 12. mars á mann í 2 vikur m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2ja-ll ára) á Los Cactus. kr. á mann í tvíbýli á Jardin E1 Atlantico. PASKAR Örfá sæti laus! 26/3 - 9/4 Verð frá 65.045 á mann í 2 vikur m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2ja-ll ára) á Los Cactus. 81.180 kr. á mann í tvíbýli á Jardin E1 Atlantico.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.